Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Qupperneq 25
4.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
Saltaðar sítrónur eru gjarna
kallaðar „marokkóskar
sítrónur“ enda eru þær
ómissandi í þarlendri mat-
argerð.
Það má nota allt innihald-
ið úr krukkunni. Börkurinn
er gjarna skorinn smátt og
settur út á matinn alveg í
lok eldunartíma eða áður
en hann er borinn fram.
Aldinkjötið má nota sem
krydd í eldamennsku og saf-
ann er frábært að nota til að
krydda kjöt eða fisk eða til
að dreypa yfir nánast hvað
sem er.
Veljið sítrónur með þunn-
um berki. Þessar með
þykka berkinum eru ekki
góðar í uppskriftina. Það er
mikilvægt að nota lífrænt
Þekið, fergið, lokið
krukkunni og komið henni
fyrir á diski eða fati. Fyrstu
dagana safnast saltið fyrir á
botninum og hér og þar í
krukkunni. Til að hjálpa til
við að leysa saltið upp borg-
ar sig að velta eða hvolfa
krukkunni daglega þar til
saltið er uppleyst.
Látið gerjast í 4-6 vikur
við stofuhita og færið svo í
kæli. Sítrónurnar verða
bara enn betri með tím-
anum og geymast í það
minnsta í eitt ár í kæli.
Dagný mælir með að
borða hrökkbrauð með
hummus, litlum bitum af
saltpækluðum sítrónum
og ristuðum sesam-
fræjum.
ræktaðar sítrónur eða sítr-
ónur sem ekki hafa verið
sprautaðar með eitri.
Fyrir hverja sítrónu þarf
10 g af fínmöluðu salti og í
tveggja lítra krukku passar
oftast að setja 14 sítrónur.
14 sítrónur
140 g salt
Snyrtið endana af sítrón-
unum og skerið þær í fjóra
báta. Veltið bátunum upp
úr salti svo það loði við þær.
Setjið þær í krukku og
þrýstið vel svo safinn leki úr.
Gætið þess að sítrónurnar
séu á kafi í eigin safa. Ef saf-
inn úr sítrónunum er ekki
nægur má bæta dálitlum
nýkreistum sítrónusafa í
krukkuna.
Saltaðar sítrónur
Jólarauðkál er fallegt á
borði og fer vel með hátíð-
armatnum, eplabátarnir
draga í sig litinn úr rauðkál-
inu og verða dökkrauðir og
fallegir.
1,2 kg rauðkál
4-5 lítil epli
25-30 g salt
Geymið eitt til tvö heil kál-
blöð, skerið kálhöfuðið í
fernt og fjarlægið stilkinn.
Skerið kálið fínt og setjið í
stóra skál ásamt salti.
Blandið vel og látið standa
þar til kálið fer að svitna og
nuddið þá og hnoðið þar til
vökvinn flæðir úr græn-
metinu. Kjarnhreinsið epl-
in, skerið þau í báta og
blandið öllu vel saman. Ef
notuð eru lífrænt ræktuð
epli er um að gera að halda
hýðinu á bátunum. Færið
nú kálið yfir í krukku en
farið ögn varlega til að
komast hjá því að brjóta
eplabátana. Þekið með kál-
blaðinu og fergið. Gætið
þess að vökvinn hylji græn-
metið. Komið krukkunni
fyrir á diski og látið gerjast
í 3-5 vikur við stofuhita.
Geymist í nokkra mánuði í
kæli.
Jólarauðkál
Curtido er súrkál ættað frá El
Salvador. Blandan er vinsæl enda
er curtido hreinlega gott með
öllu. Dagný segir að ef ætlunin sé
að frelsa einhvern sem sé illa við
súrkál mæli hún með því að bjóða
viðkomandi curtido að smakka.
Hún segir það vera sérlega gott
með kasjúhnetusmjöri ofan á t.d.
maískexi. Þar að auki sé það gull-
fallegt og minni frekar á frískandi
salat en það súrkál sem flestir
þekkja.
1,5 kg hvítkál
150 g rauð paprika
100 g gulrót
100 g laukur
10 g hvítlaukur
1 msk. þurrkað óreganó
½ msk. Gochugaru-chiliflögur
½ tsk. broddkúmen
30-35 g salt
Geymið eitt til tvö heil kálblöð,
skerið kálhöfuðið í fernt og fjar-
lægið stilkinn. Skerið hvítkálið í
fína strimla, paprikuna í bita og
gulræturnar í þunnar sneiðar. Sax-
ið laukinn smátt og kremjið hvít-
laukinn. Setjið allt grænmetið í
stóra skál ásamt kryddi og salti.
Blandið vel og látið standa þar til
grænmetið fer að svitna og nudd-
ið þá og hnoðið þar til vökvinn
flæðir úr grænmetinu. Færið nú
blönduna yfir í krukku, þekið með
kálblaðinu og fergið. Gætið þess
að vökvinn hylji grænmetið. Kom-
ið krukkunni fyrir á diski og látið
gerjast í 3-4 vikur við stofuhita.
Geymist mánuðum saman í kæli.
Curtido er oft orðið mjög
bragðgott eftir 7-10 daga en verð-
ur enn betra ef það fær að gerjast í
3-4 vikur.
Curtido
Curtido er
hér lengst
til hægri.
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Spiced Honey
litur ársins 2019