Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018FÓLK SPROTAR PCC Jökull Gunnarsson hefur verið ráðinn forstjóri kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon hf. á Bakka. Jökull sem starfaði áður sem fram- leiðslustjóri hjá félaginu tekur nú við starfi forstjóra félagsins af Hafsteini Viktorssyni. Hafsteinn hefur unnið að byggingu og gangsetn- ingu kísilverksmiðjunnar á Bakka við Húsavík frá júní 2016 en lætur nú af störfum sem forstjóri. Hafsteinn mun þó áfram vera félaginu innan hand- ar og sinna ýmsum verkefnum fyrir félagið sem með- al annars varða mögulega stækkun kísilverksmiðj- unnar. Hluthafar PCC BakkiSilicon hf. þakka Hafsteini kærlega fyrir það lykilhlutverk sem hann hefur gegnt síðustu ár og hlakka til að vinna með honum að nýj- um viðfangsefnum. Jökull ráðinn forstjóri PCC á Bakka Origo Sveinn Kristinn Ögmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Þjón- ustumiðstöðvar Origo. Þjónustumiðstöðinni er ætlað að gegna vaxandi hlutverki í sölu og þjón- ustu á notendalausnum frá ýmsum framleiðendum. Allri verkstæðisþjónustu og lager- starfsemi Origo er stýrt af Þjónustumiðstöðinni. Hann hefur starfað sem SAP-sérfræðingur hjá Sím- anum og Applicon. Hjá Applicon var hann einnig for- stöðumaður ERP lausna. Nú síðast starfaði hann sem forstöðumaður Mannauðs- og launalausna hjá Origo þar sem hann stýrði þróun og sölu á mannauðs- og viðskiptalausnum Kjarna og SAP. Samhliða því sinnti hann starfi þjónustustjóra Viðskiptalausna Origo. Sveinn Kristinn er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Sveinn Kristinn nýr forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Origo VISTASKIPTI Mögnuð rafmagnsverkfæri og frábært verð ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Fyrirvari er settur vegna hugsanlegra ritvillna. Kíttisgrind 18V Kr. 67.900,- með VSK TVENNU TILBOÐ 600 ml kíttisgrind fyrir poka (pulsur) 300 ml kíttisgrind fyrir kíttistúpur Stiglaus hraði 0-28 mm/sek. 18 V rafhlaða 2A og hraðhleðslutæki Vönduð taska fylgir Þyngd 2,1 kg HR4013C SDS MAX BOR/BROTVÉL & VC3011L RYKSUGA Kr. 138.000,- með VSK + + HM1203C SDS MAX BROTVÉL & VC3011L RYKSUGA Kr. 138.000,- með VSK Á Skemmuvegi hefur orðið til merkilegur klasi smáfyrirtækja og einyrkja sem saman mynda eina heild sem getur staðist stærstu auglýsingastofum snúning. Freyr Hákonarson segir að þetta fyrirkomulag eigi erindi við fleiri greinar, t.d. hugbúnaðargeir- ann, og hafi mikla kosti í för með sér bæði fyrir verkkaupa sem vilja fá mikið fyrir peninginn, og fyrir frumkvöðla sem fá í gegnum sam- starfið aðgang að nýjum við- skiptavinum og verkefnum. Klasinn heitir Hive Studios (www.hivestudios.is) og er rekinn af Frey og Magnúsi Bergssyni eigendum framleiðslufyrirtækisins Icon. Saga verkefnisins hófst fyrir tæpum þremur árum þegar Freyr átti erindi við ljósmyndara sem hafði aðstöðu í húsnæði fyrir ofan verslun Vatnsvirkjans í Kópavogi. „Þar var að finna hálfgerða kommúnu fyrir ljósmyndara sem nýttu saman aðstöðuna, og var ég um þetta leyti leit að hentugu vinnurými fyrir sjálfan mig. Ég spurði hvort þeir ættu nokkuð laust borð handa mér og til að gera langa sögu stutta var ég bú- inn að taka allt plássið á leigu nokkrum dögum síðar,“ segir Freyr og upplýsir að samvinna ljósmyndaranna hefði á þessum tíma verið við það að renna sitt skeið á enda. Fljótlega breyttist starfsemin í Vatnsvirkjahúsinu og einu og hálfu