Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Qupperneq 2
Hver er tilgangurinn með þessu málþingi?
„Málþingið er hluti af Tannhjóli en Tjarnarbíó hefur verið
að opna ferlið í leikhúsinu fyrir almenningi. Leikhópar
hafa verið með allskonar uppákomur í því sambandi og við
aðstandendur Rejúníon ákváðum að vera með málþing um
efni leikritsins. Gestum í sal er velkomið að taka þátt og
deila reynslusögum. Vonandi verður þetta kósí.“
Hvað geturðu sagt mér um Rejúníon sem
frumsýnt verður í Tjarnarbíói 30. nóvember?
„Leikritið fjallar um íslenska ofurkonu sem hefur staðið sig vel í
öllu sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Síðan kemur að því að
hún verður móðir og þá nær hún ekki að standa sig í því hlutverki
vegna þess að hún er með fæðingarþunglyndi sem hún vill ekki
takast á við. Verkið fjallar annars vegar um tengslaleysi móður og
barns og hins vegar við manninn sinn, vini og samfélagið í heild.“
Er þetta þá dramatískt verk?
„Já, en með kómísku ívafi. Húmor sem byggist á sársauka er oftar
en ekki góður frásagnarmáti. Við skoðum líka ýmislegt sem er
svo fyndið, eins og til dæmis hvernig við komum fram á sam-
félagsmiðlum.“
Hvers vegna þetta efni?
„Þegar ég var ólétt að fyrsta barni mínu upplifði ég sjálf með-
gönguþunglyndi og ákveðið tengslaleysi. Gekk í gegnum alls-
konar tilfinningar. Ég leitaði mér aldrei aðstoðar með þessar til-
finningar en umræðan var lokaðri á þeim tíma en hún er í dag.
Þegar ég varð aftur ólétt fór ég að skoða þetta betur og byrjaði
að skrifa verkið í stað þess að kíkja til sálfræðings.“
Er þetta fyrsta leikritið þitt?
„Ég hef verið í höfundasmiðju Leikfélags Hafnarfjarðar og skrif-
að kvikmyndahandrit sem var leiklesið í Tjarnarbíói en þetta er
fyrsta leikritið mitt í fullri lengd. Það hefur verið ótrúleg upplifun
að fylgjast með þessu mikla fagfólki í leikhópnum Lakehouse
vinna að uppfærslunni undir stjórn Árna Kristjánssonar enda er
leikrit á blaði eitt en leiksýning annað. Mér líst mjög vel á þetta.“
Annars ertu hagfræðingur
„Já, ég er hagfræðingur að mennt en vinn hjá umhverfissamtök-
unum SEEDS. Í hagfræðinni var ég mikið að skoða mannlega
hegðun og segja má að leikritaskrifin séu rökrétt framhald af því.“
Og ætlarðu að skrifa fleiri leikrit?
„Já, ég stefni ótrauð að því.“
Morgunblaðið/RAX
SÓLEY ÓMARSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Tek það strax fram að ég er aðdáandi hvers kyns tyllidaga. Mín vegnamætti dúndra hverri einustu bandarísku, rússnesku eða afrísku hátíðinn í almanakið okkar, með eða án sælgætisflóðs, og það væri bara stuð.
Ég er hins vegar einmitt þessa stundina undir áhrifum gamals grunn-
skólabróður, Oddgeirs Einarssonar lögfræðings, en hann ákvað í vikunni að
taka að sér að vera bæði gamli og leiðinlegi gaurinn eins og hann sagði sjálfur.
Gefum honum orðið: „Ég verð að viðurkenna að mér hefur alltaf þótt það pínu-
lítið sérstakt að myndrænt efni úr hryllingsmyndum sem haft er fyrir að halda
frá börnum, sé allt í einu komið út um allt, m.a. fyrir sjónir lítilla barna.“ Vísaði
hann þar til hrekkjavöku og hversu
mikið skringidæmi það í rauninni er
að morðingjalegur hryllingur og blóð
sé orðið að barnaskemmtun.
Kvikmyndaeftirlitið myndi án efa
banna börnum undir 16 ára að vera á
götum úti á hrekkjavöku.
Börn og fullorðnir með exi í hausn-
um, blóðug sár, hengingarólar um
hálsinn, lítandi út eins og þau hafi
lent í hrikalegum morðingjum, eða
jafnvel verið dáin í góðan mánuð, það
er allt í einu til fyrirmyndar meðan
kvikmyndaeftirlitið bannar okkur
ennþá að sýna krökkum undir 16 ára
Bruce Willis fremja hetjudáðir í Die
Hard.
Ég sjálf, 41 árs, er svo hrædd við mörg hver þeirra að ég þorði ekki að
merkja mig inn á Google-kortið á Vesturbæjargrúppunni sem ein af þeim sem
gefa sælgæti.
Ég er bara að velta fyrir mér hvort hrekkjavaka hafi eitthvað misskilist, er
hrekkjavaka svona hrikalega blóðug og raðmorðingjaleg annars staðar í heim-
inum eða eru búningarnir þar eitthvað fjölbreyttari? Prinsessur og bangsar
besta skinn, sjúkraliðar og pípulagningamenn?
Tek fram að ég er engan veginn búin að taka til í eigin garði, afkvæmi mín
hafa verið dauðinn undanfarin ár en ég er hrifin af hugmyndinni um að tilveran
sé samkvæm sjálfri sér. Ef hrekkjavaka er ókei og ekki bönnuð innan 16 vil ég
geta sýnt stráknum mínum, án samviskubits, Harrison Ford í Air Force One
og bjóða upp á jólamyndina Die Hard. Er okkur fræðilega mögulegt að banna
þær hetjur en leyfa alblóðugu fólki með drápstól í kviðnum að skokka um
hverfið?
Leyfið þá Bruce
Willis líka
Pistill
Júlía Margrét
Alexandersdóttir
julia@mbl.is
’Ef hrekkjavaka er ókeiog ekki bönnuð innan16 vil ég geta sýnt strákn-um mínum, án samvisku-
bits, Harrison Ford í Air
Force One og bjóða upp á
jólamyndina Die Hard.
Poul Poulsen
Laugardalurinn er í uppáhaldi. Þar
eru fjölbreyttar sundlaugar og pottar
fyrir alla fjölskylduna. Rennibrautin
er skemmtileg og aðstaðan góð.
SPURNING
DAGSINS
Hver er
uppáhalds-
sundlaugin
þín?
Hafdís Einarsdóttir
Laugardalurinn; það er styst fyrir
mig að fara þangað.
Svanhvít Leifsdóttir
Vesturbæjarlaugin. Kaldi potturinn,
gufan og heitu pottarnir eru í uppá-
haldi.
Ísar Hólm
Sundlaug Akureyrar. Rennibraut-
irnar eru svo skemmtilegar, sér-
staklega Trektin.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Murdo MacLeod
Efnt verður til málþings í Tjarnarbíói í dag, laugardag, kl. 13 í
tengslum við leikritið Rejúníon eftir Sóleyju Ómarsdóttur sem
frumsýnt verður á sama stað 30. nóvember. Fram koma, auk
Sóleyjar, Sæunn Kjartansdóttir, Atli Bollason og Árni Kristjáns-
son sem stjórnar umræðum.
Ofurkonan
verður móðir