Morgunblaðið - 03.10.2018, Page 3
Hardy stendur nú á þrítugu og ætti
því að eiga nóg eftir á tanknum.
Landsliðskonur snúa aftur
Þjálfari kvennalandsliðsins, Ívar
Ásgrímsson, segir reikna með því að
deildin verði sterkari í vetur en síð-
asta vetur og fagnar því sérstaklega
að landsliðskonur snúi aftur á völlinn.
„Deildin er auðvitað sterkari þegar
fleiri erlendir leikmenn koma og þá
eru fleiri lið sem styrkjast. Lið úti á
landi ná að manna sín lið betur og
geta æft betur á heimaslóðum. Ég
held að deildin verði mjög spennandi
og erfitt að spá fyrir um niðurstöð-
una. Ég horfði á leikinn meistarar
meistaranna og Keflavíkurliðið er
greinilega sterkt. Þar fannst mér
gaman að sjá að Bryndís Guðmunds-
dóttir er komin aftur í slaginn. Hún
stóð sig rosalega vel í þeim leik. Mað-
ur hefur alltaf vitað hvað hún getur
en það kom á óvart hversu góð hún
var og þar af leiðandi styrkir hún lið
Keflavíkur gríðarlega. Einnig eru
ungar stelpur að koma upp eins og
Sigrún Björg Ólafsdóttir í Haukum
og hún var einnig frábær í þessum
leik,“ segir Ívar og hann á von á því
að Gunnhildur Gunnarsdóttir láti
mjög til sín taka í Hólminum. „Gunn-
hildur er komin til baka. Hún byrjaði
aðeins í fyrra eftir barnsburð en nú
er hún búin að ná undirbúnings-
tímabili. Hún er mikill karakter og
getur gert mikið fyrir Snæfellsliðið.
Líklega skiptir meira máli að fá hana
til baka en að fá útlending. Mér
finnst sérstaklega jákvætt að fá leik-
menn til baka eins og Bryndísi og
Gunnhildi. Það styrkir deildina.“
Þeir sem fylgjast með deildinni
munu sakna Helenu í vetur en á hinn
bóginn eru það góð tíðindi fyrir
landsliðið að öflugir leikmenn séu í
atvinnumennsku erlendis. „Það er
mjög jákvætt. Nú er hún í pró-
grammi þar sem hún æfir tvisvar á
dag og það skilar sér inn í landsliðið.
Við erum einnig með Hildi Björgu
Kjartansdóttur úti og hún spilar með
góðu liði á Spáni. Leikur landsliðsins
byggist nokkuð í kringum þær tvær.
Þær eiga að draga vagninn í stiga-
skorun og koma inn í landsliðsverk-
efnin frá sterkum liðum,“ segir Ívar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Toppbarátta? Val og Keflavík er spáð efstu sætunum. Dagbjört Samúelsdóttir og Embla Kristínardóttir eigast við.
kja líklegir til afreka
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018
Arnar Grétarsson var á Kýpur um
helgina þar sem hann ræddi við for-
ráðamenn knattspyrnufélagsins APO-
EL, félags sem náð hefur frábærum ár-
angri í Meistaradeild Evrópu og
Evrópudeildinni á síðustu árum.
Arnar var síðast þjálfari Breiðabliks en
var leystur frá störfum í byrjun tíma-
bils í fyrra. Áður hefur hann meðal
annars verið yfirmaður knattspyrnu-
mála hjá AEK Aþenu í Grikklandi og
Club Brugge í Belgíu. Hann er nú með-
al að minnsta kosti þriggja kandídata í
sams konar starf hjá APOEL, sam-
kvæmt frétt kerkida.net.
Þjálfaraskipti
hafa orðið hjá
franska 1. deildar
liðinu Nantes sem
landsliðsmaðurinn
Kolbeinn Sigþórs-
son leikur með.
Portúgalanum
Miguel Cardoso,
sem tók við liðinu í
sumar, hefur verið sagt upp og hefur
Bosníumaðurinn Vahid Halilhodzic
tekið við liðinu en hann lék með liðinu
á árum áður.
Franski bakvörðurinn Cédric D’U-
livo framlengdi í gær samning sinn við
FH-inga og gildir samningurinn út
næstu leiktíð. D’Ulivo kom til FH í fyrra
en varð fyrir alvarlegum meiðslum og
kom lítið við sögu. Hann sneri aftur til
baka seinni hlutann af tímabilinu í ár
og lék átta leiki í Pepsi-deildinni og
skoraði í þeim eitt mark.
