Morgunblaðið - 22.11.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.11.2018, Qupperneq 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 GEFÐUGJÖF SEM GEFUR Þegar þú gefur L‘OCCITANE gjöf, gefurðu gersemar Provence; grípandi hlýjuna, hreinleika náttúrunnar og töfrandi fegurð. Í öllu sem við gerum leggjum við áherslu á að styðja við fólk og vernda líffræðilegan fjölbreytileika náttúrunnar. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 Kirkjugarður Vík- urkirkju var talinn fullgrafinn í byrjun 19. aldar og þá var hann stækkaður til austurs. Á árunum 1817-1838 voru grafn- ir ríflega 600 menn í garðinum, að líkind- um flestir í austur- hlutanum. Þótt kirkjugarðurinn við Suðurgötu hafi verið tekinn í notk- un haustið 1838 þá var áfram grafið í Víkurkirkjugarði og þekktar eru grafir nafngreindra einstaklinga í austurhlutanum frá 1882 og 1883. Nýja hótelbyggingin sem ráðgert er að reisa á svokölluðum Land- símareit verður að töluverðu leyti í austurhluta Víkurkirkjugarðs. Þetta vita forsvarmenn hótelsins mætavel og einnig borgarstjórnar- fulltrúar. En þeir þræta þó og segja gegn betri vitund að ekki sé ætlunin að byggja í kirkjugarð- inum. Þetta er auðvitað lágkúra og þessu fólki alls ekki sæmandi. Þessi málflutningur er hafður uppi í nafni almenningshlutafélagsins Iceland- air og borgarstjórnar. Þegar byggt var við Landsíma- húsið árið 1967 var í fyrstunni áformað að byggja miklu stærra hús en raun varð á. Því mótmælti þjóðminjavörður og biskupinn yfir Íslandi og að lokum kom ríkis- stjórn landsins í veg fyrir þá framkvæmd. Að lokum var þó fallist á að reisa þarna minni viðbyggingu og þess var gætt að raska sem allra minnst við gröfum. Þetta þótti réttlætanlegt vegna þess að samfélagslega nauðsyn bæri til að Póstur og sími gæti aukið við þjón- ustu sína. Upp úr 1980 var farið að kalla vesturhluta kirkjugarðsins Fógeta- garð og náði sú nafngift ekki yfir allan kirkjugarðinn því austasti hlutinn var nefndur Landsíma- reitur eftir að viðbyggingin reis. Á skipulagsuppdrætti frá 1987 er Fógetagarðurinn nefndur Víkur- garður. Stjórnendur borgarinnar og eig- endur væntanlegs hótels grípa til þess óheiðarlega bragðs í málflutn- ingi sínum að segja að ekki standi til að byggja í Víkurgarði. Þeir láta sem Víkurgarður í merkingu skipu- lagsins frá 1987 sé hið sama og Víkurkirkjugarður. Ef ekki væri jafn augljóst og raun ber vitni að þetta fólk talar gegn betri vitund væri freistandi að biðja það að skýra hvernig stendur á þeim fjölda beinagrinda sem upp kom við fornleifagröft á væntan- legu hússtæði hótelsins. Borgarstjórn Reykjavíkur og for- ráðamenn væntanlegs hótels eiga strax að gangast við að byggingar- áformin eru mistök sem hægt er að leiðrétta. Þannig geta þeir bjargað einum mikilvægasta stað Reykja- víkur og forðað mannorði sínu frá meiri skaða en orðið er. Eftir Hjörleif Stefánsson Hjörleifur Stefánsson » Borgarstjórn Reykjavíkur og forráðamenn væntan- legs hótels eiga strax að gangast við að bygging- aráformin eru mistök sem hægt er að leiðrétta. Höfundur er arkitekt. Aðförin að Víkurkirkjugarði Undanfarið hefur talsverð umræða átt sér stað í samfélag- inu um eignarhald á bújörðum. Margir