Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 16
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTA OGGINN
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Spyr hvert varaforðinn fór
Primera Air skilur eftir sig skuldaslóð
Skipulagsbreytingar hjá Bláa lóninu
Biðst afsökunar á ummælum
Keypt fasteignir á Spáni fyrir …
Mest lesið í vikunni
INNHERJI SKOÐUN
Unnur Stefánsdóttir, lögfræðinemi
og einn stofnenda Go ARGuide, segir
í samtali við ViðskiptaMoggann að
þátttakan í keppninni komi í kjölfar
sigurs í frumkvöðlakeppni í Háskól-
anum í Reykjavík, sem kennd er við
fyrrverandi rektor skólans, Guðfinnu
Bjarnadóttur. „Við unnum hugmynd-
ina út frá því að hana væri auðvelt að
skala upp og hún gæti gengið um all-
an heim. Aðstandendum keppninnar
hér heima fannst sem hugmyndin
ætti möguleika í alþjóðlegu keppn-
inni,“ segir Unnur.
Go ARGuide er snjallsímalausn
fyrir ferðamenn og gengur út á leið-
sögn á ferðamannastöðum. Unnur
segir að margir kannist við Pokemon
Go-tölvuleikinn þar sem Pokemon-
teiknimyndafígúrur geta birst upp úr
þurru hvar og hvenær sem er og birst
í símanum. „Þetta er svipuð hug-
mynd. Ef þú ert til dæmis staddur við
Hallgrímskirkju og kveikir á forrit-
inu, þá kemur „lifandi“ leiðsögumaður
sem fræðir þig um kirkjuna,“ segir
Unnur en með lifandi er átt við hreyfi-
mynd af raunverulegri manneskju.
Eins og í Hollywood-myndum
Um svokallaðan viðbættan veru-
leika er að ræða, að sögn Unnar.
„Þetta er svipað og hægt er að sjá í
Hollywood-kvikmyndum þar sem
leikari birtist inni í teiknimynd.“
Prufuútgáfa af forritinu er nú tilbú-
in og verður hún notuð í keppninni til
að sýna fram á gildi búnaðarins. Unn-
ur segir að ef þeim auðnist að vinna
keppnina gæti verðlaunaféð nýst
þeim í frekari þróun, en það nemur
um 2,5 milljónum króna. Sextíu og
fimm teymi taka þátt í keppninni í ár,
sem lýkur á laugardaginn kemur. Þar
á meðal eru teymi frá heimsfrægum
háskólum eins og Harvard í Banda-
ríkjunum.
Keppa við
Harvard á HM
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Frumkvöðlafyrirtækið Go
ARGuide er nú statt í Dan-
mörku þar sem það keppir
um heimsmeistaratitil há-
skólanema í nýsköpun,
University World Cup.
Go ARGuide er snjallsímalausn fyrir ferðamenn og gengur út á leiðsögn á
ferðamannastöðum. „Lifandi“ leiðsögumaður annast leiðsögnina.
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
Danmörk er ekki land ótæmandiauðlinda og Danir hafa að miklu
leyti þurft að treysta á eigið hugvit og
nýsköpun til að skapa öflugan efna-
hag.
Danir standa framarlega á ýmsumsviðum t.d. í hönnun og mat-
vælaiðnaði. Lego, Bang & Olufsen,
Søstrene Grene og Carlsberg eru örfá
dæmi um magnað danskt hugvit.
Í fyrrakvöld sögðu fjölmiðlar frá enneinu dæminu um slíkt þegar þeir
upplýstu að Reykjavíkurborg greiddi
um 750 þúsund krónur fyrir „höfund-
arréttarvarin“ dönsk strá.
Danskir aðilar náðu semsagt aðselja einhverjum hjá Reykjavík-
urborg þá hugmynd að sniðugt væri
að flytja sérstaklega til landsins strá
til þess að gróðursetja fyrir utan
bragga í Nauthólsvík. Þrátt fyrir að
hér vaxi fátt annað en gras og strá.
Stjórnmálamenn keppast nú um aðgagnrýna þessa meðferð á
skattfé Reykvíkinga og sjálfur borg-
arstjóri hefur meira að segja rofið
þagnarbindindið til að fordæma málið.
Um leið og ég tek undir mikið affram kominni gagnrýni get ég
ekki annað en dáðst að hugmyndaflugi
dönsku aðilanna sem náðu að selja
Reykvíkingum strá. Það er þó spurn-
ing hvort Reykjavíkurborg reyni að
ógilda kaupin með vísan til misneyt-
ingarákvæðis samningalaga og þess
að Danirnir hafi nýtt sér einfeldni við-
semjanda síns. Ég útiloka það ekki.
Magnaðir
Danir
Um liðna helgi birti Morgunblaðiðviðtal við mann að nafni Mich-
ael Ridley. Sunnudaginn 5. október
2008 hraðaði hann sér til Íslands
ásamt tveimur samstarfsmönnum hjá
fjárfestingarbankanum J.P. Morgan í
þeirri viðleitni að sannfæra íslensk
stjórnvöld um að bankakerfið væri
hrunið og ekkert hægt að gera til að
forða þeim hörmungum.
Ríkisstjórnin og fylgihnettir henn-ar höfðu ástæðu til að treysta
orðum þessa manns, fyrst önnur og
ákveðin varnaðarorð dugðu ekki til.
Ridley hefur lengi komið að skulda-
bréfaútgáfu fyrir ríkissjóð Íslands og
reyndar á vettvangi bankakerfisins
einnig og hann hafði allt frá sumrinu
2008 varað við því að íslenska ríkið
tækist á hendur ofboðslegar skuld-
bindingar í þeirri viðleitni að halda
við spilaborg sem með glæfralegum
hætti hafði verið reist á grunni ódýrs
lánsfjár árin á undan.
En eitt vekur sannarlega undrunnú þegar Ridley hefur stigið
fram og rætt um örlagadagana í októ-
ber 2008. Það er sú staðreynd að
Rannsóknarnefnd Alþingis um að-
draganda og orsakir falls íslensku
bankanna skuli ekki hafa látið sér
detta það í hug að kalla hann til ráðu-
neytis við sig í hinum miklu skýrslu-
skrifum. Það hefði nefndinni verið í
lófa lagið, enda margoft minnst á
manninn í skýrslunni, ekki aðeins í
tengslum við atburðina í októbermán-
uði heldur einnig samskipti stjórn-
valda, forsætisráðuneytis og Seðla-
banka við manninn, mánuðina á
undan.
Það hefði beinlínis verið nauðsyn-legt að fá hans sjónarmið upp á
yfirborðið við mat á því sem rétt var
gert og ekki í gjörningaveðrinu öllu.
Það er síst ofmælt í ljósi þess að þá-
verandi iðnaðarráðherra hafði mann-
inn fyrir þeirri skoðun að mögulega
hefði mátt bjarga Kaupþingi einum
banka. Nú er komið í ljós að fullyrð-
ing ráðherrans stóðst ekki skoðun,
kannski ekki frekar en mergjaðar
lýsingar á snúðaáti og öðru sem hann
taldi við hæfi að grípa til í þeirri við-
leitni að krydda frásögn sína af þess-
um dramatísku dögum sem seint líða
flestum Íslendingum úr minni.
Hvernig gat það farið fram
hjá blessaðri nefndinni?
Síðasta hrunmálið sem
tekið er fyrir í héraðsdómi
af alls tuttugu og þremur
er komið á dagskrá.
„Staddur í hálf-
gerðum fáránleika“
1
2
3
4
5
SETTU STARFSFÓLKIÐ
Í BESTA SÆTIÐ
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON