Morgunblaðið - 29.10.2018, Side 1
M Á N U D A G U R 2 9. O K T Ó B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 254. tölublað 106. árgangur
TILLIT TEKIÐ
TIL ÁLFA OG
HULDUFÓLKS
SONJA Í
SÖGUBÆK-
URNAR
700 MANNS
ÆFA Á DAG
HJÁ KR
ÍÞRÓTTIR FYRIRMYNDARFÉLAG 12RANNSÓKN 34
AFP
Forseti Bolsonaro hlaut 56% atkvæða
samkvæmt útgönguspám í gærkvöldi.
Hægrisinnaði frambjóðandinn
Jair Bolsonaro hafði betur gegn
Fernando Haddad, frambjóðanda
Verkamannaflokksins, í forseta-
kosningum Brasilíu í gær.
Bolsonaro var spáð um 56% at-
kvæða samkvæmt útgönguspám.
Honum hefur verið lýst sem „bras-
ilíska Trump“ og hefur tjáð um-
deildar skoðanir á kynjajafnrétti,
samkynhneigðum, innflytjendum
og fátækum. Bolsonaro er 63 ára og
fyrrverandi liðsforingi í brasilíska
hernum. Ráðist var á Bolsonaro á
meðan á framboði hans stóð og var
hann stunginn með hníf í kviðinn í
september.
Spillingarmál hafa sett svip sinn
á kosningarnar en framboð fyrr-
verandi forseta Brasilíu, Luiz Iná-
cio Lula da Silva, var bannað en
hann afplánar nú 12 ára dóm fyrir
spillingu. Hefur Bolsonaro sagst
ætla að „hreinsa“ Brasílíu af spillt-
um stjórnmálamönnum.
Bolsonaro kjörinn
forseti Brasilíu
„Það hefur enginn leyfi til að loka
vegi án leyfis,“ segir Guðbrandur
Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferð-
ardeildar lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu.
Í gær boðaði hópur sem kallar sig
„Stopp hingað og ekki lengra!“ lokun
Reykjanesbrautar í þessari viku í
mótmælaskyni við hægagang við
tvöföldun vegarins eftir að þar varð
enn á ný banaslys í gærmorgun.
„Við erum búin að reyna að fara
góðu leiðina,“ segir Guðbergur
Reynisson, talsmaður hópsins. Hann
hefur í nokkur ár, ásamt fleirum,
þrýst á yfirvöld að klára tvöföld-
unina.
„Eina leiðin til að ná eyrum ráða-
manna er að gera eitthvað róttækt.
Við erum búnir að reyna að fara allar
leiðir í að spjalla við menn og mæta á
fundi,“ segir Guðbergur. Hann
bendir á að tvöföldun Reykjanes-
brautar hafi verið sett á 15 ára áætl-
un á síðustu samgönguáætlun.
„Við vegum þetta og metum þegar
þar að kemur. Ef þetta truflar gang
samfélagsins og rýrir umferðarör-
yggi grípum við til okkar ráða,“ seg-
ir Guðbrandur Sigurðsson, en bætir
við að auðvitað sé ævinlega fyrst
reynt að höfða til skynsemi fólks.
Það sé lýðræðislegur réttur að mót-
mæla en það takmarkast við að mót-
mælin skapi ekki hættu. Guðbrand-
ur segir að það sé þá sem lögreglan
grípi inn í. Hann segist skilja
áhyggjur fólks en betra sé ef fólk
fari ekki að hlaupa á sig með svona
aðgerð. „Þar að auki er ekki víst að
þetta sé vegna vegakerfisins. Ýmsir
aðrir þættir spila inn í svona mál,
eins og athygli ökumanns,“ bætir
hann við. »6
Vara við lokun vegarins
Hópur fólks boðar lokun Reykjanesbrautar í vikunni eftir banaslysið þar í gær
Mótmæla hægagangi við tvöföldun vegarins Lögregla hvetur til stillingar
Morgunblaðið/Kristinn
Sámur Forsetahjónin fyrrverandi ætla
að láta klóna Sám er hann er allur.
