Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Blaðsíða 6
ERLENT 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2018 Tveimur dögum áður en hópmálið var höfðað gegn Volkswagen greindi fyrir- tækið frá því að hagnaður fyrirtækisins hefði tvöfaldast á þriðja fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Í fyrirsögn fréttaveit- unnar AFP sagði að Volkswagen hefði skilið keppinautana eftir í ryk- mekki þrátt fyrir dísilraun- irnar og sagði í frétt henn- ar að fyrirtækið væri greinilega að mjakast út úr skugga út- blásturshneykslisins þrátt fyrir yfirvof- andi og yfirstand- andi málshöfðanir. Neytendasamtök í Þýska-landi lögðu á fimmtudagfram hópmálsókn gegn bílaframleiðandanum Volkswagen vegna tjóns, sem kaupendur dísilbíla framleiðandans urðu fyrir vegna svindls í útblástursmælingum. Í yfirlýsingu frá landssambandi þýskra neytendasamtaka, VZBV, sagði að stefnan hefði verið send yfirhéraðsdómi í Braunschweig í samstarfi við félag þýskra bifreiða- eigenda, ADAC, aðfaranótt fimmtu- dagsins. Braunschweig er skammt frá höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg í Neðra-Saxlandi. Í málshöfðuninni er Volkswagen, sem framleiðir átta tegundir bíla, gefið að sök að hafa vísvitandi skað- að viðskiptavini sína með því að láta líta út fyrir að bílar þeirra menguðu minna en þeir gerðu í raun. Á vef- síðu VZBV kemur fram að málið nái til bíla af gerðunum Volkswagen, Audi, Skoda og Seat með dísilvélum af gerðinni EA189. Búnaði til að skekkja útblástursmælingar var komið fyrir í slíkum vélum. „Þessi dagur mun lifa í minningu Volkswagen sem stundin þegar silkihönskum stjórnmálamanna var skipt út fyrir boxhanska talsmanna neytenda,“ sagði Klaus Müller, for- vígismaður VZBV, í samtali við þýsku fréttaveituna DPA. Hann sagði að markmiðið væri að kaup- endur fengju kaupverð bílanna endurgreitt. Þetta er fyrsta hópmálsóknin í Þýskalandi og er hún gerð í krafti laga, sem sérstaklega voru sett til að eigendur dísilbíla frá Volkswagen gætu leitað réttar síns. Lögin tóku gildi 1. nóvember og var meðferð þeirra flýtt til að þau tækju gildi áð- ur en rétturinn til að sækja skaða- bætur til Volkswagen fyrndist. Katherina Barley, dómsmála- ráðherra Þýskalands, sagði að talið væri að tvær milljónir bifreiðaeig- enda gætu notið góðs af hinum nýju lögum. Í upphafi er málið þó aðeins höfð- að fyrir hönd 10 Volkswagen- eigenda. Nú er það dómstólsins að skera úr um hvort málið sé tækt og er búist við að niðurstaða liggi fyrir innan tveggja vikna. Á heimasíðum samtakanna, sem standa að mál- sókninni, kemur fram að þá muni þeir, sem hafi keypt bíla með EA189-vélinni eftir 2008, geta skráð sig sér að kostnaðarlausu. Ralf Stoll, sem hefur yfirumsjón með málsókninni, kveðst eiga von á að tugir þúsunda manna muni skrá sig. Þegar hafa verið höfðuð 26 þús- und mál á hendur Volkswagen sam- kvæmt upplýsingum frá fyrirtæk- inu, 7400 dómar hafi fallið og í langflestum tilvikum hafi málshöfð- andi tapað. Meira er ekki gefið upp. Volkswagen viðurkenndi í september 2015 að hafa átt við vélar í 11 milljón bílum, sem ganga fyrir dísilolíu. Brögð fyrirtækisins leiddu til þess að útblástur bílanna virtist vera innan leyfilegra marka, þótt í raun væri hann langt umfram þau. Fyrirtækið var að reyna að koma dísilbílum á markað í Bandaríkjun- um og með þessum brögðum áttu þeir að verða aðlaðandi kostur, en bílarnir voru seldir um allan heim. Málið olli miklu fjaðrafoki og þótti álitshnekkir fyrir Volkswagen og gengis- fella orðspor þýskrar framleiðslu. Volks- wagen hefur þegar þurft að láta 28 millj- arða dollara (3.400 milljarða króna) af hendi rakna vegna hneykslisins. Stór hluti fór til hálfrar milljónar bíleigenda í Bandaríkjunum, sem var boðið að ökutæki þeirra yrðu keypt til baka og þeir fengju allt að tíu þúsund dollara (1,2 milljónir króna) í bætur. Forráðamenn Volkswagen segj- ast ekki hafa neinar lagalegar