Morgunblaðið - 02.03.2018, Side 20

Morgunblaðið - 02.03.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2018 Uppgangurinn í efnahagsmálunum hef- ur varla farið fram hjá neinum. Ástæðan er flestum kunn: gífurleg aukning ferðamanna til landsins. Laun hafa líka hækkað mikið frá árinu 2009, mjög misjafnlega þó. Þar stendur hnífur- inn í kúnni. Þannig hef- ur launavísitalan hækk- að um 85% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 32%. Laun rútubílstjóra hafa þó ekki hækkað um nema 64%, en laun for- sætisráðherra hafa hins vegar hækk- að um 116%. Á þessum tíu árum hefur munurinn á launum forsætisráðherra og rútubíl- stjóra aukist frá því að vera rétt rúm- lega fimmfaldur í það að vera tæplega sjöfaldur. Nú gefur augaleið að þann sem ekki hefur til hnífs og skeiðar munar um krónu, en hinn, sem nóg á að bíta og brenna, tekur ekki eftir þessari sömu krónu. Samkvæmt skattframtölum hefur eigið fé Íslendinga meira en tvöfald- ast frá hruni. Samhliða hefur orðið gífurleg eignatilfærsla í þjóðfélaginu. Þannig hefur u.þ.b. helmingur af öllu fé sem orðið hefur til frá hruni farið í vasa þeirra fjölskyldna sem eiga 10% af öllum auði á hverjum tíma. Með slíkri auðsöfnun á fárra hendur eru búnar til samsvarandi aðstæður og voru uppi árið 1929, þegar kaup- máttur fjöldans hrundi, framleiðslan stöðvaðist og kreppan mikla skall á. Þessi auðsöfnun er engin tilviljun. Sérhagsmunahóparnir með lobbí- istana í fararbroddi stýra umræðunni með eignarhaldi á fjölmiðlum og sjá til þess að aðrir komist ekki að. Samhliða velja þeir sér samherja á þingi. Flokk- urinn sem slíkur skiptir ekki máli fyr- ir sérhagsmunahópa, sem sveigja og breyta stefnuskrá flokka eftir sínu höfði og spila á hégómagirni hug- sjónalausra þingmanna í titlatogi með veglegum embættum svo draumur þeirra um að komast í sögubækur rætist. Hlutverk stjórnmála- manna í þessu leikriti fá- ránleikans er hags- munagæsla. Einkum snýr þetta að eignar- haldi á auðlindum þjóð- arinnar en einnig á þetta við um eftirlit með nýt- ingu almannafjár og skatteftirlit. Hagsmunagæslan kostar sérhagsmunahóp- ana sjálfa ekki mikið. Það sem fyrst og fremst er sýnilegt almenningi eru embættisveitingar: sendiherrar, dómarar og eftirlits- forstjórar. Hitt er ekki eins sýnilegt, að „þeirra kjósendur“ fá sérmeðferð: ættingi kemst á elliheimili, þeir fá nið- urfellingu á opinberum gjöldum, horft er framhjá framúrkeyrslum þeirra eftir útboð í verk á vegum hins opin- bera. Hér á árum áður snerist þetta um nælonsokka og brennivín, en einn- ig gátu stuðningsmennirnir átt von um að fá byggingarlóðir, innflutnings- leyfi fyrir útvarpsviðtæki og jafnvel bifreið ef þeir áttu sterkan frændgarð. Eftir hrunið hafa aðstæður breyst þótt nokkrir þingmenn finni góð pláss. Þessi mikla launahækkun forsætisráð- herra langt umfram launavísitölu ætti því ekki að koma á óvart. Megintilgangur Alþingis með nýju stjórnarskránni var að auka traust al- mennings á stjórnmálum eftir hrunið. Ekkert skiptir eins miklu máli fyrir stjórnmálamenn og traust. Það er því dapurlegt að horfa upp á þingmenn trausti rúna þar sem þeir klóra í bakk- ann og reyna að skara eld að sinni köku þegar almenni borgarinn berst í bökkum. Nýja stjórnarskráin tekur á mörg- um þeirra þátta sem hafa farið úr- skeiðis í þjóðfélaginu. Hún jafnar kosningaréttinn, þ.e. hver maður fer með eitt