Morgunblaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 31
fræðaskóla Austurbæjar, stúdents-
prófi frá MR 1968, embættisprófi í
lögfræði frá HÍ 1974, öðlaðist hdl.-
réttindi 1977 og hrl.-réttindi 1990.
Jón var fulltrúi hjá bæjarfóget-
anum í Keflavík, Grindavík og
Njarðvík og sýslumanninum í Gull-
bringusýslu 1974-76, starfrækti eig-
in lögmannsstofu í Keflavík frá 1976
og í samstarfi við Ásbjörn Jónsson
undir heitinu Lögfræðistofa Suður-
nesja 1989-90, var forstöðumaður
lögfræðideildar Íslandsbanka hf.
1991-2001, stofnaði þá lögmanns-
stofu í Skipholti 50b, Reykjavík og
hefur starfrækt hana síðan. Þá rek-
ur hann fasteignasöluna Tröð ehf. á
sama stað.
Jón hefur stundað skák frá unga
aldri. Hann varð unglingameistari
Íslands 1964, tefldi einu sinni í
landsliðsflokki og tefldi á heims-
meistaramóti stúdenta í sveita-
keppni í Mayaguez á Portó Ríkó
1972. Þá var hann oft fararstjóri ein-
valaliðs íslenskra skákmanna á Evr-
ópumóti taflfélaga, víða um Evrópu.
Hann sat í stjórn Taflfélags Reykja-
víkur 1974-76, var formaður Skák-
félags Keflavíkur 1976-78, forseti
Skáksambands Suðurnesja frá
stofnun 1978-86, formaður Tafl-
félags Reykjavíkur 1986-92, sat í
mótsnefndum alþjóðlegra skákmóta
í Reykjavík 1976, 1988, 1990 og 1992
og í Grindavík 1984 og forseti Skák-
sambands Norðurlanda 1992-95.
Og Jón situr enn við taflborðið:
„Já, nú telfi í úti í KR-heimili, þó ég
sé Frammari, hjá honum Kristjáni
vini mínum Stefánssyni hrl. Þar eru
skemmtilegir karlar og prýðilegir
skákmenn.“
Jón sat í stjórn Byggingarfélagsins
Klappar og í stjórn Arion banka hf.
2010-2013. Hann hefur starfað í
Lionshreyfingunni í tæp 40 ár, gegnt
þar ýmsum trúnaðarstörfum, m.a.
verið formaður síns klúbbs, Lions-
klúbbsins Víðars, í þrígang. Hann fór
að stunda golf árið 2000, hefur mikinn
áhuga á þeirri íþróttagrein en vill sem
minnst ræða um afrek sín á því sviði.
Jón og Matthildur hafa lagst nokk-
uð í ferðalög á seinni árum: „Eftir-
minnilegasta ferðin var til Kína árið
1994 að heimsækja Halldór frænda
sem þá var hótelstjóri á nýju Hilton-
hóteli í Peking. Við komumst á Kína-
múrinn, heimsóttum Xian þar sem
heilu herdeildirnar af terrakotta-
hermönnum hafa verið grafnar upp
og fórum á óvenjulegasta matar-
markað sem við höfum séð. Kjöt og
fiskur selt lifandi og slátrað og gert að
á staðnum. Þar sáum við hænu selda
lifandi, henni slátrað, síðan hent í
þeytivindu og þannig reytt. Þá var
hún komin í neytendavænt form.“
Fjölskylda
Jón kvæntist 22.8. 1970, Sigurþóru
Stefánsdóttur, f. 25.4. 1948, ritara.
Þau skildu.
Börn Jóns og Sigurþóru eru Elín
Agla, f. 19.4. 1974, þjóðmenningar-
bóndi í Árneshreppi á Ströndum, og
er dóttir hennar Jóhanna Engilráð, f.
2009; Þóra Gunnlaug, f. 8.12. 1976,
tölvunarfræðingur í Reykjavík, og
Stefán Sigurður, f. 10.6. 1980, starfs-
maður Hreinsitækni en kona hans er
Edda Ósk Smáradóttir kennari og eru
börn þeirra Soffía Sól, f. 2009, og
Daníel Smári, f. 2012. Stjúpdóttir
Jóns og dóttir Sigurþóru er Áslaug
Dóra Eyjólfsdóttir, f. 8.2. 1965, fulltrúi
í menningar- og menntamálaráðu-
neytinu en maður hennar er Sigurður
Nordal og eiga þau þrjú börn.
Jón kvæntist 6.5. 1994 Matthildi
Ingvarsdóttur, f. 5.6. 1949, verslunar-
manni. Sonur Matthildar er Sveinn
Jónasson, f. 6.11. 1975, flugmaður en
kona hans er Þóra Pálsdóttir og eiga
þau tvö börn.
Systur Jóns eru Sigrún Briem Fre-
denlund, f. 3.5. 1951, kennari í Svíþjóð,
og Ingibjörg Briem, f. 24.2. 1957, for-
stöðumaður hjá Reykjavíkurborg.
