Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Síða 17
ekki eigi að ræða persónuleg mál og vilja heim-
færa það upp á aðra, ekki síst til þess að hlífa
sjálfum sér. Ég skil vel að sumir velji að hvíla
innan síns þægindaramma og ég er ekki að
segja að allir eigi að opinbera allt. Hver og einn
verður að fá að finna sinn eigin takt.“
Gríðarlegar hremmingar
Ásdís Halla leitaði víða að ástæðum fyrir því
að þessar tilfinningar kviknuðu og segir að í
sögulegu samhengi þekkist það að þegar ætt-
ingjar kynnast á fullorðinsárum sjái fólk sjálft
sig í hinum aðilanum og verði mjög brugðið.
„Það að sjá sjálfan sig og sjá skyldleikann
við annað fólk veldur því að það myndast til-
finningar og kenndir sem fólk kann ekki að
túlka almennilega. Það á sér jafnvel stað ein-
hvers konar hrifning af því að sjá sjálfan sig í
öðrum einstaklingi sem auðvelt er að rang-
túlka og halda að sé hrifning af einstaklingn-
um sem líkist manni. Þar sem ekki eru til orð
yfir sterkar tilfinningar á milli náskyldra ein-
staklinga sem kynnast á fullorðinsárum er
auðvelt að misskilja eða rangtúlka ólguna
innra með sjálfum sér. Maður getur fallið í þá
gryfju að flytja hugtök sem maður þekkir úr
öðrum aðstæðum yfir á þessar nýju aðstæður
sem eru skyldar en samt annars eðlis. Þegar
réttu orðin eru ekki til er svo auðvelt að mis-
skilja sjálfan sig! Í framhaldinu getur maður
gert afdrifarík mistök,“ segir hún.
„Ég hugsa að það megi líkja því sem gerðist
t.d. við það þegar sjúklingur hrífst af lækni eða
sálfræðingi og telur að umönnunin og athyglin
sé kærleikur eða ást. Ég undirstrika þó að ég er
enginn sérfræðingur á þessu sviði og ætla mér
ekki að reyna að leysa neina gátu. Ég get lítið
annað gert en að lýsa eigin reynslu sem ég
reyni að gera heiðarlega og opinskátt. Það eru
engin sérstök fræði á bak við frásögnina en mér
þætti vænt um að sjá aðra taka við keflinu eins
og félagsráðgjafa, líffræðinga, sálfræðinga,
geðlækna, erfðafræðinga eða aðra vísindamenn
sem gætu skoðað þetta fræðilega því að í dag
eru börn getin með svo margvíslegum hætti og
blóðtengsl meira á reiki en oft áður. Þá er meiri
hætta á því að svona gerist. Það ætti að gefa
þessu meiri gaum af greiða við fólk sem gæti
lent í snúnum kynnum. Af því að þetta eru gríð-
arlega miklar hremmingar sem margir jafna
sig aldrei á,“ segir hún.
Nú er bókin komin út. Óttastu að vera litin
hornauga og dæmd af samfélaginu?
„Ég er að birta efni þessarar bókar því ég
ætla ekki að flýja; ekki að loka mig af út af
skömm og alls ekki að ganga í sjóinn. Ég
stjórna ekki hvað gerist þegar sagan kemur
út; ég get bara stjórnað hvernig mér líður. Ég
er búin að fara í gegnum þessar tilfinningar og
hugsanir fram og til baka. Ég er búin að gera
það upp við mig að svona vil ég gera þetta og
hef til þess stuðning þeirra sem skipta mig
mestu máli. Ég stýri því ekki hversu óblítt
hornauga samfélagsins verður og verð að taka
viðbrögðunum af æðruleysi. Ég þarf ekki við-
urkenningu allra. Mér dugar að einhvers stað-
ar sé ein manneskja sem segir að lífið hafi orð-
ið aðeins bærilegra við það að lesa þessa bók.“
Morgunblaðið/Ásdís
„Sumar þeirra kvenna sem ég fæ genin
frá eru yndislegar og aðrar fullkomlega
óþolandi. Og ég er ekkert með minna frá
þessum sem geta reynt á taugarnar,“ seg-
ir Ásdís Halla sem lagðist í mikla rann-
sóknarvinnu til þess að vita sem mest um
langömmu sína, sem hún þótti líkjast.
Hér má sjá Ingibjörgu
Hjartardóttur Líndal,
langömmu Ásdísar
Höllu, árið 1908, með
Hjört Halldórsson, afa
Ásdísar Höllu, í fang-
inu. Myndin er tekin
skömmu áður en fjöl-
skyldan flutti á Borð-
eyri, þar sem eigin-
maður hennar, Halldór
Kr. Júlíusson, var sýslu-
maður. Hjónaband
þeirra lifði ekki af mik-
ið hneyksli sem kom
upp og í bókinni eru í
fyrsta sinn birt gögn
sem sýna hvað raun-
verulega gerðist. Ingi-
björg flúði land en
Hjörtur varð eftir hjá
föður sínum.
Úr einkasafni
11.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17