Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Blaðsíða 9
Myndir/Marc Jacobs Marc Jacobs var rekinn frá Perry Ellis fyrir gruggrokklínu sína fyrir vorið 1993. Þarna fléttaðist tíska og tónlist saman í eitt og gagnrýnendur voru alls ekki hrifnir. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og algengt er að tónlist og unglingamenning endurspeglist í fatalínum tískuhúsanna. Jacobs hefur náð miklum frama í tískuheiminum á undanförnum árum og nú hefur hann ákveðið að endurvekja 26 heildarútlit úr þessari línu fyrir sitt eigið tískuhús. Á tíunda áratugnum voru það Kate Moss, Christy Turlington og Naomi Campbell sem sýndu línuna en nú voru það m.a. Gigi Hadid og Coco Gordon Moore sem sáu um það. Jacobs sagði á sínum tíma að hann hefði fengið innblástur frá því hversu ekta tónlistarheimurinn væri og því hvernig fyrirsæturnar vinkonur hans klæddu sig. Miðað við þau áhrif sem hafa ríkt frá tíunda áratugnum að undanförnu er líklegt að þessi upprisna lína muni slá í gegn. Eins og Jacobs skrifar sjálfur á síðu sinni í kynningu á línunni: „Heimurinn þarfnast gruggs meira en nokkru sinni.“ Heimurinn þarfnast gruggs 11.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 JAFNVÆGI STYRKUR Veldu sterkan lífeyrissjóð Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · www.sl.is BESTA LANGTÍMAÁVÖXTUN 2018* Með því að greiða í traustan lífeyrissjóð leggur þú grunn að þinni framtíð. SL lífeyrissjóður hefur náð einstökum árangri í langtímaávöxtun og fékk hann nýverið verðlaun hjá óháðum matsaðila fyrir hæstu ávöxtun sameignarsjóðs á 20 ára tímabili.* SL er sjálfstæður lífeyrissjóður og starfar ekki í tengslum við stéttarfélag. Sjóðurinn er opinn öllum launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum. og hlúðu að þínum farvegi *Samkvæmt úttekt Verdicta Starfsmaður hjálparsamtaka í Texas varð heldur betur hissa þeg- ar hann fann albínó-kyrkislöngu í fataflokkunarstöð samtakanna en slangan faldi sig í fatahrúgu. Ekki er vitað hvort eigandinn hafi ætlað sér að gefa slönguna frá sér eða hvort hún hafi hreinlega sloppið frá honum. Slangan verður ekki seld í Goodwill-verslununum heldur ætla starfsmenn hjálparsamtak- anna að sjá um hana þangað til eigandinn gefur sig fram eða nýtt heimili verður fundið fyrir dýrið. Slanga af sömu tegund og sú sem fannst í Texas. AFP Slanga í fataflokkun Bjarga þurfti breskum sjómanni sem var á göngu við ströndina nærri Green Stane í suðaust- urhluta Skotlands þegar hann lenti í árársargjörnum hópi um 50 sela. Hann þurfti að klifra upp kletta til að sleppa frá selunum en ekki vildi betur til en svo að hann lenti í sjálfheldu og björg- unarsveitin á staðnum þurfti að koma honum til aðstoðar. Selirnir eru ekki venjulega svona árásargjarnir en þeir gætu hafa verið að vernda ungviðið í hópnum. Þessir selir eru ekki í ham. GettyImages/iStockphoto Frá selum í sjálfheldu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.