Morgunblaðið - 29.10.2018, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
✝ KristjanaHelga Guð-
mundsdóttir
fæddist á Suður-
eyri við Súganda-
fjörð 5. febrúar
1937. Hún bjó
lengst af í Kópa-
vogi. Kristjana
lést á hjartadeild
Landspítalans við
Hringbraut 3.
október 2018.
Foreldrar Kristjönu voru
Guðmundur Kristján Guðna-
son, f. 19. desember 1897, d.
4. ágúst 1973, og Elín
Magnúsdóttir, f. 19. mars
1889, d. 22. ágúst 1970. Systk-
ini Kristjönu eru Kristín
Magnea Guðmundsdóttir, f.
1915, d. 1975, Guðni Guð-
mundsson, f. 1922, d. 1989,
Jóhann Magnús Guðmunds-
son, f. 1924, d. 2006, Þorvarð-
ur Stefán Guðmundsson, f.
1925, d. 2006, Guðrún Guð-
ríður Guðmundsdóttir, f.
2) Ólöf Bjarnadóttir, f.
1959, í sambúð með Guðlaugi
G. Jónssyni, f. 1951. Fyrrver-
andi eiginmaður og barnsfaðir
er Bárður Árni Gunnarsson, f.
1958, og eignuðust þau fjögur
börn: a) Hanna Karítas, f.
1980, b) Kristjana Helga, f.
1985, c) Silja Bára, f. 1986, d)
Bjarni Híram, f. 1995.
3) Ása Bjarnadóttir, f. 1960,
gift Árna Vali Árnasyni, f.
1961. Börn þeirra eru a) Guð-
mundur Árni, f. 1977, b) Helga
Valdís, f. 1979, c) Anton Fann-
ar, f. 1989.
4) Elín Hreindal Bjarnadótt-
ir, f. 1962. Fyrrverandi eigin-
maður og barnsfaðir er Sig-
urður Björnsson, f. 1958, og
börn þeirra eru a) Erla Guð-
rún, f. 1982, b) Sigríður Ása, f.
1987, c) Bjarni Hreindal, f.
1989, d) Birkir, f. 1995.
5) Birna Bjarnadóttir f.
1965, gift Gísla Erni Gíslasyni,
f. 1965, og eiga þau þrjú börn:
a) Kjartan Steinar, f. 1989, b)
Kristófer Hlífar, f. 1991, c)
Sigurbjörg Jóhanna, f. 1993.
Langömmubörn Kristjönu
Helgu telja á þriðja tug. Útför
Kristjönu Helgu fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 29.
október 2018, klukkan 15.
1927, d. 2011,
Kristrún Guð-
mundsdóttir, f.
1928, Guðmunda
Guðmundsdóttir,
f. 1929, d. 2009,
Fanney Guð-
mundsdóttir, f.
1931, d. 1998, og
Jakobína Guð-
mundsdóttir, f.
1933.
Eiginmaður
Kristjönu var Bjarni Hreindal
Sigurðsson, bólstrari í Kópa-
vogi, f. 22. nóvember 1928, d.
25. september 1981. Bjarni og
Kristjana eignuðust fimm dæt-
ur:
1) Kristjana Bjarnadóttir, f.
1959, gift Þorsteini Sigurðs-
syni, f. 1964. Fyrrverandi eig-
inmaður og barnsfaðir er Jón
Gestur Harðarson, f. 1959 og
eignuðust þau fjóra syni, a)
Bjarni, f. 1976, b) Hörður, f.
1981, c) Kristján Helgi, f.
1983, d) Matthías, f. 1992.
