Morgunblaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018
GERIR GÆFUMUNINN!
Þóra Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Hvað finnst þér skemmtilegast
að baka?
Mér þykir alltaf gaman að prófa
nýjar uppskriftir. Nú eru börnin
mín orðin svo stór og upptekin í
sínu að ég nýti helst tækifærið
þegar allir eru heima og hef kvöld-
kaffi með nýbakaðri köku. Ég get
varla hugsað mér notalegri endi á
deginum.
Uppáhaldskakan þín?
Nýbökuð skúffukaka með köldu
mjólkurglasi kemur fyrst upp í
hugann. Yfir aðventuna vil ég síð-
an eiga sörur í frystinum til að fá
mér með kaffibollanum.
Stærsta kökuklúðrið?
Ef ég á að vera hreinskilin þá
man ég ekki eftir neinu stóru
kökuklúðri. Það er svo einfalt að
baka, ef uppskriftinni er fylgt þá
er útkoman oftast góð. Síðan má
kannski deila um hvort útlitið sé
alltaf upp á tíu en svoleiðis klúðri
má alltaf bjarga með rjóma og
berjum.
Hvað bakarðu þegar von
er á gestum?
Það fer eftir tilefni og árstíma.
Núna þegar aðventan nálgast býð
ég helst upp á brownies sem ég
ber fram með þeyttum rjóma með
muldum bismark-brjóstsykri út í.
Hvaða ráð myndir þú gefa
bökunarbyrjendum?
Að fylgja uppskriftunum og vera
óhrædd. Mér finnst aðallega
tvennt vefjast fyrir þeim sem eru
óöruggir þegar kemur að bakstri:
gerdeig og marens. Ég læt gerdeig
hefast í ofninum við 40° og það
skilar alltaf vel hefuðu og góðu
deigi. Marensinn þarf bara að
þeyta nógu lengi!
Geta allir orðið bloggarar?
Það geta allir bloggað og ég
hvet alla sem hafa áhuga til að láta
verða af því. Það er svo gaman að
eiga minningar skrásettar á svona
aðgengilegan hátt og í mínu tilfelli
þykir mér gott að geta haldið utan
um og nálgast uppskriftirnar mín-
ar á svona einfaldan máta.
Hin ljúfa & lekkera Svava
Svava Gunnarsdóttir er einn ástsælasti og vinsælasti matarbloggari landsins.
Hún heldur úti síðunni Ljúfmeti og lekkerheit þar sem hún galdrar fram góm-
sætar kræsingar á afar lekkeran hátt eins og henni einni er lagið. Hún er jafn-
framt framúrskarandi bakari og við báðum hana um að skella í eina köku
handa okkur og svara nokkrum bráðnauðsynlegum spurningum – sem hún
samþykkti með bros á vör.
Morgunblaðið/Hari
Matarást Svava Gunnarsdóttir
matarbloggari er meistari í að
galdra fram girnilegar kræsingar.
Morgunblaðið/Hari
Svövusæla Súkku-
laðibakan hennar Svövu
er sannkallað sælgæti.
Botn:
2,5 dl hveiti
1 dl sykur
Smá salt
125 g smjör
Fylling:
200 g 70% súkkulaði
2,5 dl rjómi
Yfir bökuna:
400 g jarðarber
1 msk. apríkósumarmelaði
0,5 dl hakkaðar pistasíu-
hnetur
Aðferð
1. Blandið hveiti, sykri og salti
saman í skál. Skerið smjörið í
teninga og hnoðið saman við
þurrefnin.
Setjið deigið í smurt laus-
botna bökuform og þrýstið því í
botninn og upp kantana. Stingið
yfir botninn með gaffli og bakið
við 185° í 15 mínútur. Látið
kólna alveg áður en fyllingin er
sett í.
2. Hakkið súkkulaðið og setjið
í skál. Hitið rjómann að suðu og
hellið yfir súkkulaðið.
3. Hrærið blöndunni saman
þar til hún er slétt. Látið fyll-
inguna kólna aðeins áður en
henni er hellt í bökuskelina.
4. Hreinsið jarðarberin og
setjið yfir fyllinguna. Hitið aprí-
kósumarmelaði aðeins og pensl-
ið því yfir jarðarberin. Stráið að
lokum hökkuðum pistasíuhnet-
um yfir.
5. Látið bökuna standa í kæli í
nokkra tíma áður en hún er bor-
in fram.
Súkkulaðibaka
með jarðarberjum
og pistasíuhnetum