Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Side 16
Ljóst er að fjölskylda Ásdísar Höllu var ólík
mörgum öðrum og fleira sem þau þurftu að
takast á við en gengur og gerist. Blaðamaður
nefnir að breyskleiki mannanna geti samt sem
áður verið svo áhugaverður.
„Hann er svo áhugaverður og hann er svo
nærri. Í mörgum fjölskyldum eru alls konar
mál sem hægt er að sópa undir teppið. Í minni
fjölskyldu var það ekki þannig. Vandamálin
voru svo alltumlykjandi og við vissum alveg að
ekkert okkar væri fullkomið. Það var svo
dásamlegt að þegar Heiða systir mín hafði les-
ið handritið að Hornauga kom hún til mín og
faðmaði mig og hrósaði mér fyrir að segja sög-
una. Svo sagði hún: „Veistu Halla að loksins er
ég búin að átta mig á því að þú ert ekki full-
komin! Og þú ættir bara að vita hvað það veitir
mér mikla gleði og hamingju!““ segir Ásdís
Halla og skellihlær.
„Við vitum það öll að það er svo skammt á
milli að reyna að feta hinn beina og breiða veg
og misstíga sig. Það er áhugavert, annars veg-
ar af hverju við gerum mistök og hins vegar
hvernig við vinnum úr þeim. Ég hef alltaf verið
þakklát fyrir fjölskylduna mína en þó aldrei
jafn þakklát og nú því þau eru svo skilningsrík
og kærleikurinn er skilyrðislaus. Enginn veit
betur en þau að lífið er alls konar og hjá þeim
eru hvorki til fordómar né yfirlæti,“ segir hún.
Að opinbera sannleikann
Líkt og í Tvísögu spinnast saman í Hornauga
tvær ólíkar, en þó skyldar sögur.
„Í þessari bók fléttast saman tvær sögur,
annars vegar saga Ingibjargar og hins vegar
hvað gerist í mínu lífi eftir að hið rétta faðerni
kemur í ljós og ég kynnist hálfbróður mínum.
Eins og ég nefndi áðan átti textinn að vera um
formæðurnar en þegar ég sat ein fyrir framan
tölvuna fann ég að ég gat ekki skrifað um erfð-
irnar og fjölskylduna nema opinbera líka það
sem hafði verið erfiðast fyrir mig þegar ég sá
sjálfa mig í ókunnugu fólki. Smám saman fór
ég að skrifa um það sem ég hafði ekki getað
talað um við neinn nema manninn minn. Ég
fann að með því að skrifa skildi ég smám sam-
an hvað hafði gerst, hvers vegna það hafði
gerst og hvernig best væri fyrir mig að vinna
úr því. Ég gaf mér langan tíma til að skrifa um
þetta og mér fannst gott að móta hugsunina
þegar ég sat ein við lyklaborðið. Ég get ekki
lýst því í stuttu máli í blaðaviðtali, í fjöl-
skylduboði eða í saumaklúbbum hvað gerðist
og ég ætla ekki að reyna að gera það í þessu
viðtali en ég geri það í bókinni vegna þess að
það sem gerðist milli mín og hálfbróður míns
er mjög flókið og illskiljanlegt þeim sem aldrei
hafa lent í sambærilegu. Tilfinningarnar komu
mér á óvart og drógu dilk á eftir sér en á sama
tíma og ég átti engan veginn von á því sem
gerðist er ég sannfærð um að ég er ekki eina
manneskjan sem hefur glímt við þessa tog-
streitu. Ég er svo sannfærð um að þessi saga
getur hjálpað öðrum sem hafa lent í sambæri-
legu, eða eiga eftir að kynnast fjölskyldu,
systkinum eða ættingjum á fullorðinsárum.
Þess vegna finnst mér það eiginlega vera
skylda mín að opinbera þessa reynslu mína.
En þrátt fyrir það að ég sé búin að skrifa heila
bók finnst mér ekki gott að tala um það, ekki
einu sinni hér og nú við þig,“ segir Ásdís Halla
og talar hægt og vandar orð sín.
Þú opinberar þín leyndarmál frammi fyrir
alþjóð þegar flestir hefðu kosið að þegja.
Hvers vegna?
