Morgunblaðið - 04.10.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.10.2018, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 11FRÉTTIR Af síðum Það verður seint hægt að segja að værð- in sem fylgir haustinu umvefji Thomas Borgen, fyrrverandi bankastjóra Danske Bank. Þegar upplýst var á mánudag að hann myndi láta tafarlaust af störfum hækkaði hlutabréfaverð bankans (þó bara lítillega). Hluthafaráðgjafarfyrir- tækið Hermes EOS hefur hvatt stjórn Danske til að höfða mál gegn Borgen og öðrum stjórnendum bankans vegna 200 milljarða evra peningaþvættismálsins sem kom upp í Eistlandi og leiddi til upp- sagnar bankastjórans. Hluthafar fá ekki heldur að njóta neinna huggulegheita. Eftir uppákomuna í Tallinn eru hlutabréf Danske þriðjungi ódýrari en hjá hinum stóru norrænu bönkunum, miðað við bókfært verð. Í dag selj- ast hlutabréf bankans á verði sem jafngildir um það bil sjöföldum væntum tekjum hans sem er freistandi verð enda hefur það ekki verið lægra í árafjöld. En eftir sitja tvö vandamál. Fyrir það fyrsta er hættan á að eftir- litsstofnanir muni hella sér yfir bankann. Peningaþvætti, Rússland og sameignarfélag í London sem nú er búið að leysa upp, með meintar tengingar við ráðamenn í Kreml, er grunsamleg blanda. Allt ætti þetta að vekja mikinn áhuga eftirlitsstofnana í Kaupmannahöfn og Brussel, sem og efnahagsbrotadeildar lögreglunnar í Bretlandi. Er næsta víst að bankinn þarf að greiða háar sektir, jafnvel allt að einn milljarð evra. Hinn vandinn leynist hinum megin við Atlantshafið. Danske er mjög í mun að það komi fram að bankinn er ekki með rekstrarleyfi í Bandaríkjunum og starfrækir ekki nein útibú þar, svo að áhyggjur fjárfesta af risasekt frá bandarískum stjórnvöldum ættu ekki að raun- gerast. Aðrir hafa bent á að sú rannsókn sem bankinn gerði sjálfur bendi til, að svo stöddu, að ekki hafi verið brotið gegn neinum þving- unaraðgerðum. En innanhússransókn bankans á málinu er ekki lokið. Og bandarísk stjórnvöld eru gjörn á að líta svo á að öll viðskipti sem hafa eitthvað með Bandaríkjadalinn að gera heyri undir lögsögu þeirra. Yfirstandandi endurkaupaáætlun bankans gæti styrkt hlutabréfa- verðið og á bankinn enn 3,2 milljarða danskra króna (498 milljónir dala) til að verja í endurkaup fram til febrúar. En ólíklegt verður að teljast að endurkaupin verði framlengd eftir það. Dönsk stjórnvöld gætu tekið fyrir frekari endurkaup þar til liggur ljóst fyrir hve mikið tjónið af peningaþvættismálinu mun verða. Á meðan ættu hlut- hafar ekki að hafa það of huggulegt með hlutabréfunum sínum. LEX AFP Danske Bank: Tapaði áttum í Tallinn Samtökin sem halda utan um inn- tökupróf í MBA-nám hafa greint frá því að áhugi á háskólagráðunni hafi minnkað í fyrsta skipti síðan í fjármálakreppunni. Umsóknum um laus pláss við þær námsbrautir sem fóru af stað í síðasta mánuði fækkaði um 0,02% miðað við sama tíma árs í fyrra. Skrifast þessi lækkun einkum á 7% samdrátt í Bandaríkjunum, fæðingarstað MBA-námsins. Í Bandaríkjunum hefur áhuginn á viðskiptanámi farið dalandi undanfarin fimm ár. En fram til þessa hafði það vegið á móti sam- drættinum þar að mikill vöxtur hefur átt sér stað í Kyrrahafshluta Asíu og í Evrópu þar sem námið er alla jafna styttra og ódýrara. Í Kyrrahafshluta Asíu hefur um- sóknum um skólavist í MBA-námi fjölgað um 8,9%, á meðan aukn- ingin í Evrópu er 3,2% og í Kan- ada 7,7% samkvæmt útreikningum