Morgunblaðið - 04.10.2018, Side 7

Morgunblaðið - 04.10.2018, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 7SJÁVARÚTVEGUR Í gær var dagur þorsksins haldinn hátíðlegur í fjórða sinn í Húsi sjávarklasans. Viðburðinum er ætl- að að minna á hve mikilvægur þorskurinn er fyrir hagkerfi Ís- lands og hvernig þorskafurðir og tækni tengd veið- um og vinnslu standa árlega undir stórum hluta af útflutn- ingstekjum landsins. Í tilefni dagsins gaf Sjávkarlasinn út nýja samantekt, Heill sé þér þorskur, sem sýnir svart á hvítu hve ómissandi þessi dýrmæti fiskur er orðinn: „Bara frá aldamótum er heildarverðmæti útfluttra þorsk- afurða tæpir 1.700 milljarðar króna uppreiknað á verðlagi þessa árs. Það gerir um það bil 5 milljónir króna á hvern Íslending, eða 20 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu á aðeins 18 ára tímabili,“ segir Húni Jóhannesson, sérfræð- ingur hjá Arctica Finance. Húni er einn af höfundum samantektarinnar og hefur yfirumsjón með samstarfi Sjávarklasans og Arctica Finance. Húni bendir á að þorskurinn, sem og aðrar fisktegundir, hafi líka þjón- að hlutverki stuðpúða á erfiðum tím- um í efnahagslífi Íslands. „Ásgeir Jónsson hagfræðingur nefndi þetta í erindi á Sjávarútvegsdegi Deloitte á dögunum; að þegar hriktir í stoðum atvinnulífsins hjálpar sjávarútveg- urinn til að efla hagkerfið og ná aft- ur jafnvægi,“ segir hann. „Verð- mætin sem verða til í sjávarútvegi dreifast líka víða um samfélagið, bæði til þeirra sem starfa við fisk- vinnslu og veiðar og líka tæknifyr- irtækjanna sem hanna og smíða skip og tæki, og til annarra stoð- greina.“ Mikilvægi þorsksins segir Húni að mælist ekki bara í seldum afurð- um, heldur komi líka fram í starf- semi þeirra fyrirtækja sem urðu til í kringum ýmsa þjónustu við sjávar- útveginn. „Mikil nýsköpun hefur sprottið upp úr sjávarútveginum og ný fyrirtæki orðið til sem hafa í framhaldinu haslað sér völl á öðrum sviðum. Einnig hafa komið fram á sjónarsviðið hátæknifyrirtæki sem sérhæfa sig í að búa til glænýja vöruflokka úr sjávarfangi, s.s. verð- mæt ensím, fæðubótarefni og lækn- ingavörur.“ Húni segir að það sé vegna þess- arar miklu nýsköpunar að á sama tíma og þorskveiðar hafi dregist saman um helming hafi heild- arverðmæti þorskafurða tvöfaldast. „Þegar mest lét, áður en kvótakerfið var sett á, lönduðu íslensk skip um 460.000 tonnum af þorski en und- anfarin þrjú ár hefur aflamarkið verið á bilinu 244 til 264.000 tonn. Hefur tekist að gera hvert þorskkíló um það bil fjórfalt verðmætara á hér um bil þremur áratugum enda blasti það við greininni eftir að kvótakerf- inu var komið á að leggja þyrfti áherslu á hagræðingu, nýsköpun, tæknivæðingu og gæði.“ Forskotið fer minnkandi Íslenskur fiskur þykir bera af og matgæðingar um allan heim taka ís- lenskan þorsk fram yfir þorsk sem veiddur er annars staðar. Húni bendir á að það megi samt ekki sofna á verðinum og að aðrar fisk- veiðiþjóðir muni smám saman saxa á það forskot sem íslenskur sjávar- útvegur hefur í dag. Hann nefnir sem dæmi að rússneskur sjávar- útvegur hafi tekið miklum fram- förum á undanförnum árum og fjár- fest í nýjum skipum og fiskvinnslum. „Það er vert að íhuga hvað mun gerast þegar þorskur og aðrar fisk- tegundir sem veiddar eru í Norður- Atlantshafi verða orðnar mjög svip- aðar að gæðum hjá öllum þjóðum. Íslandsstofa og SFS hafa unnið frá- bært starf við að markaðssetja ís- lenskan fisk en þegar lítill munur verður orðinn á íslenskum, græn- lenskum, norskum, færeyskum og kanadískum fiski gæti þurft að breyta um stefnu,“ segir Húni og bætir hlæjandi við: „Ég veit að það jaðrar við landráð en þegar þessu marki verður náð gæti verið hyggi- legast fyrir þjóðir sem veiða fisk í Norður-Atlantshafi að taka höndum saman um markaðssetningu, t.d. á Asíumarkaði, frekar en að berjast innbyrðis um markaðshlutdeild.