Morgunblaðið - 02.03.2018, Side 22

Morgunblaðið - 02.03.2018, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2018 ✝ Jóhannes PálmiRagnarsson fæddist í Grindavík 24. nóvember 1948. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 11. september 2018. Foreldrar hans voru hjónin Ragnar Jóhannsson, f. 22. júní 1911, d. 12. september 1986, og Gyða Waage Ólafsdóttir, f. 15. apríl 1920, d. 28. nóvember 2006. Systkini Pálma eru Hafsteinn, f. 1936, Eygló, f. 1939, Unnur, f. 1940, Jóhann, f. 1942, Gylfi, f. 1944, Valgerður, f. 1947, Gyða, f. 1950, og Gunnlaugur, f. 1955. Pálmi giftist eftirlifandi eigin- konu sinni, Ragnhildi Óskars- dóttur, f. 7. apríl 1948, hinn 9. des- ember 1967. Foreldrar hennar voru hjónin Óskar Þórarinsson, f. 4. janúar 1918, d. 3. janúar 1981, og Guðný Guðnadóttir, f. 11. jan- úar 1927, d. 18. september 2003. Pálmi og Ragga eignuðust sex börn, þau eru: 1) Guðný Ósk, f. 30. júlí 1967, eiginmaður hennar er Jón Valdimar Albertsson, f. 1964. Börn þeirra eru a) Ragnhildur Eva, f. 1991, gift Jónmundi Magn- úsi Guðmundssyni, f. 1991. Börn þeirra eru: Skarphéðinn Jón, f. mundsson, f. 1988. 5) Guðni Gest- ur, f. 15. febrúar 1980, sambýlis- kona Anna Berglind Svansdóttir, f. 1992. Sonur þeirra a) Gabriel Torfi, f. 2015. Börn Guðna og fyrrverandi sambýliskonu, Lilju Guðmundsdóttur, b) Bjarki Már, f . 1998, látinn 14. júlí 2017, c) El- ísabet Sandra, f. 2001, kærasti Elvar Adamsson, f. 1998. 6) Sandra Ósk, f. 4. febrúar 1986, sambýlismaður Bjarni Unnars- son, f. 1983. Dóttir þeirra Sylvía Waage, f. 2009. Pálmi ólst upp í stórum syst- kinahópi á Bjargi í Grindavík. 14 ára gamall hóf hann sína sjó- mennsku sem varð hans framtíða- starf. Hann byrjaði sem háseti fyrstu fjögur árin og sem kokkur í janúar 1966 hjá Edda á Hópsnesi GK. Hann starfaði hjá þeirri út- gerð í tíu ár, var á Járngerði þeg- ar hún sökk í febrúar árið 1976 og varð þar full mannbjörg. Í tvö ár reri hann á Hörpunni með Haf- steini bróður sínum. Árið 1978 fluttu þau til Þorlákshafnar. Fljót- lega eftir að hann flutti þangað hóf hann störf hjá Þresti á Snæ- tindi ÁR 88 og var þar í 22 ár, eða þar til Snætindur var seldur. Eftir það reri hann hjá Hafnarnesi, Humarvinnslunni, Auðbjörgu og hjá Hannesi í Veri þar til hann lét af störfum vegna veikinda í apríl árið 2017. Þau Pálmi og Ragga hófu sinn búskap í Grindavík árið 1966, þar bjuggu þau til ársins 1978 er þau fluttu til Þorláks- hafnar og bjuggu þar til ársins 2003, þá fluttu þau á Selfoss. Útför hefur farið fram. 2012, og Ellý Stef- anía, f. 2014. b) Guð- jón Már, f. 1994, í sambúð með Þuríði Lillý Sigurðardóttur, f. 1995. Dóttir Jóns er c) Ásthildur Eygló, f. 1983, gift Ingvari Helga Óm- arssyni, f. 1984. Börn þeirra eru Heiðar Jó- hann, f. 2009, Ás- björn Ómar, f. 2013, og Ásta Aðalheiður, f. 2017. 2) Ragnar Waage, f. 31. júlí 1969. Börn hans og fyrrverandi eigin- konu, Ragnhildar Ólafsdóttur, eru a) Ólöf Marý Waage, f. 1994, í sam- búð með Willard Nökkva Inga- syni, f. 1994, b) Dagur Waage, f. 2000. Börn Ragnars og fyrrver- andi sambýliskonu, Birnu Björns- dóttur, c) Hildur Vala Waage, f. 2007, d) Hekla Sif Waage, f. 2009, og e) Agnes Gyða Waage, f. 2012. 