Foreldrar Jóns voru Sigurður Jó-
hannsson Briem, f. 11.9. 1918, d. 28.10.
1994, deildarstjóri í menntamála-
ráðuneytinu, og k.h., Soffía Sólveig
Jónsdóttir Briem, f. 23.9. 1921, d. 22.6.
2009, húsfreyja.
Úr frændgarði Jóns G. Briem
Jón G. Briem
Soffía Skúladóttir
húsfreyja á Kiðjabergi
Gunnlaugur Jón Halldór Þorsteinsson
hreppstj. og dbrm. á Kiðjabergi í
Grímsnesi
Guðrún Sigríður Gunnlaugsdóttir Briem
húsfreyja í Rvík
Jón Guðmundur Steindórsson Briem
verslunarmaður í Rvík
Soffía Sólveig Jónsdóttir Briem
húsfreyja og ritari í Rvík
Steindór Gunnlaugsson lögfr. og fulltr. í Rvík
Jón Gunnlaugsson athafnam. í Rvík
Gunnlaugur
riem athafnam.
í Rvík
B
Halldór Briem
hótelstj. á
Hilton hótelum
víða um heim
Óli Ísaksson verslunarm. í Rvík
Ólafur G. Einarsson fv. alþm., ráðherra og forseti Alþingis Ólöf Ísaksdóttirhúsfreyja í Rvík
Gústaf Nilsson fv. verksmiðjustjóri
á Siglufirði og við Mývatn
Ólafur Nilsson fv. skattrannsóknarstj.
og einn stofnenda KPMG
Bogi Nilsson fv. ríkissaksóknari Nils Ísaksson verslunarm. í Garðabæ
Kamilla Sigríður Pétursdóttir Briem
húsfreyja í Hruna
Steindór Jóhannsson Briem
pr. í Hruna, bróðursonur Jóhönnu,
ömmu Hannesar Hafstein, bróðursonur
Eggerts, langafa Gunnars Thoroddsen
og bróðursonur Ólafs Briem, afa
Valgerðar, ömmu Davíðs Oddssonar
Jóhann Kristján Steindórsson Briem
prófastur á Melstað í Miðfirði
Ingibjörg Jóna Ísaksdóttir
húsfreyja á Melstað
Ólöf Ólafsdóttir
húsfreyja í Garðbæ
Ísak Jónsson
verslunarmaður í Garðbæ á Eyrarbakka
Sigurður Jóhannsson Briem
deildarstj. í menntamr. í Rvík
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
Kveðja, Gímur kokkur.
www.grimurkokkur.is
Fiskibollur
- o ur os ur nn 5. mín.
ÁN MSG
85 ára
Aðalsteinn Páll Guðjónsson
80 ára
Fjóla Guðmundsdóttir
Gunnar Jóhannesson
Tryggvi Ásmundsson
Víðir Guðmundsson
75 ára
Karlý Fríða Zophoníasdóttir
Kristín Kristjánsdóttir
Ragnheiður Þ. M. Waage
70 ára
Ingibjörg Kristjánsdóttir
Jón G. Briem
Kristbjörg Einarsdóttir
Sesselja Kristjánsdóttir
60 ára
Anna Birna Árnadóttir
Ásta María Hjaltadóttir
Berglind Birgisdóttir
Gróa Hafdís Schram
Ágústsdóttir
Guðbrandur Einarsson
Ísak Vilhjálmur Jóhannsson
Magnús Ragnarsson
Úlfar Júlíus Hjálmarsson
Þórgunnur Hrund
Björnsdóttir
50 ára
Jens Ruminy
Kristbjörg Agnarsdóttir
Sigurjón Hjaltason
Stephen Oyewole Ajemiare
Sumarliði Magnússon
Valdimar Ólafsson
Þórunn Sverrisdóttir
40 ára
Aneta Sac Medic
Árni Árnason
Daði Þorkelsson
Egill Már Halldórsson
Gunnar Magnús
Gunnarsson
Jóhann Páll Svavarsson
Lena-Marie Pettersson
Ragnar Ingi Kristjánsson
Sesselja Bogadóttir
Sigrún Þórarinsdóttir
Sæfríður Marteinsdóttir
Yngvi Jón Rafnsson
30 ára
Ásþór Ingi Brynjólfsson
Björgvin Karl Gunnarsson
Christa Diana Blomberg
Gunnar Már Steinarsson
Maris Tobiass
Mateusz Borowiec
Sigrún Bjarnadóttir
Snæfríður Aþena
Stefánsdóttir
Vaida Kasparaviciute
Valur Hólm Ketilsson
Til hamingju með daginn
40 ára Árni er úr Vestur-
bænum í Reykjavík en er
að flytja í Garðabæ. Hann
er flugstjóri hjá Icelandair.