Elsku mamma mín, ég náði
ekki að segja þér áður en þú
kvaddir þennan heim hversu
dásamleg ferðin mín var. Ég fann
hvað þú varst stolt af mér að fara
ein í svona ferð og veit ég að
kjarkinn fékk ég frá þér. Síðasta
stundin mín með þér var í þínum
anda, þú varst sterk fram á loka-
stundu. Þegar við kvöddumst
tókstu svo þétt utan um mig og ég
vissi að mögulega væri þetta okk-
ar síðasta faðmlag. Þessu þétta
faðmlagi og kossum þínum fylgdu
orðin „ég mun sakna þín svo mik-
ið“.
Mamma mín, ég sakna þín líka
mikið, sakna þess að geta ekki
hringt í þig á hverjum degi, sitja
og prjóna með þér og eiga hjá þér
griðastað. Takk fyrir að vera
mamma mín, amma barnanna
minna og langamma barnabarna
minna, takk fyrir árin okkar sam-
an.
Elska þig svo heitt, þín dóttir,
Elín Hreindal Bjarnadóttir.
Yndislega móðir mín, Kristjana
Helga Guðmundsdóttir, lést á
hjartadeild Landspítalans 3. októ-
ber sl.
Ég veit ekki hvernig lífið á eftir
að vera án mömmu. Hún var sú
sem ég gat alltaf hringt í og við
spjölluðum oft lengi saman. Aldrei
vantaði okkur umræðuefni.
Mamma var stolt af dætrunum
sínum fimm og afkomendum okk-
ar sem eru orðnir 51. Hún sat og
prjónaði vettlinga, sokka og ým-
islegt annað handa gullmolunum
sínum fyrir jól og afmæli. Mamma
hélt hópnum saman og fann upp á
alls lags uppákomum til að hittast.
Hún lagði oft ýmislegt á sig til að
barnabörnin og langömmubörnin
hittust. Hún var sú sem hélt
glæsileg jólaboð fyrir okkur. Þeg-
ar við vorum orðin svo mörg að
ekki var lengur húsrúm reddaði
hún því með því að fá sal svo það
færi betur um alla. Þegar fjöl-
skyldan var öll samankomin var
þetta risastór hópur sem mamma
var stolt af.
Hún hafði mikla réttlætistil-
finningu. Ef ég var í vafa um eitt-
hvað var alltaf gott að fara til
mömmu með þær hugleiðingar.
Ef mamma sagði já vissi ég að
þetta mundi allt blessast.
Við mamma fórum einu sinni
tvær saman til Rimini, þar áttum
við góðan tíma, en oft fórum við
saman til Svíþjóðar að heimsækja
Jönu tvíburasystur mína og henn-
ar fjölskyldu. Það kunni mamma
að meta að hitta barnabörnin sín
og síðar langömmubörnin. Hún
vildi fá að vita hvernig allir hefðu
það og hvernig allir byggju. Hún
vildi að öllum liði vel.
Mamma var stoð okkar og fyr-
irmynd. Hún var myndarleg í
höndunum og stolt af því að hafa
farið í húsmæðraskóla á sínum
yngri árum og lært ýmislegt sem
hún kenndi okkur systrunum. Hér
áður fyrr fór hún á milli heimila
okkar systra og hjálpaði okkur í
sláturgerð. Það gekk allt svo vel
þegar mamma var með okkur.
Skipulagðari manneskja er vand-
fundin. Hún var sú sem kom með
flottu verðlaunatertuna sína í
veislur til okkur systra þegar eitt-
hvað stóð til.
Mamma var svo ung þegar
pabbi dó, aðeins 44 ára. Hún var
félagslynd og átti margar góðar
vinkonur og vinahópa sem hittust
á kaffihúsum og buðu á milli sín
heim og þau ferðuðust saman.
Mamma var í Trésmíðakórn-
um, síðar fór hún í Glæðurnar í
Bústaðasókn og svo í Kór eldri
borgara í Kópavogi. Mamma var í
Glóð íþróttafélagi. Hún fór utan
bæði með kórnum og danshópn-
um. Mamma var virk í félagi eldri
borgara í Kópavogi og lengi í
kaffinefndini. Mamma hafði góða
nærveru og það var gott að vinna
með henni.