“ Að því sögðu bendir Húni á að mörg góð tækifæri bíði íslenska þorsksins og nefnir hann þann glugga sem virðist hafa myndast á Bandaríkjamarkaði út af tollastr- íðinu við Kína. Eins og fjallað hefur verið um eru margar útgerðir í Alaska háðar því að láta verka afla sinn í Kína og flytja svo þaðan aftur til Bandaríkjanna en hækkaðir toll- ar raska því viðskiptamódeli. „Ís- lenskur sjávarútvegur gæti gripið tækifærið og haslað sér völl á Bandaríkjamarkaði. Jafnvel ef toll- astríðið verður seinna blásið af þá væri búið að kynna neytendum þessa góðu vöru og vonandi auka markaðshlutdeild íslensks fisks til frambúðar.“ Þorskurinn vítamínsprauta og stuðpúði Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Verðmæti útfluttra þorsk- afurða frá aldamótum jafn- gildir um 20 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Önnur lönd saxa smám saman á gæðaforskot Íslands. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Það munar heldur betur um áhrif blessaðs þorsksins í hagkerfi Íslands. Húni Jóhannesson TM, Síðumúla 24, 108 Reykjavík · 515 2000 · tm.is Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. boðar til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður fimmtudaginn 25. október 2018 kl. 16:00 í fundarsal félagsins að Síðumúla 24, Reykjavík, 4. hæð. Dagskrá Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins varða 13., 15. og 16. gr. auk þess sem lagt er til að ný grein komi inn í samþykktirnar á eftir 25. gr. og verði 26. gr., en allar breytingarnar lúta að því að koma á fót tilnefningarnefnd í félaginu í samræmi við góða stjórnarhætti. Einnig er gerð tillaga um sérstakt bráðabirgðaákvæði í þeim tilgangi að unnt verði þá strax að ganga frá skipan nefndarinnar svo hún megi hefja þegar störf til undirbúnings fyrir aðalfund á næsta ári. Framboð til setu í tilnefningarnefnd, sbr. 4. dagskrárlið, skulu hafa borist skrif- lega stjórn félagsins skemmst fimm dögum fyrir hluthafafundinn á sérstöku eyðublaði sem stjórnin lætur í té og unnt er að nálgast á vef félagsins (www.tm.is/fjarfestar). Unnt er að senda félagsstjórninni útfyllta og undir- ritaða framboðstilkynningu fyrir lok framboðsfrests með tölvuskeyti á netfangið stjorn@tm.is. Eigi síðar en tveimur dögum fyrir fundinn verða birtar á vefsíðu félagsins upplýsingar um framboð til nefndarinnar. Hluthafar hafa heimild til að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins skriflegar eða rafrænt á netfangið stjorn@tm.is í síðasta lagi 15. október næstkomandi. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. 1. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. 2. Tillaga um starfsreglur tilnefningarnefndar. 3. Tillaga um þóknun til tilnefningarnefndar fyrir störf fram að aðalfundi 2019. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi við eyðublað sem aðgengilegt er á vef félagsins, tm.is/fjarfestar. Rafrænt umboð skal sent félaginu á netfangið stjorn@tm.is áður en fundur hefst. Ekki verður unnt að greiða atkvæðimeð rafrænumhætti á fundinum. Óski hluthafi að taka fyrir fram þátt í atkvæðagreiðslu skriflega og fá sendan atkvæðaseðil skal hanngeraskriflegakröfuþarumtil félagsinseigi síðarenfimmdögumfyrir fundinn. Að auki er unnt að greiða atkvæði á skrifstofu félagsins á venjulegum opnunar- tíma (kl. 09:00 til 16:00) til og með miðvikudeginum 24. október 2018, en fyrir lokunþanndagskal einnig skila þangaðútsendumatkvæðaseðlum. Nánar fer um atkvæðagreiðsluna og gildi atkvæða samkvæmt henni eftir reglum félagsins um atkvæðagreiðslu utan hluthafafundar, settum af stjórn félagsins 18. desember 2013. Dagskrá hluthafafundarins og tillögur sem fyrir hann verða lagðar, svo og aðrar nauðsynlegar upplýsingar um fundinn má finna á vef félagsins (www.tm.is/fjarfestar). Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á fundinn á fundarstað hálfri klukkustund áður en hann hefst og fengið fundargögn afhent. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. HLUTHAFAFUNDUR Í TRYGGINGAMIÐSTÖÐINNI HF. 25. OKTÓBER 2018 4. Kosning tveggja nefndarmanna í tilnefningarnefnd sem starfa skal fram að aðalfundi 2019. 5. Önnur mál löglega fram borin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.