3) Kolbrún Rut, f. 10. nóvember 1973, eiginmaður hennar er Páll Geirdal Elvarsson, f. 1970. Börn þeirra eru a) Pálmi Geirdal, f. 2003, b) Ísabella Dís Geirdal, f. 2007. 4) Gyða Waage, f. 6. mars 1979, eiginmaður hennar er Ás- geir Benónýsson, f. 1970. Börn hans eru a) Ingvar Gísli, f. 1990, og Bryndís Eir, f. 1995, sambýlis- maður Guðmundur Kristján Guð- Elsku pabbi minn, þú kvaddir okkur alltof fljótt, ég hefði verið til í svo miklu lengri tíma með þér en minningarnar sem við eigum ylja mér um hjartarætur. Ekki bjóst ég við því fyrir mánuði að veikindin myndu sigra hjá þér. Þið mamma áttuð eftir að gera svo margt saman, á döfinni var sex vikna ferð til Kanarí í október. Þú varst alltaf einstaklega hjálp- samur; ef einhvern vantaði hjálp varstu mættur. Þegar þið bjugguð í Þorlákshöfn vorum við Jón að byggja á Selfossi og þú taldir ekki eftir þér að skutlast á Selfoss til að hjálpa okkur eða fara með Herjólfi til Vestmannaeyja og hjálpa Ragnari í pallasmíði. Þeg- ar Kolbrún og Páll keyptu sér fokheldan sumarbústað varst þú mættur til að hjálpa þeim. Guðni Gestur, Gyða Waage og Sandra keyptu sér öll fokheld hús á Sel- fossi og áttir þú mörg handtökin þar. Þú áttir alltaf erfitt með að vera aðgerðalaus, ósjaldan var búið að taka til í herberginu hjá okkur systkinunum þegar við komum heim úr skólanum, það gat tekið okkur smá tíma að finna hlutina aftur því ekki settir þú þá alltaf alveg á réttan stað að okkur fannst. Þið mamma voruð ein- staklega samstiga og samheldin hjón og voruð dugleg að ferðast innanlands með okkur systkinin. Ófáar ferðirnar voru farnar utan og þá sérstaklega til Kanarí. Þið áttuð sælureit á Flúðum en þar höfðuð þið verið með hjólhýsi í mörg ár og voruð dugleg að fara í öllum helgarfríum. Ef við ætluð- um að hitta á þig í helgarfríum var helst að fara á Flúðir í kaffi. Um verslunarmannahelgina var alltaf humarsúpa hjá ykkur á Flúðum og var þá margt um manninn, yfirleitt 60-70 manns. Þótt þú værir veikur í sumar fórstu á Flúðir og eldaðir súpu handa mannskapnum eins og þér einum var lagið. Takk, elsku pabbi, fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig, ég gat alltaf leitað til þín ef ég þurfti. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig, þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá veit ég að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Þín dóttir, Guðný Ósk. Þegar við systkinin setjumst niður og rifjum upp tímann sem við áttum með afa, þá er okkur það einkar minnisstætt hversu duglegur afi var, það var aldrei lognmolla í kringum hann, það þótti okkur krökkunum svo gam- an. Hvort sem var verið að taka til, nostra í eldhúsinu eða hengja upp skreytingar fyrir jólin, það var alltaf eitthvað. Afi var þeim kosti gæddur að gera aldrei upp á milli og naut þess að hafa fjölskylduna í kring- um sig, því fleiri því betra gæti allteins hafa verið mottóið hans, enda kom hann sér upp mynd- arfjölskyldu með ömmu. Alltaf var hann með bros á vör