Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
stórt. Hann var atkvæðamikill
og virtur af samstarfsmönnum
sínum og vinum. Var fljótur að
greina kjarna mála, fylginn sér
og alltaf tilbúinn að taka af skar-
ið eða leggja gott til málanna ef
einhver ágreiningur var uppi.
Eiríkur var hrókur alls fagn-
aðar í góðum félagsskap og þess
fengum við að njóta, m.a. í mat-
arklúbbi sem við vorum í með
þeim hjónum. Þar naut sín gest-
risni og glaðlyndi þeirra Guð-
rúnar og það var engum í kot
vísað þegar þessi samheldnu
hjón buðu heim. Ekki síður eig-
um við ófáar minningar frá
skemmtilegum ferðum innan-
lands og utan þar sem Eiríkur
hafði verið virkur í undirbúningi
og var gjarnan í forsvari.
Nú þegar við kveðjum góðan
vin viljum við þakka fyrir allar
ógleymanlegu stundirnar sem
við áttum saman. Einnig fyrir
áralanga vináttuna sem hann
sýndi okkur og þau hjón bæði.
Eiríks verður saknað úr góðra
vina hópi.
Guðrúnu og allri fjölskyldu
Eiríks færum við innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Eiríks Briem.
Lárus og Soffía
Tryggvi og Guðrún.
Stórt skarð hefur nú verið
hoggið í okkar góða vinahóp með
fráfalli Eiríks. Hópur þessi sam-
anstóð af nokkrum stelpuskját-
um frá Siglufirði sem hafa haldið
hópinn nánast óslitið í rúma sex
áratugi. Þegar barnastússi lauk
að mestu voru eiginmennirnir
teknir inn í hópinn. Margt hefur
verið brallað og baukað. Gengið
upp um fjöll og firnindi, farið í
ótal ferðir bæði innanlands og
utan.
Eiríkur var sterkur persónu-
leiki, skarpgreindur og séntil-
maður fram í fingurgóma. Einn-
ig var hann mikill húmoristi og
hafði gjarnan frumkvæði að alls
konar sprelli. Til dæmis er mjög
eftirminnilegt þegar Eiríkur
skipulagði sérstakt „leidíspróg-
ramm“ á Siglufirði fyrir maka
saumaklúbbsins á meðan þær
voru uppteknar á árgangsmóti. Í
stuttu máli var þetta „leidíspróg-
ramm“ mikil Bjarmalandsför.
Þegar klúbbur var hjá Gunnu
var Eiríkur oft í „butler“-hlut-
verkinu og bauðst hann til að
halda námskeið fyrir strákana
okkar í góðum siðum og hús-
mennsku.
Við getum rifjað upp margt
skemmtilegt og allar góðu minn-
ingarnar verða ekki frá okkur
teknar. Missir Gunnu og fjöl-
skyldunnar er mikill. Hann var
stór hluti af lífi þeirra með allri
hjálpsemi sinni og umhyggju.
Eiríks verður sárt saknað og
erfitt að fylla skarð hans, en
honum gleymum við ekki og
minnumst hans með virðingu og
þökk.
Við vottum ástvinum dýpstu
samúð okkar.
Þökkum vináttuna.
Ásdís, Guðrún, Kjartan,
Kristín, Friðbjörn, Eva,
Baldur, Ingibjörg,
Jóninna, Grímur, Þórunn
og Jón Helgi.
Í dag verður vinur okkar Ei-
ríkur Briem borinn til grafar.
Það er margs að minnast þegar
við hjónin kveðjum vin okkar.
Kunningsskapur okkar byrjaði
haustið 1974 í Linköping þar
sem við vorum báðir að byrja
nám. Eiríkur hafði frétt að það
væri annar Íslendingur á svæð-
inu og tókst að grafa upp hvar
ég bjó. Ég bjó þá einn á stúd-
entagarði meðan Ester var að
undirbúa flutninginn til Linköp-
ing. Eiríkur heimsótti mig á
garðinn og við spjölluðum saman
um heima og geima. Hann fór
síðan heim til Guðrúnar sinnar
og sagði að sennilega myndu þau
aldrei sjá þennan Íslending aft-
ur. Annað átti eftir að koma í
ljós. Til að byrja með vorum við
fjögur einu Íslendingarnir sem
bjuggu í stúdentabústöðum í
Linköping. Kunningsskapur
okkar hjónanna þróaðist fljót-
lega yfir í vináttu sem varað hef-
ur fram á þennan dag.
