Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
hand- og fótbolta þar sem hún
lék lengst af með Val. Í hand-
boltanum stóð hún í markinu á
gullaldarárum Vals og fljótlega
var hún valin í landsliðið og spil-
aði marga landsleiki fyrir Ís-
lands hönd. Á sumrin spilaði hún
fótbolta, var í liðinu sem vann
fyrsta Íslandsmeistaratitilinn
fyrir Val 1978 og marga aðra
titla í hand- og fótbolta til ársins
1984. Jóka var sérlega ósérhlífin
og gekk fram vasklega í markinu
í handboltanum og í vörninni í
fótboltanum en það reyndist
andstæðingunum erfitt að kom-
ast framhjá henni til að skora
eða leggja upp mörk.
Á 17. aldursári mínu urðum
við kærustur sem var ekki auð-
velt í hómófóbískum heimi og
paranoju þessa tíma. Það tók
sannarlega sinn toll af okkur og
flosnuðum við upp úr Val og fór-
um yfir í Hauka ásamt fleiri
stelpum. Liðið varð þekkt í
deildinni og stundum öskraði
andstæðingurinn að okkur
ókvæðisorð um „helvítis lessurn-
ar“ þegar tæklingar töpuðust en
við unnum síðan deildina með
stæl.
Jóka deildi heimili með
mömmu sinni, Rósu Jónídu Ben,
sem var einstæð móðir, verka-
kona ættuð frá Akureyri. Rósu
þótti sopinn góður og það gat al-
veg verið smá ástand heima hjá
Jóku á þessum árum. Oft endaði
hún á því að eyða tíma með mér í
mínum foreldrahúsum en for-
eldrar mínir tóku Jóku vel og
þótti ákaflega vænt um hana.
Jóka þurfti alla tíð að vinna
fyrir sér, t.d. frá unga aldri við
þjálfun, í sjoppunni Sunnó og
sem gjaldkeri hjá Landsbankan-
um. Á þessum árum keyrði hún
um á flottum mosagrænum
Mercury Comet sem hún hafði
keypt sjálf enda fór hún allt á
eigin verðleikum. Á 20. aldursári
mínu lágu leiðir okkar í sundur
eins og gerist með æskuástir. Í
framhaldi ákvað Jóka að reyna
fyrir sér í Danmörku þar sem
hún fór að æfa og spila hand-
bolta.
Eftir að Jóka kom aftur heim
kynntist hún lífsförunautnum
Lönu Kolbrúnu Eddudóttur sem
starfaði lengi við útvarp og vann
gott starf fyrir réttindabaráttu
homma og lesbía, meðal annars í
nefnd sem lagði grunninn að lög-
um um staðfesta samvist og
gengu í gildi 27. júní 1996. Þann
dag staðfestu þær samvist sína
og voru giftar í rúm 20 ár.
Reiðarslag reið yfir í lífi Jóku
þegar hún greindist á 10. ára-
tugnum með MS. Hún tók því nú
samt eins og hverju öðru hunds-
biti með sínu góða hægláta lund-
arfari. Í u.þ.b. 25 ár herjaði MS á
hana þar til yfir lauk. Það hlýtur
að hafa verið mikið álag heima
fyrir að lifa með slíkum vágesti
og ekki auðvelt fyrir maka að
horfa upp á.
2016 hringdi Jóka í mig og
sagði mér að hún vildi skilja og
bað mig um að aðstoða í því ferli
sem var mér bæði ljúft og skylt
enda ljóst að Jóka þyrfti meiri
aðstoð á næstunni.
Jóka var mjög náin móður
sinni sem hún sinnti vel. Ég
sagði við konu mína að ég spáði
því að Jóka myndi lifa hana og
sleppa svo takinu, sem gekk svo
hressilega eftir en það urðu að-
eins tæpir tveir mánuðir á milli
þeirra mæðgna.
