Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2018
LESBÓK
Sorgir, fimmta hljóðvers-skífa víkingamálmsveit-arinnar Skálmaldar, kom
út í haust, þúsundum aðdáenda
til mikillar gleði. Og þeir eru á
öllum aldri, eins og tónleika-
dæmin sanna, allt frá leik-
skólabörnum upp í ellilífeyr-
isþega. Gunnar Ben, hljómborðs- og óbóleikari
og einn af söngvurum hljómsveitarinnar, seg-
ist hafa séð börn um þriggja ára aldur á tón-
leikum með öfum sínum og ömmum en auk
hans skipa hljómsveitina Baldur Ragnarsson,
Björgvin Sigurðsson, Jón Geir Jóhannsson,
Snæbjörn Ragnarsson og Þráinn Árni Bald-
vinsson.
Skífur á tveggja ára fresti
Skálmöld gaf út fyrstu hljóðversskífuna, Bald-
ur, árið 2010 og í kjölfarið fylgdu Börn Loka
(2012), Með vættum (2014), Vögguvísur
Yggdrasils (2016) og nú síðast Sorgir. Eins og
sjá má eru Skálmeldingar vanafastir, gefa út
plötu annað hvert ár en að vísu kom út tón-
leikaplata með mynddiski árið 2013 sem inni-
hélt upptökur frá tónleikum hljómsveit-
arinnar, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og
þriggja kóra sama ár. Gerði Skálmöld sér lítið
fyrir og fyllti Eldborg í Hörpu í þrígang og svo
aftur í sumar í fjórgang. Af öðrum afrekum
sveitarinnar má nefna að hún hlaut flest verð-
laun, eða þrenn alls, á Íslensku tónlist-
arverðlaununum árið 2015, var þá valin tónlist-
arflytjandi ársins í popp- og rokkflokki fyrir
tónleika sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands
og þótti Skálmöld einnig hafa staðið fyrir tón-
listarviðburði ársins. Þá var Snæbjörn Ragn-
arsson valinn textahöfundur ársins í popp- og
rokkflokki.
Óvæntar vinsældir
Skálmöld var stofnuð árið 2009 og áttu liðs-
menn hennar ekki von á því að hún yrði enn á
lífi níu árum síðar, að sögn Gunnars. Og hvað
þá að hún yrði jafnvinsæl og raun ber vitni og
myndi eiga sér aðdáendur í tugum landa. Enda
hefur sveitin farið víða og dvalið langdvölum
við tónleikahald erlendis.
Skálmöld sækir í brunn íslensks sagnaarfs í
textum sínum, hefur m.a. sungið um víkinga,
vættir og norrænu goðin og nú er komið að
sjálfri sorginni. Platan inniheldur átta lög, eitt
aukalag má finna á diskinum og skiptast lögin í
tvo flokka. Í þeim fyrri eru sorgarsögur sagðar
frá sjónarhorni manna og í þeim seinni frá
sjónarhorni hins yfirnáttúrulega. „Þar sjáum
við svipina og draugana sem valda þessu,“ út-
skýrir Gunnar.
Lag getur orðið að stuttum köflum
Snæbjörn Ragnarsson bassaleikari, sem jafn-
an er kallaður Bibbi, sér um alla textasmíði
fyrir hljómsveitina og hefur alla tíð gert en um
lagasmíðina sér hljómsveitin öll.
„Við erum alltaf allir saman í því, menn
koma með mislangt komnar hugmyndir inn á
æfingu eða senda demó inn á spjallþráð og svo
er það rætt og rifið í sundur og púslað saman.
Stundum halda menn að þeir séu búnir að
semja lag en það verður að stuttum köflum í
þremur mismunandi lögum. Og stundum ger-
ist það að þegar við erum búnir að rífa í sundur
og púsla saman er lagið næstum því alveg eins
og það kom frá einhverjum höfundi. En það er
alltaf skoðað og metið, það er ekkert heilagt,“
útskýrir Gunnar.
Skálmeldingar séu ekki alltaf sammála en
hafi þó allir sama markmið, að gera tónlistina
sem allra besta. „Það verður aldrei persónu-
legt þó menn séu ekki sammála um tónlistina
og menn hafa lært í gegnum árin að verða ekki
sárir yfir því að þeirra hugmynd hafi ekki orð-
ið fyrir valinu,“ segir Gunnar sposkur.
Alltaf alltof seint
– Koma textarnir þá alltaf á undan lögunum?
„Neeei, textarnir koma alltaf alltof seint, yf-
irleitt þegar búið er að taka upp allan hljóðfæra-
leik í stúdíói,“ svarar Gunnar og hlær við. Fast
er skotið á bassaleikarann og textasmiðinn!
– Er Bibbi með frestunaráráttu?
„Eee, já, það er ein leið til að segja það,“
svarar Gunnar að bragði, hlær innilega og
bætir við að stundum sé Björgvin, söngvari og
gítarleikari í sveitinni, að syngja textann í
fyrsta sinn í stúdíói og meirihluti kórakaflanna
sé auk þess saminn í stúdíói.
Iron Maiden-stemning hér og þar
– Þegar ég hlustaði á plötuna í fyrsta sinn
fannst mér ég greina áhrif frá Metallica. Þú
segir mér kannski hvaða breyting hefur orðið
á tónlistinni hjá ykkur?
„Á þessari plötu eru vissulega tilvitnanir í
„new wave of british heavy metal“, það er Iron
Maiden-stemning hér og þar og eitthvað svo-
leiðis en hún er samt einhvern veginn þyngri
en síðasta plata, þyngri riff en þetta er aldrei
stefna sem er mörkuð fyrirfram. Þetta snýst
um hvað hver og einn kemur með margar hug-
myndir sem komast í gegnum síuna. Hver hef-
ur sinn stíl en hann breytist líka eftir því hvað
menn eru að hlusta á þannig að það er aldrei
ákveðið fyrirfram að plata eigi að vera þyngri,
léttari, þjóðlegri, það gerist bara.“
Brúnaþungir Skálm-
aldarmenn árið 2018.
Ljósmynd/Guðni Hannesson
Rifið í sundur og púslað saman
Sorgir nefnist nýjasta breiðskífa Skálmaldar. Á henni má finna tilvitnanir í breska nýbylgjumálminn, að sögn Skálmeldingsins
Gunnars Ben sem segir ekkert hafa verið ákveðið fyrirfram hvað varðar tónlistina og að textarnir komi alltaf alltof seint.
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is
’Það verður aldrei persónulegtþó menn séu ekki sammálaum tónlistina og menn hafa lærtí gegnum árin að verða ekki sárir
yfir því að þeirra hugmynd hafi
ekki orðið fyrir valinu.
Skálmöld áritaði Sorgir í hlustunarteiti í Lucky Records 12. október síðastliðinn. Baldur og Gunnar
brugðu á leik fyrir ljósmyndara en trymbillinn Jón Geir ranghvolfdi augunum. Þráinn var upptekinn.
Morgunblaðið/Eggert