„Það eru margar ástæður. Ég fór í gegnum
þessa atburðarás og lifði hana af en veit ekki
skoðanir á hlutum sem ég átti alls ekki að hafa
skoðanir á, var það vegna þess persónuleika
sem ég fékk með erfðunum. Genin geta verið
svo óhugnanlega sterk og mótandi,“ segir hún
og leggur áherslu á orð sín.
Hugrekki, dirfska og heimska
Áhuginn var vaknaður og Ásdís Halla lagðist í
heimildavinnu til þess að kynnast þessari
ömmu Halldórs.
„Mér fannst Ingibjörg áhugaverð af því hún
fór ekki eftir forskrift samfélagsins. Hún var
sýslumannsfrú en hagaði sér ekki í samræmi
við stöðu sína og gerði mikil mistök, sem höfðu
dramatísk áhrif á ævi hennar og fjölskyld-
unnar. Í leit minni að gögnum um hana fund-
ust áhugaverðar skriflegar heimildir sem hafa
ekki áður verið aðgengilegar en varpa ljósi á
hvers vegna hún flúði land. En það sem mér
fannst áhugaverðast við hana, og það sem ég
tengdi kannski við, var að þegar hún hefði get-
að gefist upp sýnir hún fádæma hugrekki og
dirfsku – eða jafnvel heimsku og algjört glap-
ræði – en oft er erfitt að greina þar á milli. En
eftir að upp kemst um glappaskot hennar
pakkar hún saman og fer til Kanada og svo til
New York. Hún ætlar ekki að láta samfélagið
stjórna sér. Ætlar ekki að láta viðhorfin stýra
sér. Hún ætlar ekki að láta þetta hornauga
sem hún mætti í Reykjavík stjórna sínu lífi. Ég
tengi dálítið við það. Að vera kannski ekki
nægilega vel tamin til að láta gildandi norm
stýra öllu því sem ég segi og geri. Það getur
verið snúið og lýjandi að búa yfir persónuleika
sem fer ekki í einu og öllu eftir því sem sam-
félagið ætlast til af manni.“
Mikið efni fann Ásdís Halla á bókasöfnum, í
gömlum bréfum og í blaðagreinum.
„Þegar maður fer að grúska finnur maður
ótrúlegustu gögn. Ingibjörg skrifaði til dæmis
greinar þegar hún bjó í Kanada. Sem betur fer
hafði hún mikla þörf fyrir að tjá sig og skrifaði
um trúmál, vísindi, skólakerfið, alkóhólisma og
margt fleira. Þegar ég las þessar greinar hugs-
aði ég að ef ég hefði verið uppi á þessum tíma
og búið í Kanada, hefði ég getað skrifað allar
þessar greinar, og alveg eins! Ég hefði haft
sömu skoðanir og hún,“ segir Ásdís Halla og
nefnir að greinar Ingibjargar hafi gefið henni
innblásturinn þegar hún setur sig í spor Ingi-
bjargar en jafnframt hafi hún tekið sér ákveð-
ið skáldaleyfi.
„Ég skálda ekki atburði eða ártöl en ég leyfi
mér að taka tilfinninguna sem ég sé í greinum
hennar og textanum hennar og spinn í kring-
um þá hugsun ákveðinn rauðan þráð til þess að
reyna að skapa þann karakter sem mér finnst
ég skynja svo sterkt í skrifum hennar.“
Þú ert ekki fullkomin!
Ásdís Halla segist þekkja vel þessa tilfinningu
langömmu sinnar, allt frá æsku, að upplifa það
að vera litin hornauga.
„Við vissum það innan fjölskyldunnar að um
okkur var slúðrað og mér fannst það erfiðast
vegna mömmu og bræðra minna sem mér
fannst ekki njóta sannmælis í litla samfélaginu
þar sem við bjuggum. Bræður mínir leiddust
út í neyslu og eru nú báðir látnir en alla tíð
glímdu þeir við það að upplifa sig á hliðar-
línunni í samfélaginu. Ég var svo lítil þegar ég
sá og upplifði hve sársaukafullt það getur verið
að vera ekki samþykktur af umhverfi sínu en á
sama tíma var ég ákveðin í að láta viðhorf ann-
arra ekki stýra mér. Ég ákvað að láta ekki
hornaugað, slúðrið, smáborgaraháttinn stýra
því hver ég er eða hvað ég geri.“
Það er ekkert jákvætt við að vera svo ófor-
skammaður að ekkert gangi nærri manni. Það
þurfti svo sem enginn að vita hvað gerðist en
það truflaði mig að finna fyrir þessum minn-
ingum sem af og til kýldu mig í magann. Og ef
eitthvað er innra með manni eða í fortíð manns
sem hægt er að segja að sé lífsmótandi við-
burður, sem hefur áhrif á þroska manns og af-
stöðu til lífsins, þá er sanngjarnt og eðlilegt að
staldra við og veita slíkum atburðum réttmæta
athygli. Og þegar ég gerði það hugsaði ég: af
hverju ætti ég ekki að tala um þetta?“
Ásdís Halla segist hafa fullt samþykki og
stuðning fjölskyldu sinnar fyrir bókinni og
opinberunum sem þar er að finna.