og til í að aðstoða, sama hvað. Þau amma voru ávallt til í að spjalla um daginn og veginn og styðja okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Afi var áhugasam- ur um gang mála innan fjölskyld- unnar og hafði dálæti á allri fjöl- skyldunni. Hann var alveg í essinu sínu þegar litlu skottin hans komu í heimsókn, þá teygði hann sig í nammiskápinn, en hans minnumst við einnig frá okkar æsku þegar við komum í heimsókn í Lyngbergið. Því við vorum einu sinni litlu skottin hans afa, þó það sé heldur langt síðan. Sjórinn minnir okkur líka á afa. Eftir að Guðjón fór í vélskól- ann og síðar á sjóinn, spurði afi iðulega hvort Guðjón væri á sjónum og hvernig fiskaðist, enda þaulvanur sjónum og áhug- inn leyndi sér ekki. Á sjómanna- daginn bauð afi síðan alltaf í sigl- ingu. Prins og kók á Snætindi er minnisstætt. Þegar við horfum til baka eru það allar þessar stundir sem eru okkur ómetan- legar. Svo fluttum við systkinin í sveitina og hófum búskap. Það var margt sem við náðum að fræða hann um síðustu árin tengt búskapnum og höfðum við öll gaman af og hlógum mikið. Við minnumst okkar ástkæra afa sem hugljúfs og góðhjartaðs manns, sem naut þess til hins ýtrasta að vera til, lifa lífinu lif- andi og hafa fólkið sitt hjá sér. Það tileinkum við okkur, frá afa, sem veganesti út í lífið. Það eru forréttindi að eiga góðan afa, við nutum þess alla tíð og þökkum fyrir það á hverjum degi. Hann stóð sig einnig frábærlega í lang- afahlutverkinu, hafði einstaklega gaman af krökkunum og þau af honum. Við kveðjum með trega, elsku afi, lífið getur verið ósanngjarnt og svo yfirþyrmandi á tímum. Eftir að hafa barist hetjulega, af öllum lífs og sálar kröftum við veikindin, höfðu þau á endanum betur. Það eina sem við getum huggað okkur við, er að þetta hefðir þú viljað, fremur en fá ekki að lifa og njóta lífsins til fulls. Við vonum að þú hafir það gott í sumarlandinu og að við hittumst á ný þegar okkar tími kemur. Með tár á hvarmi og ekka kveðjum við ástkæran afa okkar. Dvínandi fór þitt lífsins ljós, slökktur er þinn logi. Þín saknað verður til lands og sjós, Er þú siglir sumarlandsvegi. Glaður varstu af guðs náð, gafst svo mikið af þér. Ráðlagðir mér lífsins ráð, að gefa alltaf með mér. Minningarnar margslungnar, mýkja söknuðinn og sárin. Bera til okkar boðskapinn og þerra trega tárin. (Guðjón Már og Ragnhildur Eva) Minning þín lifir í hjörtum okkar og frásögnum, elsku afi. Þín barnabörn, Ragnhildur Eva og Guðjón Már. Jóhannes Pálmi Ragnarsson ✝ Kristrún Sigur-björg Ellerts- dóttir fæddist á Akureyri 15. maí 1935. Hún lést á Landspítalanum 22. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Ellert Þór- oddsson vélstjóri, f. 26. september 1903, d. 3. júlí 1972, og Hólmfríður Stefánsdóttir, f. 29. nóvember 1911, d. 7. ágúst 2013. Systkini hennar eru Þórhall- ur Stefán, f. 1933, d. 1963, Gauja, f. 1937, Páll Einar, f. 1942, d. 1965, Gunnar f. 1944, d. 2002, og Guðmundur Ásgeir, f. 1950 Eiginmaður Kristrúnar var Þorsteinn Steingrímsson, verk- stjóri hjá Vegagerðinni, f. 25. mars 1933, d. 5. október 2011. Foreldrar