Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Qupperneq 31
láta skrifa bækur þar sem „málstaðnum“ er komið að og hafa kórdrengi kyrjandi á netinu. Ár eftir ár eru gefnar út bækur þar sem samtíma- menn koma við sögu og sleppt er að sannreyna eitt né neitt þótt hæg væru heimatökin. Þeir liggja best við höggi sem aldrei svara beint neinu af því sem skrökvað er um þá, aldrei leita atbeina dómstóla vegna sannarlega ærumeiðandi, mannskemmandi skrifa. Myglan er vaxandi vandi í íslenskri húsagerð og ástæðurnar eru enn ekki fullrannsakaðar, en mygl- una í íslenskri samtímaumræðu er auðveldara að skilja. Hlusta og bregðast við En Íslendingar þekkja önnur eyðingaröfl, svo miklu stórbrotnari að allt verður að gjalti í samanburði. Frásögn Morgunblaðsins um gosin tvö í Öræfajökli 1362 og 1727 eru um stóratburði sem orðnir eru fjar- lægir í tíma en voma samt áfram yfir sem óhugnan- legur fyrirboði. Öræfajökull er fegurðin jökli klædd. Allir læsir Ís- lendingar vita að Öræfajökull er 2.119 metrar á hæð og rétt að gleyma tilraunum hins opinbera til að lækka hann um fáeina metra um árið. Enda senni- legt að það skens hafi lagst illa í jökulinn. Okkur þykir nafnið hans fallegt og sveitarinnar nöfnu hans. En muna verður að þau komu ekki til af góðu og voru ekki fegurðarverðlaun á þeim tíma. Eins og kom fram í fimmtudagsgrein Kristjáns Jo- hannessen blaðamanns varð mikið manntjón í fyrra gosinu sem orðið hefur á sögulegum tíma auk ann- arrar eyðileggingar sem var algjör. Eldgos og popp Það vottar stumdum fyrir því að talað sé um eldgos landsins sem uppákomur, jafnvel sem myndrænar og spennandi fréttir með jákvæðu ívafi, sem ýti und- ir dulmagnaða mynd af landi og þjóð. Stundum eru þau einmitt þannig, Og þess háttar eldsumbrot eru þekkt víðar, eins og Etna sígjósandi á Sikiley er dæmi um. En eldstöðvar, fjöll eða gígir, eru ekki lömb að leika sér við. Það segir sig sjálft og sagan tekur undir. Eldgos eru stjórnlaus eyðileggingaröfl, ófyrir- sjáanleg, og stórbrotin og stundum hryllileg. Fegurð í fjöllum og hraunum er síðari alda mál. Fæðingarhríðir fegurðar Okkur er eiginlegt flestum að þykja Þingvellir við Öxará undrafögur landspilda, sem slái allt annað út. Það þótti Jónasi Hallgrímssyni líka, en hann sá samt fyrir sér þau reginöfl eyðileggingarinnar sem áttu sviðið árþúsundum áður en fegurðinni var hleypt á staðinn. Það var þolinmæðisverk fyrir fegurðina og Guð, eins og Jónas bendir á, að draga upp þær myndir og þá liti sem hann gat lofsungið í ljúfsárum ljóðum sín- um og þeir Kjarval, Jón Stefánsson og margir aðrir fest á léreft. Væntir sín Nú segja jarðfræðingar ótvíræð merki um að Öræfa- jökull eigi von á sér. Vandinn er sá að meðgöngutím- inn er ekki þekktur. Frásagnir eru til um gosin tvö. Það fyrra gerði engin boð á undan sér sem sá tími gat numið. Nú höfum við mæla og tæki og þekkingu til að staðsetja þau og vakta. Það liggur fyrir hættumat og lagðar hafa verið línur um hvert megi helst halda vakni óvætturin í iðrum jarðar. (Í þessu sambandi er ekki talað um fegurðardrottninguna glæstu enda sannast að þarna er flagð undir fögru skinni.) Það er ekki tilefni né gagn að hræðsluáróðri um þetta fjall, frekar en Kötlu vestar. En þau verður að þekkja og þau verður að virða. Það er á hinn bóginn komið fullt tilefni til að setja fjallið í algjöra gjör- gæslu strax. Miða verður viðbúnað við að gosið gæti orðið í næstu viku. Vandinn við þetta mikla fjall er einkum sá að það á svo stutt að fara eftir að umbrotin brjótast út. Það er alls ekki hægt að útiloka að slík gjörgæsla gæti staðið um alllanga hríð og kostað töluvert. Jafnvel heilan bragga. Þá það. Á því munum við læra. Af hinu, að gera ekki allt sem við getum nú þegar, með sem fullkomnustum hætti, gætum við einnig lært. Það viljum við ekki. Sumar eldstöðvar standa þannig að hættan er inn- an marka og tími og tök á að forðast ógnir. En í okkar tíma er þó ein risavaxin áminning um það sem við vitum að við vitum ekki. Hún snýst um „útdauða“ eldstöð sem gaus í jaðri Vestmannaeyja- bæjar. Tjónið varð mikið. Okkur finnst samt stund- um sem ekkert tjón hafi orðið þá, þar sem, fyrir kraftaverk, varð ekki manntjón. Lengi vel voru þær eldstöðvar sem ekki höfðu gos- ið á sögulegum tíma sagðar útdauðar. Sjálfsagt hafa einhverjir vitað betur. En nú vitum við öll betur. Snæfellsjökull, það tignarfjall, hefur ekki gosið á „sögulegum“ tíma. En fyrir alllöngu hafa þeir sem læsir eru á eld- stöðvar upplýst okkur um að eldföll hafa aldrei mið- að starfsemi sína við okkar sögu í landinu heldur eingöngu við sína sögu þar. Fjölmargar eldstöðvar eru sem betur fer sofnaðar svefninum langa. En ekki allar. Snæfellsjökull hefur ekki gosið „á sögulegum tíma“ sem er þakkarefni. En hafa verður í huga að það hafa ekki borist neinar tilkynningar beint frá honum um að hann sé hættur. Sérfræðingar þekkja ekki alla sögu hans. En þeir þekkja margt. Og „spor“ hans og „fingraför“ sýna að hans má eiga von. Regla Snæfellsjökuls er allt önnur en Heklu og Kötlu, svo ekki sé talað um Grímsvötn. Nú erum við svo lánsöm að eiga völ á vönduðum búnaði og eigum fólk sem kann með hann að fara. Við skulum spara hvorugt. Það gæti borgað sig. Morgunblaðið/RAX ’Það er ekki tilefni né gagn að hræðslu-áróðri um þetta fjall, frekar en Kötluvestar. En þau verður að þekkja og þau verð-ur að virða. Það er á hinn bóginn komið fullt tilefni til að setja fjallið í algjöra gjörgæslu strax. Miða verður viðbúnað við að gosið gæti orðið í næstu viku. 4.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.