Íslendingunum fjölgaði á há-
skólasvæðinu og smám saman
varð til nýlenda Íslendinga.
Þarna sköpuðust vináttubönd
sem hafa staðist tímans tönn.
Samband okkar hélst eftir að við
komum heim frá námi. En eins
og allir vita sem koma heim úr
námi erlendis tekur alvara lífsins
við. Allur góður ásetningur um
að viðhalda samböndum og
tengslum námsáranna víkur fyr-
ir erli hins daglega lífs. Fjöl-
skylda, börn og ættingjar taka
upp tíma fólks. Það sem skiptir
máli í lífinu. Og fjölskyldan var
alltaf í öndvegi hjá Eiríki og
Guðrúnu.
En Linköpingsklíkan hélt
hópinn eftir heimkomuna. Það
komst fljótlega á sú hefð að hafa
jólaboð að sænskum sið einu
sinni á ári. Að sjálfsögðu kom
hugmyndin að jólaboðinu frá Ei-
ríki og Guðrúnu. Hugmyndin var
seld með því að segja að það
væri hægt að nota afganga af
jólamatnum eins og Svíar gera
og slá upp veislu. Ekki eyða
mánuði í undirbúning. Ekkert
mál. Bara skella afgöngunum á
borðið með snaps og rauðvíni.
Köttbullar, Janssons, skinka, sill
och hela fadderullan. Ekki minn-
ist ég þess að hafa nokkurn tíma
fengið afganga í jólaboðum klík-
unnar. Og þegar ég hugsa um
það finnst mér undirbúningurinn
alltaf hafa tekið vikur þegar röð-
in kom að okkur hjónum að
halda veisluna. En hvað um það.
Þessi jólaboð hafa verið haldin í
meira en þrjátíu ár og hafa verið
fastur hluti af tilverunni hjá okk-
ur í klíkunni. Öll eigum við ara-
grúa minninga úr þessum sam-
komum. Ekki allar jafn skýrar
en góðar samt.
Eitt af því sem stendur upp
úr í minningunni er þegar við
fjögur fórum til Normandí árið
2009. Við leigðum hús og fórum
meðal annars til Bayeux og
skoðuðum refilinn fræga. Hjá
okkur Eiríki byrjaði dagurinn
alltaf á því að fara út í bakarí. Á
kvöldin var síðan eldaður eðal-
matur og drukkin frönsk eðalvín.
Það er einhver ljómi yfir þessari
ferð okkar sem erfitt er að út-
skýra.
Þegar Eiríkur sagði mér frá
því fyrir tæpu ári að hann hefði
greinst með þennan erfiða sjúk-
dóm sem hann var með var eng-
an bilbug á honum að finna.
Hann var tilbúinn í slaginn.
Hann barðist síðan hetjulegri
baráttu. Og þetta var erfið bar-
átta. Hann hringdi í mig eftir að-
gerðina í Stokkhólmi í vor og var
gott í honum hljóðið. Hann var
ekki á því að gefast upp. En því
miður. Sjúkdómurinn náði yfir-
höndinni.
Elsku Guðrún. Við sendum
þér og fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur á þessum sorg-
ardegi. Það er erfitt að fara í
gegnum það sem þið eruð að
fara í gegnum núna. En það er
þín gæfa að eiga góða og sam-
henta fjölskyldu sem stendur
saman að því að takast á við
sorgina.
Þorsteinn og Ester.
Við fráfall Eiríks, okkar góða
vinar, vakna ótal minningar um
hinar fjölmörgu samverustundir
sem við tvær fjölskyldur áttum
áratugum saman.
Þegar við ungt fólk vorum að
byrja búskap, koma yfir okkur
þaki á tímum óðaverðbólgu, og
urðum þátttakendur í hinum
fræga Sigtúnshópi, sem var
sterk almannahreyfing á sviði
húsnæðismála og um leið að
eignast börnin, þá eyddum við
ómældum tíma saman. Eiríkur
var mjög pólitískur og hafði
geysilega næma sýn á stjórnmál
og hafði sterkar skoðanir á þeim
málum sem honum þóttu varða
almenningsheill. Pólitískar um-
ræður skipuðu því stóran sess og
stóðu gjarnan fram á rauða nótt.
