Morgunblaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 21
spurningunni svona löngu eftir barnaskólann. Hvar eru hálf- þróuðu dýrategundirnar í stein- gervingasögunni eða umhverfi okkar? Allar dýrategundir spretta fram fullskapaðar sama hvar þær finnast. Hvar er t.d. týndi hlekk- urinn á milli eðlu og fugls? Fiðruð eðla með vísi að vængjum? Þegar talað er um þróun er allt- af vísað í microevolution, ekki macroevolution. Microevolution er þróun/breytingar innan sömu dýrategundar, t.d. allar þessar undirtegundir sem við höfum af hundum. Macroevolution er hug- tak sem hefur verið búið til yfir það þegar dýrategund breytist í aðra dýrategund. Engar sannanir er hins vegar að finna í dýraríkinu eða steingervingasögunni að mac- roevolution hafi nokkru sinni átt sér stað. Þetta er einn af horn- steinum þróunarkenningarinnar. Hún gerir ráð fyrir því að með tímanum hafi dýrategundir, þökk sé tilviljanakenndum stökkbreyt- ingum, breyst í aðrar dýrateg- undir. Hvílir þróunarkenningin ekki á brauðfótum þegar engar sannanir finnast um macroevolu- tion? Af hverju höfum við sjálfsvit- und? Lífið á að hafa kviknað fyrir ótrúlega tilviljun fyrir löngu síðan og með tímanum byggt sig upp í þessa gríðarlega flóknu heild, okk- ur. Ættum við ekki samkvæmt þessu bara að vera vitundarlitlar vélar? Jú, nú veit ég að vísindin telja sig reyndar hafa „svar“. Sjálfsvitundin er blekking. Fram- tíðar vélmenni munu öðlast sjálfs- vitund og ættu að njóta mannrétt- inda á borð við okkur. Semsagt „líf“ sem við sköpum. Nú dæmir hver fyrir sig hvort honum finnst þessi skýring vísindanna sannfær- andi. Þróunarkenningin stendur sem sagt frammi fyrir erfiðum spurn- ingum. Af hverju er börnunum okkar þá ekki kennt að hugsa á gagnrýninn hátt um hana? Helsta heimild greinarinnar: Shattering the Myths of Darwin- ism, höf. Richard Milton. Höfundur er tónlistarmaður og félagsliði. gaufi2@yahoo.co.uk alvarlegra sjúkdóma, allt yfir í dauða, og eins er með þessi eitur- efni og áfengið að þrátt fyrir radd- ir þeirra sem gerst mega þekkja, aðvaranir þeirra og leiðsögn á margan veg þá er eins og hið kalda kæruleysi sé allsráðandi og stund- um er eins og menn þurfi að verða fyrir barðinu sjálfir á þessum dauðavaldi með einhverjum hætti svo þeir láti rödd sína heyrast gegn ósómanum. Og þarna gildir það svo ofan á öll ósköpin að dómar í þessum fíkniefnamálum ná sjaldnast til þeirra sem mesta ábyrgðina bera eða eigum við að segja ábyrgðar- leysið, glæpamenn gróðans sem sjaldnast næst í heldur eru það oftast vesöl burðardýr sem blæða fyrir úrþvættin sem öllu ráða í raun. Það er mikið rætt og af mikilli speki um núvitund hvers konar og eins og ég skil þetta tískuorð þá er það svo að þegar að þessum mál- um kemur þá þurfum við núvitund- arvakningu í samfélaginu, því allir hugsandi menn, og eigum við ekki að segja að það séu flestir, vita um voðann og vita einnig að það þarf alvöruaðgerðir gegn þessum geira auðvaldsins þar sem alls staðar fljóta fjármunir í vasa þeirra sem engu mannlegu eira, enda innsti tilgangurinn aðeins sá að græða og græða meira og sannar það hve ríka andstyggð þessi öfl hljóta að hafa á öllu siðgæði. Og í lokin bið ég unga fólkið okkar að segja svipað og ég sagði við menn á æskuárum mínum, að- eins enn alvarlegri og fjölbreyttari í dag: Ég ætla ekki að prófa eitur- efnin, hvorki áfengið né káin þrjú, ég veit nefnilega aldrei til hvers það leiðir. Höfundur er form.aður fjölmiðlanefndar IOGT. UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.alno.