Morgunblaðið - 24.10.2018, Side 2

Morgunblaðið - 24.10.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 É g skal fúslega viðurkenna að eitt það alskemmtilegasta sem ég veit er að baka. Kannski ætti ég þó að umorða þetta því í rauninni finnst mér gaman að skreyta. Ég er nefnilega enn sem komið er frekar lélegur bakari en þó að Svava Gunn- arsdóttir haldi því fram hér í blaðinu að það sé ekkert mál að baka þá vil ég bara rétta upp hönd fyrir okkur sem eigum í mesta basli með það. Sjálf skil ég ekkert í þessu. Bakstur heppnast yfirleitt fremur illa hjá mér og á dög- unum var ég að baka pakka- köku (ég baka aldrei frá grunni) sem minnkaði við bakstur. Slíkt er auðvitað fá- heyrt en engu að síður hefur mér tekist það. Það er oft sagt um ljótar kökur að það vilji þeim til happs að þær bragðist vel. Þetta er hins vegar ekki rétt því það er nákvæmlega engin gæðatrygging á köku að hún sé ljót. Það getur dóttir mín staðfest en sex ára afmæliskakan hennar var bæði ljót og vond. Ég var þó ekki af baki dottin og fór á námsleið hjá Berglindi Hreið- arsdóttur sem heldur úti matarblogginu Gotteri.is. Berglind tók mig undir sinn verndarvæng og kenndi mér allt sem hún kann. Eða reyndi það að minnsta kosti. Nú get ég allavega bakað afmæliskökur handa börnunum mínum án þess að þau fari að gráta og í sumar bak- aði ég brúðartertu og fyrir mér var klappað. Það var mjög merkilegt augnablik í mínu lífi því mér leið eins og lúsernum sem fékk loksins uppreisn æru. Sjálfsagt er heiðarlegt að geta þess að Berglind á 92% heiðurinn af kökunni en samt... mér fannst ég hafa gert hana. Það eru einmitt svona árangurssögur sem gera það að verkum að mig langar að ganga skrefinu lengra og ætlum við Berglind að kenna landanum hvernig á að baka alvöru kökur og uppskera einlæga aðdáun sam- ferðarmannanna. Ég hef nefnilega komist að því að fátt er líklegara til að tryggja vinsældir en að mæta einhvers staðar með vel bakaða köku. Þóra Sigurðardóttir umsjónamaður Matarvefjar mbl.is Konan sem kunni ekki að baka Til er það leyndarmál sem er svo vel geymt að sjálf komst ég ekki að því fyrr en í fyrra! Leyndarmálið er að setja súkkulaðibúðing frá Royal saman við súkkulaðikökuna og verður hún þá að sögn sérfróðra miklu betri. Hér er að sjálfsögðu átt við búðingsduftirð – beint úr pakkanum – en ekki tilbúinn búðing eins og ein- hverjir gætu haldið. Er þetta sérstaklega vin- sælt meðal Betty-bakaranna eða þeirra sem nota tilbúin köku-mix almennt. Þá er duftinu hreinlega blandað saman við kökuduftið og út- koman verður hreint út sagt stórkostlegt. Frægir matarbloggarar á borð við Berglindi Hreiðars (sem bakaði forsíðukökuna) á Gotteri.is nota þessa aðferð alltaf og fullyrða að kakan verði enn betri fyrir vikið. Ljóst er því að Royal klikkar aldrei! – Þóra Best geymda leyndarmál ofurbakaranna Þjóðargersemi Hver elskar ekki gamla góða Royal-búðinginn? Þessi forkunnarfagra kaka var bökuð af Berglindi Hreiðarsdóttur sérstaklega fyrir þessa myndatöku. Pælingin var að hafa hana virkilega háa sem getur vissulega verið vandamál. Það sem Berglind gerði hinsvegar (og er afar snjallt) var að setja pappa- spjald í miðja kökuna þannig að í raun voru þetta tvær kökur settar saman. Fyrir vikið var líka mjög auðvelt að skera hana. Kakan er 15 sentimetrar í þvermál og litasamsetningin var eiginlega bara al- veg út í bláinn og kom vel út. Punkturinn yfir i-ið var síðan lógó Matarvefsins sem Hlutprent skar út fyrir okkur. Kakan er djöflakaka frá Betty Crocker – bragðbætt að sjálfsögðu með Royal súkkulaðibúðingi. Á milli er kaffismjörkrem og kakan var algjörlega dásamleg á bragðið. Á þess- ari mynd má sjá forsíðuljósmyndarann okkar, Kristin Magnússon, stilla upp í stúdíóinu áður en kakan var mynduð. Morgunblaðið/Þóra Sigurðardóttir Forsíðukakan ikea kökudiskur Mig langar í... ... þennan forláta kökudisk úr IKEA sem var rétt í þessu að koma til landsins. Um er að ræða þriggja hæða kökustand sem ber heitið VINTER 2018 og kostar 3.490 krónur. Bókina Bee’s Adventures in Cake Decorating: How to make cakes with the wow factor. Eitthvað segir mér að lífið verði töluvert betra eftir lestur þess- arar bókar, hvað þá ef maður fer að iðka kúnstirnar sem í henni eru kenndar. Amazon.co.uk. 1.500 kr. Mig dreymir um...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.