Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018FRÉTTIR Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi HÁGÆÐA BLÖNDUNARTÆKI Þýska fyrirtækið Hansa hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 100 ár. Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Hansa. Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) ORIGO -1,77% 22,25 ICEAIR +43,04% 11,3 S&P 500 NASDAQ +2,46% 7.509,217 +2,46% 2.790,07 +2,46% 7.112,64 FTSE 100 NIKKEI 225 8.5.‘18 8.5.‘187.11.‘18 7.11.‘18 1.800 85 2.357,65 1.966,07 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 72,13 -2,46% 22.085,8 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 74,85 65 2.400 Framúrskarandi fyrirtækjum fækk- ar um 18 á lista lánshæfismats- fyrirtækisins Creditinfo í ár vegna reikningsársins 2017 en fyrirtækið hefur haldið ítarlegt yfirlit yfir þessar tölur síðastliðin níu ár. 857 fyrirtæki í ár uppfylla kröfur Creditinfo um framúrskarandi fyr- irtæki en fjöldi þeirra var 875 í fyrra sem jafngildir 2% fækkun. Brottfall af listanum frá því í fyrra er á bilinu 15-20% en hefur á undanförnum ár- um verið helmingi minna. Fjöldi ný- liða á listanum er hins vegar svip- aður og meðaltal fyrri ára. Bjuggust við fjölgun Að sögn Gunnars Gunnarssonar, sérfræðings Creditinfo, útskýrir ekkert eitt atriði þessa fækkun en hann tekur þó fram að Creditinfo hafi búist við fjölgun á listanum sem hefur verið að meðaltali um 25% á ári frá því að fyrirtækið birti listann fyrst. Fyrirtækjum hefur alltaf fjölgað milli ára, ef undanskilið er eitt ár þar sem fækkunin stafaði af hertum skilyrðum á skiladagsetn- ingum á ársreikningum. „Aðal- atriðið er það að við bjuggumst við fjölgun,“ segir Gunnar við Við- skiptaMoggann. Fyrirtæki þurfa að skila hagnaði til þess að teljast framúrskarandi auk þess sem eiginfjárhlutfall þeirra þarf að vera hið minnsta 20%. Breytingar á reglum um ársreikn- inga á undanförnum árum hafa m.a. haft í för með sér að fyrirtæki gefa nú upp rekstrartekjur og því var ákveðið í ár að bæta við tekjuskil- yrði til að geta talist framúrskar- andi. „Það er meira hægt að lesa í listann í ár vegna tekjuskilyrðisins. Tekjur eru góður mælikvarði á um- svif fyrirtækja. Hingað til höfum við alltaf miðað við eignir varðandi stærðarflokka fyrirtækja. Rekstr- artekjur eru mögulega eðlilegri mælikvarði. Það er auðvitað mis- munandi eftir starfsgreinum hvað þú átt mikið af eignum og mismun- andi eftir geirum hvað þú átt mikið eigið fé því slíkt getur farið eftir því hversu stöðugur reksturinn er. Þú getur skuldsett þig meira eftir því sem reksturinn er stöðugri,“ segir Gunnar. Hertari skilyrði Í ár voru skilyrði Creditinfo hert en breytt skilyrði útskýra þó ekki fækkunina á listanum. „Við hertum skilyrðin í ár en þrátt fyrir það næg- ir það ekki til þess að útskýra mun- inn. Við bættum við skilyrði um rekstrartekjur sem þurfa að lág- marki að vera 50 milljónir. Skilyrði um eignir hækkuðum við úr 90 millj- ónum í 100 og við gerðum einnig meiri kröfur um það hvað teljist vera virkt félag. Þessi auknu skil- yrði útskýra eitthvað af brottfallinu en þó að ég leiðrétti fyrir þeim þá er þetta samt sögulega séð mikil fækk- un. Það gæti sagt okkur að rekstr- arumhverfið sé eitthvað að harðna. En vanskilatölurnar sýna það ekki. Vanskil dragast saman,“ segir Gunnar í samtali við Viðskipta- Moggann. Áhrif hrunsins horfin? Gunnar segir að möguleg skýring á fækkuninni sé sú að áhrif hrunsins séu horfin. „Við skoðum sögu félaga þrjú ár aftur í tímann. Við horfum því til ársins 2015. Félög sem voru að klára sín mál vegna hrunsins, mögulega 2013 og 2014, hafa verið að detta inn á listann á síðustu ár- um. Það eru kannski ekki mörg fyr- irtæki sem voru að klára sín mál eft- ir það,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars er einnig vert að spyrja sig að því hvort fjöldi fyrirtækja á lista sé kominn í jafnvægi eftir töluverða fjölgun undanfarin