Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Síða 6
ERLENT
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2018
Pep Guardiola, þjálfari Man-
chester City, sagði að félagið
snerist um meira en peninga.
„Ég er fullkomlega heiðar-
legur, ég veit ekki hvað gerist
því að ég er þjálfari,“ sagði
hann fyrir viðureign liðsins
við Shaktar Donetsk í meist-
aradeild Evrópu á miðviku-
dag. „Ég einbeiti mér að því
sem gerist á vellinum, í
búningsklefanum.“
Síðan bætti hann við:
„Ef fólk segir að
þetta snúist bara
um peninga
verðum við að
taka því, en
það sjón-
armið
er al-
gerlega
rangt.“
Margt hefur breyst í heimiknattspyrnunnar á und-anförnum áratugum.
Nokkur knattspyrnuliðið tróna á
toppnum og þannig er búið um hnúta
að erfitt er að velta þeim úr sessi ef
ekki ómögulegt. Undanfarna viku
hafa jafnt og þétt birst upplýsingar
úr lekaskjölum, Football Leaks, sem
benda til að hinar rúmu reglur dugi
sumum þeirra bestu ekki til. Lengra
hafi verið gengið til að tryggja sig í
sessi og þegar upp hafi komist hafi
verið gefinn afsláttur á refsingunni.
Enska félagsliðið Manchester City
og franska liðið Paris Saint-Germain
hafa verið í eldlínunni í lekanum. Á
fimmtudag birti þýska tímaritið Der
Spiegel á vefsíðu sinni fjórða hluta
greinaflokks síns úr lekaskjölunum.
Þar er því lýst hvernig City geti í
krafti peninga knúið lið til að láta
leikmenn af hendi þótt þau hafi engan
áhuga á að selja þá. Belginn Kevin de
Bruyne, einn besti leikmaður heims,
er nefndur sem dæmi. Hann lék hjá
Wolfsburg og liðið ætlaði að halda
honum, en það tókst ekki.
„Þegar City vill fá leikmann hvað
sem hann kostar kiknar jafnvel bíla-
framleiðandi með 200 milljarða evra
veltu,“ segir í Der Spiegel og er vísað
til bílaframleiðandans Volkswagen.
Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, setur reglur, sem eiga að
tryggja sanngirni í fjármálum inn-
an íþróttarinnar. Financial Fair
Play, skammstafað FFP, nefnast
þær á ensku og voru settar til að
koma í veg fyrir að knattspyrnu-
félög hlæðu upp skuldum og tak-
marka hversu mikið tap mætti vera
á rekstri þeirra á tilteknu tímabili.
Fyrir fjórum árum sektaði UEFA
Manchester City um 60 milljónir evra
(8,3 milljarða króna) fyrir að brjóta
reglurnar. Í kjölfarið var samið um að
félagið fengi 40 milljónir evra (5,5
milljarða króna) til baka héldi það
samkomulagið.
Dýr brottrekstur þjálfarans Rob-
ertos Mancinis 2013 fyrir að ná ekki
að verja meistaratitil félagsins olli því
hins vegar að allt benti til að þeir
myndu brjóta FFP-reglurnar.
Der Spiegel vitnar í tölvupóst fjár-
málastjóra City, Jorges Chumillas:
„Okkur mun vanta 9,9 milljónir
punda (1,6 milljarða króna) til að
standast UEFA FFP þetta tímabil.
Hallinn er vegna brottreksturs RM
[þjálfara]. Ég held að eina lausnin
væri viðbót við kostunarupphæð AD
[Abú Dabí] til að brúa bilið.“
Annar yfirmaður hjá City leggur
síðan að sagt er til að gert verði „sam-
komulag dagsett aftur í tímann til
næstu tveggja ára … borgað fyr-
irfram“.
Í Der Spiegel segir að tíu dögum
eftir lok tímabilsins hafi fjármála-
stjórinn tilkynnt að samningarnir við
kostunaraðilana yrðu lagaðir til.
Helsti kostunararaðilinn, Etihad,
ríkisflugfélag Sameinuðu arabísku
furstadæmanna, myndi borga 1,5
milljónir punda (238 milljónir króna)
til viðbótar, ferðamálaráð Abú Dabí
bæta við 5,5 milljónum punda (874
milljónir króna) og fjárfestingasjóð-
urinn Aabar hálfri milljón punda (79
milljónum króna).
Þegar Chumillas spyr starfsbróður
sinn Simon Pearce hvort breyta megi
dagsetningu greiðslnanna frá kost-
unaraðilunum var svarið samkvæmt
lekagögnunum: „Auðvitað, við getum
gert það sem okkur sýnist.“
Á bak við þetta eru spurningar um
uppruna peninganna. Að baki Man-
chester City er fjárfestingafélagið
ADUG, sem er í eigu auðkýfingsins
Mansours bin Zayeds Al Nains. Hann
er einnig varaforsætisráðherra Sam-
einuðu arabísku furstadæmanna.