Sjónarhorn Eiríks kom oftar en
ekki á óvart, það byggði á mikill
snerpu og kostum hans að
greina hismið frá kjarnanum.
Öll sumur fórum við í sum-
arbústaði, um jólin voru jólaboð,
við fögnuðum þjóðhátíðardegin-
um saman og svona mætti lengi
telja. Börnin yfirleitt með og þau
voru sífellt með uppákomur og
leiki og bundust varanlegum vin-
áttuböndum. Ég og dætur mínar
Ingibjörg og Ragnhildur vorum
að skoða gamlar myndir ekki
fyrir margt löngu og þá sagði
Ragnhildur: „Hvernig var þetta
mamma, þekktum við engan
nema Gunnu, Eirík og krakk-
ana?“ Þetta voru gefandi og inni-
haldsríkar samkomur og var það
ekki síst að þakka Eiríki, sem
hafði skoðun á öllu milli himins
og jarðar, hann vissi líka flest
sem þar var að finna og krakk-
arnir stóðu oft á öndinni af undr-
un. Svo var hans hárbeitti og
skemmtilegi húmor alltaf með í
öllum orðræðum. Það var alltaf
gaman og glatt á hjalla.
Um árabil vorum við í mat-
arklúbbi fern hjón og eru það
ásamt öllu öðru ógleymanlegar
stundir. Eiríkur fór þá oftast á
kostum undir löngu borðhaldi,
jafn greindur og hnyttinn og
hann var, einstaklega hispurs-
laus og naut þess að gleðjast á
góðum stundum enda sérlega
mannblendinn. Það sem ein-
kenndi Eirík umfram allt var að
hann kom til dyranna eins og
hann var klæddur, óhræddur að
láta álit sitt í ljós og heilsteyptur
í öllum samskiptum. Sannkall-
aður heiðursmaður.
Nú er komið að þungbærri
kveðjustund og ég, Ingibjörg og
Ragnhildur eigum eftir að sakna
hans, það er sjónarsviptir að Ei-
ríki. En hugur okkar er þó fyrst
og fremst hjá vinum okkar
Gunnu, Maj Britt, Eiríki og
Katrinu, þeim sem mest hafa
misst. Við vottum ykkur dýpstu
samúð og minnumst Eiríks okk-
ar með hlýju, þakklæti og virð-
ingu.
Lilja Hilmarsdóttir.
Það var fyrir 45 árum sem við
kynntumst. Birna, konan mín, og
Guðrún höfðu verið nánar vin-
konur frá unglingsárum. Þessi
kynni höfðu mikil áhrif á alla
framvindu lífs míns. Svo gerist
það að við verðum samstarfs-
menn. Við unnum saman hjá Ra-
rik og síðar hjá Landsneti í 12 ár
hjá hvoru fyrirtæki. Fullyrða má
að samstarf okkar hafi verið
mjög náið og gefandi, enda skil-
aði það árangri á mörgum svið-
um. Sem stjórnandi var Eiríkur
einstakur. Hann hafði sérstakt
lag á því að greina kjarna frá
hismi og vissi hvar aðalatriði
máls var að finna. Hann kunni
öðrum betur að setja mál sitt
fram á kjarnmikinn hátt. Hann
var lærifaðir í mörgum efnum
þegar kom að stjórnun. Hann
var einstaklega geðgóður og
jafnlyndur og því þægilegur í
öllu samstarfi.
Við gerðum margt saman og
fórum víða, bæði einir og með
fjölskyldum okkar. Í sumarbú-
staði og til útlanda í margar
ferðir. Í störfum okkar fyrir Ra-
rik þurftum við að fara ófáar
ferðir til útibúa fyrirtækisins um
allt land. Minnisstætt er hve Ei-
ríkur var staðkunnugur á mörg-
um þeim stöðum, sem ég hafði
sjaldan eða aldrei komið til, enda
hafði hann þrætt nánast allt
landið þegar hann var línumaður
á námsárum sínum.