Graduate Management Admission Council (GMAC). Dugði það ekki til að vega á móti niðursveiflunni í Bandaríkjunum. Ólga hefur áhrif Sangeet Chowfla, stjórnar- formaður og forstjóri GMAC, vill skrifa þróunina í Bandaríkjunum á „raskandi“ stjórnmálaástand sem hefur virkað letjandi á erlenda námsmenn að sækja um við banda- ríska háskóla, auk þess sem asískir og evrópskir háskólar veita þeim bandarísku æ harðari samkeppni. „MBA-nám utan Bandaríkjanna er áfram í blóma,“ segir Chowfla og bætir við að gott ástand á bandarískum vinnumarkaði hafi gert marga Bandaríkjamenn frá- hverfa því að setjast aftur á skóla- bekk því það gæti kostað þá dýr- mæt tækifæri í starfi. „Það er því hægt að skilja að vissu marki hvers vegna eft- irspurnin eftir námi við suma bandaríska háskóla hefur farið minnkandi eftir að hafa áður náð methæðum,“ segir Chowfla. Tölur GMAC byggjast á könnun sem náði til 1.087 MBA-náms- brauta við 363 háskóla í 44 lönd- um. Ólíkt því sem er uppi á ten- ingnum í Bandaríkjunum hafa er- lendir námsmenn ýtt upp aðsókn- artölum í meistaranámi í viðskiptum í Evrópu og Kanada. Umsóknum heimamanna fækk- aði um 11,2% í Kanada og þær juk- ust um aðeins 1,1% í Evrópu. Hins vegar fjölgaði umsóknum erlendra nemenda um 16,4% annars vegar og 3,4% hins vegar svo að heilt á litið varð ágætis fjölgun umsækj- enda á milli ára á báðum stöðum. Við Rotman School of Manage- ment í Toronto fjölgaði umsóknum um 7% á þessu ári og 28% árið þar á undan. Stafar þessi fjölgun nær alfarið af fjölgun erlendra um- sækjenda, að því er Maria Rivera, framkvæmdastjóri MBA-náms- brautarinnar, greinir frá. Helmingurinn erlendis frá Af þeim 335 nemendum sem hófu þar nám í haust kemur helm- ingurinn erlendis frá, og af þeim eru sárafáir Bandaríkjamenn. Háskólinn hefur það að mark- miði að laða til sín fjölbreyttan hóp nemenda sem hafa ólíka sýn á fyrirtækjarekstur enda læra nem- endur ekki hvað síst af umræðum í kennslustund, að sögn Rivera. „Við freistum þess að skapa al- þjóðlega menntastofnun þar sem nemendur geta lært af fólki frá öll- um heimshornum,“ segir hún. Umsóknum við Fuqua School of Business with Duke-háskóla fækk- aði um 7% á þessu ári. Bill Boulding, rektor Fuqua, varar við því að erfitt muni reyn- ast að viðhalda góðu hagvaxt- arstigi ef vinnumarkaðurinn nýti ekki krafta nýrrar kynslóðar ein- staklinga sem hafa menntað sig til forystu í viðskiptalífinu. Segir hann að aðgerða sé þörf til að laða að fjölbreyttari umsækj- endahóp. „Aðgengi að menntun er mikil áskorun þegar kemur að menntun á háskólastigi,“ segir Boulding. „Við þurfum að greiða leið fólks frá öllum heimshlutum og með alls kyns bakgrunn til að mennta sig og starfa hvar í heiminum sem það hefur löngun til.“ Í fyrsta skipti fer aðsókn í MBA-nám minnkandi Eftir Jonathan Moules, frétta- ritara á sviði viðskiptanáms Í fyrsta sinn frá því að fjármálakreppan skall á heimsbyggðinni árið 2008 hefur aðsókn í MBA-nám á heimsvísu dregist sam- an. Enn sem fyrr má rekja samdráttinn til þverrandi eftirspurnar í Bandaríkj- unum, landinu þar sem námslínan á uppruna sinn. AFP Aðsókn í MBA nám í Bandaríkjunum hefur dregist verulega saman og nemur samdrátturinn 7% í ár. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is amlegt ka nýmalað, en in h l i. ynntu r Jura a v lar í Eirví . i óðum þér í kaffi. s k é V ð jK k ffi y

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.