Forsetahundurinn fyrrverandi,
Sámur, verður að öllum líkindum
fyrsti íslenski hundurinn til að
verða klónaður en Ólafur Ragnar
Grímsson, fyrrverandi forseti,
greindi frá því í Morgunkaffinu á
Rás 2 að Dorrit Moussaieff, fyrr-
verandi forsetafrú, hefði sent sýni
úr Sámi til Texas í Bandaríkjunum
þar sem hann verður klónaður þeg-
ar Sámur er allur.
Það er langt frá því að vera
ókeypis að klóna hund. Bandaríska
fyrirtækið ViaGen Pets í Texas í
Bandaríkjunum býður upp á
hundaklónun fyrir um það bil sex
milljónir króna og kattaklónun fyr-
ir þrjár milljónir króna. Arnar
Pálsson, prófessor í lífupplýsinga-
fræði við Háskóla Íslands, segir
ferlið kostnaðarsamt og ekki
öruggt að það takist. Þá bendir
hann á að klónið sé eins og eineggja
tvíburi og það sama gildi um klón
og eineggja tvíbura að klón af Sámi
verður aldrei nákvæmlega eins og
Sámur. Hann veit ekki til þess að
íslenskt gæludýr hafi verið klónað
og verður Sámur því væntanlega
fyrstur til að vera klónaður. » 11
Klón kostar sex milljónir
Sámur fyrsti íslenski hundurinn til að verða klónaður
Fyrsti viðburður danshátíðarinnar „Street-
dance einvígið“ fór fram í Listdansskóla Plié í í
Víkurhvarfi í gær með pomp og prakt. Þar var
keppt í dönsum á borð við hiphop, top rock,
break, popping og all styles. Dansararnir sem
tóku þátt eru 10 til 14 ára og bar einvígið yfir-
skriftina Litla einvígið. Keppnin er sú eina sem
haldin er árlega fyrir götudansara á framhalds-
stigi en Dans Brynju Péturs stendur að hátíðinni.
Ungmenni öttu kappi í götudanseinvígi á danshátíð
Morgunblaðið/Eggert
Götudansarar fylltu Listdansskóla Plié í gær
Sjónarmið
neytenda í efna-
hagsmálum
þurfa að heyrast
hærra. Þetta seg-
ir Breki Karlsson
sem í gær var
kjörinn formað-
ur Neytenda-
samtakanna.
Hann telur þörf á
nýjum gjaldmiðli á Íslandi, krónan
og gengi hennar minni á skopp-
arakringlu. „Dýrtíð og verðbólga
eru öllum í óhag,“ segir Breki sem
vill fá fleiri til liðs við öflug samtök
neytenda. »6
Krónan minnir á
skopparakringlu
Breki Karlsson
Staða og horfur í kjaramálum lands-
ins var helsta umræðuefnið í hinum
föstu þjóðmálaþáttum útvarps- og
sjónvarpsstöðvanna í gærmorgun.
Forystumenn úr röðum atvinnurek-
enda, launþega og ríkisstjórnar
lögðu orð í belg.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formað-
ur BSRB, sagði að misskipting væri
að aukast í þjóðfélaginu og taka yrði
á því í komandi kjarasamningum.
Góðærið hefði ekki skilað sér til
hinna tekjulægstu.
Ofurlaun voru rædd og sagði Eyj-
ólfur Árni Rafnsson, formaður Sam-
taka atvinnulífsins, eðlilegt að beina
því til stjórnenda atvinnufyrirtækja
að horfa inn á við og gæta hófs. Hins
vegar væru 95% launþega með 1,3
milljónir á mánuði eða minna.
Ásmundur Einar Daðason, fé-
lagsmála- og jafnréttisráðherra,
kvaðst vilja koma á samkomulagi
stjórnvalda, sveitarfélaga og vinnu-
markaðarins um finnska leið til að
fjölga íbúðum á höfuðborgarsvæð-
inu. Samkvæmt henni skuldbinda
sveitarfélög sig til að úthluta
ákveðnum fjölda lóða árlega á kom-
andi árum. »4
Kjaramálin í brenni-
depli í spjallþáttunum