Eiríkur var áhugasamur um
að spila brids, enda hafði hann
til fjölda ára verið í bridsklúbbi
með gömlum félögum úr
menntaskóla. Við spiluðum svo
ávallt í hádeginu í vinnunni með
góðum samstarfsmönnum þegar
því varð við komið. Þá má geta
þess að á löngu árabili fórum við
alltaf saman á landsleiki í knatt-
spyrnu. Við stofnuðum matar-
klúbb, þar sem margar tilraunir
voru gerðar til matargerðar, auk
þess sem við vorum saman í vín-
smökkunarklúbbi þar sem vín
frá öllum heimshlutum voru
prófuð og metin. Að síðustu er
nauðsynlegt að geta bókaklúbbs-
ins með þeim heiðursmönnum
Jóni Helgasyni og Hauki lækni,
blessuð sé minning þeirra. Tekin
voru til umfjöllunar mörg af
bestu verkum heimsbók-
menntanna og krufin til mergj-
ar. Þar var ekki töluð vitleysan.
Eiríkur átti miklu láni að
fagna í einkalífi. Hann kvæntist
Guðrúnu, æskuástinni sinni,
1968 og nutu þau farsælla sam-
vista alla tíð. Hún fór með hon-
um til náms í Linköping í Sví-
þjóð, þar sem hún lagði stund á
félagsfræði, en hann á hagfræði.
Eftir heimkomuna starfaði Ei-
ríkur fyrst um sinn hjá verk-
fræðistofu en síðan sem fjár-
málastjóri hjá orkufyrirtækjum.
Fyrst hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, en síðan Rarik og
loks Landsneti. Við vottum Guð-
rúnu og börnum þeirra, Maj-
Britt, Eiríki og Katrínu, mökum
þeirra og börnum okkar dýpstu
samúð. Megi algóður guð blessa
minningu Eiríks Briem.
Ársæll og Birna.
Í dag kveðjum við fyrrverandi
samstarfsmann okkar, Eirík
Briem. Leiðir okkar lágu saman
þegar Eiríkur var ráðinn fjár-
málastjóri flutningssviðs Lands-
virkjunar. Þá var undirbúningur
að stofnun Landsnets hafinn.
Eiríkur tók virkan þátt í und-
irbúningi að stofnun Landsnets í
byrjun ársins 2005 og varð hann
fjármálastjóri fyrirtækisins. Síð-
ar sama ár var skipulag Lands-
nets endurskoðað og varð hann
þá framkvæmdastjóri fjár- og
eignasýslu.
Stofnun Landsnets byggðist á
nýjum lögum um raforkumál
sem mörkuðu grundvallarbreyt-
ingar í orkumálum á Íslandi.
Hlutverk fyrirtækisins var nýtt
og starfshættir tóku mið af því. Í
því flókna verkefni sem okkur
var falið, að þróa nýjar leiðir í
orkumálum og innleiða breyting-
ar sem færa viðskipti með orku í
samkeppnisumhverfi, nutum við
góðs af reynslu Eiríks.
Á þessum tíma voru miklar
breytingar að eiga sér stað á
þessu sviði í öllum löndum. Mikil
þekking Eiríks á orkumálum og
lausnamiðuð nálgun hans reynd-
ist okkur mjög mikilvæg við að-
lögun fyrirtækisins að þessum
breytingum. Hlutverk Eiríks var
umfangsmikið og mikilvægt. Í
okkar litla landi þurfti að finna
leiðir sem hentuðu aðstæðum.
Að hafa jafn úrræðagóðan mann
og Eirík var dýrmætt fyrir fyr-
irtækið.
Á nýjum vinnustað sem er í
mótun skipta góð samskipti
miklu máli. Eiríkur hafði þessa
eiginleika. Með góða nærveru,
rólegur og yfirvegaður vann
hann með fólki. Þannig hafði
hann mikil áhrif á vinnustaða-
menninguna hjá okkur. Stundum
leysti hans lúmski húmor flókn-
ustu mál.
Eiríkur kunni að lifa lífinu.
Hann var félagslyndur maður og
tók virkan þátt í félagsstarfi. Í
samkvæmum var eftir því tekið
hve hann og Guðrún eiginkona
hans voru lífleg og góðir dans-
arar.
