Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2018 Flateyjargátan, íslensk þáttaröð byggð á samnefndri skáldsögu Vikt- ors Arnars Ingólfssonar, hefur göngu sína á RÚV á sunnudaginn eftir viku þegar fyrsti þáttur af fjórum verður sýndur. Spenningur ríkir ekki aðeins hérlendis fyrir þeim heldur hafa allar stóru norrænu sjónvarpsstöðvarnar keypt sýningarrétt að þáttunum og breska sjónvarpsstöðin Sky borgaði 100 milljónir fyrir dreifingarréttinn utan Norðurlanda. Margrét Örnólfsdóttir skrifar handrit þáttanna og leikstjóri er Björn B. Björnsson en með aðalhlut- verk fara Lára Jóhanna Jónsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Hilmir Flateyjargátan sýnir Ísland í umhverfi ársins 1971. Spenningur víða Søren Malling, sem fór með stórt hlutverk í Forbrydelsen og Borgen, leikur í þáttunum. Flateyjargátan hefur göngu sína á RÚV á sunnudaginn eftir viku en þessir nýju þættir verða sýndir á Norðurlöndum og víðar. Jensson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Þá fer danski leikarinn Søren Malling einnig með stórt hlutverk en margir muna eftir honum sem fréttastjóranum í vinsælu sjónvarpsþáttaröðinni Bor- gen sem sýnd var á RÚV. Þættirnir gerast í byrjun 8. áratug- arins og segja sögu konu sem helgað hefur líf sitt gátu sem rituð er í Flat- eyjarbók en hún og sonur hennar flækjast inn í morðrannsókn þegar hún snýr til Íslands eftir 10 ára dvöl í París. Flateyjargátan er framleidd af Reykjavik Films og Sagafilm í sam- starfi við RÚV. Á þessum degi fyrir nákvæmlega 10 árum sagði Morgunblaðið frá nýjung sem var þá væntanleg á markað hér á landi; strimlum sem mældu alkóhólsmagn í blóði. „Þeir sem hafa neytt áfengis geta þá kannað sjálfir, hvort þeim sé óhætt að setjast undir stýri,“ sagði í fréttinni og þess getið að margur ökumaðurinn hefði misst réttindin þegar lög- regla hefði stöðvað hann í um- ferðinni morguninn eftir gleð- skap. Útskýringar fylgdu hvernig nota átti strimilinn; bleyta hann í munnvatni og eftir tvær mín- útur sæist áfengismagnið á lita- skala. Strimlar þessir áttu að fást á bensínstöðvum, sjoppum og í matvöruverslunum en í viðtali sagði Guðmundur Ágústsson sölustjóri að viðtökur við striml- unum hefðu verið einstaklega góðar á Norðurlöndum. „Ég veit dæmi þess að vinnuveit- endur í Noregi og Danmörku hafi kannað áfengismagnið hjá starfsfólki sínu með þessum hætti,“ sagði Guðmundur. Þrír strimlar kostuðu á þeim tíma 395 kr. GAMLA FRÉTTIN Strimlar mæla áfengi Ölvunarakstur morgun eftir djamm átti að heyra sögunni til þar sem ódýr- ara var að kaupa áfengisstrimla en missa bílprófið. Morgunblaði/Þorkell ÞRÍFARAR VIKUNNAR Liv Tyler leikkona Lana Del Rey tónlistarkona Heida Reed leikkona FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 VERNDARVÆNGUR EDDU HEIÐRÚNAR BACKMAN „Það fer sama orkan í að elska og skapa“ Edda Heiðrún Backman 26.900 kr. Sængurver og koddaver Edda Heiðrún Backman, leikari, leikstjóri og mynd- listamaður lést árið 2016 eftir hetjulega baráttu við MND-sjúkdóminn. Í veik- indum sínum náði Edda stórfenglegum árangri í að mála með munninum. Hún gerði helst myndir af fuglum og fólkinu sem henni var kært. Í samráði við fjölskyldu hennar þá höfum við prentað eitt hennar allra þekktasta verk, VERNDARVÆNG, á sængurfatnað. Sængurfötin eru úr sérlega mjúku bómullarsatíni. Framleidd af þýska fyrirtækinu Elegante. Falleg og hlýleg jólagjöf.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.