Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 4
SAMGÖNGUTÆKIÐ
Með hverju árinu fjölgar í hópi
þeirra sem reyna að fara allra
sinna ferða á reiðhjóli, eða a.m.k.
þangað til vetrarveðrið er orðið al-
veg skelfilegt. Á Íslandi þurfa
þessar umhverfisvænu kempur að
gæta sérstaklega að sýnileikanum
og því gaman að geta sagt frá Li-
val-snjallhjálminum sem er með
skæru rauðu ljósi og stefnuljósum
aftan á.
Rauða afturljósið virkjast sjálf-
krafa þegar tekur að rökkva og
með sérstökum stýripinna á hand-
fangi reiðhjólsins má gefa stefnu-
ljós til hægri eða vinstri.
Ekki nóg með það heldur er
hjálmurinn með innbyggðum
þráðlausum hátölurum
og hljóðnema svo að
hlusta má á tónlist,
hlýða á leiðbeiningar
leiðsöguforrits,
svara símtali á
meðan hjólað er á
áfangastað, ellegar
nota sem talstöð til
að ræða við annað
fólk með hjálm frá
sama framleiðanda.
Hjálmurinn ver not-
andann á fleiri en
eina vegu því hann
er búinn hreyfi-
skynjara sem grein-
ir merki um mögu-
lega byltu og hefur
þá samband við neyð-
arlínuna.
Lival-hjálmurinn kostar
124 pund hjá Amazon í Bret-
landi. ai@mbl.is
Hjálmur fyrir öruggari
og ánægjulegri ferð
Þökk sé hátölurunum má hlusta á
góða tónlist meðan hjólað er.
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018FRÉTTIR
SVEIGJANLEGOGLIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is
Nýr forstjóri er tekinn til starfa
hjá Guide to Iceland og tekur við
góðu búi af Xiaochen Tian sem
verður framkvæmdastjóri fjár-
festinga. Framundan er áfram-
haldandi uppbygging og sókn út á
erlenda markaði.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Fyrirtækið mun leggja áfram-
haldandi áherslu á þróun hugbún-
aðarins og að auka sjálfvirkni til
hagsbóta fyrir okkar viðskiptavini.
Við munum áfram nota sterka
stöðu markaðstorgsins til að koma
smærri og meðalstórum fyrir-
tækjum á framfæri og koma þar
með í veg fyrir of mikla sam-
þjöppun og einokun á markað-
inum. Ein stærsta áskorunin er að
sækja með hugbúnaðinn og við-
skiptahugmyndina inn á erlenda
markaði.
Hver hefur haft mest áhrif á
hvernig þú starfar?
Þau sem hafa haft mest áhrif á
mig eru fjölskyldan og vinir. Af
þeim eru tveir einstaklingar sem
standa upp úr en það eru faðir
minn og Davíð Oddsson nafni
minn. Báðir eru þeir miklir húm-
oristar og hafa mikla hæfileika á
ólíkum sviðum.
Hver myndi leika þig í kvikmynd
um líf þitt og afrek?
Af einhverri ástæðu hef ég verið
kallaður Superman eða Clark
Kent í gegnum árin og ætli ég
myndi ekki fá einhvern af Su-
perman-leikurunum til að túlka
mig. Hver vill ekki bjarga deg-
inum eins og hann gerir?
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Hugbúnaðar- og ferðaþjón-
ustugeirinn er sífellt að taka
breytingum og maður verður að
tileinka sér það nýjasta sem er að
gerast til að vera samkeppnis-
hæfur. Það er fátt skemmtilegra
en að fá vandamál sem ég hef ekki
fengið áður og þarf að stúdera og
lesa mér til um hvernig ég get
leyst það.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég stunda líkamsrækt í World
Class og finnst skemmtilegt að
lyfta. Mig langar að breyta aðeins
til og byrja aftur að spila tennis
eða stunda hnefaleika til að fá fjöl-
breytta hreyfingu.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan
starfa?