Fyrir hönd starfsfólks Lands-
nets sendi ég samúðarkveðjur til
Guðrúnar, barnanna og fjöl-
skyldunnar allrar. Fallinn er frá
góður maður og vinnufélagi.
Megi hann hvíla í friði.
Guðmundur Ingi Ásmunds-
son, forstjóri Landsnets.
Eiríkur Briem
✝ Jóhanna BjörgPálsdóttir
fæddist í Reykjavík
27. desember 1960.
Hún lést á heimili
sínu, Mánatúni 1,
30. september
2018.
Móðir hennar
var Rósa Jónída
Benediktsdóttir frá
Akureyri, uppalin á
Kirkjubóli við
Steingrímsfjörð, f. 16. júní 1936,
d. 19. ágúst 2018. Faðir hennar
er Páll Brekkmann Ásgeirsson
frá Grundarfirði, f. 4. mars
1932. Jóhanna var einkabarn
móður sinnar en á tvö hálfsystk-
ini samfeðra, Svölu og Pál.
Jóhanna gekk í staðfesta sam-
vist með Lönu Kolbrúnu Eddu-
dóttur, f. 5. mars 1965, fyrsta
daginn sem „hjónaband“ sam-
kynhneigðra varð löglegt á Ís-
landi, 27. júní 1996. Þær bjuggu
saman frá 1988 en skildu árið
2016.
Mæðgurnar Jóhanna og Rósa
voru mjög samrýndar og í nánu
sambandi til hinsta dags, og
varð stutt á milli þeirra því Rósa
lést á Hrafnistu í ágúst sl.
Á æskuárum Jóhönnu bjuggu
þær lengi á Barónsstíg 3 en
fluttu á Grensásveg 60 árið
1976, og þar hélt Rósa heimili
næstu 40 árin. Jóhanna gekk í
Austurbæjarskóla og vildi
gjarnan verða íþróttakennari
eða komast í Lög-
regluskólann en að-
stæður leyfðu það
ekki. Hún fór ung
út á vinnumarkað-
inn og var lengi
gjaldkeri í Lands-
bankanum á
Laugavegi 77.
Sjö ára gömul
tölti hún á fyrstu
æfinguna hjá
íþróttafélaginu Val
og varð Hlíðarendi hennar ann-
að heimili. Jóka Páls var og
margverðlaunuð afrekskona, í
handbolta og fótbolta, og spilaði
með meistaraflokki Vals og
landsliðum Íslands í báðum
greinum. Hún var líka þjálfari
og ein af þeim sem ruddu braut-
ina fyrir konur í boltaíþróttum
hérlendis. 1985 flutti Jóhanna til
Danmerkur og dvaldi þar í þrjú
ár, m.a. í vinnu hjá SAS og í
boltanum, en sneri heim aftur
1988. Heimkomin vann hún um
tíma hjá Olís en síðustu starfs-
árin var hún hjá garðyrkjudeild
Orkuveitu Reykjavíkur og líkaði
það afar vel, enda kraftmikil
kona og fannst gott að vinna úti
undir beru lofti. Hún var innan
við fertugt þegar hún veiktist af
MS-sjúkdómnum og háði gríðar-
harða baráttu við hann í tvo ára-
tugi áður en yfir lauk.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 29. októ-
ber 2018, klukkan 13.
Við kysstumst einum löngum
blíðum kossi að skilnaði á gay-
diskótekinu PAN í Kaupmanna-
höfn haustið 1988. Kossinn entist
okkur í þrjátíu ár og heilt líf
saman. Við höfðum dansað við
„Den jeg elsker, elsker jeg“ með
Sanne Salomonsen, eitt af ein-
kennislögum níunda áratugarins
í heimi hinna samkynhneigðu;
lag um sjúkdóminn AIDS sem
lagði marga vini okkar og félaga
að velli langt fyrir aldur fram.
Stuttu síðar flutti Jóhanna til
mín, alkomin heim til Íslands
eftir þriggja ára dvöl í Dan-
mörku. „Þið eruð svo ólíkar,“
sagði mamma við mig, um dökk-
hærðu stúlkuna með fallegu aug-
un, sem ég elskaði. En það varð
okkar helsti fjársjóður, því við
gátum endalaust lært hvor af
annarri. Ég talaði mikið en hún
þagði og notaði augun. Smám
saman lærði ég að þegja og
hlusta og hún fór að tala og
kenna mér.