hans voru Stein- grímur Jónsson, f. 15. desember 1902, d. 7. desember 1972, og ára aldurs. Þá fluttist hún með foreldrum sínum aftur til Akur- eyrar og ólst þar upp og lauk barnaskólaprófi eins og það hét þá og vann síðan við ýmis störf. Kristrún greindist með berkla í ágúst 1951, þá 16 ára gömul. Var hún þá send til lækninga á berklahælið á Kristnesspítala, þar sem hún lá fram til jóla það ár, en ný lyf voru þá komin á markaðinn, sem hjálpuðu til við bata hennar. Á Akureyri kynnt- ist Kristrún Þorsteini og þau giftu sig 24. september 1955 og hófu búskap á Hríseyjargötu á Akureyri. Eftir að Þorsteinn lauk námi í bifvélavirkjun bauðst honum staða sem verkstjóri á véladeild Vegagerðarinnar á Reyðarfirði og fluttu þau Kristrún til Reyðarfjarðar sumarið 1957 með Kolbrúnu þá níu mánaða gamla. Eftir nokkurra ára bú- setu á Reyðarfirði byggðu þau sér hús við Mánagötu 18 á Reyð- arfirði og bjuggu þar, uns þau fluttu suður til Reykjavíkur 1979. Í Reykjavík bjuggu þau lengst af í Eyjabakka 14 og Kristrún bjó þar áfram eftir að Þorsteinn féll frá. Útför Kristrúnar verður frá Bústaðakirkju í dag, 2. október 2018, klukkan 13. Aðalrós Björns- dóttir, f. 24. september 1910, d. 7. júlí 1991. Barn Kristrúnar og Þorsteins er Kolbrún, f. 30. október 1956, maki Matthías Loftsson, f. 30. mars 1955. Hennar börn eru Þorsteinn Rúnar Kjartansson, f. 29. ágúst 1980, barn hans er Kol- brún Birna, f. 3. desember 2010, og Lilja Björg Kjartansdóttir, f. 4. ágúst 1982, maki Erlendur Ingi Jónsson, f. 11. mars 1982, börn þeirra eru Ástbjörg Lilja, f. 15 desember 2005, Elísa Ósk, f. 22 október 2012, og Kamilla Marie, f. 31 mars 2016. Börn Matthíasar eru Kristján, f. 1979, maki Oddný Jónsdóttir, f. 1985, börn þeirra Hafdís, f. 2012, og Sigurbjörg Emelía f. 2016, og Erna, f. 1982. Kristrún fluttist eins árs til Grímseyjar og bjó þar til fimm Nú þegar svo er komið að hún amma hefur ákveðið að kveðja þessa jarðvist og svífa inn í sum- arlandið á ég minningu um konu sem mér hefur reynst óhaggandi klettur í lífinu. Okkar samband hefur alla tíð verið náið og get ég með sanni sagt að það var mér mikið lán að hafa átt hana að. Óteljandi minningar um skemmtilegar ferðir og innihalds- ríkar samræður um allt og ekkert skjóta nú upp kollinum þegar ég fer yfir farinn veg. Amma hafði þann stóra kost að mínu mati að hún kom til dyranna eins og hún var klædd og sagði skoðun sína umbúðalaust án nokkurra mála- lenginga hvort sem manni líkaði betur eða verr. Oft á tíðum kost- aði það að við gátum karpað löngum stundum en aldrei svo að við gengjum ósáttar frá borði eða samskipti okkar biðu hnekki af. Hún var ávallt óspör á lofræður ef henni þótti hlutirnir gerðir henni að skapi en jafnframt fékkstu að heyra það ef miður fór, þannig var amma og sú endalausa hlýja sem hún bar með sér er mér ómetanleg um ókomna tíð. Veislur, mannfagnaðir og há- tíðarhöld voru henni ávallt mikið hugðarefni. Hún gat staðið svo dögum skipti við matargerð og undirbúning sem við fólkið henn- ar nutum góðs af. Einnig er vert að minnast þess að amma kenndi mér