Mamma naut þess að fá okkur í
heimsókn og það var alltaf gott að
koma til hennar. Ef ég var eitt-
hvað þreytt þá sagði mamma:
Leggðu þig bara og sótti teppi og
breiddi yfir mig og læddist um.
Stundum gisti ég og það fannst
mömmu alltaf notalegt.
Margar stundir sátum við
mamma saman í stofunni hjá
henni og gerðum handavinnu. Við
systurnar höfðum oft hitting hjá
mömmu og allar voru með eitt-
hvað í höndunum og þá var mikið
spjallað og gaman hjá okkur. Ég
veit að við systur eigum allar eftir
að sakna samverustundanna sem
við nutum svo vel með mömmu.
Það verður ekkert eins og áður,
það er mikið skarð sem hefur
myndast í fjölskyldunni okkar nú
þegar mamma er farin. Við trúum
því að pabbi hafi tekið vel á móti
henni með sínum breiða faðmi og
að nú séu þau bæði laus við sjúk-
dóma og veikindi og dansi saman í
faðmi hvort annars.
Ég elska þig, elsku mamma,
megi englarnir umvefja þig ást og
hlýju.
Þín dóttir,
Ólöf Bjarnadóttir.
Það sem ég vildi sagt hafa, en
fékk aldrei sagt.
Yndislegri tengdamömmu og
ömmu barna minna hefði ég vart
getað hugsað mér.
Alltaf boðin og búin að rétta
fram hjálparhönd þegar á þurfti
að halda, tala nú ekki um ef um
barnabörnin var um að ræða. Allt-
af opið hús í Melgerði og síðan í
Núpalind og aldrei neitt mál að
fíra upp í kaffi eða eldavél fyrir
hópinn þinn.
Takk fyrir allt, gamla mín. Þín
verður sárt saknað og ég tala nú
ekki um á pítsukvöldum hér í Háu.
Góðar minningar geymi ég með
mér og mínum.
Tímans rás óðfluga
áfram streymir
árin hverfa
í eilífðar sæ.
Ættarknörrinn
öldurnar klífur
(Sigurbjörg J. Þórðardóttir)
Hvíl í friði.
Þinn tengdasonur,
Gísli Örn Gíslason.
Elsku dásamlega amma okkar.
Mikið eigum við eftir að sakna þín
og hvað við erum þakklátar fyrir
þann tíma sem við áttum með þér
og hvað börnin okkar áttu góða og
umhyggjusama langömmu sem
prjónaði handa öllum krökkunum
okkar hver einustu jól.
Við munum svo vel eftir því
þegar við vorum krakkar hvað það
var gaman að taka strætó í Kópa-
voginn og fara í sund. Hápunkt-
urinn á þeirri ferð var að labba til
þín í Melgerðið. Þú tókst okkur
alltaf opnum örmum og umvafðir
okkur hlýju þinni og gestrisni og
þú sást alltaf til þess að við fórum
saddar heim. Það var alltaf svo
gaman að lenda á góðu spjalli við
þig, elsku amma. Það var sérstak-
lega gaman að heyra þig tala um
gömlu tímana og fá að heyra sög-
ur frá þér sem ung móðir. Mikið
varstu dugleg, sterk og með mikið
jafnaðargeð. Við lítum svo upp til
þín, dásamlega amma og elskum
þig endalaust.
Þínar ömmustelpur,
Kristjana Helga og Silja Bára.
Elsku amma Jana, ég á erfitt
með að trúa því að þú sért ekki
lengur heima í Núpalind og takir á
móti mér og strákunum mínum
með fallega brosinu þínu. Það eru
sem betur fer svo margar dásam-
legar minningar sem ylja í sorg-
inni og vitneskjan um að þú varst
elskuð af svo mörgum í þínu lífi.