atkvæði óháð búsetu. Einnig velur kjósandi frambjóðendur með persónukjöri af listum í kjördæmi sínu eða af landslistum, eða hvort tveggja. Honum er og heimilt að merkja við einn kjördæmislista eða einn lands- lista, og hefur hann þá valið alla fram- bjóðendur listans jafnt. Þá er og tekið fyrir að þingmenn taki þátt í meðferð þingmála, sem varða þá sérstaklega eða þeim nákomna, jafnframt sem alþingismenn skulu veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. Slíkt er einkum gert með því að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif sérhagsmunahópa á starfsemi Alþingis með háum fjár- framlögum. Þegar og ef slíkt kemur fyrir getur samkvæmt nýju stjórnar- skránni stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd Alþingis rannsakað allar at- hafnir ráðherra samkvæmt kröfu 1⁄3 þingmanna. Annar fyrirvari sem nýja stjórnarskráin setur felst í stofnun Lögréttu, sem kannar hvort lög sam- rýmist stjórnarskrá, en ófullburða lagasetning er Þrándur í Götu lýð- ræðis. Þá getur Alþingi stofnað rann- sóknarnefndir til að rannsaka einstök mál er almenning varðar. Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóð- aratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt og tíu af hundraði kjós- enda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Þá eru einnig settir fyrir- varar um skipan í embætti dómara og ríkissaksóknara, þ.e. ráðherra verður að bera skipun þeirra undir forseta. Synji forseti um staðfestingu þarf Alþingi að samþykkja skipunina með 2⁄3 hlutum atkvæða til þess að hún taki gildi. Það sama gildir um mikilvægar eftirlitsstofnanir. Þær verða ekki lagðar niður eða þeim breytt nema með samþykkt 2⁄3 hluta atkvæða á Alþingi. Að lokum má nefna frelsi fjölmiðla og vernd heim- ildarmanna. Nýja stjórnarskráin eykur gagn- sæi og auðveldar eftirlit með fram- kvæmdarvaldinu. Fullgilding á nýju stjórnarskránni er grundvallaratriði fyrir trausti á Alþingi og ætti að vera aðalkrafa verkalýðshreyfingarinnar í kjarasamningum. Nýja stjórnarskráin og kjaramálin Eftir Jóhannes Hraunfjörð Karlsson » Fullgilding á nýju stjórnarskránni er grundvallaratriði fyrir trausti á Alþingi og ætti að vera aðalkrafa verka- lýðshreyfingarinnar í kjarasamningunum. Jóhannes Hraunfjörð Karlsson Höfundur er varamaður í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Við trúum því að það sé skylda okkar sem þjóðar að standa vörð um innlenda mat- vælaframleiðslu, þar á meðal sauðfjárrækt- ina, sem nú á í erfið- leikum. Samfélagið styður greinina í gegn- um búvörusamning sem gerður var 2016. Þar er lögð áhersla á góða fram- leiðsluhætti sem byggjast til dæmis á velferð dýra, heilnæmi afurða, um- hverfisvernd og sjálfbærri landnýt- ingu. Tilgangurinn er einnig að tryggja fjölbreytt framboð gæða- afurða á sanngjörnu verði fyrir neyt- endur. Stuðningurinn hefur þau áhrif að verðið til þeirra er lægra en annars væri. Þá er lögð áhersla á að minnka kostnað við kerfið sjálft. Nauðsynleg næstu skref Það er nauðsynlegt að endurskoða ákveðna þætti búvörusamningsins vegna breyttra forsendna, sér- staklega þá sem geta verið fram- leiðsluhvetjandi. Sauðfjárbændur hafa sjálfir bent á að nauðsynlegt sé að ná jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar lambakjöts á innan- landsmarkaði. Það er aðgerð sem er hugsuð til að bregðast við núverandi ytri aðstæðum. Samið var um