Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 10

Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 Menntamálastofnun hefur lokið úr- vinnslu samræmdra könnunarprófa sem lögð voru fyrir í haust. Yfir landið allt fengu nemendur í fjórða bekk að meðaltali 6,1 í einkunn í ís- lensku og 6,8 í einkunn í stærðfræði. Í sjöunda bekk fengu nemendur að meðaltali 6,4 í einkunn og 5,9 í stærðfræði. Hæsta meðaleinkunnin í íslensku og stærðfræði í 4. bekk var í Reykjavík en í Suðurkjördæmi og í Norðvesturkjördæmi var hún lægst. Nemendur í Reykjavík voru einn- ig með hæstu meðaleinkunnina í ís- lensku og stærðfræði í sjöunda bekk á meðan lægsta meðaleinkunnin í ís- lensku var í Suðurkjördæmi og í stærðfræði var hún lægst í Suður- og Norðausturkjördæmi. Samtals þreyttu um 8.730 nem- endur haustpróf að þessu sinni; 4.549 nemendur í 4. bekk og 4.181 nemandi í 7. bekk. Hæstu meðalein- kunnir í Reykjavík Skóli Tæplega níu þúsund nemendur þreyttu samræmd próf í 4. og 7. bekk í ár. SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þessi fræði hafa þróast heilmikið að undanförnu. Við erum farin að skilja betur áhættuna sem fylgir ákveðnum stökkbreytingum, ekki bara BRCA heldur í öðrum genum líka,“ segir Krist- ján Skúli Ásgeirs- son brjósta- skurðlæknir. Kristján er í for- svari fyrir al- þjóðlegt þing um BRCA og brjóstakrabba- mein sem hefst í Klíníkinni í Ár- múla í dag. Á þinginu verð- ur fjallað um rannsóknir, ráðgjöf, eftirlit og áhættuminnkandi skurð- aðgerðir á konum sem eru í mikilli hættu á að fá brjóstakrabbamein, til að mynda konur með stökkbreyt- ingar í BRCA2-genum. Fjöldi þekktra vísindamanna á þessu sviði sækir þingið. Hópur sérvalinna fræðimanna „Markmiðið er að fá saman helstu sérfræðinga á þessu sviði, fólk sem hefur sérhæft sig í að fjalla um kon- ur sem eru í mikilli áhættu að fá brjóstakrabbamein, konur sem eru með stökkbreytingar í genum eins og til dæmis BRCA,“ segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. „Það er heilmikið vísindastarf í gangi í þessum fræðum. Nú er um- ræða um það hvernig á að sinna eft- irspurn eftir þjónustunni sem konur krefjast eftir að þær fá upplýsingar um sína áhættu. Þar eru áhættu- minnkandi brjóstnámsaðgerðir stór þáttur. Þau fræði eru á mikilli ferð. Það er mikil framþróun í því hvernig þessar aðgerðir eru gerðar. Við höfum fengið til okkar helstu sérfræðinga á þessu sviði, frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Skandinavíu, til að ræða um nýj- ustu rannsóknir á þessu sviði. Þar sem ráðstefnan er fyrst og fremst ætluð þeim skurðlæknum sem sér- hæfa sig á þessu sviði munum við nýta aðstöðuna í Klíníkinni og gera aðgerðir meðan á ráðstefnunni stendur. Þannig getum við fræðst um það hvernig er hægt að ná sem bestum árangri fyrir konurnar.“ Þetta er í þriðja sinn sem ráð- stefna sem þessi er haldin hér. Sú fyrsta var haldin árið 2014 og sú næsta árið 2016, þá einnig í Klíník- inni. „Við höfum skapað okkur gott orðspor og eftirspurnin nú var meiri en við gátum annað. Það varð að loka fyrir skráningu fyrir mörgum vikum en fólk getur þó skráð sig og horft á streymi á netinu,“ segir Kristján en alls sækja tæplega hundrað gestir þingið að þessu sinni. „Það var hugmyndin, að hafa þetta tiltölulega lítinn en sérvalinn hóp af fólki sem sérhæfir sig á þessu sviði. Þannig verður þingið gagnvirkara, meira um spurningar og svör.“ Athygli vekur að gerðar verða að- gerðir í skurðstofu sem gestir geta fylgst með meðan á þinginu stendur. Kristján segir að slíkt sé ekki óal- gengt á smærri þingum sem þess- um. „Aðstaðan sem við höfum í Klíník- inni er einstök og það er frábært að geta flétta svona aðgerðum inn í fyr- irlestraraðirnar. Þá verður meira líf í kringum þetta.“ Rannsóknir Kára merkilegar Einn fyrirlesara á þinginu er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem mun fjalla um þann árangur sem náðst hefur í gegnum vefgáttina Arfgerð.is en þar geta Íslendingar fengið upplýsingar um það hvort þeir beri meinvaldandi breytingu í BRCA2-geni. „Kári er frumkvöðull og hans sjónarmið falla vel að þessari hug- mynd sem nú er að ryðja sér til rúms um kembileit eða „Population Gene- tic Screening“. Aðrar þjóðir hafa verið að stíga svipuð skref og gera genapróf að- gengilegri en verið hefur. Vanda- málið hefur að mörgu leyti verið að oft er verið að gera genapróf á kon- um sem þegar hafa fengið brjósta- krabbamein. Prófin ætti einmitt að gera til að finna áhættuna svo hægt sé að bregðast við áður en þær fá brjóstakrabbamein. Fólki finnast þessar rannsóknir Kára ákaflega merkilegt fyrirbæri enda eru nokk- ur hundruð Íslendingar sem hafa greinst með stökkbreytinguna sem vissu ekki af því áður.“ Mikil framþróun í brjóstaað- gerðum um þessar mundir  Alþjóðlegt þing um BRCA og brjóstakrabbamein hefst í Klíníkinni í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Klíníkin Á alþjóðlegu þingi sem hefst í dag verða framkvæmdar skurðaðgerðir sem gestir geta fylgst með. Eins og fjallað er um hér til hliðar er Kári Stefáns- son meðal fyrirlesara á þinginu í Klíníkinni. Meðal annarra gesta eru mörg af stærstu nöfnum á þessu sviði, svo sem Amy Colwell og Kevin Hughes, prófessorar frá Boston í Massachusetts, Diana Eccles, Dean of University of Southampton, Gareth Evans prófessor frá Manchester, Steve Nar- od prófessor frá Toronto og skurðlæknarnir Douglas Macmillan, Steve McCulley og Susanna Kauhanen. „Svo verða þarna vísindamenn frá Færeyjum sem hafa skoðað þjóðina alla og segja okkur frá sínum niðurstöðum. Þar er myndin öðruvísi en víðast annars staðar og ekki hafa fundist nein BRCA-gen,“ segir Kristján Skúli. Virtir vísindamenn í heimsókn NÝJAR RANNSÓKNIR FRÁ FÆREYJUM KYNNTAR Kári Stefánsson Kristján Skúli Ásgeirsson laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pappelina gólfmotta, 70 x 100 cm Verð 12.500 kr. Vogir sem sýna verð á vörum eftir þyngd Löggiltar fyrir Ísland og tilbúnar til notkunar ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum VERSLUNAR- VOGIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.