Morgunblaðið - 29.10.2018, Qupperneq 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Ásta María Hjaltadóttir, sérkennari við Fellaskóla í Fellabæ, á 60ára afmæli í dag. Hún lærði fyrst þroskaþjálfann en starfaðisem leiðbeinandi við Fellaskóla þar til hún fór í sérkennaranám
við Kennaraháskólann og hefur starfað sem sérkennari frá árinu 2000.
„Svo hef ég verið að kenna í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, er með
tíma fyrir konur á öllum aldri. Þetta eru annars vegar styrktar- og
brennslutímar og hins vegar er ég með lokaðan hóp í ögn rólegri
tímum.“
Ásta María hefur einnig verið að semja lífsleiknibækur ásamt Þor-
gerði Ragnarsdóttur fyrir yngri krakka. „Við erum æskuvinkonur og
hittumst fyrir tilviljun á námskeiði í hugrænni atferlismeðferð. Í kjöl-
farið á framhaldsnámskeiði ákváðum við að semja þessar bækur til að
hjálpa krökkum að glíma sjálf við erfiðar tilfinningar.“ Út eru komnar
fjórar bækur, sú síðasta kom út í fyrra. Bækurnar fjalla um tilfinning-
arnar reiði, kvíða, afbrýðisemi og samviskubit. Ásta María og Þorgerð-
ur myndskreyta sjálfar bækurnar, en bókaforlagið Bókstafur á Egils-
stöðum gefur bækurnar út.
Áhugamál Ástu Maríu eru lestur glæpasagna og ferðalög meðal ann-
ars. „Svo hef ég gaman af ýmsu sem tengist jóga og hugleiðslu og einn-
ig spái ég í mat og hef verið að fikta við að mála.“
Eiginmaður Ástu Maríu er Sverrir Gestsson, en hann lét af störfum í
haust sem skólastjóri Fellaskóla eftir að hafa gegnt þeirri stöðu í 23 ár.
Börn þeirra eru Eyrún, Hjalti Jón, Ragna, Marta Kristín og Laufey og
barnabörnin eru orðin fimm.
Þegar blaðamaður ræddi við Ástu Maríu fyrir helgi þá voru þau hjón-
in á leiðinni til Madridar þar sem þau ætla að dvelja fram yfir afmælið.
Á ferðalagi Ásta María er hér stödd í þorpinu Avdou á Krít.
Heldur upp á
afmælið í Madríd
Ásta María Hjaltadóttir er sextug í dag
J
ón Guðmundur Sigurðsson
Briem fæddist í Reykjavík
29.10. 1948 og ólst þar upp í
Hlíðunum, norðan Miklu-
brautar. Hann var nokkur
sumur í sveit í Hlíð í Gnúpverjahreppi
hjá frænku sinni: „Þar kynntist ég já-
kvæðum aga sem varð mér gott vega-
nesti í lífinu. Ég æfði líka og keppti í
fótbolta með Fram á gamla Framvell-
inum við Sjómannaskólann og náði að
verða Íslandsmeistari, Reykjavíkur-
meistari og haustmeistari með yngri
flokkum félagsins. Þegar ég opnaði
lögmannsstofu á gamla Framvell-
inum, árið 2002, lokaði ég hringnum,
eins og Milan Kundera hefur sagt:
„Lífið er ekki bein lína heldur hring-
ur,“ þú kemur að endingu á sama
staðinn.“
Jón var í Ísaksskóla, Austurbæjar-
skólanum, lauk landsprófi í Gagn-
Jón G. Briem hæstaréttarlögmaður – 70 ára
Í lögmennsku á Fram-
vellinum en teflir í KR
Lionsgolfarar Golfklúbbur Lionsklúbbsins Víðars hélt meistaramót sitt í júlí sl. Jón er hægra megin í gulum bol.
Ungur nemur - gamall temur Jón telfir við Daníel Smára og Soffíu Sól.
Svanevej, Kaupmanna-
höfn Hrafnkell
Hjálmarsson fæddist 13.
október 2017 kl. 0.00.
Hann vó 4.552 g og var 56
cm langur. Foreldrar hans
eru Mist Hálfdánardóttir
og Hjálmar Hjálmarsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is