Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Page 36
CLUELESS Alltaf má rifja upp
kynnin við Beverly Hills-vinkon-
urnar Cher Horowich, Dianne og
Tai sem komu fram á sjónarsviðið
1995 með fulla bók af forvitnilegum
orðum og frösum; „Kepping it real“
er orðið 23 ára gamalt en enn notað.
Myndin er lauslega byggð á bókinni
Emma eftir Jane Austen en í stað-
færslu nútímans segir hún frá Cher,
stelpu sem á moldríkan föður en
missti móður sem gekkst undir fitu-
sogsaðgerð sem fór illa en í mynd-
inni fylgjumst við með þroskasögu
Cher og leit hennar að sjálfri sér.
Þess má geta að tungumálið í
myndinni er ekki uppskáldað heldur
byggt á rannsókn sem gerð var á
orðfæri unglinga í Beverly Hills.
SHAUN OF THE DEAD Gaman-
hryllingsmyndin sem fékk afbragðs-
dóma árið 2004 er jafnfyndin núna
og hún var fyrir 14 árum. Business
Insider útbjó lista á dögunum yfir
þær myndir sem hentuðu best til
enduráhorfs og Shaun of the Dead
lenti ofarlega. Í myndinni ákveður
Shaun að biðja fyrrverandi eig-
inkonu sína að taka aftur saman við
sig en á ekki von á því að uppvakn-
ingar séu í þann mund að taka yfir
tilveruna.
Þótt ótrúlega hljómi þá er þessi
hryllingur konfekt fyrir augað; um-
gjörð hennar, útlit og kvikmynda-
taka er óaðfinnanleg og myndin er
orðin að klassískri perlu zombie-
kvikmynda.
AIRPLANE! Samfélagið á Buzzfeed
hafði stóra kosningu meðal notenda
sinna þar sem þeir voru spurðir að
því hvaða bíómyndir væru bestar til
enduráhorfs. Þar fékk grínmynd frá
árinu 1980 dúndurkosningu; Airpl-
Það er endalaust
stuð í Airplane!
frá 1980. Til að horfa á
aftur og aftur
Sumar bíómyndir eru þannig að það er einfald-
lega hægt að horfa á þær aftur og aftur án þess að
fá leiða á þeim. Þessar eru einkar hentugar í
skammdeginu, bæði til að ylja sér við og hræðast.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Clueless frá 1995 er klassísk áhorfs. Hot Fuzz hefur verið valin af gagnrýnendum sem mynd til að horfa á margsinnis á.
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2018
LESBÓK
AUTHORISED DEALER
Wyndham Parka
114.990 kr.
Rossclair Parka
119.990 kr
Langford Parka
119.990 kr