Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Síða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Síða 35
4.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 24.-30. OKTÓBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Jól í litla bakaríinuJenny Colgan 2 Afmæli hjá LáruBirgitta Haukdal 3 Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason 4 Lára fer til læknisBirgitta Haukdal 5 Reykjanesskagi – Náttúra og undur Ellert Grétarsson 6 Ljóð muna ferðSigurður Pálsson 7 Siggi sítrónaGunnar Helgason 8 Mín sökClare Mackintosh 9 Er ekki allt í lagi með þig?Elísa Jóhannsdóttir 10 Horfið ekki í ljósiðÞórdís Gísladóttir 1 Afmæli hjá LáruBirgitta Haukdal 2 Lára fer til læknisBirgitta Haukdal 3 Siggi sítrónaGunnar Helgason 4 LjóðpundariÞórarinn Eldjárn 5 StormskerBirkir Blær Ingólfsson 6 DraumurinnHjalti Halldórsson 7 Úlfur og Edda – Drottningin Kristín Ragna Gunnarsdóttir 8 JólasveinarannsókninBenný Sif Ísleifsdóttir 9 Langelstur í leynifélaginuBergrún Íris Sævarsdóttir 10 Hvolparnir bjarga jólunum Allar bækur Barnabækur Mér var að berast í hendur jóla- gjöf sem lenti á vergangi – gríðar- mikill doðrantur sem ég fékk að gjöf jólin 2016, en varð svo viðskila við á kaffihúsi eða bar í miðbæ Reykjavíkur. Þetta er Jón lærði & náttúrur náttúrunn- ar eftir Viðar Hreinsson, og hefur nú loks borist mér eftir miklum krókaleiðum; ég tók hana úr gjafa- pappírnum í gær og hlakka mikið til að lesa hana. Í vikunni lauk ég við tvær nýjar ís- lenskar bækur: Krossfiska eftir Jón- as Reyni og Kláða eftir Fríðu Ísberg og var ánægður með báðar. Er svo hálfnaður með stór- kostlega bandaríska skáldsögu, The Overstory eftir Richard Powers, sem fjallar um manneskjur og tré – og loftslagsbreyting- arnar. Það er eigin- lega fyrsta skáld- verkið sem ég les sem tekur á þeim vanda okkar með sannfærandi hætti. Ég les hana hægt; þetta er í raun ljóð, dulbúið sem skáldsaga. Og það eru jafnan bestu bækurnar. ÉG ER AÐ LESA Sverrir Norland Sverrir Norland er rithöfundur. Fyrsta smásaga Arndísar Þór-arinsdóttur birtist árið 2005og fyrsta skáldsagan, Játn- ingar mjólkurfernuskálds, kom út 2011. Sú bók segir frá unglings- stúlku sem neyðist til að hefja skóla- göngu á nýjum stað. Ný skáldsaga hennar, Nærbuxnaverksmiðjan, er ætluð yngri lesendum og segir frá ævintýrum Gutta og Ólínu í Brókar- enda, en þar snýst lífið um nær- buxur og nærbuxnaverksmiðjuna sem gnæft hefur yfir hverfið svo lengi sem elstu börn muna. — Bókin byggist á býsna óvenju- legri hugmynd, hvaðan er hún kom- in? „Ég spurði son minn, sem þá var fimm ára: Jæja Þórarinn minn, ef mamma myndi skrifa sögu fyrir þig, um hvað ætti hún að vera? Við vor- um búin að vera að lesa mjög mikið af Kafteini Ofurbrók svo að hann svaraði að bragði að sagan ætti að vera um nærbuxur. Og vélmenni, af því að hann er áhugamaður um vél- menni, og vélmenni sem skýtur nærbuxum. Svo þurfti ég að greiða úr þessu, varð að skrifa eftir þessari fyrirsögn. Hann fékk svo handritið í jólagjöf um síðustu jól.“ Sigmundur Breiðfjörð mynd- skreytir bókina og Arndís lýsir mik- illi ánægju með myndir hans. „Ég hef aldrei hitt Sigmund samt, við höfum verið í tölvupóstsambandi, en hann býr í Kanada. Maður sér það svo í myndunum hvað honum hefur þótt skemmtilegt sjálfum að teikna alla þessa nærbuxnabrandara, það er svo mikill leikur í myndunum.“ — Það hlýtur líka að hafa verið skemmtilegt fyrir þig að skrifa bók- ina með öllum þessum orðaleikjum og útúrsnúningum. „Maður er alltaf pínulítið hrædd- ur um að maður sé að kenna börn- unum einhverja vitleysu áður en þau læra eitthvað rétt. Það verður að fara einhvern milliveg og það verður líka að vera gaman fyrir þá sem eru að lesa fyrir börnin, en ég skrifaði söguna einmitt svolítið til þess að vera lesin upphátt. Ég vildi hafa umfjöllunarefni sem höfðaði til fimm til sjö ára barna, en textinn er þungur þannig að sagan virkar al- veg fyrir eldri krakka.“ Brókarflokkur í aðsigi — Sérðu fyrir þér að þessi bók sé byrjun á einhverju? „Ég vona það. Þegar ritstjórinn minn nefndi brókarflokk þá var ekki hægt annað en að taka undir það, við Sigmundur erum bæði til í tusk- ið,“ segir Arndís og skellir upp úr. — Það kemur talsvert út af nýj- um íslenskum barnabókum í ár, er uppsveifla í bókum fyrir börn? „Já, og ég held að þetta sé afleið- ing af mjög heilbrigðri umræðu síð- ustu tveggja ára. Í samhengi við PISA-niðurstöður og rannsóknir á lestri þá kemur hratt upp sú niður- staða að það var bara ekki og er ekki nóg af bókum fyrir börn sem lesa mikið. Þau eru bara búin með það sem kemur út í febrúar og þá er ekkert væntanlegt mánuðum sam- an. Það er ekki hægt að lesa Enid Blyton endalaust árið 2018. Ég held að að einhverju leyti sé þetta viðbragð frá höfundum og út- gefendum, þetta ákall um bækur heyrist og það er mjög gott að það er að virka. Það kom í síðustu viku frétt frá Menntamálastofnun um að lesfimi væri að aukast meðal barna og þau telja að þetta hangi allt sam- an, öll þessi umræða, öll þessi lestrarhvatning – fólk er farið að vera meðvitað um að barnabókin skiptir máli. Það verður að vera gaman að lesa til að maður nenni að læra að lesa.“ Það verður að vera gaman að lesa Lífið í Brókarenda, sem birtist í nýrri barnabók Arndísar Þórarinsdóttur, snýst um nærbuxur, eða réttara sagt nærbuxnaverksmiðju. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Arndís Þórarinsdóttir segir að fólk sé farið að vera meðvitað um að barnabókin skipti máli. Morgunblaðið/Hari SKECHERS RELMENT PELMO HERRASKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 41-47,5. FÁST LÍKA GRÁIR OG BEIGE. HERRASKÓR KRINGLU OG SMÁRALIND 14.995

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.