Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Qupperneq 4
Átaksverkefnið Sýnum karakter er upphaflega hugarfóstur dr. Viðars og Valdimars Gunnars- sonar, þjálfara hjá HSK, en fljót- lega kom dr. Hafrún Kristjáns- dóttir, lektor og sviðsstjóri íþróttasviðs HR, inn í verkefnið á móti Viðari. „Hugmyndin er sú að við hljótum að geta þjálfað sjálfstraust eins og við þjálfum stökkkraft, getum þjálfað leið- toga eins og við getum þjálfað hraða og svo framvegis. Að við getum þjálfað andlega færni allt eins og líkamlega færni,“ út- skýrir Viðar. Hann segir að þrátt fyrir að til hafi verið námskrár hjá íþrótta- félögunum um líkamlega þjálfun hafi þar ekkert verið að finna um andlega þjálfun. Svo Viðar og Valdimar lögðu drög að nám- skrá yfir það hvaða þætti and- legrar færni væri hægt að þjálfa og á hvaða aldri. ÍSÍ og UMFÍ tóku hugmyndinni opnum örm- um og settu átaksverkefnið Sýn- um karakter á laggirnar fyrir um fjórum árum. Nú heimsækja þau Hafrún og Viðar reglulega íþróttafélög og fræða skipuleggj- endur og þjálfara um námskrána og hvernig hægt sé að byggja upp andlega þáttinn, jafnt sem hinn líkamlega, hjá ungum íþróttaiðkendum. „Við hjálpum þeim að ýta verkefninu úr vör og að móta og aðlaga það að sínum kúltúr. Grunnefnið er samið af okkur, um þessa lykilþætti sem við vilj- um leggja áherslu á, en það á að vera lifandi og það er mikil þekk- ing úti í grasrótinni svo við sett- um upp upplýsingasíður sem eru skapandi og lifandi. Þar er tæki- færi fyrir þjálfara til að senda inn lýsingar á því hvað þeir eru að gera sem virkar vel og deila sinni reynslu, til að skapa meiri þekk- ingu. Við lítum á þetta sem verkfærakistu fyrir þá sem eru að vinna með börnum og ung- lingum til að hjálpa sér að styrkja þessa þætti, andlega og félagslega færni iðkenda.“ Margs konar fræðsluefni er að finna á vefnum www.synumkarakter.is. Morgunblaðið/Styrmir Kári Sýnum karakter INNLENT 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2018 Ósýnilega aflið í íþróttauppeldi Í íþróttum höfum við gríðarlegttækifæri til að móta börn og þaðer eitt af því sem íþróttahreyf- ingin á að gera. Hún hefur uppeldis- legt gildi, það er eitt af verkefnum íþróttafélaganna á Íslandi. Börnin koma þar inn með mjög opnum huga og eru opin fyrir þeim skilaboðum sem þau fá í starf- inu,“ segir dr. Við- ar Halldórsson, lektor í félagsfræði við HÍ, en hann hélt erindi á ráð- stefnunni Sýnum karakter sem hald- in var á föstudag í Háskólanum í Reykjavík. Viðar hefur notað félagsfræðina til að skoða sérstaklega hvaða þættir mynda þá menningu sem börn ganga inn í þegar þau taka þátt í íþróttastarfi. „Sá kúltúr sem við fæðumst inn í hefur áhrif á okkur, hann mótar og setur okkur skorður og segir okkur hvernig við eigum að vera og haga okkur. Það er eðli menningar, ef við fæðumst á Íslandi þá upplifum við aðra hluti og göng- um að þeim sem gefnum en ef við myndum t.d. fæðast í Brasilíu. Hið félagslega umhverfi mótar okkur og segir okkur hvað er æskilegt og óæskilegt. Ef við svo vinnum með umhverfið og umgjörðina þá getum við haft áhrif á börn með beinum hætti, með því að sýna þeim og segja þeim, en líka með óbeinum hætti, með stemningu og fordæmi – þannig að ákveðin gildi og hegðun umlyki þau svo þau taki þeim sem gefnum. Menningin hefur áhrif og er eins og ósýnilegt afl og í íþróttum hefur hún rosaleg áhrif.“ Orðaval hefur áhrif Þetta var í stuttu máli inntak erindis Viðars, sem bar yfirskriftina „Að byggja grunnstoðirnar: hvernig virkar kúltúr sem ósýnilegt afl?“, en þar lagði Viðar áherslu á tvo áhrifa- ríka þætti sem fáir veita athygli dagsdaglega en væri svo auðvelt að breyta meðvitað og hafa þar með mikil áhrif á andrúmsloftið sem íþróttaiðkendur dvelja í. „Það eru margir þættir sem skapa kúltúr en dæmi um hvað íþróttafélögin geta auðveldlega tamið sér er t.d. tungu- málið; hvaða orð við notum og hvernig við notum þau. Orðin eru oft hlaðin einhverri merkingu, t.d. orðið „klúðra“ sem hefur mjög neikvæða merkingu og ýtir undir það að leik- menn verði hræddir við að reyna, hræddir við að klúðra. Börn eiga að fá að prófa og gera fullt af mistökum en með svona orðanotkun verða þau hikandi og hrædd. Eins ef við notum orðið „mistök“, það hefur líka nei- kvæða merkingu. En orðið „tilraun“ er miklu jákvæðara. Að segja að ein- hver hafi gert tilraun til að skora en bara tókst ekki, er miklu betra en að segja að hann hafi klúðrað skotinu.