Ef ég þyrfti að skipta um starfs-
vettvang myndi ég fara að kenna á
háskólastigi og búa til margmiðl-
unarkennslubækur. Það er mjög
gaman og gefandi að geta hjálpað
öðrum einstaklingum. Því miður
hef ég ekki mikinn tíma til að
sinna kennslu.
Hvað myndirðu læra ef þú feng-
ir að bæta við þig nýrri gráðu?
Á sínum tíma fékk ég skólastyrk
í doktorsnám í Bandaríkjunum.
Ég ákvað hins vegar að hætta við
þegar ég áttaði mig á því að ég hef
ekki það mikinn áhuga á rann-
sóknum. Það að eyða fimm árum
til viðbótar í nám ofan á M.Sc.-
gráðu þótti mér of mikið. Ég sé
ekki fram á að bæta við mig nýrri
prófgráðu en vissulega er ég sífellt
að bæta mig og læra nýja hluti.
Hvað gerirðu til að fá orku og
innblástur í starfi?
Stjórnendur fyrirtækisins eru
mjög ólíkir, sem er verulegur
kostur. Við erum dugleg og
óhrædd við að skiptast á skoð-
unum.
Hvaða lögum myndirðu breyta
ef þú værir einráður í einn dag?
Ég myndi vilja skoða það hvern-
ig á að efla nýsköpunarumhverfið
á Íslandi og hvernig við getum
bætt heilbrigðisþjónustuna. Allt
kostar þetta peninga og því er
þetta ekki einfalt.
SVIPMYND Davíð Ólafur Ingimarsson, forstjóri Guide to Iceland
Vill skoða hvernig má efla
nýsköpunarumhverfið
Morgunblaðið/Hari
„Maður verður að tileinka sér það nýjasta sem er að gerast til að vera samkeppnishæfur,“ segir Davíð.
GRÆJAN
Tæknirisinn Google kynnti á dög-
unum sína fullkomnustu farsíma til
þessa: Pixel 3 og 3XL. Eins og vera
ber með nýja síma er búið að bæta
hitt og þetta, en það eru breytingar á
ljósmyndatækni símanna sem vakið
hafa mesta athygli.
Er Pixel 3 búinn ljósmyndaflögu
sem getur tekið margar myndir sam-
tímis og sjálfkrafa valið þá bestu.
Einnig er síminn með gervigreind
sem blandar saman myndum með
mismunandi lýsingartíma til að búa
til ljósmynd með mjög mikilli skerpu.
Af öðrum framförum má nefna að
þjónustuforrit Google getur núna
svarað þegar símtal berst úr grun-
samlegu númeri og látið eiganda
símans vita um hvað málið snýst áð-
ur en hann ýmist lokar fyrir viðkom-
andi númer eða hringir til baka.
ai@mbl.is
Google-sími með mynda-
vélina í aðalhlutverki
NÁM: Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 2000; B.Sc.-
gráða í hagfræði frá Háskóla Íslands 2003; M.Sc. í hagfræði
frá Háskóla Íslands 2005, fékk rannsóknarstyrk til að fara til
Ástralíu og Japans til að rannsaka ál- og raforkuiðnaðinn.
M.Sc.-gráða í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. Lög-
giltur verðbréfamiðlari frá Háskólanum í Reykjavík 2010.
STÖRF: Hagfræðingur hjá sjávarútvegsráðuneytinu í tvö ár;
stundakennari við Háskóla Íslands í tíu ár; yfirmaður lánamála
og sjóðastýringar hjá Landsvirkjun í sjö ár; fjármálastjóri
Greenqloud í tvö ár; í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins í fjögur
ár og fjármálastjóri Guide to Iceland í eitt ár. Forstjóri frá
október 2018.
ÁHUGAMÁL: Það er nauðsynlegt að rækta líkama og sál ef
maður hefur mikið á sinni könnu og þess vegna stunda ég
líkamsrækt og útivist til að fá útrás. Eitt það skemmtilegasta
sem ég geri er að ferðast, hvort sem það er innanlands eða
erlendis.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég á einn son sem heitir Sveinn Val
Davíðsson.
HIN HLIÐIN