ári eftir að Finnur undirrit- aði leigusamninginn höfðu tæplega 30 manns komið sér þar fyrir með fyrirtæki sín og verkefni, og allt fólk með einhverja tengingu við auglýsingagerð s.s. ljósmyndarar, forritarar, grafískir hönnuðir, textasmiðir, markaðsfræðingar og upptökufólk. Freyr gantast með að þar með hafi orðið til sósíalísk auglýsingastofa þar sem allir voru jafnir og gátu tekið þátt í stórum auglýsingaverkefnum á eigin for- sendum. „Með alla þessa sérhæf- ingu undir einu þaki getur hóp- urinn tekið að sér nánast hvaða verkefni sem er, frá þeim allra smæstu upp í þau allra stærstu.“ Árið 2016 flutti Hive Studios í nýtt og enn betra húsnæði á Skemmuvegi þar sem auglýsinga- stofan Expo hafði áður verið. „Þar lögðum við undir okkur 500 fer- metra með vinnuaðstöðu fyrir 30 manns og allt rýmið sniðið að þörfum auglýsingastofu með ljósmyndastúdiói, hljóðveri og fundarherbergi.“ Enginn með fleiri en fjóra starfsmenn Smám saman hafa mótast ákveðnar reglur í kringum það samstarf sem á sér stað innan Hive Studios. Freyr segir alla sem þar starfa hafa fullt sjálfstæði, og þeim beri ekki nein skylda til að taka þátt í verkefnum þar sem kraftar þeirra gætu nýst. Þá eru fyrirtækin í klasanum ekki heldur skyldug til að finna sér samstarfs- aðila innanhúss. „Hver og einn hefur val um hvort hann nýtir samfélagið eða ekki, og allir sem koma hingað inn eru þegar með einhverja viðskiptavini fyrir,“ út- skýrir Freyr. Leigan er 50.000 kr. á hvert skrifborð og má hvert fyrirtæki í Hive Studios ekki vera með fleiri en fjóra starfsmenn. „Ástæðan fyrir þessari stærðartakmörkun er að ef eitt fyrirtækið verður mikið stærra en þetta þá byrjar það að hafa takmarkandi áhrif á hin. Við lentum t.d. í því að öflugur sproti sem leigði hjá okkur óx svo hratt að á skömmum tíma voru starfs- mennirnir orðnir tólf talsins og það var farið að kæfa niður aðra starfsemi.“ Freyr segir að það hafi tekið tíma og kallað á stöðugar breyt- ingar að ná fram réttri samsetn- ingu fólks og fyrirtækja. „Hive Studios á einkar vel við ungt og öflugt fólk sem er ferskt í hugsun og kann að nálgast hlutina með nýjum hætti, en við sækjumst líka eftir að fá hingað til okkar ein- staklinga með mikla reynslu og djúpa þekkingu,“ útlistar hann. „Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref er ákaflega góður kostur að koma hingað, enda einn stærsti þröskuldur ungs og efni- legs fólks í auglýsinga- og mark- aðsgeiranum að koma sér upp góðri aðstöðu og sterku baklandi.“ Freyr bendir á að fyrirkomulag samstarfsins skapi töluvert aðhald enda veltur velgengni allra þátt- takenda á þeirra eigin frammi- stöðu, og enginn fái verkefni sís- vona upp í hendurnar. „Skipulagið þýðir líka að yfirbyggingin er mun minni en hjá auglýsingastofum af sömu stærð og starfsorka allra og hæfileikar eru nýtt miklu betur.“ Morgunblaðið/Eggert „Með alla þessa sérhæfingu undir einu þaki getur hópurinn tekið að sér nánast hvaða verkefni sem var, frá þeim allra smæstu upp í þau allra stærstu,“ segir Freyr um það fyrirkomulag sem er á samstarfinu innan Hive Studios. Sjálfstæð en með gott bakland Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Undanfarin þrjú ár hefur áhugaverð tilraun farið fram hjá Hive Studios. Þar á fagfólk á ýmsum sviðum auglýsingagerðar, mark- aðsmála og miðlunar í nánu samstarfi en hefur um leið mikið frelsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.