skuld- bindingar til að bjóða upp á sam- bærileg býti annars staðar og halda því fram að það myndi gera fyrir- tækið gjaldþrota. Leyfi séu fyrir bíl- unum, þeir séu tæknilega öruggir og hæfir til aksturs. Volkswagen greiddi 1,8 milljarða evra (249 milljarða króna) í sektir til þýskra yfirvalda, en neytendum hef- ur aðeins verið boðið upp á upp- færslu á hugbúnaði í bílum þeirra. Málið og þróun þess hefur vakið reiði neytenda í Þýskalandi, ekki síst vegna þess að endursöluverð á umræddum bílum hefur hrapað auk þess sem nú er fyrirhugað að banna akstur dísilbíla í stórborgum lands- ins út af áhyggjum vegna meng- unar. „Þeir hafa dregið okkur á asna- eyrum,“ sagði Christian Säfken í samtali við fréttaveituna AFP. Hann komst að því að bíll hans af gerðinni Skoda Octavia hefði verið búinn svindlbúnaðinum og sagði að það hefði verið sér áfall. Nýju lögin um hópmálsóknir hafa verið gagnrýnd fyrir það að sam- kvæmt þeim mega dómarar aðeins skera úr um það hvort eigi að greiða bætur, en ekki kveða á um upp- hæðir. Því þurfi hver og einn þátt- takandi í málsókninni að fara aftur fyrir rétt til að fá úr því skorið hversu háar bæturnar eigi að vera komist rétturinn að þeirri niður- stöðu að Volkswagen sé skaðabóta- skylt nema fyrirtækið ákveði að gera samkomulag um greiðslur. Barley dómsmálaráðherra var þó á því að væru „þátttakendur 25 þús- und og dómurinn kæmist að þeirri grundvallarniðurstöðu að það ætti að borga væri algert brjálæði að taka fyrir mál hvers og eins fyrir sig“. Hópmálsókn gegn Volkswagen Hópmál var höfðað gegn Volkswagen í Þýska- landi í vikunni vegna útblásturssvindlsins sem komst upp fyrir þremur árum. Nái málið fram að ganga er búist við að tugþúsundir viðskiptavina taki þátt í málsókninni. Karl Blöndal kbl@mbl.is AFP Bílum staflað í hillur í bílageymslu Volkswagen í Wolfsburg. Hópmál var höfðað gegn fyrirtækinu í vikunni út af útblásturssvindli og er búist við að tugir þúsunda manna taki þátt í því. VW kveðst enga skaðabótatskyldu bera. Hagnaður tvöfaldast BRASILÍA RIO DE JANEIRO Jair Bolsonaro sigraði í seinni umferð forsetakosninganna í Brasilíu um liðna helgi. Hann hét víðtækum breytingum og hófst þegar handa við að koma stefnu sinni í fram- kvæmd. Bolsonaro er harðlínumaður og hefur meðal annars heitið því að rýmka byssulöggjöfi na í landinu þannig að „gott fólk“ geti tekið lögin í eigin hendur. Margir kjósendur lýstu andúð á honum en frambjóðandi Verkamannafl okksins sem hefur verið við völd undanfarin fjögur kjörtímabil var enn óvinsælli. EÞÍÓPÍA ADDIS ABBABA Meaza Ashenafi var skipuð forseti hæstaréttar í Eþíópíu á fi mmtu- dag og er hún fyrsta konan til að gegna embættinu þar í landi. Í liðinni viku kaus þing Eþíópíu Sahle-Work Zewde forseta landsins. Hún er eina konan sem gegnir embætti forseta í Afríku um þessar mundir. Abiy Ahmed, for- sætisráðherra landsins, hefur lagt áherslu á að auka veg kvenna í embættismannakerfi nu og eru konur helmingur ráðherra í stjórn hans. INDÓNESÍA JAKARTA 189 manns létust þegar farþegafl ugvél hrapaði í Javahaf á mánu- dag skammt undan strönd- um Indónesíu aðeins 12 mínútum eftir fl ugtak. Vélin var glæný af gerðinni Boeing-737 MAX 8 og hafði aðeins verið í notkun í nokkra mánuði og á að vera ein fullkomnasta farþegavél í umferð. Svarti kassinn úr vélinni fannst á fi mmtudag og er vonast til að hann hafi að geyma vísbendingar um hvers vegna vélin hrapaði. ÞÝSKALAND BERLÍN Angela Merkel, kansl- ari Þýskalands, tilkynnti á mánudag að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en hygðist sitja út kjör- tímabilið. Hún ætlar einnig að láta af formennsku í fl okki kristilegra demókrata þegar kosið verður um formann í desember. Merkel lýsti yfi r þessu eftir að fl okkur hennar fékk slæma útreið í kosningum í sambandslandinu Hessen. Hún hefur verið kanslari í 13 ár og leitt fl okk sinn í 18 ár.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.