Takk, amma mín, fyrir þolinmæð-
ina, þegar unglingsstúlkan ég
fékk að búa hjá þér, takk fyrir að
styðja við mig og veita mér öryggi
þegar ég þurfti á því að halda.
Takk fyrir faðmlögin, prjónaskap-
inn, frómasinn, verðlaunatertuna,
öll samtölin og gleðina. Elska þig,
fallega amma mín og geymi minn-
ingarnar okkar í hjarta mér.
Þín
Erla.
Elsku amma mín er fallin frá og
ég minnist hennar með miklum
kærleik. Nærvera hennar svo ljúf
og notaleg, blíð og góð, brosmild
og þolinmóð. Dásamleg fyrir-
mynd.
Sem barn var amma kletturinn
minn og Melgerðið mitt annað
heimili. Minningarnar þaðan ein-
kennast af hlýju og hlátri, ævin-
týralegum skúmaskotum, góðri
matarlykt og fullt af alls konar
fólki. Því amma var vinsæl og það
voru allir velkomnir. Í minning-
unni býður amma mér faðminn
sinn, tilbúin að hlusta og segja
sögur. Kenna manni að elda eða
baka upp úr rómantísku mat-
reiðslubókinni með brunablettun-
um. Á sumrin var best að vera í
sólbaði hjá ömmu og oft var nóg af
Kristjana Helga
Guðmundsdóttir
✝ Birgitta RósBjörgvins-
dóttir fæddist í
Reykjavík 9. júlí
1983. Hún lést á
Líknardeild Land-
spítalans 17. októ-
ber 2018. Foreldrar
hennar eru Björg-
vin Th. Kristjáns-
son, f. 24. sept-
ember 1957, og
Sigríður Ingólfs-
dóttir, f. 2. ágúst 1958. Systkini
Birgittu eru: Björgvin Pétur, f.
4. júlí 1977, og Karitas Ósk, f.
11. desember 1988, unnusti Kar-
itasar er Aron Björn, f. 10. maí
1988.
Birgitta eignaðist dóttur, Ca-
millu Mist, f. 9. maí 2002, með
Sigursteini Óskari J. Agnars-
syni, f. 11.11. 1981. Árið 2008
hóf Birgitta sambúð með Andra
Þór Ólafssyni, f. 26. nóvember
1987, og gengu þau í hjónaband
9. september 2017. Foreldrar
Andra Þórs eru Hildur Aðal-
steinsdóttir, f. 4. september
1955, og Ólafur Ágúst Baldurs-
son, f. 18. ágúst 1954.
Birgitta ólst upp hjá for-
eldrum sínum í
Kópavogi. Hún
keypti sína fyrstu
íbúð í Árbænum en
fluttist síðar í Hafn-
arfjörð þar sem
hún bjó til æviloka.
Að grunnskóla
loknum hóf hún
nám við Mennta-
skólann í Kópavogi.
Seinna lærði hún
nagla- og förðunar-
fræði sem hún starfaði við í
hlutastarfi. Á sinni stuttu ævi
vann Birgitta lengst af í veit-
ingageiranum, meðal annars á
Amokka í Borgartúni, Ruby
Tuesday og Kaffi Roma. Hún
ákvað að söðla um og fór að
vinna á leikskóla Hjallastefn-
unnar og læra til löggildingar
bókara. Vegna veikinda náði
hún ekki að klára það nám.
Birgitta hafði yndi af ferðalög-
um og ferðaðist mikið með eig-
inmanni og dóttur á síðustu ár-
um.
Útför Birgittu fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag, 29. októ-
ber 2018, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Elsku besta mamma mín, núna
færðu loksins að hvíla þig. Núna
ertu hjá Petru ömmu að horfa á
okkur og passa okkur fjölskyld-
una. Ég er svo fegin að af öllum
konum í heiminum varst þú valin
til þess að vera mamma mín og ég
myndi aldrei og mun aldrei vilja
breyta því.