Takmörk eru fyrir því hvað eigendur
mega dæla miklu fé í leikmannakaup,
en þau hækka komi kostunaraðilar til
sögunnar. Stóra spurningin er hvort
kostunaraðilarnir í þessu tilfelli séu
óháðir eða handbendi eigandans. Fé-
lagslið á borð við Bayern München
og Atlético Madrid hafa kvartað
undan þessum viðskiptaháttum.
Sams konar ásakanir koma
fram í lekaskjölunum um Par-
ísarliðið PSG, sem einnig
þurfti að borga sekt 2014 fyrir
að hafa brotið FFP-
reglurnar. Liðið gerði eins
samning og City um
endurgreiðslu ef það
stæði við skilmála
samkomulagsins um
sektina. Bæði City og PSG sluppu við
þyngstu refsinguna við brotum á
reglunum; útilokun frá keppni í
Meistaradeild Evrópu.
Eigandi liðsins er frá Katar og er
dregið í efa að fimm ára samningur
við ferðamálaráð Katar upp á 1,075
milljarða evra (138 milljarða króna)
standist skoðun.
Í niðurstöðum þeirra sem fóru yfir
skjölin segir að UEFA hafi „af ásettu
ráði hjálpað félögunum að hylma yfir
eigin brot af pólitískum ástæðum“.
Hlutaðeigandi félög og UEFA
hafna ásökunum og segja tilvitnanir
og upplýsingar úr gögnunum slitin úr
samhengi.
Á vefsíðu samtakanna European
Investigative Collaborators, sem
halda utan um gögnin og hafa unnið
að birtingu þeirra í samvinnu við
valda fjölmiðla, segir að upplýsing-
arnar um „hvernig leynisamningar
embættismanna félagsliða, leiðandi
knattspyrnusambanda, umboðs-
manna, fjárfesta og leikmanna hafi
spillt vinsælustu íþrótt heims“ bygg-
ist á rannsókn á rúmlega 70 milljón
skjölum, 3,4 terabætum upplýsinga
alls, sem nái allt til þessa árs.
„Við getum
gert það sem
okkur sýnist“
Birting lekaskjala bendir sterklega til maðka í
mysu knattspyrnunnar. Hinir afhjúpuðu kenna
um hælbítum og hatursmönnum.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Pep
Guardiola
Ekki bara
um peninga
AFP
Leikmenn Manchester City létu lekafréttir sem vind um eyru þjóta og völtuðu yfir Shakhtar Donetsk með sex mörkum
gegn engu í meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Hér hnýtur Raheem Sterling eftir að hafa stungið tá í svörð og fær víti.
BOTSVANA
Hundruð buffala drukknuðu í á sem liggur á landamær-
um Botsvana og Namibíu. Yfi rvöld í Botsvana segja að
það líti út fyrir að ljón hafi elt buffalana og þeir síðan
lent í ánni en ekki komist upp árbakkann hinum megin.
Ekki er óalgengt að dýr drukkni í ánni en ekki er vitað
til þess að svo mörg dýr hafi áður drepist í einu en
yfi rvöld meta það svo að um 400 dýr hafi drukknað.
SKOTLAND
EDINBORG Óþekktur listamaður hefur sett
svip sinn á umferðarmerki í Edinborg. Mynd-
irnar minna á verk ítalska listamannsins Clet
Abraham en verk hans seljast á hundruð þús-
unda króna. Margir eru ánægðir með framtakið
og vilja ekki að borgin skipti merkingunum
út því skreytingarnar, sem m.a. eru blóm og
vínglös, hressi upp á umhverfi ð en á sama tíma
séu umferðarmerkingar skýrar.
BANDARÍKIN
Þátttaka í kosningunum í
Bandaríkjunum á þriðjudag
var óvenju mikil. Hún var sú
mesta í meira en hálfa öld í
kosningum þegar ekki er
kosið um forseta. Rúmlega
47% fólks á kosningaaldri
greiddu atkvæði. Þátttakan var
36,7% árið 2014 og 41% árið 2010. Fleiri hafa ekki kosið frá 1966 þegar
49% nýttu kosningarétt sinn í sambærilegum kosningum.
SPÁNN
Spænska lögreglan handtók mann sem lagði á ráðin um
að myrða forsætisráðherra landsins, Pedro Sánchez.
Maðurinn, sem er 63 ára, var með mikið magn
óskráðra vopna af ýmsu tagi á heimili sínu.
Fjölmiðlar á Spáni hafa greint frá því að
maðurinn hafi viljað hefna fyrir að Sánchez
ætli sér að grafa upp líkamsleifar Francisco
Franco. Grafhýsi einræðisherrans Franco er í
miklum metum hjá öfgahægrifólki á Spáni.