Maki: Klara Sól Ágústs-
dóttir, f. 1992, arkitekt, en
er í fæðingarorlofi.
Börn: Tara Lóa, f. 2006,
Árni Jóhann, f. 2009, og
Ólína Fanney, f. 2018.
Foreldrar: Árni Þór Árna-
son, f. 1951, fv. forstjóri,
og Guðbjörg Jónsdóttir, f.
1951, kennari. Þau eru
bús. í Reykjavík.
Árni
Árnason
40 ára Jóhann er frá
Hreimsstöðum í Hjalta-
staðaþinghá en býr í
Fellabæ. Hann er af-
greiðslumaður í Húsa-
smiðjunni.
Maki: Sólrún Víkings-
dóttir, f. 1978, kennari í
Fellaskóla.
Foreldrar: Svavar Gunn-
þórsson, f. 1926, fv. bóndi
á Hreimsstöðum, og
Helga Magnúsdóttir, f.
1946, d. 2016, skólaliði í
Barnaskólanum á Eiðum.
Jóhann Páll
Svavarsson
40 ára Yngvi er úr Sand-
gerði en býr í Garði. Hann
er deildarstjóri toll-
afgreiðslu hjá UPS á
Íslandi.
Maki: Sigrún Sigurðar-
dóttir, f. 1980, deildarstjóri
sérkennslu í Grunnskól-
anum í Garði.
Dóttir: Emilía Sól, f. 2004.
Foreldrar: Rafn Magnús-
son, f. 1959, vélstjóri hjá
Skinnfiski í Sandgerði, og
Hrefna Yngvadóttir, f.
1958, húsmóðir í Keflavík.
Yngvi Jón
Rafnsson
Kristín Jónsdóttir hefur varið
doktorsritgerð sína í menntavísindum
við HÍ. Ritgerðin ber heitið Tengsl
heimila og grunnskóla á Íslandi (Enskt
heiti: Parental involvement in comp-
ulsory schools in Iceland). Leiðbein-
andi var dr. Amalía Björnsdóttir, pró-
fessor við Menntavísindasvið HÍ, og
meðleiðbeinandi var dr. Unn-Doris
Bæck, prófessor við Háskólann í
Tromsö.
Í rannsókninni var leitað svara við
meginspurningunni: Hvaða hlutverki
þjóna tengsl heimila og skóla í grunn-
skólastarfi á Íslandi? Markmiðið var að
lýsa því sem er einkennandi fyrir tengsl
heimila og skóla; að skoða hvað ung-
lingum finnst æskilegt varðandi þátt-
töku foreldra; og loks að draga fram
hvernig þjónusta skóla og félagslegir
þættir hafa áhrif á tengsl heimila og
skóla sem og á ánægju foreldra með
skólastarf. Rannsóknin er þáttur í
rannsóknarverkefninu Starfshættir í
grunnskólum. Gagna var aflað í 20
grunnskólum. Unnið var með gögn úr
rafrænum spurningalistum til starfs-
fólks skólanna, foreldra allra nemenda
og til unglinga í 7.-10. bekk.
Niðurstöður sýndu að foreldrar og
kennarar voru ein-
huga um að sam-
skipti jafnt sem
samstarf þeirra
væri mikilvægt fyr-
ir menntun barna
og unglinga. Sam-
skipti milli heimila
og skóla eru kerfis-
bundin og regluleg
en það er hins vegar álitamál hversu
oft er um samstarf að ræða. Foreldrar
jafnt sem starfsfólk skóla töldu æski-
legast að foreldrar tækju þátt í félags-
lífi og viðburðum skóla á hefðbundnum
nótum. Foreldrar virtust ekki sækjast
eftir að taka þátt í sjálfu námi barna
sinna. Hins vegar sýndu unglingar
áhuga á að foreldrar tækju frekar þátt í
því sem sneri að náminu en félagslífinu
og mikill meirihluti unglinga sagðist
vilja stuðning foreldra við heimanám.
Rannsóknin leiddi líka í ljós að for-
eldrar stóðu ekki jafnt að vígi gagnvart
skólunum. Sláandi var að einstæðar
mæður fundu oft til vanmáttar í sam-
skiptum sínum við starfsfólk skóla og
þær töldu sig síður en aðrir foreldrar fá
stuðning innan skólanna fyrir börn sín
sem þurftu þess með.
Kristín Jónsdóttir
Kristín Jónsdóttir lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði og íslensku frá Háskóla
Íslands 1986, lauk viðbótarnámi í hagnýtri fjölmiðlun 1991, kennsluréttindanámi
1992 og lauk M.Ed.-prófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá Kennaraháskóla Ís-
lands 2003. Hún hefur verið lektor í kennslufræði við kennaradeild KHÍ, síðar HÍ, frá
2007 og leiðir þróunarstarf Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum. Kristín er
gift Þórarni Eyfjörð og börn þeirra eru Sigrún og Þorsteinn.
Doktor
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón