Morgunblaðið - 24.10.2018, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018
Þóra Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Hefurðu alltaf haft áhuga á matargerð?
Ég hef alltaf haft áhuga á að borða góðan mat
en ég held að það hafi ekki verið fyrr en ég
flutti að heiman um tvítugt sem áhuginn fyrir
matargerð kviknaði.
Uppáhaldsmatur?
Það er erfitt að velja, það er svo margt í uppá-
haldi. Ég er rosalega hrifin af villibráð; hrein-
dýri, rjúpum og gæs. Svo slær humar líka allt-
af í gegn.
Hvaða eldhústækis gætirðu ekki lifað án?
Verður það ekki að vera Kitchen Aid-vélin?
Það yrðu engar dýrindis tertur til ef ég hefði
hana ekki.
Hvað ætlar þú að bjóða upp á í næsta
matarboði?
Í næsta matarboði ætla ég að bjóða upp á æð-
islegt laxa-taco, svo er ég að fara að baka litla
karamelluostakökubita fyrir veislu sem koma
inn á Gott í matinn-bloggið á næstu dögum.
Jólamaturinn?
Ég og kærasti minn höfum haldið jólin heima
hjá okkur síðustu ár og fengið móður mína og
systur í heimsókn. Ég hef nýtt jólin í að elda
rétti sem rata sjaldnar inn á borð til mín, líkt
og hreindýr og rjúpur. Við erum ekki enn orð-
in vanaföst á aðalréttinn en eftir að við gerðum
rjúpurnar með heimagerðri villibráðarsósu er
líklegt að það muni festa sig í sessi.
Þessi jólin verður matseðillinn þessi:
Í forrétt er humar á franskbrauði með hvít-
lauksrjómasósu, rjúpur í aðalrétt og
toblerone-ísterta í desert.
Uppáhaldskaka?
Klassísk súkkulaðiterta með djúsí smjörkremi.
Auðveldast að elda?
Kjúklingur eða fiskur í ofni með kartöflum er
algjör „go to“-réttur hjá mér þegar ég nenni
ekki að elda.
Fyrirmynd í eldhúsinu?
Í auknablikinu eru aðalfyrirmyndirnar mínar í
eldhúsinu allir þessir flottu matarbloggarar
hérna á Íslandi.
Hvaða fæðutegunda gætirðu
ekki lifað án?
Lífið væri allavega leiðinlegra ef það væri ekk-
ert súkkulaði.
Morgunblaðið/Eggert
Kökumeistari Gígja Sigríður
Guðjónsdóttir veit hvað þjóðin
vill enda eru berjabombur
alltaf gríðarlega vinsælar.
Lífið væri leiðinlegra án súkkulaðis
Gígja Sigríður Guðjónsdóttir er mikill meistari þegar matreiðsla er annars vegar og heldur úti stórskemmtilegu matarbloggi þar sem
hægt er að finna spennandi uppskriftir – allt frá einföldum heimilismat upp í alls kyns sælkeragóðgæti sem gaman er að reyna við.
Að auki bloggar Gígja á Gott í matinn en hér deilir hún með lesendum dásamlegri uppskrift auk þess sem við fengum að leggja fyrir
hana nokkrar klassískar spurningar.