Morgunblaðið - 04.10.2018, Side 12

Morgunblaðið - 04.10.2018, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018SJÓNARHÓLL Grunnforsenda fyrir því að aðilar eigi viðskipti er súað báðir telji sig hagnast á þeim. Það gefur auga-leið að ef aðili metur það svo að hann muni ekki hagnast á ákveðnum viðskiptum láti hann ekki verða af þeim. Við fjárfestingu í sprotafyrirtæki telur frumkvöðullinn að sú virðisaukning sem á sér stað við innkomu fjármagns frá öðrum réttlæti þynningu hlutar hans. Fjárfestirinn telur einnig að sú aukning í virði sprotafyrirtækisins sé nægj- anleg til að skila ásættanlegri ávöxtun miðað við þá áhættu sem til staðar er. Skipting þess virðisauka sem skapast vegna innkomu fjármagns í sprotafyrirtæki er þó almennt óljós. Verðmat sprotafyrirtækja er byggt á svokölluðu „Pre-money“ virði eða virði fyrirtækisins fyrir fjárfestingu. Viðbótarfjármagn skilar þá svokölluðu „Post-money“ virði fyrirtækisins eða virði þess eftir fjárfestingu þar sem virði er í þeim peningum sem fjárfest er með. Þar sem einfalt er að meta virði peninga liggur áskorun verðmats sprotafyrirtækja í því að meta virði fyrirtækisins fyrir fjárfestingu. Ýmsar aðferðir eru notaðar til þess og er algengt að meta slíkt út frá rekstr- aráætlun fyrirtækisins, a.m.k. að hluta. Kemur þá upp sú spurning hvort miða eigi rekstraráætlun við nýtingu þeirrar fjárfestingar sem til stendur að sækja eða hvort eigi að miða við þann rekstur sem telst líklegur ef fjárfestingarinnar nýt- ur ekki við. Talsverður munur er þarna á milli, sérstaklega hjá ungum sprotafyrirtækjum, þar sem innkoma fjármagns getur jafnvel verið undirstaða áframhaldandi reksturs og tekjuöflunar. Fyrir liggur að virði sprotafyrirtækis, t.d. með sterk einkaleyfi, en sem skortir fjármagn til framleiðslu, miðast við rekstraráætlun með aðkomu aukins fjármagns. Á sama hátt má segja að frumkvöðull sem metur virðið sem fjárfest- ingin skapar samkvæmt „Pre-money“ virði fyrirtækisins og bætir síðan við virði hins nýja fjármagns, tvítelji virði fjár- festingarinnar í „Post-money“ virði fyrirtækisins. Eðlilegt er að markmið rekstraráætlunar sé að gefa sem nákvæmasta mynd af framtíðarrekstri félagsins. Þess vegna er það skynsamlegt að áætlunin miðist við það virði sem fjármunir fjárfesta skapa. Sé það gert getur verið við hæfi að fjárfestirinn geri kröfu um afslátt af því verðmati, til þess að því aukna virði sem skapast sé skipt af nákvæmni milli frumkvöðuls og fjárfestis. Ekki er nóg í öllum tilvikum að líta einungis til þess virðis sem fjárfestar og frumkvöðlar skapa með innkomu fjár- magns í félagið. Algengt er að reynslumiklir fjárfestar bjóði sprotafyrirtækinu sem þeir fjárfesta í aðstoð sína og ráðgjöf, opni dyr fyrir félagið á nýjan markað og/eða tengi félagið við lykilviðskiptavini og -fjárfesta. Slík aðstoð getur skapað gríðarleg verðmæti fyrir félagið. Þó að með fjárfestingu virkra fjárfesta í sprotafyrirtæki skapist fjárhagslegur hvati fyrir þá fjárfesta að auka virði félagsins er eðlilegt að sprotafyrirtæki skapi viðbótarhvata fyrir slíka fjárfesta. Hægt er að bjóða þeim hagstæðari kjör umfram aðra fjárfesta sem leggja einungis til fjármagn til þess að koma til móts við það virði sem þeir skapa. Hafa ber í huga að fjárfestar sem aðstoða félagið eru í raun ekki einungis að fjárfesta sínu fjármagni heldur má einnig líta á þann tíma sem þeir nota í þágu félagsins sem fjárfestingu í því. Mikilvægt er fyrir frumkvöðla að sækja fjármagn til fjár- festa sem geta aðstoðað félagið. Heimamarkaður okkar Ís- lendinga er lítill og fara mörg sprotafyrirtæki fljótt að horfa út fyrir landsteinana. Sókn á erlenda markaði er flókin, kostnaðarsöm og tímafrek. Það að hafa reynslumikinn aðila sem náð hefur árangri á erlendum markaði innan handar er ákaflega mikilvægt og getur skilið milli árangurs og ósigurs. Slíkt virði ber að meta til fjár. Nauðsynlegt er að bæði frumkvöðlar og fjárfestar í sprotafyrirtækjum geri sér grein fyrir hver skipting þeirrar virðisaukningar sem skapast af þeirra samvinnu er, þegar samið er um fjárfestingu. Slíkur skilningur er hornsteinn að samningi sem er hagkvæmur og sanngjarn fyrir báða aðila. SPROTAR Helga Viðarsdóttir og Jökull Jóhannsson sérfræðingar í fjármögnun fyrirtækja. Hvort kemur á undan hænan eða eggið? ” Algengt er að reynslu- miklir fjárfestar bjóði sprotafyrirtækinu sem þeir fjárfesta í aðstoð sína og ráðgjöf, opni dyr fyrir félagið á nýjan markað og/eða tengi fé- lagið við lykilviðskipta- vini og -fjárfesta. VEFSÍÐAN Við mælum árangur okkar á ýms- um sviðum. Í skólanum fáum við ein- kunnir til að sjá hvar við stöndum. Við höldum bókhald utan um hvað við borðum og hve mikið við hreyf- um okkur til að losna hraðar við aukakílóin. Við kíkjum á launakann- anir til að bera okkur saman við aðra í sömu stétt. En gleymum við að mæla það sem mestu máli skiptir? Lyfescore.com er vefsíða sem hjálpar fólki að reikna út n.k. ein- kunnablað fyrir lífið sjálft. Byggist vefsíðan á þeirri hugmynd að okkur hættir til að hundsa það sem ekki er mælt, en vinna samviskusamlega að því að bæta það sem við mælum. Kannski er öll orkan og einbeitingin að fara í það að klifra upp met- orðastigann og fá meiri pening inn á bankareikninginn um hver mán- aðamót því árangurinn er mælan- legur á meðan samverustundum með ástvinum fer fækkandi og heils- an er látin sitja á hakanum. Fyrst er notandinn beðinn um að forgangsraða ýmsum þáttum í lífi sínu og ákveða hvaða vægi þeir eiga að hafa. Notandinn gefur síðan sjálf- um sér einkunn fyrir hvern þátt og reiknar Lyfescore því næst út heild- areinkunn til að sýna hvar notandinn stendur. Niðurstöðurnar má nota sem eins konar áttavita, til að vinna markvisst að því sem bæta þarf, hvort sem það er fjárhagurinn, félagslífið eða ein- faldlega það að njóta lífsins oftar og skemmta sér. ai@mbl.is Hvernig stendur þú þig í lífinu? Loftpressur - stórar sem smáar KRISTINN MAGNÚSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.