“ Þá nefnir Viðar algenga frasa sem heyra megi þjálfara segja fyrir mikilvæga leiki: „Við verðum að vinna“ og „megum ekki tapa“ en slíkt orðalag ýti undir stress og kvíða iðkenda. „Eins hef ég heyrt þjálfara tala um „foreldravandamál“ þegar þeir eru í raun að tala um samskipti. Um leið og við stimplum slík samskipti sem „vandamál“ þá verða þau neikvæð og erfið, en þurfa ekkert að vera það. Þetta er bara dæmi um hvernig við getum breytt því hvernig við tölum og um leið breytt kúltúrnum dálítið.“ Hinn þátturinn sem Viðar segir auðvelt að breyta, en jafnframt auð- velt að líta framhjá, er hvernig þjálf- arar og íþróttamenn nýta sér ýmis táknræn samskipti og líkamstján- ingu. „Hvað gerir þjálfari þegar leik- maður í körfubolta kemst í gott færi og skýtur framhjá? Sér leikmaður- inn þjálfarann fórna höndum og fela andlitið í höndum sér? Hvaða skila- boð fær krakkinn þá, að hann sé að „klúðra“ án þess að það sé sagt ber- um orðum? Það þarf að hugsa út í það og er svo auðvelt að breyta þessu. Það eru þessir litlu hlutir sem við getum hlúð að því við viljum mynda kúltúr sem er stuðnings- ríkur, uppbyggilegur, hvetjandi og jákvæður fyrir íþróttaiðkendur.“ Einstakt íþróttamódel Heyra má að þetta er Viðari hjart- ans mál enda er hann einn upphafs- manna átaksverkefnisins Sýnum karakter, um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna í íþróttum. Hann segir Ísland standa nokkuð framarlega í þessum efnum og íþróttahreyfingar í öðrum löndum horfi í síauknum mæli til Íslands. Einn aðallykilinn að velgengninni segir Viðar vera þá staðreynd að í íþróttastarfi á Íslandi sé blandað saman áhugamennsku og atvinnu- mennsku, það er iðkun ánægjunnar vegna sem og iðkun til árangurs. „Á Íslandi hafa íþróttafélögin meira uppeldislegt vægi en í lönd- unum í kringum okkur. Við erum líka að ná betri árangri með landslið- unum, svo eftir er tekið, þannig að við erum að ná árangri á hvorum tveggja vígstöðvum. Við erum með mun meiri þátttöku í íþróttastarfi en í flestum öðrum löndum og brott- fallið er minna og verður seinna. Þetta eru allt merki um að við séum að gera góða hluti. Þetta er ekki full- komið og við getum gert betur, en í samanburði stendur Ísland sig vel, það er ástæðan fyrir því að verið er að bjóða okkur út um allan heim til að tala um hvernig við gerum hlut- ina,“ segir Viðar, sem er einmitt ný- kominn heim af stóru þingi í Finn- landi þar sem hann ræddi ekki einungis ástæðurnar að baki árangri íslensku landsliðanna heldur einnig þátt íþróttastarfs í að draga úr vímu- efnanotkun íslenskra unglinga á undanförnum áratugum. „Ég er þeirrar skoðunar að við séum með íþróttamódel sem er mjög sérstakt og nánast einstakt í heim- inum, að því leyti að við samþættum uppeldis- og afreksstarf. Í útlöndum er þetta minna starf í hverju hverfi fyrir sig, þar sem krakkar fara bara til að leika sér. Þar eru ekki sér- stakir þjálfarar heldur tekur eitt- hvert foreldrið að sér þjálfunina. Á hinn bóginn ertu svo með atvinnu- mannaklúbba sem eru í einkaeigu og fara og ná í efnilegustu krakkana, allt niður í 8 ára, og þjálfa þau upp í sínu prógrammi. Þeir slíta þetta í sundur og krakkar fara bara aðra hvora leiðina, velja þegar þau eru 8- 12 ára. Á Íslandi erum við með þetta blandað; krakkar fara í íþrótta- félögin og æfa saman með vinum sín- um, alveg sama hvort þeir eru léleg- ir eða góðir. Ég held að þetta sé mjög gott kerfi því við erum ekki með ofuráherslu á keppni. Ef við náum að halda þessari blöndu, með heilbrigða áherslu á árangur og upp- eldi, þá erum við að gera þetta rétt.“ Þátttaka barna í íþróttastarfi hér á landi er meiri en í nágrannalöndunum. Morgunblaðið/Styrmir Kári Þjálfarar barna geta haft mikil áhrif á mótun þeirra með því að hlúa vel að litlu hlutunum í þjálfuninni, eins og orðavali og líkamstjáningu, segir lektor í félagsfræði. Íþróttafélög hér á landi segir hann hafa meira uppeldislegt vægi en annars staðar. Ingibjörg Rósa ingibjorgrosa@gmail.com Viðar Halldórsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.