margt sem kemur við því sem kallast nægju- semi, að vera ávallt þakklátur fyrir það sem lífið býður upp á hverju sinni, miður eða gott, með lífsgleðina að vopni. Akkúrat þannig var amma í Bökkunum, stórhjörtuð kjarnakona sem ég kveð nú í hinsta sinn. Þorsteinn Rúnar Kjartans. Þegar ég sit hér við þessi skrif og hugsa til ömmu get ég ekki annað en brosað í gegnum tárin. Ég á svo ótrúlega mikið af skemmtilegum, fyndnum og góð- um minningum um ömmu að ég get ekki verið annað en þakklát í hjarta mínu fyrir þann tíma sem við áttum saman. Er einnig þakk- lát fyrir allt það sem hún kenndi mér og ekki síst fyrir alla ástúðina og hlýjuna. Við amma áttum náið sam- band, hún var einstaklega góður félagi og gaf sér alltaf tíma til að hlusta og gefa góð ráð. Víð gátum oft spjallað frá okkur allt vit og mér fannst ekkert skemmtilegra en að sitja með henni í eldhús- króknum og hlusta á hana rifja upp gamla tíma. Skemmtilegastar þótti mér sögurnar frá síldar- árunum og þá sérstaklega síldar- böllunum. Amma var einstaklega myndarleg húsmóðir og gerði allt vel, hvort sem það var elda- mennska, saumaskapur eða handavinna. Fyrir utan hvað amma var flott húsmóðir þá var hún einstaklega úrræðagóð. Góð minning sem brýst fram sem tengist því er þegar ég hringdi í ömmu daginn fyrir öskudag og spurði hana hvort hún gæti hjálp- að mér að búa til búning en mig langaði að vera brúður. Ég vissi að best væri að leita til ömmu þar sem hún hélt mikið upp á ösku- daginn en hún átti margar góðar minningar tengdar honum úr æsku. Amma var ekki lengi að töfra fram búninginn og var mætt um kvöldið til að máta hann á mig. Brúðarslörið var gömul eldhús- gardína sem hún var búin að þræða upp á spöng, brúðarkjólinn var gamall undirkjóll af henni, brúðarvöndurinn var blómvöndur sem hún átti til skrauts heima við og svo fengu gömlu fermingar- hanskarnir hennar mömmu nýtt hlutverk. Að lokum lagði amma til að ég notaði gömlu dansskóna mína sem brúðarskó og þar með var allt klárt. Búningurinn var svo vel heppnaður hjá ömmu að hann vann til verðlauna á öskudaginn. Amma var falleg og glæsileg kona og passaði alltaf upp á að vera vel til höfð. Það var þó einn staður þar sem amma talaði um að það væri hvorki staður né stund til að vera skvísa og það var í útilegunni. Þá fengu hælarnir að víkja fyrir flatbotna skóm, der- húfan sett upp og varaliturinn og krullujárnið fengu hvíld. Amma elskaði að ferðast og naut sín í úti- legum að fylgjast með mannlífinu og njóta útiverunnar. Síðustu dagarnir hennar voru mjög erfiðir en þrátt fyrir það var aldrei langt í húmorinn og er það lýsandi fyrir hvernig amma lifði lífinu. Ég minnist ömmu með mikilli ást og virðingu, hún gaf mér svo margt með sinni visku, góð- mennsku og hlýju og mun minn- ing hennar lifa með mér björt og falleg. Lilja Björg Kjartansdóttir. Hvernig sem eilífðar tímarnir tifa, trúin hún græðir sem vorblærinn hlýr. Myndin þín, brosið og minningar lifa, meitluð í huganum svo fögur og skýr. (Friðrik Steingrímsson) Mig langar að minnast föður- systur minnar Rúnu með nokkr- um fátæklegum