Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018FRÉTTIR
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Í Kísildal er fólk álíka hrifið af boð-
um og bönnum stjórnvalda og það
er af kippum á jarðskjálftamæl-
unum. En núna virðast sum risa-
fyrirtækin á vesturströnd Banda-
ríkjanna orðin viljug til að gera
reksturinn hjá sér jarðskjálfta-
varinn, í ljósi þess hve mikið rót er í
pólitíska undirlaginu.
Í síðustu viku hafði Tim Cook,
forstjóri Apple, ýmislegt að segja
um verndun persónugagna – mál-
efni sem er mjög í deiglunni vegna
nýlegra gagnaleka hjá bæði Face-
book og Google. Lýsti hann því yfir
að verndun einkalífsins myndi
verða eitt mikilvægasta verkefni 21.
aldarinnar. Hann sagði við Vice
News: „Ég er ekki sú manngerð
sem er fylgjandi því að setja reglur
um alla skapaða hluti og ég hef
tröllatrú á hinum frjálsa markaði
[en] þegar það sem markaðurinn
skapar er ekki gott fyrir samfélagið
þá verðum við að spyrja okkur:
Hvað þurfum við að gera? Og ég
held að það sé mikilvægt að stjórn-
völd setji einhvers konar skorður.“
Takmörkuð geta stjórnvalda
Ef við fylgjum þankagangi Cooks
eftir þá koma í ljós ýmis svið þar
sem hinn frjálsi markaður og nýj-
asta tækni eru ekki að vinna sam-
félaginu sérlega mikið gagn. En það
er erfitt að sjá hvernig stjórnvöld
geti mögulega brugðist við nógu
hratt, af nægilegri sérþekkingu, og
á nægilega alþjóðlegan skala, til að
geta náð utan um þær áskoranir
sem fylgja umbreytandi áhrifum
nýjustu tæknilausna, og það jafnvel
þó að stjórnmálamennirnir væru
allir af vilja gerðir að grípa í taum-
ana. Kannski þarf að leita annarra
leiða.
Í nýjasta tölublaði tímaritsins
MIT Technology Review er rýnt í
mörg þessara nýju samfélagsvanda-
mála og er lesandinn spurður:
„Tæknin ógnar lýðræðinu. Hvernig
getum við bjargað því?“ Stutta
svarið er: með miklum erf-
iðismunum.
Tímaritið varpar m.a. ljósi á
hvernig auglýsingadrifin viðskipta-
módel samfélagsmiðlanna hafa
greitt leiðina fyrir víðtækar per-
sónunjósnir og bjögun almennings-
viðhorfsins. Tölvuforrit geta apað
eftir hegðun mannfólksins en reyn-
ast geyma tölvukóða sem gerir þau
fordómafull í viðhorfum sínum. Nú
þegar getum við horft á mjög sann-
færandi „djúpfölsuð“ (e. deepfakes)
myndbönd á tölvuskjánum.
En pólitískar áskoranir eru bara
ein hlið á peningnum. Á sama tíma
og tæknin virðist hafa alla burði til
að snarauka framleiðni okkar, þá er
hún líka að breyta því hvernig við
náum að þrífast og dafna innan
hagkerfisins. Gigg-hagkerfið hefur
grafið undan réttindum launafólks
og valdið því að hluti launþega býr
við skert tekjuöryggi. Samkeppn-
isyfirvöld eiga fullt í fangi með að
halda í við fyrirtæki á borð við
Amazon. Það mætti líta á þannig fé-
lög, sem búa yfir ógrynni gagna,
sem sölutorg með einum ráðandi
innherja, frekar en hefðbundin fyr-
irtæki af nokkru tagi.
Vandinn sem þau sköpuðu
Svo vitnað sé í litrík orð Martin
Reeves, stjórnanda hugveitunnar
BCG Henderson Institute, þá eru
tæknifyrirtækin farin að „rekast ut-
an í afleiðingar gjörða sinna“. Hann
heldur því fram að núna sé það
þessum fyrirtækjum fyrir bestu að
sammælast um það hver sé best til
þess fallinn að fara með hlutverk
„dómarans“ þegar ný vandamál
skjóta upp kollinum. „Það er af-
spyrnu slæm hugmynd að ætla að
græða mikið af peningum í leik þar
sem enginn er dómarinn,“ segir
Reeves. „Ég legg þessa spurningu
fyrir tæknifyrirtækin: hvaða stefnu
hafið þið í dómaramálum?“
Þetta er ekki auðveld spurning
fyrir tæknifyrirtæki sem hegða sér
enn eins og herská sprotafyrirtæki
frekar en risastór og alþjóðleg fé-
lög. Og þess utan þá kalla nýjar
áskoranir á alveg nýja tegund af
svörum.
