Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Page 37
KVIKMYNDIR Draggdrottning deyr
úr krabbameini, skápahommi tekur
ástlaust hjónaband fram yfir manninn
sem hann elskar, eldri lesbía snýr heim
úr ævintýraferð í grásmóskulegan
hversdaginn, hommi ákveður að vera
áfram í skápnum starfsferils síns vegna og samkyn-
hneigður faðir sviptir sig lífi eftir að honum er útskúf-
að. Þetta var meðal þess sem Benjamin Lee, sem sat í
dómnefnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í New York á dögunum,
þar sem samkynhneigð var þemað, upplifði. Niðurstaða hans er
eftirfarandi: Ætli kvikmyndir um samkynhneigða að halda áfram
að þróast verða þær að hleypa einhverri gleði inn. Ekkert sé að því
að kvikmynd ljúki á jákvæðum og giftusamlegum nótum, alltént
endrum og sinnum.
4.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Inn með
gleðina!
Depurð. Frá
Gay Pride í
Taívan.
AFP
Synd væri að segja að
verðlaunamyndin Broke-
back Mountain endaði vel.
Dassler-bræður elduðu grátt silfur.
Bræðraslagur
RÚV Bræður munu berjast er þýsk
mynd í tveimur hlutum og verður
sá fyrri á dagskrá í kvöld, sunnu-
dagskvöld. Myndin segir sögu Dass-
ler-bræðranna, sem stofnuðu Adi-
das og Puma. Á þriðja áratugnum
hófu Adi og Rudi Dassler að fram-
leiða íþróttaskó. Bræðurnir voru
gerólíkir og milli þeirra myndaðist
óvild sem varð til þess að leiðir
skildi og þeir stofnuðu sitt íþrótta-
merkið hvor. Aðalhlutverk: Christi-
an Friedel og Hanno Koffler.
SJÓNVARP
SÍMANS gerir sér
lítið fyrir og hend-
ir í tvo gamla
spennutrylla í
kvöld, laugardags-
kvöld. Fyrst er það
Die Hard With a
Vengeance frá
1995 með Bruce
Willis, Jeremy Irons og Samuel L.
Jackson í aðalhlutverkum. Myndin,
sem fjallar um harðhausinn John
McClane, er bönnuð börnum yngri
en 12 ára. Á hæla henni kemur
D.O.A. frá 1988 með Dennis Quaid
og Meg Ryan í aðalhlutverkum.
Enskuprófessorinn Dexter Cornell
flækist í röð morðmála sem tengj-
ast öll fólki í kringum hann. Myndin
er stranglega bönnuð börnum.
Yfirspenna
Meg Ryan
STÖÐ 2 Mr. Mercedes eru spennu-
þættir úr smiðju Davids E. Kelley
og Stephens King sem sýndir eru á
sunnudagskvöldum en þeir byggj-
ast á metsölubókum þess síðar-
nefnda. Brendan Gleeson leikur
Bill Hodges, rannsóknarlögreglu-
mann á eftirlaunum, sem berast
dularfull skilaboð. Þau tengjast
óleystu sakamáli sem hann hefur
átt erfitt með að gleyma.
Brendan Gleeson leikur aðalhlutverkið.
Kingimagnað
Miði á A svæði kr. 7.500 Miði á B svæði kr. 6.000
Kynnir: Gísli Einarsson
Eftirtaldir listamenn koma fram og styrkja verkefnið:
Karlakórinn Esja, stjórnandi Kári Allansson
Geir Ólafsson
Gissur Páll Gissurarson
Guðrún Gunnars, Margrét Eir og Regína Ósk
Guðrún Árný Karlsdóttir
Helgi Björnsson
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað
Kristinn Sigmundsson
Matthías Stefánsson, fiðluleikari
Páll Rósinkranz
Raggi Bjarna
Sverrir Bergmann
Undirleikarar:
Halldór Gunnar Pálsson,
Hilmar Örn Agnarsson,
Þorgeir Ástvaldsson,
Þórir Baldursson
Barna- og unglingageðdeild LSH og Líknarsjóði Fjörgynjar
Lionsklúbburinn Fjörgyn stendur fyrir tónleikum til styrktar
Stórtónleikar í Grafarvogskirkju
8. nóvember 2018, kl. 20:00