orðum. Ég man fyrst eftir Rúnu í kringum fimm ára aldurinn í Hafnarstræti hjá ömmu Fríðu en mjög óljóst. Síðan ekki fyrr en sumarið eftir í Mý- vatnssveit þegar ég bjó í Hellu- hrauninu þá sex ára að hún og Steini komu og voru í tjaldi fyrir neðan hlíðina, þau komu um kvöld og við gátum ekki vakað eftir þeim. Við Rósa systir vöknuðum spenntar morguninn eftir og máttum varla vera að því að borða morgunmat og hentumst út í tjald til þeirra. Þegar ég flutti á Reyðarfjörð árið 1974 fluttum við úr Mývatns- sveitinni og áttum til að byrja með heima í Mánagötunni hjá Rúnu og Steina. Vá, hvað það var alltaf fínt hjá Rúnu frænku. Ég man að ég gekk um og þorði varla að setjast í stólana í stofunni, en þeir voru skemmtilegir það var hægt að snúa þeim í hringi og við gerðum það oft og mörgum sinnum, við máttum það ekki en gerðum samt. Svo fannst mér hún alltaf flott um fæturna, lakkaðar táneglur, ber- fætt í eins konar tréklossum með breiðu bandi yfir ristina, opnir í tána, háum hælum og hljóðið þeg- ar skórnir smullu upp í bera hæl- ana, svona ætlaði ég sko að vera þegar ég yrði stór. Rúna var oft að stússast í eld- húsinu og þar fékk maður að vera með, eitt skiptið fyrir jól leyfði hún okkur að gera loftkökur alveg sjálfum. Jólin hjá Rúnu og Steina voru alltaf skemmtilegir tímar. Ég man ein jólin að það var kolvit- laust veður og Steini sótti okkur á Vegagerðarbílnum sem var kall- aður „Tuddi“ og fór með okkur upp í Mánagötu, rafmagnið fór af og ekki var hægt að elda jólamat- inn. Ég minnist þess ekki að við systur höfðum verið neitt óróleg- ar yfir því heldur biðum við róleg- ar eftir að rafmagnið kæmi svo hægt væri að klára að elda matinn og halda jólin. Man að þetta var notaleg stund. Þegar ég minnist Rúnu kemur upp í hugann „brúnkaka“, hún bakaði svo góða súkkulaðiköku sem hún kallaði brúnköku. Mér fannst hún einhver sú besta kaka sem ég hafði borðað. Hún sagði síðan seinna meir að þegar ég gifti mig ætlaði hún að baka brúnköku handa mér og gefa mér í brúð- kaupsgjöf, en það varð aldrei af því, þar sem ég gifti mig aldrei. Sumrin voru heldur ekki tíð- indalaus. Rúna og Steini eiga þar sinn sess. Þá fékk maður að reyt- ast í garðinum með henni. Tína ánamaðka fyrir veiðiferðirnar upp í Skriðdal, útilegur í Atlavík og margt og mikið gert til skemmtunar. Alltaf var maður velkominn í Eyjabakkann ef maður var á ferð í borginni og ævinlega veisluföng borin á borð fyrir okkur og alltaf reyndi ég að fara í að minnsta kosti eina heimsókn ef ég var stödd fyrir sunnan. En nú er hún farin en minning- arnar ylja. Elsku Rúna, góða ferð og við biðjum að heilsa Steina. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og börnin mín. Mér finnst svo gott að vita að þau eigi líka ástrík- ar minningar um þig og Steina. Elsku Kolla, Matti, Steini, Kol- brún, Lilja Björg, Elli, Ástbjörg Lilja, Elísa Ósk, Kamilla Marie. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur, Lísa Björk, Jón Gunnar, Lilja Rún og Snævar Atli. Meira: mbl.is/minningar Kristrún Ellertsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.