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi ALLT Í BAÐHERBERGIÐ Tengi hefur mikla og góða reynslu af niðurföllunum frá Unidrain. Unidrain eru margverðlaunuð dönsk hágæðahönnun. Kennari sé: Valinn og mikilhæfur dreng- skapsmaður. Þannig hefjast siðareglur Ís- aks Jónssonar, stofn- anda og skólastjóra Ísaksskóla, frá árinu 1926. Hann heldur áfram: „Kennari sé: lærður, fjölmennt- aður, sannleiksleit- andi, síbætandi, allt reynandi. Sinnugur, minnugur, einbeittur, úrræðagóð- ur, ósérhlífinn, glöggur mann- þekkjari og einlægur barnavinur.“ Svo mörg voru þau orð. Það er eðli siðareglna að vera skrifaðar inn í tíðaranda hvers tíma. Siðareglur Ísaks bera því keim af ungmennahreyfingunni sem var sterk í samfélaginu árið 1926. Siðareglur kennara voru skrifaðar og samþykktar á þingi KÍ árið 2011. Þær eru því skrif- aðar inn í okkar samtíma. Þar er meðal annars minnst á jafnrétti, vinnu gegn fordómum og einelti. En til hvers eru siðareglur al- mennt skrifaðar og fyrir hverja? Ef flett er upp siðareglum á net- inu kemur í ljós að ýmsar starfs- stéttir hafa sínar siðareglur. Þar eru t.d lögmenn, blaðamenn, ljós- mæður, fasteignasalar og kenn- arar. Það sem þessar stéttir eiga sameiginlegt er vinna fyrir og með fólk. Það er því áhugavert að skoða fyrstu siðareglu nokkurra stétta og bera saman við siðareglur kennara. Lögmenn: „Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti.“ Blaðamenn: „Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða frétta- stofu. Honum ber að forðast hvað- eina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamað- ur skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfs- félaga.“ Fasteignasalar: „Starf fasteignasala er opinbert trúnaðar- starf í þágu sam- félagsins sem snýr al- mennt að milligöngu um aleigu fólks þar sem algert traust verður að ríkja. Vand- aður félagsmaður býr í senn yfir góðri þekkingu og heiðar- leika. Félagsmenn gera sér grein fyrir því að traust almennings á stétt þeirra byggist á að hver fé- lagsmaður sé reiðubúinn að hafa faglegar og siðferðilegar hugsjónir að leiðarljósi í starfi. Félagsmenn skulu ávallt hafa hagsmuni við- skiptavina í fyrirrúmi.“ Þá er það fyrsta siðaregla kenn- ara: „Menntar nemendur“. Fyrsta siðaregla kennara lætur ekki mik- ið yfir sér, en í henni er mikið fal- ið. Að mennta er ekki það sama og að kenna. Með því að mennta nemendur gefum við þeim verk- færi sem þeir geta notað til að taka þátt í samfélagslegri um- ræðu. Við sýnum þeim fram á að skoðun þeirra sé mikilvæg og rödd þeirra skipti máli. Siðareglur hafa það hlutverk að skilgreina það sem okkur finnst í raun vera svo sjálfsagt. Þær eru leið til að koma þeim sem þær eiga við á sömu blaðsíðu þannig að við sem tilheyrum sömu stétt fáum sama skilning á starfi okkar. Þær eru til þess fallnar að efla fagvitund og vekja okkur til um- hugsunar um það sem felst í því starfi sem við höfum valið okkur að vinna. Þá sést einnig í siðaregl- unum hvaða gildi eru mikilvægust í hverri starfsstétt, hjá lögmönn- um er það löghlýðni, fasteigna- sölum heiðarleiki og blaðamönnum trúverðugleiki. Síðasta siðaregla kennara er áhugaverð. Kennari: Gætir heiðurs og hags- muna stéttar sinnar. Setjum þetta í samhengi. Ef höfð er í huga fyrsta siðaregla blaðamanna þar sem trúverðugleikinn er í aðal- hlutverki getum við séð að stétt blaðamanna bíður hnekki ef ein- hver í þeirri stétt missir trúverð- ugleika, það getur orðið til þess að almenningur hættir að treysta fjölmiðlum. Á sama hátt geldur öll kennarastéttin fyrir ef einhver í henni verður fyrir ærumissi sem kennari. Hagsmunir stéttar kenn- ara eru að fagmennska og sjálf- stæði með mennskuna sé í fyrir- rúmi. Starf kennarans byggist á samskiptum og mannleg samskipti eru flókin. Eftir Sigrúnu Lilju Guðbjörnsdóttur » Að mennta er ekki það sama og að kenna. Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Höfundur er framhaldsskólakennari og situr í stjórn Félags framhalds- skólakennara (FF). Hvers vegna siðareglur? SMARTLAND MÖRTUMARÍU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.