Það er mjög erfitt að missa þig,
að missa bestu vinkonu mína, en
þú ert komin á betri stað.
Þú, elsku mamma mín, ert fal-
legasta, skemmtilegasta, hug-
rakkasta og sterkasta kona sem
ég þekki, þú varst algjör baráttu-
kona og þín verður sárt saknað.
Þú þarft ekki að hafa neinar
áhyggjur af okkur fjölskyldunni
því þú verður alltaf hjá okkur í
hjörtum okkar allra. Ég sakna
þess að geta ekki fengið mömmu-
knús hvenær sem er. Ég sakna
þess svo mikið að geta ekki sagt
við þig „Ég elska þig“ og fengið
svar frá þér. Takk fyrir allt, elsku
besta mamma mín. Ég er svo stolt
af þér, elsku mamma. Ég elska
þig meira en allt og mun alltaf
elska þig meira en allt. Ég lofa að
ég mun hitta þig aftur.
Camilla Mist S. Andradóttir.
Elsku Birgitta, í dag kveðjum
við tengdaforeldrarnir þig hinstu
kveðju. Það er ótrúlega erfitt að
sætta sig við að þú hafir verið hrif-
in á brott í blóma lífsins frá fólkinu
sem þú elskaðir mest. Þú barðist
hetjulega við óvæginn sjúkdóm
sem að lokum hafði sigur.
Við áttum saman margar góðar
stundir innan- og utanlands og
núna síðast í júní á Tenerife. Þar
kom þinn dugnaður og baráttu-
vilji vel í ljós, þó þú værir fársjúk
léstu ekkert stoppa þig. Við erum
óendanlega þakklát fyrir tímann
sem við áttum með þér, hann hefði
mátt vera miklu lengri. Með sorg í
hjarta kveðjum við þig.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingbjörg Sigurðardóttir)
Elsku Andri Þór og Camilla
Mist, missir ykkar er mikill, megi
allar góðar vættir vaka yfir ykkur.
Foreldrum og systkinum vott-
um við innilega samúð.
Hildur Aðalsteinsdóttir og
Ólafur Ágúst Baldursson.
Elsku hjartans systir mín, ó,
hvað lífið getur verið innilega
ósanngjarnt og erfitt. Þú varst
ekki bara systir mín heldur mín
allra besta vinkona. Ólíkar vorum
við, en samt svo líkar. Hvaða syst-
ur gefa hvor annarri nákvæmlega
sömu jólagjöf alveg óvart? Jú, það
gerðum við síðustu jól. Nú geng
ég um í inniskónum góðu og hugsa
til þín, þá mun ég alltaf hafa þig
með þegar ég púsla. Það sem mér
þykir vænt um hversu nánar við
vorum, þá sérstaklega síðastliðin
ár. Í barnæsku háði fimm ára ald-
ursmunur aðeins vináttu okkar en
alltaf passaðir þú upp á mig. Síð-
ustu ár vorum við duglegar að
spjalla um allt á milli himins og
jarðar, í persónu og í símann.
Hvorug okkar neitt sérstaklega
mikið fyrir það að tala lengi í síma,
en símtöl okkar á milli leiddu samt
yfirleitt til soðinna eyrna. Í IKEA
gátum við eytt mörgum klukku-
stundum saman án þess að gera
okkur grein fyrir því hvað tíminn
flygi áfram, IKEA var okkar stað-
ur. Þú varst nagli og barðist
hetjulega við ógeðið sem krabbinn
er en því miður hafði hann sigur.
Hjó hann þar stórt skarð í hjörtu
okkar sem eftir standa.
Ég mun alltaf sakna þín og
elska. Ég set hér ljóð sem Aron
minn samdi:
Ný er risin á himni rós
sem á jörðu veitti hlýju.
Minningar í myrkri ljós
sem mátt oss gefa að nýju.
