Morgunblaðið - 02.03.2018, Side 33

Morgunblaðið - 02.03.2018, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2018 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Rock Star umgjarðir kr. 11.900,- Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af gæðagleraugum fyrir krakka á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. ICQC 2018-20 Jean-Claude Arnault var fyrir rétti í Stokkhólmi í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Saksóknari hafði farið fram á þriggja ára fangelsi yfir honum fyrir að hafa brotið á sömu konunni í þrígang síðla árs 2011. Arnault er sakfelldur fyrir að hafa aðfaranótt 6. október 2011 þvingað konuna til munnmaka áður en hann á að hafa nauðgað henni. Á blaðamannafundi í gær sagði dómarinn, Gudrun An- temar, að lýsingar konunnar á at- burðum væri trúverðugar og alls sex vitni hefðu staðfest upplifun hennar, þar á meðal læknir hennar og sálfræðingur. Arnault var ekki sakfelldur fyrir að hafa aðfaranótt 3. desember 2011 komið fram vilja sínum við sömu konu meðan hún var sofandi, þar sem ekki reyndist hægt að sanna að konan hefði verið sofandi og þar með „bjargarlaus“ samkvæmt skilgreiningu þágild- andi laga. Arnault hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu. Á lokadegi réttar- haldanna í síðustu viku var hann hnepptur í gæsluvarðhald þar sem talsverðar líkur þóttu á því að Arnault, sem er franskur ríkisborg- ari, gæti flúið land og farið huldu höfði í krafti auðæfa sinna. Björn Hurtig, lögmaður Arnault, til- kynnti strax við það tækifæri að væntanlegum dómi yrði áfrýjað. Arnault verður áfram í gæslu- varðhaldi. Arnault er kvæntur Katarinu Frostenson sem fyrr á árinu vék sæti úr Sænsku akademíunni (SA) í kjölfar harðvítugra deilna innan SA um það hvernig taka skyldi á ásökunum þess efnis að Arnault hefði áratugum saman beitt konur kynferðislegu ofbeldi. Í nóvember 2017 stigu 18 konur fram og lýstu reynslu sinni í Dagens Nyheter, en Expressen greindi fyrst frá ásök- unum á hendur Arnault 1997. Málið hefur leitt til djúprar krísu innan SA sem neyddist til að fresta af- hendingu Nóbelsverðlaunanna í ár. Lars Heikensten, stjórnandi Nóbelsstofnunarinnar, sagði um helgina ekki fullvíst að af afhend- ingu gæti orðið á næsta ári. silja@mbl.is Hlýtur tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun  Arnault hyggst áfrýja dómnum Arnault Hann var í gær sakfelldur fyrir að hafa aðfaranótt 6. október 2011 þvingað konu til munnmaka áður en hann á að hafa nauðgað henni. Smallfoot Ný Ný Lof mér að falla 1 4 Night School Ný Ný The House With A Clock In Its Walls 2 2 A Simple Favor Ný Ný Predator (2018) 4 3 Peppermint 3 2 Mamma Mia! Here We Go Again 6 11 Maya the Bee Movie 8 2 The Nun 5 4 Bíólistinn 28.–30. september 2018 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Teiknimyndin Smáfótur var vel sótt um helgina og skilaði um 5,5 milljónum króna í miðasölu. Rúm- lega 5.000 manns sáu myndina en tekjuhæsta kvikmynd síðustu helga, Lof mér að falla, skilaði næstmestum tekjum, tæpum fimm milljónum króna en hana sáu hins vegar mun færri, eða 2.800 manns. Gamanmyndin Night School var einnig vel sótt og skilaði um þremur milljónum króna í miða- sölu. Fjölskyldumyndin The House with a Clock in its Walls er sú fjórða tekjuhæsta og sáu hana um 1.800 manns. Bíóaðsókn helgarinnar Teiknimynd á toppinn Smáfótur Úr teiknimyndinni. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Salurinn í Hafnarborg hefur góðan hljóm. Birtan og umgjörðin í kringum allt í Hafnarborg er einstaklega fal- legt og vel að öllu staðið,“ segir Val- gerður Guðnadóttir, sópransöngkona sem syngur á hádegistónleikum við undirleik Antóníu Hevesi, píanóleik- ara í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. „Það leggst vel í mig og alltaf jafn gaman að halda tónleika með Ant- óníu. Við höfum unnið lengi saman í allskonar verkefnum og kynntumst fyrst í Brúðkaupi Fígarós, í Óper- unni. Það verður ótrúlega gaman á tónleikunum í dag og hefðin er að flytja aðallega aríur á þeim. Við ákváðum að flytja sönglag og aríur með sterkum karakterum,“ segir Val- gerður. Hún segir ólíkar skutlur verði í aðalhlutverkum sem eigi það sameiginlegt að vera fjörugar eða ástríðufullar nema hvort tveggja sé. „Ég get lofað því að tónleikarnir verða kraftmiklir og líflegir,“ segir Valgerður en á efniskránni verður tónlist eftir W.A Mozart, C.M.v.Web- er, G. Bizet og E. Kálmán. „Það verður mjög fjörug og skemmtileg stemming á tónleikun- um. Ég er ekki þekkt fyrir það að vera mjög alvarleg og stutt í húmor- inn þar sem ég kem við sögu,“ segir Valgerður sem nam söng við Söng- skólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur og Kolbrúnu Sæmundsdóttur. Valgerður stundaði söngnám við framhaldsdeild Guild- hall School of Music and Drama. Hún hóf feril sinn í Jesus Christ Superstar sem María Magdalena og fór 18 ára gömul með hlutverk Maríu í West Side Story. Valgerður hlaut Grímuna sem söngvari ársins árið 2009 fyrir Maríu í Söngvaseiði og var tilnefnd til sömu verðlauna í ár fyrir Christine Daaé í The Phantom of the Opera. Valgerður hefur haldið fjölda tón- leika, komið víða við og sungið inn á fjölmarga geisladiska. Hún gaf út fyrstu sólóplötuna, Draumskógar ár- ið 2010 og var einsöngvari á Vínar- tónleikum Sinfóníutónhljómsveitar Íslands í byrjun árs. Fastagestir úr Drafnarhúsi „Antónía Hevesi, píanóleikari hef- ur haldið utan um hádegistónleikana sem listrænn stjórnandi í þau 15 ár sem þeir hafa verið haldnir,“ segir Áslaug Íris Friðjónsdóttir, upplýs- inga- og fræðslufulltrúi Hafnar- borgar. „Antónía hefur fengið frábæra söngvara með sér og hádegistónleik- arnir eru alltaf jafn vinsælir. Þeir eru vel sóttir og það mæta um 200 manns að jafnaði á tónleikana en veður getur sett strik í reikninginn. Tónleikarnir þjóna hópi eldri borgara auk þess sem einstaklingar í dagþjálfun í Drafnarhúsi mæta á hverja tónleika. Okkur þykir sérlega gaman að fá þann hóp sem og fastagestina okkar,“ segir Áslaug og bætir við að sneisa- fullt hafi verið á fyrstu tónleikum vetrarins með Kristni Sigmundssyni og hún eigi ekki von á öðru en að góð mæting verði á tónleika með Valgerði líkt og áður. Ólíkar skutlur koma fram á tónleikum í Hafnarborg Ljósmynd/Hafnarborg Aríur Valgerður Guðnadóttir, sópran og Antónía Hevesi, píanóleikari.  Sönglög og arí- ur með sterkum karakterum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.