Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018FÓLK SPROTAR Þrír ráðgjafar sem sérhæfa sig í stefnumótun fyrir fyr- irtæki og opinbera aðila hafa verið ráðnir til Capacent. Héðinn Unnsteinsson mun starfa sem ráðgjafi á sviði opinberrar stefnumótunar. Hann er stefnumótunarsérfræðingur með meistaragráðu í al- þjóðlegri stefnumótun og stefnugreiningu frá Háskól- anum í Bath. Héðinn var stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu 2010-2018 og formaður Stefnu- ráðs Stjórnarráðsins. Ingunn Guðmundsdóttir mun sinna stefnumótun og innleiðingu stefnu og mun koma að áframhaldandi verkefnum á sviði jafnréttisvísis Capacent. Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði og var áður við- skiptastjóri hjá Brandenburg og verkefnisstjóri hjá Plain Vanilla. Ásgeir Runólfsson mun koma að stefnumót- unarverkefnum fyrir fyrirtæki jafnt sem opinbera aðila. Hann hefur sérþekkingu á opinberum fjármálum og víðtæka reynslu af íslensku atvinnulífi. Hann hefur m.a. komið að stefnumótun stjórnvalda í húsnæðismálum og að kostnaðargreiningum. Þrjú ráðin á svið stefnumótunar og fjármála VISTASKIPTI „Í grunninn er hægt að lýsa reglu- tækni (e. regtech) sem tækni sem ætlað er að auðvelda fyrirtækjum að kljást við þær kröfur og skyldur sem stjórnvöld leggja þeim á herðar. Reglutækni er lengst á veg komin í fjármálageir- anum en á erindi við rekstur af öll- um toga,“ segir Kevin How. „Þá er reglutækni ekki bundin við það eitt að nota sjálfvirka ferla til að fullnægja kröf- um um skýrslu- gerð og skráningu heldur getur t.d. líka falist í því að nota gervigreind til að vakta betur starfsemina og koma auga á grunsamlegt athæfi.“ Kevin er forstöðumaður á fjár- málasviði breska ráðgjafarfyrirtæk- isins Alvarez & Marsal og verður aðalframsögumaður á málþingi sem Reiknstofa bankanna efnir til í dag á Hilton Reykjavik Nordica. Yfirskrift málþingsins er „RegTech“ – Lausn- in við sífellt flóknara regluverki fjár- málakerfisins. Reglutækni hefur smám saman verið að taka á sig mynd sem undir- flokkur fjármálatækni. „Það er ekki lengra síðan en 2015 að við förum að sjá sprotafyrirtæki byrja beinlínis að kenna sig við reglutækni. At- vinnulífið allt, og þá ekki síst fjár- málageirinn, hefur þurft að glíma við vaxandi reglubyrði og þá kröfu eftir- litsaðila að þeir fái mun meira af gögnum í hendurnar til að geta rækt hlutverk sitt. Hafa tæknifyrirtæki freistað þess að þróa lausnir sem gera það auðveldara að fylgja fyrir- mælum laganna og auka skilvirkni alls starfsfólks þegar kemur að því að fullnægja formkröfum.“ Verði ekki hver í sínu horni Að mati Kevins á reglutækni brýnt erindi við smáa markaði eins og þann íslenska því með smæðinni skapist svigrúm til tilraunastarfsemi og sveigjanleiki til að laga reglu- verkið að þeim möguleikum sem tæknin býður upp á. „Vegna smæðar sinnar gæti verið skynsamlegt fyrir íslensku bankana að taka saman höndum um að þróa reglutækni sem þeir njóta góðs af, frekar en að reyna að finna upp hjólið hver í sínu horni með ærnum tilkostnaði. Smæðin þýðir líka að bankarnir glíma ekki við þau risastóru og oft á tíðum silalegu hugbúnaðarkerfi sem bankar í öðrum löndum eru háðir og geta gert það erfiðara að innleiða nýstárlegar lausnir hratt og örugg- lega.“ Kevin undirstrikar að stjórnvöld verði að spila með og búa þannig um hnútana að ekki sé of flókið að láta reyna á nýjar lausnir. „Það kann að skjóta skökku við en á sama tíma og stefnan er almennt sú að setja æ strangari reglur og auka eftirlitið æ meira þá verður að vera hægt að stunda nýsköpun innan kerfisins og gera tilraunir sem ganga kannski ekki alltaf upp í fyrstu atlögu.“ Morgunblaðið/Golli Með reglutækni gætu skapast ýmis sóknarfæri fyrir lítinn og lipran fjár- málamarkað eins og þann íslenska. Best væri að allir ynnu saman. Bankarnir ættu að starfa saman að þróun reglutækni Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Breskur sérfræðingur legg- ur til að íslensk fjármála- fyrirtæki snúi bökum sam- an á tæknisviðinu. Stjórnvöld þurfa að skapa regluverk sem veitir svig- rúm fyrir tilraunastarfsemi. Kevin How Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 RÁÐSTEFNA Morgunblaðið/Eggert Létt var yfir fólki þrátt fyrir dramatíska frásögn Chris Moon. Húmor er mikilvægur til þess að takast á við áskoranir, að sögn Chris Moon. Magnús E. Kristjánsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Árvakurs, hélt erindi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.