Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2018
M
jög er rætt um þann fjand-
skap, stóryrði og fullyrð-
ingar í bland við fáránleika
og heimsku sem einkennir
framgöngu margra á net-
miðlum. Þar eru jafnvel
beinar atlögur að heiðri og tiltrú einstaklinga sem
flókið og jafnvel ómögulegt er að láta menn ábyrgj-
ast.
Ærumat sveiflast
Þróun hjá dómstólum virðist um þessar mundir vera
sú að veita stóryrtum og fullyrðingasömum ríku-
legra svigrúm með vísun til málfrelsis en beinlínis
má lesa út úr lögunum sjálfum. Slík þróun er
skiljanleg og jafnvel æskileg þótt æskilegra kynni að
vera að sá aðili sem stjórnarskráin ætlar að leggja
línuna geri það, veiti leiðbeiningar eða gefi bein
lagafyrirmæli um breytt mat. En það er líka hugsan-
legt að dómstólar horfi til ástandsins á netinu en mál
þaðan berast seint og illa til þeirra vegna takmark-
aðs rekjanleika. Fjölmiðlar sem rísa undir því nafni,
sem eru nú orðnir fáir á Íslandi, hafa sín sigti, þótt
þar sleppi samt eitt og annað í gegn.
Netið er allt önnur saga, þótt þar sé mikill munur
á þeim sem bestir eru og hinum lökustu. Sennilega
verður ekki raunveruleg bót gerð fyrr en finnst leið
til að láta alla menn bera þar ábyrgð á orðum sínum
eða þá að aðrir axli fyrir þá ábyrgð eins og er reglan
á hinum almennu fjölmiðlum. Allir fjölmiðlar sem
eitthvað geta gefa skoðunum miðilsins aukinn þunga
með því að hann ber ábyrgð á því sem þar er sagt í
ritstjórnardálkum.
Minni háttar fjölmiðlar treysta sér ekki til að hafa
eiginlega skoðanadálka fjölmiðilsins og þar eru ein-
stakir starfsmenn látnir viðra sjónarmið sín og getur
því viðhorfið verið eitt í dag og annað á morgun og
segir ekkert um stefnu miðilsins. Þegar talað er í
leiðurum eða sambærilegum ritstjórnargreinum er
talað í nafni fjölmiðilsins og hann ber því ábyrgð á
þeim orðum. Því fylgir krafa um að samhengi sé í
þeim skoðunum og þær séu vel grundaðar.
Ævisögur eru enn eftirsóknarverðar bækur. Mis-
vel er þó að slíkum bókum staðið og iðulega telja
menn sig þá þurfa litla ábyrgð að taka á sínum orð-
um. Og það fer ekki illa á því að í slíkum bókum sé
svigrúmið mikið. Enda er þá ekki farið í felur með
hver samþykkir endanlega frásögn.
Gallagripur tekur öllu vel
Seint verður sagt um bréfritara að þar fari gallalaus
maður. Væri hann hús og lyti fasteignaviðskiptum
væri honum vísast óhætt að segja að þótt hann væri
göllum hlaðinn þá hefði hann hvergi rúm fyrir
leynda galla lengur.
Bréfritari er svo sem ekki að dreifa um sig nei-
kvæðum sögum nema helst til gamans og á þá erfitt
með að stilla sig. En hann býr svo vel að stór hópur
sjálfboðaliða er iðinn við að upplýsa heiminn um
galla hans. Það er eitt af undrum tilverunnar hversu
mörgum göllum má koma fyrir á einu eintaki og
hlýtur þó margt að vera enn ósagt, því margir eru
enn að.
Virðingarvert er að tiltölulega fáir úr þeim fjölda
eru gerðir út af mönnum með illa fengið fé sem þeir
í iðrunarskyni verja í göfgandi verkefni eins og að
Þegar Öræfajökull ræskir sig
þarf enginn að gefa honum orðið
Reykjavíkurbréf02.11.18