Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 2
Morgunblaðið/Hanna
Hólavallagarður Draga hefur þurft úr umhirðu í kirkjugörðunum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Formaður Kirkjugarðasambands
Íslands segir að það viðbótar-
framlag sem
meirihluti fjár-
laganefndar
leggur til að
renni til kirkju-
garðanna sé að-
eins um 10% af
því sem vantar
upp á að ríkið
standi við samn-
inga sína. Ef
þessi viðbót fari
ekki inn í ein-
ingaverð fyrir kostnað við rekstur
kirkjugarða og verði áfram, sé
þetta skammgóður vermir.
Margir kirkjugarðar landsins
eru í fjárhagsvandræðum. Því hef-
ur verið mætt með því að draga úr
umhirðu garðanna og sumir af
minni görðunum úti á landi eiga í
erfiðleikum með að greiða verk-
tökum fyrir að taka grafir.
Skerðingu haldið áfram
Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæma og formaður Kirkjugarða-
sambands Íslands, rekur vandann
til bankahrunsins 2008. Þá hafi
fjármálaráðuneytið lækkað ein-
hliða umsamið einingaverð fyrir
vinnu við kirkjugarða og fram-
lögin til samræmis. Þessu hafi
verið haldið áfram og ekki gengið
til baka þótt betur áraði í þjóð-
félaginu. Með þessu sé ríkið að
brjóta gerða samninga. Nú sé svo
komið að árleg framlög til kirkju-
garða séu skert um 40%.
Meirihluti fjárlaganefndar legg-
ur til að veitt verði tímabundið 50
milljóna króna framlag til Kirkju-
garðasambands Íslands á næsta
ári vegna vaxandi rekstrarvanda.
Þótt þetta eigi að vera tímabundið
framlag vill Þórsteinn að það
renni til að hækka einingaverð
fyrir vinnu við kirkjugarðana og
verði áfram. Annað sé skamm-
góður vermir. Það ásamt því að
frumvarp um heimildir til kirkju-
garðanna um að taka gjald fyrir
leigu á líkhúsum og rými til at-
hafna verði lagt fram gæti lagað
stöðuna. Ekkert hafi heyrst frá
dómsmálaráðuneytinu um að von
sé á slíku frumvarpi og raunar
hafi þau svör fengist að ekki
standi til að breyta neinu í fjár-
málaáætlun ríkisstjórnarinnar sem
gerir ráð fyrir áframhaldandi
skerðingum á greiðslum til kirkju-
garðanna.
Viðbótin gæti orðið skammgóður vermir
Formaður Kirkjugarðasambands Íslands segir tekjur garðanna hafa verið skertar um 40%
Þórsteinn
Ragnarsson
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Magnús H. Jónasson
mhj@mbl.is
„Ef við vöndum ekki til verka mun
verksmiðjan ekki virka eins og hún á
að gera og það þjónir hvorki hags-
munum okkar né ykkar,“ sagði Þórð-
ur Ólafur Þórðarsson, stjórnarfor-
maður Stakksbergs, dótturfélags
Arion banka, um kísilverið í Helguvík
á íbúafundi í Reykjanesbæ í gær.
Stakksberg tók yfir rekstur kísilvers-
ins í lok febrúar en Arion banki var
lánveitandi United Silicon sem varð
gjaldþrota. „Ég vil segja það algjör-
lega skýrt að sú ákvörðun að stöðva
reksturinn var á allan hátt skiljanleg
enda virkaði verksmiðjan ekki eins
og hún átti að gera,“ sagði Þórður.
Milljarðar settir í úrbætur
Til stendur að verja fjórum millj-
örðum í úrbætur áður en starfsemi
hefst á ný og sagði Þórður að starf-
semi yrði ekki í sama horfi og áður
enda allra hagur að rétt væri staðið
að rekstrinum. Markmið Arion
banka væri ekki að standa á bak við
reksturinn til frambúðar heldur að
skila honum í hendur faglegum og
traustum aðila sem hefði fjárhagsleg-
an styrk. Meðal þeirra úrbóta sem
farið yrði í væru endurbætur á ofni
þar sem m.a. skipt verður um stjórn-
kerfi ofnhússins. Þá eru áformaðar
endurbætur á málmsteypunni og
meðhöndlun á steyptum málmi.
Hreinsun útblásturs og meðhöndlun
ryks verður bætt ásamt því að settur
verður upp neyðarskorsteinn. Þá
verður lóðin malbikuð, ný starfs-
mannaaðstaða byggð, loftræsting
löguð og umhverfisstjórnunarkerfi
innleitt.