Ég votta ástvinum Jóku sam-
úð mína en nú er þessari þrauta-
göngu hennar lokið og er það
vel.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
Eitt það erfiðasta símtal sem
ég hef átt á ævinni var á mánu-
dagsmiðdegi á sólarströnd á
grískri eyju þar sem kær vin-
kona mín sagði mér að mín ást-
kæra vinkona, Jóka, hefði kvatt
þennan heim.
Jóka og ég vorum vinkonur í
meira en 40 ár. Fyrstu vina-
tengslin mynduðust á Hlíðar-
enda þar sem við vorum í hópi
Valskvenna sem fóru að sparka í
bolta. Vinátta og tengsl okkar
Jóku urðu einungis sterkari með
árunum. Við lékum saman í bolt-
anum, við skemmtum okkur
saman, við ferðuðumst saman –
dvöldum meðal annars á grísk-
um ströndum – og við áttum
saman óteljandi stundir á Karla-
götunni þar sem við töluðum um
allt milli himins og jarðar fram á
rauða nótt.
Jóka var alltaf forvitin um lífið
og tilveruna, til í að prufa allt, en
það tók smá tíma fyrir hana að
komast upp á lagið með kórían-
derjurtina. Jóka var greiðvikin,
rausnarleg og gjafmild. 66 jakk-
arnir og lopapeysurnar sem hún
og Lana gáfu okkur Mary hafa
ferðast vítt og breitt um heim-
inn, haldið hita á okkur og oft og
iðulega ferðafélögum okkar.
Elsku Jóka, síðastliðnir tveir
áratugir voru þér ekki auðveldir,
en þú tókst hetjulega á við þín
veikindi. Æðruleysi og innri
styrkur, samfara jákvæðu hug-
arfari og löngun til þess að lifa,
lesa, elda saman, og njóta þess
sem lífið gat boðið þér, ein-
kenndu þessi ár.
Ég og Mary eigum erfitt með
að skilja að við munum ekki hitta
þig þegar við komum heim um
jólin. Við munum ekki getað sótt
þig heim eða hitt þig í Kringl-
unni. Við munum ekki fá að njóta
þíns rólega og geislandi (stund-
um glettnislega) bross. En við
eigum þig í óteljandi myndum og
ljúfum minningum um yndisleg-
ar samverustundir.
Elsku Lana, við hugsum til
þín.
Við söknum þín, Jóka, hvíldu í
friði.
Helena Önnudóttir og
Mary Hawkins.
Í dag kveð ég vinkonu mína,
Jóku, sem fór frá okkur allt of
snemma. Jóku kynntist ég fyrst
fyrir 23 árum í gleðskap hjá
sameiginlegum vinkonum þar
sem við spjölluðum heilmikið og
náðum strax vel saman. Það var
stutt í húmorinn og þó að Jóka
hafi ekki borist mikið á eða verið
hrókur alls fagnaðar stafaði frá
henni hlýju og glettni sem ég
náði strax að tengja við.
Næstu árin hittumst við af og
til en það má segja að vináttan
hafi blómstrað undanfarin ár
þegar við hittumst oftar og
heyrðumst í síma auk þess sem
skilaboðaskjóða Fésbókarinnar
var óspart notuð. Jóka sagðist
vera með hálfgerða hraðahindr-
un – sem var MS-sjúkdómurinn
– en hún gerði oftast gott úr
hlutunum og fann leiðir til að
gera það sem gera þurfti þó að
leiðirnar að settum markmiðum
væru ekki alltaf léttar. Æðru-
leysið var ótrúlegt og ég dáðist
oft að dugnaði hennar og já-
kvæðni.
Jóka var heilsteypt og góð
manneskja og það birtist með
skýrum hætti í sambandi þeirra
Rósu, móður hennar, en mér er
til efs að margar ófatlaðar konur
hafi sinnt móður sinni betur en
Jóka gerði. Hún heyrði í mömmu
sinni á hverjum degi og aðstoð-
aði við ýmsa hluti daglegs lífs.