Við fengum mörg erfið verk-
efni upp í hendurnar í lífinu.
Jóka var afreksíþróttamaður á
sínum yngri árum, spilaði bæði
handbolta og fótbolta og var í
landsliðum Íslands í báðum
greinum. Varnarjaxlinn Jóhanna
Pálsdóttir skrifaði nafn sitt í
sögubækurnar með því að spila
fyrsta kvennalandsleik Íslend-
inga í knattspyrnu, árið 1981, og
hún var líka valin leikmaður Ís-
landsmótsins í handknattleik ár-
ið 1983, hinn frækni markmaður
Íslandsmeistara Vals sem hefði
náð langt í atvinnumennsku er-
lendis – hefði hún verið strákur.
Það sagði sovéski þjálfarinn
Júrí.
En það gekk á ýmsu í bún-
ingsklefunum. Það var ekki auð-
velt að vera lesbía á Íslandi árið
1980, mótbyrinn var kaldur og
hríðin hörð. Hún barðist ung fyr-
ir sinni samkynhneigð í íþrótt-
unum og skilningslausu sam-
félagi Íslands, ég fylgdi seinna í
humátt á eftir og tók sæti í for-
ystu Samtakanna 78 þegar al-
næmi var í algleymingi á Íslandi
og hinsegin fólk bæði réttinda-
og stuðningslaust með öllu.
Þegar Jóka mín fékk MS-
sjúkdóminn aðeins 38 ára gömul
hófst skóli lífsins fyrir alvöru.
Hún lamaðist, missti sjónina á
öðru auganu og glímdi við svo
feiknarlega taugaverki að oft gat
hún varla talað fyrir kvölum. Ár-
in liðu, sjúkdómsglíman harðnaði
og við leituðum að fyrirheitnu
landi án líkama, einhverri vin
þar sem hægt væri dvelja saman
í huganum. Og þó að hún kæmist
ekki út horfðum við þó að
minnsta kosti alltaf saman á Liv-
erpool-leikina í sjónvarpinu.
Bækur, sjónvarp og tölva voru
helsta dægradvölin þegar á leið
og bókin Glerhjálmurinn eftir
Sylviu Plath var í sérstöku uppá-
haldi hjá Jósí, enda allmargir
dagarnir þar sem ekki tók því að
fara úr náttfötunum!
Eftir 28 ára sambúð, þar af 20
ár í hjónabandi, urðum við á end-
anum að játa okkur sigraðar og
skilja. En ástin dvínaði aldrei.
Síðustu mánuðina vorum við svo
heppnar að búa í göngufæri hvor
frá annarri og gátum drukkið
saman kaffi, spjallað og jafnvel
skroppið í bíltúra ef heilsa frúar-
innar leyfði. Nú er Lille skat &
Gamle heks lögð upp í ferðina
miklu, með alla kettina sína til
fóta í kistunni: Púkalínu eldri,
Kela, Tómas og Púkalínu yngri.
Við sem eftir sitjum þökkum fyr-
ir allt sem hún kenndi og gaf.
Þökkum fyrir ástina og lífið.
Lana Kolbrún Eddudóttir.
Við svífum í vonanna vindi,
um vangana ylurinn strauk,
en fjaðrirnar féllu í skyndi
og flugi um alheiminn lauk.
Nú vil ég að vængirnir þínir
um veröld þér lyfti á ný
svo fáir þú fegurstu sýnir
og fljúgir um draumanna ský.
Ég bið þess að blíða þín fái
að breiða út vængi og stél
að einhver þann sannleika sjái
sem sálin þín geymir svo vel.
(Kristján Hreinsson)
Elsku Hanna Björg okkar,
breiddu út vængina og fljúgðu.
Við elskum þig endalaust.
Pabbi og Svala systir.
Það er bæði með gleði og sorg
í hjarta að ég kveð í dag kæra
vinkonu og gamla kærustu, Jó-
hönnu Björgu Pálsdóttur – Jóku.
Jóka var afrekskona bæði í
Jóhanna Björg
Pálsdóttir