Örn Steinar Sigurðsson frá verk-
fræðistofunni Verkís hélt einnig tölu
á fundinum en Verkís sér um um-
hverfismatið á verksmiðjunni. Íbúar
geta sent inn athugasemdir við mats-
áætlun Verkís til 5. desember.
„Vil sjá ykkur fara burt“
Íbúum gafst tækifæri á að spyrja
um áform Stakksbergs með verk-
smiðjuna og var mörgum sem tóku til
máls heitt í hamsi. Kona nokkur hóf
mál sitt á „Afsakið meðan ég æli, ég
vil sjá ykkur fara burt héðan. Ég vil
ekki kynnast ykkar betur, Þórður.“
Hún kvað heilsu fólks ekki metna til
peninga.
Annar íbúi spurði hvort sá kostur
hafi verið skoðaður að loka verk-
smiðjunni og kallaði Arion banka
ítrekað Kaupþing. „Hvernig ætlar
Kaupþing að tryggja það að nýir eig-
endur vandi til verka og hvað ætlar
Kaupþing að hafa í hagnað þegar
þeir selja þessa verksmiðju?“ Einn
íbúi fagnaði því að verksmiðjan yrði
opnuð að nýju og hló salurinn að
þeirri staðhæfingu. Spurt var hvort
skuld United Silicon við Reykja-
nesbæ hefði verið greidd. Einn fund-
armanna stakk upp á því að ef skuld-
in stæði eftir ógreidd hjá United
Silicon ætti Stakksberg að leggja 200
milljónir til knattspyrnudeildar
Keflavíkur, en skuldin hljóðar upp á
svipaða upphæð, og hlaut hann lófa-
klapp fyrir.
Fjórum milljörðum
varið í úrbætur
Ljósmynd/Páll Ketilsson
Íbúafundur í Stapa Fjölmennt var á fundinum þar sem framtíðaráform kísilverksmiðjunnar voru kynnt.
Mörgum heitt í hamsi á íbúafundi um kísilverið í Helguvík
595 1000
Gefðu góðar minningar
Jólagjafabréfin komin í sölu!
10.000 = 15.000 20.000 = 30.000
Stjórnvöld sjá enga ástæðu til þess
að afturkalla fyrirvara Íslands
vegna veiða á langreyði í tengslum
við samning um alþjóðaverslun með
tegundir villtra dýra og plantna sem
eru í útrýmingarhættu (CITES).
Þetta kemur fram í skriflegu svari
Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávar-
útvegsráðherra við fyrirspurn frá
Smára McCarthy, þingmanni Pírata.
Ráðherra bendir á að CITES
byggi skilgreiningu sína ekki á vís-
indalegum rökum heldur afstöðu Al-
þjóðahvalveiðiráðsins sem aftur
byggi bann sitt við veiðum á pólitísk-
um stuðningi en ekki vísindalegum
rökum. Þegar Ísland hafi gengið í
ráðið á nýjan leik árið 2002 hafi land-
ið gert fyrirvara við bannið sem nái
fyrir vikið ekki til veiða Íslendinga.
„Hafrannsóknastofnun hefur í
samvinnu við nágrannaríki við Norð-
ur-Atlantshaf fylgst náið með stofn-
stærð langreyðar með reglulegum
talningum allt frá árinu 1987. [...]
Síðan Ísland gekk að nýju í Alþjóða-
hvalveiðiráðið hefur vísindanefnd
þess ráðs staðfest gott ástand lang-
reyðarstofnsins hér við land með
tveimur umfangsmiklum úttektum,
og lauk þeirri seinni árið 2016. Það
er því ljóst að stofn langreyðar við
Ísland er langt frá því að teljast vera
í útrýmingarhættu,“ segir enn frem-
ur í svari ráðherrans. Einnig er bent
á að á alþjóðlegum válista nátt-
úruverndarsamtakanna IUCN hafi
langreyður áður verið flokkuð sem „í
hættu“ vegna slæmrar stöðu stofns í
suðurhöfum, en staða þess stofns
hafi hins vegar batnað og sé lang-
reyður því hvergi talin vera „í
hættu“ í heiminum í dag samkvæmt
mati IUCN.
Fyrirvari Íslands
ekki afturkallaður
Ástand langreyðarstofns sagt gott
Morgunblaðið/Kristinn
Veiðar Kristján Þór Júlíusson
segir fyrirvara Íslands óbreyttan.