Hún sótti hana með ferðaþjón-
ustu fatlaðra, þær fóru í búðir og
aðrar útréttingar auk þess sem
hún bauð henni heim og heim-
sótti oft og reglulega á Hrafnistu
þar sem Rósa bjó. Jóku þótti
greinilega afar vænt um móður
sína og sýndi henni mikla vænt-
umþykju og virðingu og vinátta
þeirra var einstök.
Jóka var líka baráttukona þótt
það væru ekki læti í henni. Þeg-
ar ferðaþjónusta fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu var í sem
mestri krísu lét hún sér ekki
nægja að tauta um það heima í
eldhúsi. Jóka hafði samband við
Heiðu Björgu, fulltrúa Samfylk-
ingarinnar í velferðarráði
Reykjavíkur, og bauð henni með
sér í ferð með ferðaþjónustu fatl-
aðra til að hún fengi sjálf að upp-
lifa mistökin sem notendur
ferðaþjónustunnar bjuggu við.
Hún skrifaði greinar og fór í við-
töl og fékk vini til að ýta við
kerfinu þegar það virkaði ekki
sem skyldi.
Þó Jóka byggi við líkamlega
fötlun var hugurinn forvitinn og
frjór. Hún las mikið og hafði
gaman af því að fylgjast með lífi
vina sinna og var áhugasöm um
menn og málefni. Ferðalögin
sem ég fór í upplifði hún með
mér með því að spyrja mig um
ýmis atrið og henni var í mun að
skynja og skilja þá staði sem ég
heimsótti eða viðburði sem ég
sótti. Hún átti fjölbreyttan vina-
hóp á öllum aldri og hjá Jóku var
ekkert kynslóðabil. Henni fannst
t.d. gamalt fólk heillandi og
skemmtilegt og naut samvista
við aldraða. Jóka var líka áhuga-
söm um lífið eftir dauðann og ef
það er líf eftir þetta líf vona ég
sannarlega að hennar líf verði
henni léttara og með færri
hraðahindrunum og meira frelsi
en sú jarðvist sem hún var að
kveðja.
Um leið og ég syrgi kæra vin-
konu er ég þakklát fyrir vinátt-
una, samtölin okkar og brosið
hennar Jóku sem alltaf kom mér
í gott skap. Ég þakka góðri vin-
konu samfylgdina og sendi inni-
legar samúðarkveðjur til Lönu
og annarra ástvina. Jóka lifir
áfram í okkar hjörtum. Hún var
þannig manneskja. Hvíl í friði,
elskan!
Kristín Sævarsdóttir.
Leiðir okkar Jóhönnu Bjargar
sköruðust fyrst í byrjun tíunda
áratugar síðustu aldar þó að við
hefðum um skeið vitað af hinni
án þess að þekkjast beinlínis.
Þær bjuggu á þeim tíma nálægt
hvor annarri, Helena æskuvin-
kona Jóku og Jóka ásamt Lönu
sinni. Lönu hafði ég reyndar
kynnst nokkrum árum á undan
Jóku við skemmtilegar aðstæður
þar sem ég bjó á Akureyri. Það
var ekki flókið að kynnast Jóku,
hún var rósemdarkona með góða
nærveru og ákveðnar skoðanir,
þegar hún myndaði sér skoðun á
máli.
Þær vinkonur, Jóka og Hel-
ena, höfðu upplifað margt saman
í fótboltanum, bæði gleði og mis-
munun. Jóka var óþreytandi að
láta heyra í sér yfir þeirri miklu
mismunun sem kvennaboltinn
bjó við á þeim árum miðað við
karla. Það endaði eitt sinn með
því að þær voru nokkrar sem
hættu í sínu uppeldisliði af þeim
sökum og gengu allar saman yfir
í annað lið.