Þó tíminn lækni sárin flest
er ástvina hlutverk stærra.
Ást og alúð græðir mest
og lyftir okkur hærra.
(A.B.K.)
Þín systir,
Karitas Ósk.
Elsku Birgitta frænka mín.
Ég á svo erfitt með að trúa því
að nú hafir þú kvatt þennan heim.
Það er svo óskiljanlegt, ósann-
gjarnt og vont. Þú varst mér svo
ótrúlega margt. Þú varst fyrir-
myndin mín, frænka mín, vinkona
mín og hetjan mín. Það er stórt
skarð höggvið í okkur sem elsk-
uðum þig. Þú varst tekin frá okk-
ur svo snemma og ég sakna þín og
þess sem aldrei verður.
Þegar ég lít til baka þá er þakk-
læti, ást og dugnaður það fyrsta
sem ég hugsa um.
Þú varst svo ótrúlega dugleg og
kraftmikil í öllu sem þú tókst þér
fyrir hendur.
Sönn ofurkona sem var óstöðv-
andi. Þú gafst aldrei upp og stóðst
alltaf upprétt sama hvað gekk á.
Þú varst einnig ákveðin,
þrjósk, metnaðarfull og svo ótrú-
lega falleg og góð.
Enda var aldrei neitt annað í
myndinni en að sigra í þessari
baráttu sem þú þurftir að takast á
við í lokin. „Þetta er ekki alveg
það sem vorum búin að ákveða,“
sagðir þú þegar ég heimsótti þig á
kvennadeildina. Þetta er svo
ósanngjarnt og vont. Tárin
streyma.
Ég er þakklát fyrir allar sam-
verustundirnar sem við áttum.
Sem betur fer á ég hafsjó af minn-
ingum og ég mun varðveita þær
að eilífu.
Ég man hvað þú varst alltaf
mikið til staðar fyrir mig og stapp-
aðir í mig stálinu ef ég átti erfitt.
Ég man hvað ég treysti þér vel og
þú mér sem er ómetanlegt.
Ég fylltist af stolti þegar þú
baðst mig í fyrsta sinn að passa
Camillu þína á meðan þú varst að
vinna, en allir sem þekktu þig vita
að það var sko ekki sjálfgefið að fá
það traust.
Ég vil bara þakka þér fyrir allt.
Þú varst heimsins besta frænka
eins og ég kallaði þig svo oft.
Minningarnar hlýja og ég mun
alltaf minnast þín fallega frænka
mín.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Þín frænka,
Freyja Lind Ólafsdóttir.
Elsku fallega, yndislega og
góða vinkona mín.
Það sem mér finnst erfitt að
sitja hér og skrifa kveðjuorð til
þín. Ég á þér svo margt að þakka
og margs að minnast að það er
held ég ómögulegt að koma því
öllu niður á blað. Það sem lífið get-
ur verið ósanngjarnt og óskiljan-
legt.
Ég var svo heppin að fá að kalla
þig fyrstu vinkonu mína. Við
kynntumst þegar við vorum pínu-
litlar og hélst vinskapurinn alla
tíð. Við vorum mikið saman þegar
við vorum litlar og afar nánar vin-
konur. En svo gerist lífið og ég
flutti í burtu, en alltaf hittumst við
af og til.
Ég er svo þakklát fyrir að við
ákváðum fyrir nokkrum árum að
hlúa að vináttu okkar og vera í
reglulegu sambandi. Samband
okkar var einstakt og hjarta mitt
er fullt af fallegum minningum um
frábæra vinkonu. Þú varst sú allra
duglegasta, sterkasta, besta
mamman og eiginkona. Þvílík
baráttukona.
Elsku Andri, Camilla, Sigga,
Bjöggi, Karitas, Björgvin og fjöl-
skylda. Mínar innilegustu samúð-
Birgitta Rós
Björgvinsdóttir