Miðvörðurinn Óttar Bjarni Guð-
mundsson hefur komist að sam-
komulagi við knattspyrnudeild Stjörn-
unnar um starfslok. Óttar Bjarni kom
til Stjörnunnar frá uppeldisfélagi sínu
Leikni R. í upphafi ársins 2017. Hann
lék aðeins 10 deildarleiki í byrjunarliði
Stjörnunnar í Pepsi-deildinni á ár-
unum tveimur í Garðabæ; sex í fyrra
en fjórum í sumar.
Arsenal hefur staðfest að tékkneski
markvörðurinn Petr Cech verður frá
keppni næsta mánuðinn eftir að hafa
tognaði aftan í læri í 2:0 sigri Arsenal
gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni
um síðustu helgi.
Fyrirliðinn Hugo Lloris hefur jafnað
sig af meiðslum og verður í marki Tott-
enham þegar liðið mætir Barcelona í
Meistaradeild Evrópu á Wembley í
kvöld. Verri fréttir
eru af nokkrum öðr-
um lykilmanna liðs-
ins. Christian Erik-
sen, Jan Verton-
ghen, Dele Alli,
Mousa Dem-
bele og Serge
Aurier missa
allir af leikn-
um í dag sem
og leiknum
við Cardiff á
laugardag
vegna
meiðsla.
Eitt
ogannað
Heiða Hlín Björnsdóttir frá Þór Ak.
Katarina Matijevic frá Kvarner, Króatíu
Farnar:
Kristín B. Sigfúsdóttir, hætt
María Björnsdóttir, veikindaleyfi
Sara Diljá Sigurðardóttir í Fjölni
BREIÐABLIK
Þjálfari: Margrét Sturlaugsdóttir.
Árangur 2017-18: 7. sæti, 11 sigrar og 17
töp.
Komnar:
Björk Gunnarsdóttir frá Njarðvík
Bryndís Hanna Hreinsdóttir frá Stjörnunni
Erna Freydís Traustadóttir frá Njarðvík
Hulda Ósk Bergsteinsdóttir frá Njarðvík
Kell Faris frá Bnot Hertzeliya, Ísrael
Ragnheiður B. Einarsdóttir frá Haukum
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir frá Haukum
Farnar:
Auður Íris Ólafsdóttir í Stjörnuna
Telma Lind Ásgeirsdóttir í Keflavík
KR
Þjálfari: Benedikt Guðmundsson.
Árangur 2017-18: Sigurvegari í 1. deild, 24
sigrar og ekkert tap. Vann Fjölni 3:0 í úr-
slitum.
Komnar:
Kiana Johnson frá Honka, Finnlandi
Orla O’Reilly frá Sunbury, Ástralíu
Vilma Kesänen frá Catz, Finnlandi
Farnar:
Alexandra Petersen í Fjölni
Gunnhildur Bára Atladóttir til Bandaríkj.
Kristbjörg Pálsdóttir, hætt
Kristín Skatum Hannestad til Noregs
Marín Matthildur Jónsdóttir í Val
Farnar:
Bryndís Hanna Hreinsdóttir í Breiðablik
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, meiðsli
SNÆFELL
Þjálfari: Baldur Þorleifsson.
Árangur 2017-18: 6. sæti, 12 sigrar og 16 töp.
Komnar:
Angelika Kowalska frá Cournon, Frakkl.
Árangur 2017-18: 5. sæti, 14 sigrar og 14
töp.
Komnar:
Alexandra Sveinsdóttir frá Njarðvík
Auður Íris Ólafsdóttir frá Breiðabliki
Florencia Palacios frá Marbo, Svíþjóð
Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Skallagrími
Ragnheiður Benónísdóttir frá Val
Vigdís Þórhallsdóttir frá Grindavík
óttir í Hauka
as
a Sicat
arðsdóttir, hætt
sdóttir í Stjörnuna
gurðsson.
mabili
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ólafsdóttir er komin í
nnað ár í Breiðabliki.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stjarnan Jóhanna Björk Sveinsdóttir lék
undanfarin tvö ár með Skallagrími.
Morgunblaðið/Golli
Stjarnan Ragnheiður Benónísdóttir lék
með Val í fyrra og lengst af ferlinum.