Stundum er sagt að misjafnar
byrðar séu lagðar á fólk. Þær
voru í það minnsta ekki léttastar
byrðarnar sem Jóka fékk úthlut-
að og bar af krafti og dugnaði
alla sína tíð, sama af hvaða toga
voru. Það var mikið áfall þegar
Jóka greindist með MS-sjúk-
dóminn. Það leið ekki langur
tími frá því hún greindist með
sjúkdóminn þar til stór áföll riðu
yfir. Jóka mátti búa við mjög
ágenga útgáfu af MS. Hún lét
það ekki slá sig meira út af lag-
inu en svo að eftir hvert kast
kepptist hún ótrauð við að ná
upp styrk sínum aftur eins og
nokkur kostur var. Þar bjó hún
örugglega að sinni sterku bygg-
ingu, miklu íþróttaiðkun og vilja-
styrk.
Þó að Jóka byggi yfir mörgum
kostum og innri styrk er langt
síðan hún gat tekist á hendur
styttri eða lengri ferðalög. Því
naut hún þess að fylgjast með
vinum sínum á ferðalögum. Þar
voru myndir og ferðasögur sem
hún drakk í sig af samfélags-
miðlunum. Svo spurði hún nánar
út í ákveðna hluti sem hana fýsti
að vita meira um eftir að ferðum
lauk og vinir hittust á ný, oft
þegar ferðin var löngu liðin.
Í uppvexti sínum bjuggu þær
Jóka og móðir hennar tvær sam-
an. Rósa vissi líka hvað hún vildi
og kaus að vera sjálfstætt for-
eldri frekar en að binda sig. Þær
voru samrýndar og eftir að
heilsu Rósu hrakaði lét Jóka sig
ekki muna um að sinna móður
sinni af mikilli kostgæfni þrátt
fyrir þá fötlun sem hún var kom-
in með vegna sjúkdómsins.
Stundum er skammt stórra
högga á milli, því það liðu því
miður ekki margir dagar frá út-
för Rósu og þar til Jóka kvaddi
líka þessa jarðvist.
Það var alltaf notalegt að eiga
samtal við Jóku, sama hvers eðl-
is var. Hún gat verið stórhuga
stundum og til að geta fram-
kvæmt það sem hún vildi þurfti
hún stundum að fá smá fram-
lengingu í formi aðstoðar til að
ná að gera það sem hún taldi
þurfa. Hún vissi hvar markið var
og þurfti bara smástuðning til að
ná að skora.
Kæra Lana Kolbrún, ég votta
þér og öðrum nánum aðstand-
endum Jóku, mína innilegustu
samúð.
Látum ljósið umlykja okkur.
Minningin um heilsteypta og
staðfasta konu lifir!
Valgerður Þorbjörg Elín.
Það er skammt stórra högga á
milli í okkar litlu fjölskyldu.
Óvænt andlát Hönnu Bjargar
svo stuttu eftir andlát Rósu móð-
ur hennar er okkur þungbært.
Hanna Björg var ekki há í
loftinu þegar hún kom að Kirkju-
bóli til ömmu og afa til að dvelja
sumarlangt þegar hún var barn
og unglingur. Hún undi sér vel í
sveitinni og var áhugasöm að
taka þátt í sveitastörfunum.
Hanna Björg var mjög íþrótta-
sinnuð og fjölhæf bæði í frjálsum
íþróttum og fótbolta. Hún keppti
fyrir ungmennafélagið í sveitinni
þegar hún hafði aldur til. Stutt
var að fara á íþróttavöllinn þar
sem hún eyddi mörgum stundum
við æfingar af því að hún hafði
mikinn metnað til að standa sig
vel. Síðar gekk hún í raðir Vals-
manna á Hlíðarenda og spilaði
þar handbolta og fótbolta með
meistaraflokkum Vals og var
einnig valin í landsliðið í þessum
greinum.
Hanna Björg var greind með
MS-sjúkdóminn í blóma lífsins
og hefur þurft að glíma við hann
og ýmsa fylgikvilla í yfir tvo ára-
tugi. Sjúkdómurinn tók mikinn
toll af henni og lífsgæðin voru
verulega skert. Hún var samt
mjög hörð af sér og þær mæðgur
studdu hvor aðra í veikindum
sínum allt til loka. Hanna Björg
var mjög ákveðin og barðist fyrir
rétti sínum og leit að betri líðan.
Hún útskrifaði sig sjálf af
sjúkrahúsum eða hvíldarinnlögn-
um ef henni líkaði ekki dvölin því
heimilið var hennar griðastaður.
Hún var nýflutt í nýja íbúð í Má-
natúni þar sem hún og kisi voru
alsæl og síðustu vikurnar var
frekar létt yfir henni þrátt fyrir
líkamlegar þjáningar.
Lana Kolbrún var stóra ástin í
lífi hennar. Þær slitu samvistir
fyrir tveimur árum en engu að
síður var samband þeirra mjög
náið áfram.
Að leiðarlokum þökkum við
systkinin fyrir samfylgdina og
við efumst ekki um að það hafa
orðið fagnaðarfundir hjá þeim
mæðgum á ný. Elsku Lana Kol-
brún, við sendum þér innilegar
samúðarkveðjur.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifi þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Benedikt, Anna Inga og
Gunnar.
Jón Kristinn Guð-
mundsson, f. 18.7.
1979, dætur þeirra
eru Bjargey og
Fanney María. c)
Valdimar, f. 26.6.
1987.
Árið 1964 giftist
Gyða Hreiðari Ás-
mundssyni, f. 18.2.
1929, d. 28.1. 2001,
pípulagningameist-
ara. Foreldrar hans
voru Ásmundur Jósefsson bóndi,
f. 6.2. 1899, d. 25.5. 1991, og Arn-
björg Eiríksdóttir ljósmóðir, f.
27.12. 1896, d. 1.9. 1988.
Börn: 1) Þorgerður, f. 5.1.
1956.
Börn Þorgerðar og Sigurlaugs
Þorsteinssonar, f. 15.4. 1953. a)
Gyða, f. 7.12. 1972, maki Andrés
Erlingsson, f. 6.3. 1968, dætur
þeirra: Þorgerður Erla og Hrafn-
hildur Lilja. b) Þorsteinn, f. 1.9.
1975, maki Rita Hvönn Trausta-
dóttir, f. 7.2. 1977 synir þeirra:Ó-
lafur Tryggvi, Trausti Marel og
Geirlaugur Cecil. Börn Þorgerð-
ar og Kjartans Jeremíassonar, f.
7.6. 1946 c) Valgeir, f. 4.8. 1979,
maki Una Björgvinsdóttir, f.
9.12. 1983, börn þeirra eru Stef-
anía og Gylfi, fyrir átti Valgeir
soninn Aron, barnsmóðir Sara
Sturludóttir. d) Cecilía Kristín, f.
19.1. 1982, maki Ole Langhoff
Lundgreen, f. 11.9. 1978, dætur
þeirra: Bjargdís, Alda og Katla.
2) Hörður, f. 2.2. 1969, maki Ás-
dís Evlalía Guðmundsdóttir, f.
4.10. 1971. Börn þeirra a) Tómas
Örn, b ) Haukur og c) Valur.
Barnabörn Gyðu eru nú 13,
langömmubörnin 21 og eitt
langalangömmubarn.
Gyða stundaði nám við
Kvennaskólann í Reykjavík. Hún
starfaði lengst af sem matráður
og við tengd störf eða þar til kom
að starfslokum. Í mörg ár vann
hún við framreiðslu í Hressingar-
skálanum í Reykjavík.
Útför Gyðu fer fram frá Hvíta-
sunnukirkjunni í Reykjavík í dag,
29. október 2018, klukkan 13.
