Morgunblaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 Ljósmynd/Hróbjartur Sigurðsson Þessi ómótstæðilega franska súkkulaðikaka kemur úr smiðju sjálfrar Evu Laufeyjar sem útbjó hana ásamt fjölda annarra girni- legra uppskrifta fyrir kökubækling Nóa- Síríusar í ár. Bæklingurinn er sneisafullur af góðgæti eins og búast mátti við og ljóst að Eva er sífellt að toppa sig í gæðum. Frönsk súkkulaðikaka fyrir 8-10 Botn 200 g sykur 4 egg 200 g Síríus-suðusúkkulaði 200 g smjör 1 dl hveiti Sósa 150 g Síríus-pralín-karamellu- súkkulaði 70 g smjör 2 msk. síróp Vanillurjómi 250 ml rjómi 2 msk. sykur 2 tsk. vanilludropar fræ úr einni vanillustöng Aðferð: Botn Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið saman sykur og egg þar til blandan verður létt og ljós. Bræðið saman smjör og súkkulaði við væg- an hita. Blandið hveitinu saman við eggja- blönduna, sumir vilja sleppa hveitinu en þá verður kakan sérstaklega blaut. Bætið súkkulaðiblöndunni varlega saman við í lok- in. Smyrjið bökunarform eða setjið bökunarpappír í botninn á forminu og hellið deiginu í það. Bakið kökuna í 30 mínútur. Sósa Saxið pralínsúkkulaði og bræðið saman við smjörið við vægan hita, ekki fara frá pott- inum. Það er mjög auðvelt að brenna þessa góðu blöndu. Hrærið vel og bætið sírópinu saman við í lokin. Hellið yfir kökuna. Þessi sósa er ómótstæðilega góð og það er tilvalið að bera hana fram með fleiri kökum eða ís- réttum. Skreytið kökuna gjarnan með ferskum berjum, það gerir hana enn betri. Vanillurjómi Setjið sykur, vanillu, fræin úr vanillustöng og rjóma í skál og þeytið þar til rjóminn er silkimjúkur. Berið kökuna fram með vanillurjómanum. Frönsk súkkulaðikaka með gómsætu pralín-karamellukremi og vanillurjóma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.