Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Side 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Side 21
11.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 mig langaði virkilega að starfa á fékk ég símtal að heiman þar sem ég var á leið út úr dyrunum að skrifa undir samninginn. Þá er það Ólafur G. Einarsson, sveitarstjóri Garðahrepps, sem sagði: „Mig vantar byggingarfulltrúa, drífðu þig heim.“ Ég bara hlýddi! En þarna þurfti ég að taka skjóta ákvörðun: átti ég að fara og skrifa undir samninginn eða fara heim? Ég lét hann bíða í símanum meðan ég ræddi þetta við Sigurveigu; hvað áttum við eiginlega að gera. „Förum heim,“ sagði hún og það var ákveðið.“ Óvinnufær af veikindum Annar og óvæntur kafli hófst þá í lífi Pálmars en hann veikist svo illa að hann varð óvinnufær í nær átta mánuði og hafði skerta starfsorku í allt að tvö ár. Tvisvar í þeim veikindum var hann hætt kominn. „Þessi veikindi byrjuðu með gallsteinum sem ég fann fyrir um fjórtán ára gamall. Gallsteinar voru þarna komnir um allan kvið, út í lifur og stífluðu göngin að brisinu en úr mér voru fjar- lægðir á annað hundrað steinar en út frá þessu fékk ég lífshættulega sýkingu í kviðarholið. Þessi veikindi tóku sinn toll þar sem við hjónum vorum þá komin með tvö lítil börn en ég fór að vinna aftur um haustið, sem ég hefði líklega ekki átt að gera út af líkamlegum ástæðum en ég held að andlega hafi það verið lífsnauðsyn- legt, fyrir ungan þrjátíu og tveggja ára gamlan mann sem hafði legið lengi. Fólkið sem starfaði með mér á skrifstofu Garðahrepps var ein- staklega nærgætið og tillitssamt. Auðvitað skil- aði ég minni vinnu en gerði ekki mikið meira en að vinna og fara svo heim á þessum tíma og ég þurfti að endurskoða alla mína lífshætti.“ Pálmar átti farsæl ár sem byggingarfulltrúi í nýju og stækkandi hverfi Garðabæjar og var um tíma skipulagsfulltrúi bæjarins. Pálmar rak einnig teiknistofu sjálfstætt, fyrst með Gesti Ólafssyni, svo Stefáni Benediktssyni og síðar vann hann mikið með Einari Ingimarssyni en Fjölbrautaskólinn í Garðabæ er meðal annars verk þeirra Einars eins og áður segir. Pálmar kenndi einnig í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í mörg ár, var þar aðstoðarskólameistari um tíma og hefur enn í dag umsjón með tónlistar- flutningi á útskriftinni. Hann segir að það að hafa kennt sjálfur hafi gagnast sér vel í að hanna síðar framhaldsskóla, hann vilji að arki- tektúr snúist um að hlutir virki vel fyrir þá sem munu starfa eða búa í byggingunni. Með þekkt- ari verkum hans er Ægisgata 2 í Stykkishólmi, sem hann teiknaði ásamt Stefáni Benediktssyni arkitekt, það vakti mikla athygli þegar það var byggt, hér heima og erlendis. „Eins og með þau einbýlishús sem ég hef teiknað þá ræði ég vel við eigendurna, heyri hvað þeir vilja og hvað hentar þeirra högum. Það halda margir að það sé eitthvað heilagt sem arkitektinn segir en fyrir mér er það alls ekki aðalatriði. Ekki þarf arkitektinn að búa þarna og starfa! Arkitekt þarf frekar að skilja þarfir annarra.“ Eftir alla þína reynslu af skipulagsmálum hlýturðu að hafa sterkar skoðanir á þessum málum í dag? „Ég ætla aldrei að verða aftursætisbílstjóri. Ég hef margoft verið beðinn um álit og ég hef mínar skoðanir á mörgu sem hefur verið gert en það er ekkert leiðinlegra til í þessum heimi en „grumpy old men“! Ég ræði það ef ég sé eitt- hvað jákvætt, annars ekki.“ Nýr kafli hófst hjá Sævari Karli Nýr kafli hófst hins vegar í lífi Pálmars árið 1999, seinna tímabilið í tónlistinni eins og hann kallar það sjálfur. „Ég hafði þá verið að spila svolítið í félags- starfsemi sem ég er í en þarna var ég að keyra Hrafnkel son minn á æfingu hjá hljómsveit sem hann var að stofna; Í svörtum fötum heitir hún. Hrafnkell byrjaði fimm ára að læra á fiðlu, seinna gítar, og ég hafði alltaf spilað undir hjá honum. Nema hvað, ég keyri hann á æfinguna og hljómborðsleikari sveitarinnar kemur í bíl- inn, Einar Örn, og segist vera í miklum vand- ræðum. Hann hafði verið ráðinn til að spila í verslun Sævars Karls og átti að vera mættur þangað eftir tuttugu mínútur og svo á Lækjar- brekku um kvöldið að spila fyrir gesti þar, hann hafði verið búinn að gleyma hljómsveitaræfing- unni. Þá segir Hrafnkell þessa ágætu setningu; „Við sendum bara hann pabba!““ Tuttugu mín- útum síðar er Pálmar sestur við flygilinn hjá Sævari Karli og endar á að vera þar í fleiri ár og þeir tveir mánuðir sem hann ætlaði að vera á Lækjarbrekku að spila urðu tíu ár. Þá má ekki gleyma að Pálmar er núna í hljómsveit með góð- vinum sínum Grími Sigurðssyni, sem spilaði hjá Ingimar Eydal, og Kristjáni Hermannssyni, sem var í Dansbandinu í Þórskaffi, og eru þeir enn að, útbókaðir um allar trissur. Þá spilar Pálmar á Íslenska barnum á sunnudags- kvöldum. En fram undan eru tónleikarnir í dag kl. 16 í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Hverju lofar Pálmar? „Ég ætla að byrja á að segja frá sjálfum mér, hvað ég gerði í skátunum, í félagslífinu í skóla, frá revíunum og leikhúsinu. Þessir söngleikir sem ég bjó til sem unglingur eru auðvitað barn síns tíma en gerðu mig að því sem ég er. Í fram- haldi af því kemur ítalski tíminn og hann er fyrirferðarmikill. Eftir hlé koma ýmsir lista- menn fram sem ætla að spila lög sem mig lang- ar til að heyra eða eitthvað af lögunum sem ég spilaði á píanóið inn á geisladiskinn minn og þetta verður tónlistarveisla þar sem ég spila með þeim. Ég hlakka óskaplega til,“ segir hinn orkumikli Pálmar sem á svo merkilegan part í tónlistarmenningunni en er eins og hann segir sjálfur við blaðamann; „Ég er nú samt svolítið maðurinn á bak við tjöldin.“ „Ég hlustaði auðvitað mikið á tónlist úti og byrjaði að senda lög heim, nótur og plötur, til félaga minna; Krist- jáns Kristjánssonar í KK-sextettinum sem Raggi Bjarna og Ellý Vilhjálms voru hjá, en Ellý þekkti ég vel, og svo til Hauks Morthens, sem var góður vinur minn,“ segir Pálmar en Haukur Morthens var fyrsti útlendingurinn sem söng ítalskt lag Domenicos Modugnos; Ciao, Ciao Bambina, en lagið sendi Pálmar heim. Morgunblaðið/Hari Pálmar við Fjölbrautarskólann í Garðabæ sem hann teiknaði ásamt Einari Ingimarssyni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.