Morgunblaðið - 04.10.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.10.2018, Qupperneq 4
Á BÁSINN Það er mikill fengur í fallegu skrif- borði og getur það sett sterkan svip á hornskrifstofuna eða vinnu- rýmið heima. Þeir sem vilja alveg einstakt húsgagn til að vinna við ættu að íhuga að bjóða í þetta for- láta Porsche skrifborð sem verður til sölu á uppboði hjá Sotheby‘s 27. október næstkomandi. Hönnunarfyrirtækið 3 GJB 17 á heiðurinn af skrifborðinu sem framleitt var í takmörk- uðu upplagi. Borðið er smíð- að úr bandarískum valhnotuvið og silfurlitaðri vélarhlíf úr Porsche 911. ai@mbl.is Borð fyrir bíladellufólk Skúffurnar rúma ýmislegt. Þegar vélarhlífinni er lyft blasir við fallegur flötur til að vinna á. Mjúkar línur Porsche njóta sín vel á þessu sér- staka húsgagni. 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018FRÉTTIR Lyfjamál hafa verið í deiglunni upp á síðkastið og ljóst að Rúna Hauksdóttir Hvannberg hefur í mörg horn að líta. Meðfram störf- um sínum hjá Lyfjastofnun stundar hún maraþonhlaup af miklum metnaði og hefur hlaupið um allan heim með manni sínum. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Brexit er yfirvofandi sem þýðir miklar áskoranir fyrir allar aðrar lyfjastofnanir í Evrópu. Breska lyfjastofnunin er ein sú stærsta í Evrópu og hefur þannig sinnt um 20-25% af allri þeirri vinnu sem unnin er á vettvangi EMA – Evr- ópsku lyfjastofnunarinnar. Þessi verkefni eru nú að færast á aðrar lyfjastofnanir í Evrópu. Því munu skapast stór tækifæri fyrir Lyfja- stofnun að styrkja sérþekkingu sinna starfsmanna með nýjum verkefnum sem munu bæta þjón- ustu á erlendum, en ekki síst inn- lendum lyfjamarkaði – sem er í sókn. Hver var síðasti fyrirlesturinn eða ráðstefnan sem þú sóttir? Í ágúst sl. fór ég á frábæra vinnustofu Franklin Covey um leiðtogafærni sem var sérstaklega sniðin að þörfum þeirra sem vinna í opinbera geiranum. Hvað hið faglega snertir má nefna alþjóðlegt þing um lyfjaskrán- ingar (ICDRA) sem ég sótti í Dublin í september sl. Það gaf mér góða yfirsýn yfir þessi mál í Evrópu og annars staðar í heim- inum. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Ég sæki reglulega fundi með forstjórum annarra lyfjastofnana sem eru að fást við svipuð verk- efni og ég. Annars vegar má nefna hóp forstjóra lyfjastofnana í Evrópu og hins vegar forstjóra lyfjastofnana á Norðurlöndum. Á þessum fundum fæ ég mjög góða yfirsýn yfir starfsemina og allt sem henni tengist. Því til viðbótar reyni ég að sækja fundi hér heima er snúa að lyfjafræði eða stjórnun. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Út frá stjórnun eru það bækur eins og 7 venjur til árangurs eftir S.R. Covey. Nú er ég að lesa bók- ina Building a Winning Culture in Government eftir Patrick Leddin. Einnig eru bækur eins og FISH, sem margir þekkja, og Gleyptu froskinn eftir Brian Tracy mjög skemmtilegar og veita innblástur. Bókin What I Talk About When I Talk About Running inniheldur frásagnir japanska skáldsins Ha- ruki Murakami og er frábær les- ing fyrir hlaupara. Sérstaklega þá sem hafa hlaupið eða ætla að hlaupa Boston- eða Tókýó- maraþon. Hins vegar les ég alltaf einu sinni á ári bókina um Bangsímon eftir Milne í yndislegri þýðingu Huldu Valtýsdóttur og Frey- steins Gunnarssonar því það er svo gott að tengja við barnið í sér SVIPMYND Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Brexit verður áskorun fyr- ir lyfjastofnanir Evrópu Morgunblaðið/Árni Sæberg Rúna segist hafa það fyrir vana að lesa einu sinni á ári bókina um ljúf- linginn Bangsímon eftir A.A. Milne til að tengja við barnið í sér. AUKAHLUTURINN Það er ekki að ástæðulausu að bandaríski skartgripa- framleiðandinn Tiffany & Co á sérstakan sess í hjörtum fólks. Þaðan streyma eigulegir og fallegir munir og skart sem myndi sóma sér vel á úlnliði eða um hálsinn, eða myndu vera til prýði uppi í stofuskáp. Nýleg viðbót við vöruframboðið er þetta snotra merki- spjald fyrir ferðatösku. Á framhliðinni má sjá gamalt merki sem Tiffany notaði fyrst árið 1893 á heimssýning- unni í Chicago og eins og blasir við er búið að lita spjaldið í ómótstæðilegum einkennislit fyrirtækisins sem fær sumt fólk til að missa allt verðskyn. Kostar leðurpjatlan ekki nema 175 dali hjá Tiffany.com ai@mbl.is Bættu smá Tiffany í ferðalagið Grænblái liturinn fer ekki fram hjá neinum við töskufæribandið úti á flugvelli. NÁM: Stúdent frá MR 1982 og lauk lyfjafræðinámi frá Lyfja- fræðideild HÍ árið 1987; framhaldsnám í King’s College Univers- ity of London og lauk þaðan meistaranámi 1989; próf í mark- aðs- og útflutningsfræði frá Endurmenntun HÍ 1999 og meistaragráða í heilsuhagfræði frá HÍ 2005. STÖRF: Hef starfað sem sjúkrahúslyfjafræðingur á Englandi, markaðsstjóri Lyfjaverslunar Íslands, markaðs- og sölustjóri fyrir lyfjafyrirtækið E. Lilly á Íslandi og sem forstöðumaður Rannsóknastofnunar um lyfjamál í HÍ. Skipuð formaður Lyfja- greiðslunefndar í september 2007 og gegndi því starfi þar til ég var skipuð forstjóri Lyfjastofnunar 1. febrúar 2015. Hef einnig verið stundakennari og prófdómari við Lyfjafræðideild og Hag- fræðideild HÍ. Ásamt því að sitja í hinum ýmsu starfshópum á vegum heilbrigðisráðherra er tengjast lyfjamálum. ÁHUGAMÁL: Helstu áhugamál eru langhlaup og ferðalög bæði innanlands og utan, tengd því. Er í kvenfélaginu Hringnum og finnst það bæði gaman og gefandi. Síðan reyni ég eins og ég get að vera samvistum við fjölskyldu mína og vini. FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er gift Friðriki Ármanni Guðmunds- syni, kaupmanni í Melabúðinni, og saman eigum við tvær dæt- ur; Rúnu og Stellu Briem. HIN HLIÐIN SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is og minna sig á að líta á heiminn út frá vináttu. Hugsarðu vel um líkamann? Ég er langhlaupari og hleyp af því ég get það og finnst það gam- an og nærandi. Ég var fyrsta ís- lenska konan til að klára hin sex stóru maraþon í seríunni World Marathon Majors, en hún sam- anstendur af maraþonum í borg- unum New York, Tókýó, Chicago, London, Berlín og Boston.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.