Henderson ýjar að því að hægt
sé að læra af reynslu eldri atvinnu-
greina. Sem dæmi hefur lyfjageir-
inn notið góðs af því að bandaríska
Matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur
sett fyrirbyggjandi reglur. Með því
að láta ný lyf fara í gegnum strangt
matsferli er eins og stjórnvöld og
fyrirtæki fari með sameiginlega
ábyrgð á lyfjamálum, og eykur það
tiltrú almennings.
Flugsamgöngur urðu líka mun
öruggari eftir að sjálfstæðar stofn-
anir létu sérfræðinga rannsaka
hvert einasta flugslys og gátu gefið
fyrirmæli um hvað skyldi bæta.
Það mætti alveg setja sams konar
sérfræðingaráð á laggirnar til að
rannsaka það þegar forrit „brot-
lenda“. Einkareknar eftirlitsstofn-
anir eins og matsfyrirtækin S&P
og Moody‘s fá greitt fyrir að leggja
mat á rekstur annarra fyrirtækja
og hjálpa til við að búa til sk.
„traustsvörur“ (e. trust goods). Þau
runnu rækilega á rassinn í fjár-
málakreppunni en geta samt enn
þjónað mikilvægu hlutverki í fjár-
málageiranum.
Dreifstýrt traust
Forvitnilegast af öllu er ef til vill
að skoða hvernig nýta má dreif-
stýrð traustsmódel, eins og við
þekkjum frá Wikipediu, Uber og
Airbnb, til að bæta eftirlit og laga-
setningu. Á vissan hátt þá gegnir
Uber nú þegar eftirlitshlutverki í
viðskiptum ökumanna og farþega
með því að leyfa þeim að gefa hvor
öðrum einkunn. Væri kannski hægt
að fá notendur Uber til að gefa fyr-
irtækinu sjálfu einkunn fyrir stefnu
sína og rekstraraðferðir? Ættu
tæknifyrirtækin að leyfa starfs-
mönnum sínum, sem heyrast æ oft-
ar tjá sig um siðferðisleg vafamál,
að vera einnig í hlutverki fulln-
ustuaðila?
Rachel Botsman, höfundur bók-
arinnar Who Can You Trust?, færir
sannfærandi rök fyrir því að senn
sé á enda það skeið sem fólk treysti
stofnunum. Traustið sé einfaldlega
of lemstrað eftir fjármálakreppuna,
Íraksstríðið og aukið gagnsæi sem
ný tækni hefur haft í för með sér.
Núna er að renna upp nýtt tímabil
dreifstýrðs traust þar sem tæknin
verður í hlutverki milligöngu-
manns. En þær breytingar sem eru
í uppsiglingu verða flóknar, ófyr-
irsjáanlegar og jafnvel hættulegar.
Tæknifrumkvöðlar skilja betur
en flestir hvaða breytingar eru að
eiga sér stað, og þeir gætu verið í
lykilhlutverki við að lágmarka
hættuna. Þörfin er mikil – og mark-
aðstækifærin sömuleiðis – fyrir ný-
sköpun á sviði eftirlits og reglna.
Tæknifyrirtæki ættu að hafa mikla
hagsmuni að verja með því að
sanna að þau afleitu samfélagslegu
vandamál sem þau áttu þátt í að
skapa eru bara villa í forritinu, en
ekki óbreytanlegur hluti af þessum
nýja heimi sem þau hafa skap-
að.
Kísildalur þarf á skjálftavörnum að halda
Eftir John Thornhill
Með nýrri tækni hafa
orðið til ný vandamál
og stjórnvöld eru ekki
endilega best til þess
fallin að leysa þau.
AFP
Meira að segja frjálshyggjumaðurinn Tim Cook telur að einhvers konar aðgerða sé þörf, og jafnvel ríkisinngripa.
Halldór Már Sverrisson
Viðskiptafræðingur
Löggiltur fasteignasali
Löggiltur leigumiðlari
898 5599
halldor@atvinnueign.is
Síðumúli 13 - 108 Reykjavík - S. 577 5500 - atvinnueign.is
Til leigu eða sölu 389,3 fm atvinnuhúsnæði á
jarðhæð, eins möguleiki á að kaupa 166,2 fm
á 2. hæð.
Eignin skiptist í tvö fastanúmer annars vegar er
389,3 fm verslunar-/skrifstofuhúsnæði á jarðhæð.
Hins vegar 166,2 fmmjög vel búin skrifstofu-
aðstaða á 2. hæð í lyftuhúsi. Gott aðgengi að
húsnæðinu.
Verð - Tilboð óskast.
TIL LEIGU EÐA SÖLU KLETTHÁLS 1
Allar nánari upplýsingar veitir
Halldór Már í síma 898 5599
Fasteignamiðlun