hafa áhyggjur af því að Íslendingar séu með andvaraleysi að tapa eignarhaldi á auðlindum á landi. Í september birtist álit starfshóps um endur- skoðun eignarhalds á bújörðum. Þar voru settar fram átta tillögur að breytingum á jarðalögum og ábúðarlögum í því skyni að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum landsins. Forsætisráðu- neytið mun leiða áframhaldandi vinnu með tillögurnar, enda snúa sumar þeirra að fleiru en einu ráðuneyti. Ég álít allt land vera auðlind, landið sjálft, jarðveginn og gróð- urinn sem þar þrífst. Sumt land nýtist til matvælaframleiðslu, annað til útivistar og auk þess geta fylgt landi önnur gæði sem enn auka á verðmæti þess, t.d. veiði og vatnsréttindi. Meðferð og notkun alls lands skiptir alla landsmenn máli, bæði nú og til framtíðar. Það felast miklir al- mannahagsmunir í ráðstöfun og meðferð lands og því geta ekki gilt sömu reglur um kaup og sölu á landi eins og á hverri annarri fasteign. Þjóðlendur eru nú um 44% landsins, öðru landi er skipt upp í jarðir og þéttbýli. Bújarðir ná því yfir meira en 50% Íslands og eru um 7.000 talsins. Undanfarin ár hefur fólk sem ekki er búsett á Ís- landi sóst í auknum mæli eftir eignarhaldi á jörðum. Við það færist eignarhald auðlinda úr landi, auk þess hafa vaknað spurningar um eignasöfnun á fárra hendur og ítrekað kemur upp vandi vegna óþekkts og óljóss fyrirsvars jarða. Reglulega kemur upp umræða um mögulegar leiðir til að hafa áhrif á ráðstöfun lands en útfærsl- an hefur þvælst fyrir okkur. Ástæðuna tel ég m.a. vera að það vantar ákveðinn grunn. Annars vegar þarf að undirbyggja markmið landnýtingar í skipulagsáætlunum sveitarfélaga og hins vegar þarf að bæta skráningu á landi. Stjórnvöld geta beitt ýmsum tækjum til að hafa áhrif á ráð- stöfun lands. Ég tel mögulegt að festa í lög eða reglugerð skilyrði um að einstaklingar sem öðlast eignarrétt eða afnota- rétt yfir landi skuli hafa lögheimili hér á landi eða hafa haft það áður í tiltekinn tíma. Ég tel að slíkar tak- markanir eigi ekki að vera bundn- ar við land í landbúnaðarnotum, heldur ná yfir allt land. Eignar- haldi og umsjón lands eiga að fylgja skýr ábyrgð og skyldur. Stjórnvöld og almenningur hafa áhrif á landnýtingu í gegnum skipulagsáætlanir sveitarfélaga. Þar er hægt að setja markmið um búsetu og sjálfbæra landnýtingu. Sveitarfélög geta skilgreint land- búnaðarland sem halda skal í ræktanlegu ástandi. Þau geta líka tilgreint jarðir þar sem heilsárs- búseta telst æskileg og geta þar komið inn fleiri sjónarmið en nýt- ing til landbúnaðar, svo sem styrk- ing samfélaga, öryggissjónarmið, eftirlit lands, eftirlit minja og náttúruvernd. Við þurfum að þekkja landið, skrá það og skipuleggja. Á þeim grunni getum við útfært eðlilegar takmarkanir og búið til hvata til búsetu, nýtingar og nýsköpunar, í strjálbýli. Eftir Líneik Önnu Sævarsdóttur Líneik Anna Sævarsdóttir »Undanfarin ár hefur fólk sem ekki er bú- sett á Íslandi sóst í auknum mæli eftir eign- arhaldi á jörðum. Við það færist eignarhald auðlinda úr landi. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. lineikanna@althingi.is Land er auðlind

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.