„Ég hefði auðvitað ekki gert það nema með
þeirra stuðningi eða að minnsta kosti skilningi á
því hvers vegna ég kjósi að fara þessa leið. Það
hefur enginn sagt við mig að þeir hefðu gert
það sama og fáir hafa beint hvatt mig til að gefa
söguna út. Þvert á móti hafa nokkrir af þeim ör-
fáum sem hafa lesið handritið sagt, „veistu
Halla mín að ef þetta hefði gerst í mínu lífi hefði
ég þagað yfir því,“ og ráðlögðu sumir mér að
segja ekki frá þessu. En á sama tíma hefur fólk
sagt við mig að ef ég velji að deila þessu í þeirri
von að það verði til einhvers góðs, þá styðji það
mig. En ég veit að þorri fólks er á þeirri skoðun
að sumu eigi maður að halda fyrir sig. Sumt sé
best gleymt og grafið. Ég geri mér grein fyrir
því að ég er að fara út fyrir þægindaramma
mjög margra, og ekki síst þeirra sem eiga erfitt
með að opinbera tilfinningar sínar. Mörgum
finnst gott að geta skýlt sér á bak við það að
hvernig ég hefði komist í gegnum hana nema
vegna þess hve eiginmaðurinn var skilnings-
ríkur og styðjandi. Það er ekkert sjálfsagt við
það að njóta trausts og fyrirgefningar og því
miður eru ekki allir sem fá annað tækifæri til
þess að vinna úr mistökum sínum í ólgusjó lífs-
ins. En ef fólk getur nýtt sér okkar sögu til að
fyrirgefa sjálfu sér eða öðrum þá hefur sárs-
aukinn okkar fengið einhvern tilgang. Ef það
tekst er þess virði að opinbera leyndarmálin.“
Er léttir að opinbera sannleikann?
„Já, engin spurning. Það er ekki bara óeig-
ingirni að gefa út svona sögu. Ég hef fundið
það svo oft, eins og með Tvísögu, að ef maður
leggur hlutina á borðið fylgir því mikil frelsun
og góð tilfinning. Og það er líka þess vegna
sem ég í Hornauga flétta saman tvær sögur,
mína og Ingibjargar. Í staðinn fyrir að opin-
bera sannleikann og horfast í augu við hann
flúði Ingibjörg frá Íslandi. Hún fór frá öllum
ættingjum, nema yngsta syninum, fór frá öll-
um vinum og hún kom aldrei aftur. Nema til að
deyja. Og þetta hafa margir gert. Ég hef heyrt
um örlög fólks sem hefur lent í svipuðum
hremmingum og ég og hálfbróðir minn lentum
í. Ég hef heyrt um fólk sem hefur flúið. Ég hef
heyrt um fólk sem gengið hefur í sjóinn af því
að skömmin var svo mikil. En það er ekkert
leyndarmál svo stórt að það eigi að hvíla á fólki
og engin skömm svo mikil að maður eigi bug-
ast undan henni einn með sjálfum sér.“
Fannstu fyrir skömm?
„Já, ég gerði það. Mér fannst það vont en í
sjálfu sér er ekkert óeðlilegt að skammast sín.
’Ég hef heyrt um örlög fólks sem hefur lent í svipuðum hremm-ingum og ég og hálfbróðir minn lentum í. Ég hef heyrt um fólksem hefur flúið. Ég hef heyrt um fólk sem gengið hefur í sjóinn afþví að skömmin var svo mikil. En það er ekkert leyndarmál svo
stórt að það eigi að hvíla á fólki og engin skömm svo mikil að mað-
ur eigi bugast undan henni einn með sjálfum sér.
VIÐTAL
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2018