Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Side 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2018 V ampírur og beinagrindur fylgja mér upp götuna. Hrekkjavakan er greinilega komin til Íslands. Eins og þetta föruneyti er furðu- legt er það viðeigandi þetta svala vetrarsíðdegi enda var barnæska mannsins sem ég er að fara að hitta hrollvekju líkust. Alltént dettur mér ekkert betra orð í hug til að lýsa þeim skelfilegu raunum sem Hasim Ægir Khan gekk í gegnum; fyrst á Indlandi, þar sem hann er borinn og barnfæddur, og síðan hér í fásinninu, eftir að örlögin skiluðu honum til Ís- lands. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem skráð hefur sögu Hasims, tekur á móti mér og býður mér til stofu, þar sem Hasim hefur komið sér mak- indalega fyrir með kaffibolla og vínarbrauð. Hann heilsar glaðlega og býður af sér góðan þokka. Hann ber það ekki með sér að hafa lifað erfiðara lífi en gengur og gerist hér um slóðir – og þótt víðar væri leitað. Bókin, Hasim – götu- strákur í Kalkútta og Reykjavík, kom út fyrir helgi og Hasim er hér staddur til að fylgja Lífshlaup Hasims Ægis Khan er með miklum ólíkindum. Þegar hann var sex ára var hann borinn út af fósturömmu sinni og endaði á götunni í annarri borg. Þar þurfti hann að læra nýtt tungumál. Þegar Hasim var tólf ára var hann ættleiddur til Íslands en lenti á vergangi skömmu seinna eftir að fjölskyldan skilaði honum, ef svo má að orði komast. Við tók strembinn tími þar sem Hasim barðist bókstaflega fyrir lífi sínu. Einn og umkomulaus í framandi landi. Og hafði betur. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur skráð þessa átakanlegu sögu og kom bókin út fyrir helgina. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Þetta er mjög mikil saga og maður skynjar sterkt hversu mikið tilfinningalegt álag þetta hefur verið á lítið barn,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem skráð hefur ævisögu Hasims Ægis Khan. Kraftaverk að hann hafi lifað

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.