Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018VIÐTAL
lensku velferðarkerfi og að stofnunin sé sérstök
að mörgu leyti.
„VIRK kemur inn sem ný stofnun í velferð-
arkerfi þar sem fyrir eru rótgrónar stofnanir
sem mótast hafa í áranna rás. Þessar stofnanir
hafa þurft að skapa rými fyrir VIRK þannig að
svo sannarlega ruggum við aðeins bátnum.
Fyrstu skrefin við að byggja upp VIRK voru
ekki auðveld. Auðvitað hefur oft þurft að skoða
málin og taka önnur skref. En ég lagði áherslu á
það að á sama tíma og við þyrftum að taka skref-
in, þurftum við einnig að vera tilbúin að við-
urkenna að þau væru þau röngu. Að bakka þá út
og taka ný,“ segir Vigdís er hún lítur til baka.
„Þetta er svolítið sérstök stofnun. Að henni
standa allir stóru aðilar vinnumarkaðarins og
auk þess eiga velferðarráðuneytið og Lands-
samtök lífeyrissjóða aðila í stjórn VIRK. Í lönd-
unum í kringum okkur, t.d. annars staðar á
Norðurlöndum, þá ber hið opinbera mikla
ábyrgð á framfærslugreiðslum í veikindum. Þar
ber hið opinbera líka ábyrgð á starfsendurhæf-
ingunni. Í Þýskalandi og Bandaríkjunum eru það
tryggingafélögin sem bera þessa ábyrgð þar sem
atvinnurekendur kaupa tryggingu vegna veik-
inda starfsmanna sinna. Hér á landi bera aðilar
vinnumarkaðarins mjög mikla ábyrgð hvað varð-
ar framfærslugreiðslur í veikindum. Þess vegna
er það rökrétt að þessir aðilar byggi upp starfs-
endurhæfingu,“ segir Vigdís.
„Hér á landi færðu veikindagreiðslur frá at-
vinnurekendum allt upp í sex mánuði og upp í 12
mánuði hjá hinu opinbera. Eftir það taka við
sjúkrasjóðir stéttarfélaga sem greiða allt að 80%
af launum. Flestallir í sex mánuði og í einstaka
tilfellum í 9 mánuði. Þessir aðilar bera ábyrgð á
þessum veikindagreiðslum. Síðan eru lífeyr-
issjóðir að greiða stærri og stærri hlut í örorku-
lífeyri hér á landi en þeir eru flestir á ábyrgð að-
ila vinnumarkaðarins. Ábyrgð á
framfærslugreiðslum eru því að mjög miklu
leyti, fyrstu árin í veikindum, á ábyrgð aðila
vinnumarkaðarins. Það er því eðlilegt að þeir
beri ábyrgð á starfsendurhæfingunni þar sem
mikilvægt er að tengja saman þessar greiðslur
og ábyrgð allra aðila, bæði einstaklinga og fram-
færsluaðila,“ segir Vigdís sem segir aðspurð að
örorkugreiðslubyrði lífeyrissjóða sé mismikil.
„Það er alveg ljóst að það eru lífeyrissjóðir þar
sem sjóðfélagar eru t.d. að vinna líkamlega erfið
störf, sem hafa meiri örorkubyrði en aðrir sjóð-
ir,“ segir Vigdís.
Eðlilegar spurningar
Fyrstu árin var sjóðurinn eingöngu fjár-
magnaður af framlagi frá atvinnulífinu. Í dag eru
80% af fjármögnun hans hins vegar greidd af at-
vinnurekendum og lífeyrissjóðum en báðir þessir
aðilar greiða 0,1% af heildarlaunum til VIRK.
Ríkið greiðir helming af því hlutfalli og stendur
því á bak við 20% af fjármögnun sjóðsins. Árið
2017 voru rekstrartekjur VIRK tæplega þrír
milljarðar króna, þar af 2,4 milljarðar sem komu
frá iðgjöldum og 600 milljónir sem komu frá rík-
inu. Í ljósi þess mikla fjármagns sem veitt er í
starfsemina má velta því fyrir sér hvers vegna
nýgengi örorku sé jafn mikið og raun ber vitni.
Hér mætti nefna tölur úr fréttum síðustu daga
þar sem fram hefur komið að 30% örykja með
75% örorkumat eða meira séu undir fertugu og
að árið 2016 hafi nýgengi örorku í fyrsta skipti
verið meira en náttúruleg fjölgun á vinnumark-
aði. Sem þýðir einfaldlega það að innlendum
starfsmönnum fækkar á vinnumarkaði.
Vigdís segir þessa þróun á nýgengi örorku
Það fór almennt ekki mikið fyrir starfsendur-
hæfingu hér á landi fyrir stofnun starfsendur-
hæfingarsjóðsins VIRK seinni hluta árs 2008.
Vigdís Jónsdóttir var ráðin framkvæmdastjóri
sjóðsins í ágúst það ár, rétt fyrir efnahagshrunið,
og hóf því uppbyggingu sjóðsins á tímum blóð-
ugs niðurskurðar hjá ríkisstofnunum. Hún
keypti fartölvu fyrsta daginn í starfi, fékk lánaða
eina skrifstofu hjá ASÍ og við tók skipulagning á
öllu starfi sjóðsins. Í dag starfa 50 manns á skrif-
stofu VIRK, auk annarra 50 ráðgjafa sem starfa
um land allt fyrir sjóðinn í samstarfi við stétt-
arfélög. Um 2.400 einstaklingar eru nú í þjónustu
hjá VIRK og í lok ársins 2017 hafði sjóðurinn
varðað veginn fyrir yfir 7 þúsund einstaklinga
aftur inn á vinnumarkaðinn.
Í dag hefur VIRK tekið á móti um 15 þúsund
einstaklingum í þjónustu og veltir sjóðurinn jafn-
framt yfir þremur milljörðum á ári. Vigdís segist
stolt af starfi sjóðsins, nú er hún fagnar 10 ára
starfsafmæli, en er jafnframt meðvituð um að
sjóðurinn standi frammi fyrir krefjandi verk-
efnum. Þau séu hins vegar ekki aðeins á borði
þeirra hjá VIRK heldur velferðarkerfisins í heild
sinni. Þegar VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
tók til starfa árið 2008 átti hann að vera hluti af
stórum kerfisbreytingum. „Staðreyndin er hins
vegar sú að frá því að VIRK tók til starfa fyrir 10
árum hafa engar aðrar kerfisbreytingar átt sér
stað til að styðja við það markmið að draga úr
nýgengi örorku og auka þátttöku einstaklinga á
vinnumarkaði,“ segir Vigdís við ViðskiptaMogg-
ann.
„Svolítið sérstök stofnun“
Það er ekki endilega auðvelt að staðsetja
VIRK í velferðarkerfinu. Að sögn Vigdísar á
sjóðurinn hvorki að vera heilbrigðisþjónusta né
félagsþjónusta en að hennar mati náðist hins
vegar ákveðin sátt og skilningur um hlutverk
sjóðsins með lögum nr. 60/2012 um atvinnu-
tengda starfsendurhæfingu og starfsemi endur-
hæfingarsjóða. Þrátt fyrir það eru grá svæði víða
á milli þjónustu mismunandi stofnana velferð-
arkerfisins og ekki alltaf skýrt hver ber ábyrgð á
hverju.
„Við berum ekki ábyrgð á því að veita grund-
vallarheilbrigðisþjónustu sem heilbrigðiskerfið á
að veita. Þegar einstaklingur veikist eða slasast
þá fær hann eðlilega heilbrigðisþjónustu frá heil-
brigðiskerfinu. Þegar hún dugar ekki til þess að
viðkomandi fari aftur í vinnu komum við að mál-
inu. Flestir sem veikjast eða slasast fara í vinnu
án þess að þurfa starfsendurhæfingu. En þegar
fólk kemur inn til okkar er oft um að ræða mjög
flóknar aðstæður sem krefjast samstarfs margra
aðila. Um það snýst starfsendurhæfingin hjá
okkur,“ segir Vigdís.
„Þessi þjónustukerfi skarast. Við erum t.d.
með félagsþjónustuna, Tryggingastofnun, lífeyr-
issjóði og Vinnumálastofnun. Innan heilbrigð-
iskerfisins eru síðan stofnanir eins og heilsu-
gæslan, Landspítalinn og ýmsar endur-
hæfingarstofnanir. Ábyrgð hvers aðila er skýr að
mörgu leyti en það er fullt af gráum svæðum og
þau verða alltaf grá. Það sem er svo mikilvægt í
þessu er að þessar ólíku stofnanir og kerfi finni
sér leiðir til að tala saman með hagsmuni ein-
staklingsins að leiðarjósi,“ segir Vigdís. Aðspurð
segir hún að þetta samtal megi ganga betur en
að hún leyfi sér að vera bjartsýn í ljósi þess að
mikil vinna eigi sér nú stað innan velferðarráðu-
neytisins sem miði að aukinni samhæfingu og
samtali milli þessara stofnana.
Vigdís segir að VIRK hafi ruggað bátnum í ís-
eðlilega vera áhyggjuefni. Hún segir að um þriðj-
ungur af þeim sem leiti til VIRK séu ein-
staklingar undir þrítugu og að hlutfallið hafi far-
ið hækkandi á undanförnum árum. „Á árinu 2014
voru 19% af nýjum einstaklingum í þjónustu
VIRK undir 30 ára en á árinu 2017 var þessi tala
komin upp í 28%. Þetta er alvarleg þróun sem
þarf að skoða betur og greina. Vert er þó að hafa
í huga að á síðastliðnum árum hefur vitund ein-
staklinga um þjónustu VIRK aukist og getur það
einnig hafa haft áhrif á fjölgun í þessum hópi.“
Vigdís bendir einnig á í því samhengi að lögin um
VIRK frá 2012 hafi opnað á þjónustu sjóðsins
fyrir alla sem eru 16 ára og eldri og geti og vilji
taka þátt í starfsendurhæfingu. Þjónustan hafi
fyrir þá breytingu aðeins verið í boði fyrir þá sem
höfðu reynslu af vinnumarkaði.
Eins og fyrr segir hafa miklir fjármunir verið
lagðir í starfsemi VIRK og segir Vigdís að það sé
eðlilegt að menn spyrji sig hvers vegna þróunin á
nýgengi örorku sé á þennan veg en aftur á móti
sé ekki sé rétt að einblína á VIRK.
„Eðlilega spyrja menn spurninga í því sam-
hengi. Ég hef svarað því til að þegar sjóðurinn
var stofnaður árið 2008 þá átti VIRK að vera
einn hluti af stórum kerfisbreytingum. Það hefur
hins vegar ekkert gerst annað en það að VIRK
var búið til. Það hefur ekkert breyst í öllu fram-
færslu- og stuðningskerfinu. Starfsendurhæfing
ein og sér getur ekki skilað þeim árangri að
draga úr nýgengi á örorku. Þetta þarf að hanga
saman og það er mikilvægt að horfa á þetta í
samhengi,“ segir Vigdís og heldur áfram:
„Við getum alveg sýnt fram á það með tölum
frá okkur að við séum að skila mjög góðum ár-
angri. Ráðgjafafyrirtækið Talnakönnun metur
ávinning okkar frá síðasta ári upp á 14 milljarða
miðað við rekstrarkostnað sem var 2,8 millj-
arðar. Reiknaður meðalsparnaður á einstakling
er 12,6 milljónir á síðasta ári,“ segir Vigdís og
bendir einnig á að þjónustukannanir sýni fram á
að fólk sem fer í starfsendurhæfingu hjá VIRK
sé ánægt með þjónustuna og meti að hún auki
bæði starfsgetu þeirra og lífsgæði.
„Við getum einnig sýnt fram á það að um 80%
af einstaklingum sem útskrifast frá okkur fara í
einhverja virkni. Allar þær tölur sem við getum
sýnt fram á eru jákvæðar út frá starfseminni
sem slíkri. En við þurfum líka að hafa það í huga
að það er ekki nema hluti af einstaklingum sem
fara á örorkulífeyri sem kemur til okkar. Við vit-
um ekkert hvað verður um aðra. Það hvernig það
er metið hvort fólk eigi rétt á örorkulífeyri eða
ekki liggur síðan hjá Tyggingastofnun. Á það
höfum við engin áhrif,“ segir Vigdís og bendir
einnig á að helmingur einstaklinga sem fara á ör-
orku hjá Tryggingastofnun hefur ekki verið í
starfsendurhæfingu hjá VIRK. Það sé því ekki
sanngjarnt eða raunhæft að meta árangur af
starfsemi sjóðsins út frá stærðum sem eiga sér
fjölmarga og sterka áhrifavalda aðra en þá sem
snúa að starfsendurhæfingu og skipulagningu
hennar.
Laga þarf kerfislægar hindranir
Í þessu samhengi mætti nefna skort á úrræð-
um í heilbrigðisþjónustu og nefnir hún sem dæmi
aðgengi að geðlæknum og sálfræðingum. „Það er
of algengt að fólk komi til okkar þar sem það hef-
Nauðsynleg forsenda fy
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Miklir fjármunir hafa verið lagðir í starfsendurhæfingarsjóðinn VIRK á und-
anförnum árum. Í ljósi varhugaverðrar þróunar á nýgengi örorku segir Vig-
dís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, að eðlilegt sé að menn spyrji
spurninga en hún bendir á að ekki sé rétt að einblína á starfsendurhæfing-
arsjóðinn í því samhengi og að víðtækari kerfisbreytinga sé þörf.
”
Það hefur ekkert breyst í
öllu framfærslu- og stuðn-
ingskerfinu. Starfsendur-
hæfing ein og sér getur
ekki skilað þeim árangri að
draga úr nýgengi á örorku.