að búvörusamning- arnir yrðu endurskoðaðir tvisvar á 10 ára samningstíma og nú stendur fyrri endurskoðunin yfir. Afkoman í sauðfjárræktinni hefur verið á nið- urleið síðustu þrjú ár. Markaðir hafa lokast og sterkt gengi krónunnar hefur gert útflutning óhagstæðari. Í kjölfarið hefur verð til bænda hríð- fallið. Þeir fá nú að meðaltali 387 krónur greiddar fyrir hvert kíló lambakjöts. en þyrfti að vera 650- 700 krónur til reksturinn teldist við- unandi. Það er því ljóst að markaðs- brestur hefur orðið í greininni. Jafnvægi í framleiðslu Sauðfjárbændur hafa bent á að allt að 10% hækkun gæti komið til greina en sé gengið of langt getur það haft afar neikvæð áhrif á grein- ina í held og þau samfélög sem á henni byggja. Það eru samfélög sem hafa takmörkuð tækifæri til ann- arrar starfsemi. Nauðsynlegt er að stjórnvöld beiti sér fyrir því að til verði verkfæri sem geri mögulegt að takast á við stöðu sem þessa og haft áhrif á markaðinn. Við höfum engin slík nú, en þau eru til í flestum ná- grannaríkjum okkar. Afurðageirinn þarf líka að hagræða og endur- skipuleggja sig með hliðsjón af þess- um aðstæðum. Hann þarf að vera nægileg öflugur til að tryggja gæði og vöruframboð sem svara kröfum neytandans með tilsvarandi mark- aðsstarfi. Með framantöldum að- gerðum er von til þess að jafnvægi náist og afkoma bænda batni í kjöl- farið. Horft til framtíðar Þetta eru nauðsynlegar aðgerðir til að mæta núverandi vanda, sem vonandi verður fljótt að baki svo sauðfjárræktin geti farið að byggja sig upp að nýju. Ríkistjórnin hefur sett metnaðar- fulla áætlun í loftslagsmálum. Þjóð sem hefur það að leiðarljósi að minnka kolefnisspor okkar og nálg- ast sjálfbærni til framtíðar hlýtur að hlúa vel að umhverfi íslenskrar mat- vælaframleiðslu.. Sauðfjárbændur vilja taka þátt í því enda hafa þeir sett sér markmið um kolefnisjöfnun greinarinnar. En greinin hefur víð- tæka þýðingu. Fyrir utan matvæla- framleiðsluna og byggðalegu þýð- inguna sem áður er nefnd er hún jafnframt verðmætur hluti af menn- ingu íslenskrar þjóðar. Þess vegna styður samfélagið við hana og við teljum að svo eigi áfram að vera. Bú er landstólpi Eftir Höllu Signýju Kristjánsdóttur og Þórunni Egils- dóttur Halla Signý Kristjánsdóttir » Sauðfjárbændur hafa sjálfir bent á að nauðsynlegt sé að ná jafnvægi á milli fram- boðs og eftirspurnar lambakjöts á innan- landsmarkaði. Halla Signý er 7. þingmaður NV- kjördæmis. Þórunn er 4. þingmaður NA-kjördæmis. Þórunn Egilsdóttir Framundan er ör- lagastund hjá ís- lensku láglaunafólki sem er svo neðarlega í lífskjarabaráttunni að mánaðartekjur duga ekki fyrir fæði og húsnæði. Þannig hefur þetta reyndar verið alla tíð en nú ógna ofurlaun há- launamanna afkomu láglaunafólks og reyndar þjóðfélaginu öllu með því að moka milljónum í vasann mán- aðarlega og jafnvel farnir að skammta sjálfum sér milljón í kauphækkun mánaðarlauna, sem sýnir glögglega van- hæfni þeirra, að taka rökréttar ákvarðanir. Enginn hefur þó mælt gegn því að menntun sé metin til launa, en það mat þarf að vera byggt á skynsemis- rökum, ekki bara græðgi. Laun eru hugsuð sem fram- færslutekjur er færi launþeganum réttláta afkomu fyrir hann og fjölskyldu hans. Eigi að bjarga þjóðfélaginu frá óæskilegum uppþotum og has- Baráttan um afkomuna Eftir Guðvarð Jónsson Guðvarður Jónsson Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.