✝ Gyða ArndalSvavarsdóttir
fæddist 2. febrúar
1932 á Patreksfirði.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 18. október
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Sigríður Á.
K. Guðmundsdóttir
húsfreyja, f. 24.2.
1909, d. 19.20. 1975,
og Svavar Dalmann Þorvaldsson,
bifreiðastjóri, f. 4.1. 1910, d. 14.2.
1980.
Fósturforeldrar Gyðu voru
Geirlaug J. F. Guðmundsdóttir,
saumakona, f. 23.12. 1910, d.
11.6. 2004, og Þorgeir Guðnason,
málari, f. 13.5. 1913, d. 1.1. 1955.
Systkini Gyðu samfeðra eru:
Hilmar Guðlaugsson, f. 1930,
Kolbrún Svavarsdóttir, f. 1932,
og Bára Þóranna Svavarsdóttir,
f. 1936.
Gyða giftist 1950 Valdimar
Agnari Ásgeirssyni, f. 26.11.
1928, málara, hann var sonur Ás-
geirs Kristmundssonar vega-
vinnuverkstjóra, f. 23.6. 1905, d.
23.8. 1969, og Elísabetar Hall-
dóru Helgadóttur, húsmóður, f.
8.9. 1908, d. 22.4. 2002. Gyða og
Valdimar skildu.
Börn þeirra eru: 1) Sigurborg,
f. 14.12. 1949, maki Jón Ólafsson,
f. 11.4. 1948, börn þeirra: a) Þor-
geir, f. 12.8. 1969, maki Unnur
Ingibjörg Jónsdóttir, f. 20.7.
1969, börn þeirra: Jón Ingvar og
Anna Ingibjörg. b) Ólafur, f. 8.6.
1973, börn hans: Þórunn, f. 11.11.
1991, barn Þórunnar er Brynjar
Már Vilmundarson, f. 9.5. 2008,
Jón, f. 15.5. 2000, og Ólafur Æg-
ir, f. 2.11. 2011. c) Geirlaug Eva,
f. 28.3. 1980, maki Elfar Berg-
þórsson, f. 10.8. 1968, barn
þeirra: Sigurborg Eva. 2) Ásgeir,
f. 19.4. 1954 maki Hulda Jeremí-
asdóttir, f. 31.7. 1950, börn
þeirra: a) Lísa, f. 15.9. 1975, maki
Hjalti Allan Sverrisson, f. 20.2.
1969, synir þeirra: Ásgeir og Ar-
on. b) Valdís, f. 16.10. 1979, maki
Elsku mamma,
Nei - dáin ert þú ekki,
þótt okkur horfin sért,
þú frá oss burtu flogin
til fegri heima ert.
Þig sjálfa heyri ég segja:
Nú samgleðjist mér öll,
því ég hef fengið frelsið
Því að hvað er það að deyja annað en
að standa nakinn í blænum og hverfa
inn í sólskinið?
Og hvað er að hætta að draga andann
annað en að frelsa hann frá friðlausum
öldum lífsins,
svo að hann geti risið upp í mætti sín-
um og ófjötraður leitað á fund guðs
síns?
Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá
fyrst munt þú hefja fjallgönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama þíns,
muntu dansa í fyrsta sinn.
(Úr Spámanninum)
Sigurborg
Valdimarsdóttir.
Gyða Arndal
Svavarsdóttir
Móðir okkar og amma,
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Dals Rostock, Svíþjóð,
lést 26. október 2018.
Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Börn og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVALA BJARNADÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést á HSN á Siglufirði föstudaginn 26.
október.
Útför fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 9. nóvember kl.
14.00.
Sigurður Sigurjónsson Hulda Magnúsardóttir
Júlíus Helgi Sigurjónsson Hanna Bryndís Þórisdóttir
Axels
barna- og langömmubörn