ár. Listi yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins 2018 verður birtur í næstu viku og samhliða því gefur Morgunblaðið út sérblað á fimmtudaginn í næstu viku sem helgað er listanum. Framúrskarandi fyrirtækjum fækkar um 2% á milli ára Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Framúrskarandi fyrir- tækjum á lista Creditinfo fækkar í ár sem gæti verið til marks um erfiðara rekstrarumhverfi. Þróun fjölda framúrskarandi fyrirtækja 1.000 800 600 400 200 0 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 178 245 358 464 578 684 629 875 857 Heimild: Creditinfo FJARSKIPTI Rekstrarhagnaður Sýnar fyrir vexti, skatta og afskriftir (EBITDA) nam rúmum einum milljarði á þriðja árs- fjórðungi og hækkar um 178 milljónir frá sama tímabili í fyrra. Tekjur fyrir- tækisins námu 5,5 milljörðum króna á ársfjórðungnum og hækka um 59% á milli ára. Í samanburði milli fjórðung- anna er nauðsynlegt að taka tillit til að Sýn keypti stóran hluta reksturs 365 í lok síðasta árs. Hagnaður fyrirtækisins nam 226 milljónum á fjórðungnum og lækkar um 22% á milli ára. EBITDA-hlutfall þriðja ársfjórðungs nam aftur á móti 18,9% miðað við 24,8% hlutfall á sama tímabili í fyrra. Nettó vaxtaberandi skuldir á tímabilinu nema 11,6 millj- örðum miðað við fimm milljarða í fyrra og hlutfall þeirra af EBITDA hækkar úr 1,8 í 3,5. Í tilkynningu segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, að full samlegð sé ekki enn komin í rekst- urinn og að kostnaðarstig fyrirtækis- ins sé hærra en búast mátti við. Að hans sögn ættu þó næstu fjórðungar að sýna aukinn rekstrarhagnað. Eign- ir fyrirtækisins í lok september námu 26,5 milljörðum króna og eigið fé nam 10,5 milljörðum. Eiginfjárhlutfallið var því 39,5% í lok september. peturhreins@mbl.is Hagnaður dregst saman Hagnaður Sýnar dróst saman um 22% á þriðja ársfjórðungi. PENINGAMÁL Seðlabanki Íslands hefur lækkað stýri- vexti sína um 0,25 prósentur og verða meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, því 4,5%. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka segir í samtali við ViðskiptaMoggann að vaxtahækk- unin hafi ekki alfarið komið á óvart eins og hann orðar það. Greiningar- deild Arion banka segir í Markaðs- punktum sínum að ákvörðunin sé í takt við væntingar. Jón Bjarki segir að Seðlabankinn hafi þó greinilega áhyggjur af vax- andi verðbólguhorfum og – vænt- ingum. „Þeir eru þó ekki fram úr hófi harðir í sínum tóni. Eins og Seðla- bankastjóri benti á á kynningarfundi vegna ákvörðunarinnnar, þá er pen- ingastefnunefndin í hlutlausum gír, og ætlar að láta frekari vaxtaákvarð- anir ráðast á næstu mánuðum, í ljósi þróunar á verðbólguvæntingum og efnahagshorfum.“ Verið gagnlegt að sjá fráviksspá vegna launahækkana Á kynningarfundinum komu kom- andi kjaraviðræður nokkuð við sögu, og segir Jón Bjarki að gagnlegt hefði verið að fá fráviksspá frá bank- anum sem gerði ráð fyrir kjara- samningum með miklum launa- hækkunum og mikilli aðkomu ríkissjóðs. „Það hefði verið gagnlegt að hafa slíkt mat frá bankanum, en bankinn benti á í svörum sínum að slíkt væri ekki tímabært. Ég sýni því skilning, enda vilja þeir greinilega bíða þar til skýrist betur hvert kjarasamningar stefna.“ Jón segir að miðað við spána núna geri bankinn ráð fyrir því að samn- ingum við verkalýðsfélögin ljúki með hófsamari hætti, en endur- speglast í kröfum verkalýðsforyst- unnar þessa dagana. „Bankinn gerir í raun ekki ráð fyrir að laun hækki umtalsvert meira á næsta ári en þau hafa gert á þessu ári.“ Í þjóðhagsspá sinni í Peninga- málum, sem komu út í gær, spáir Seðlabankinn að hægja muni á hag- vexti á næstu misserum og að spenna hverfi úr þjóðarbúskapnum. Þá segir í yfirlýsingu Peninga- stefnunefndar bankans að horfur séu á að verðbólga haldi áfram að aukast og verði nokkuð yfir mark- miði á næsta ári. Vaxtahækkunin kom ekki alfarið á óvart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.