Morgunblaðið - 22.11.2018, Síða 44
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30
CHRISTMAS jólatré með LED ljósi.
Gengur fyrir rafhlöðum. H32 cm. 3.995 kr. Nú 2.797 kr.
H37 cm. 4.995 kr. Nú 3.497 kr.
JÓLIN ERU
KOMIN Í ILVA
Andri Björn Róbertsson bassa-
barítón og Edwige Herchenroder pí-
anóleikari flytja sönglög sem á einn
eða annan hátt fjalla um ást eða
dauða – og stundum hvort tveggja
þar sem skammt getur verið þar á
milli, á tónleikum í röðinni Tíbrá í
Salnum í kvöld kl. 20. Samstarf
Andra og Edwige hófst á námsárum
þeirra við Royal Academy of Music í
London og tónleikadagskrána hafa
þeir flutt áður, á tónlistarhátíðinni
Aix-en-Provence.
Ástin og dauðinn
á Tíbrártónleikum
FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 326. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Körfuknattleikssamband Íslands
hefur hafið leit að nýjum þjálfara
kvennalandsliðs Íslands eftir að Ív-
ar Ásgrímsson tilkynnti að hann
væri hættur. Samningur Ívars gilti
til loka undankeppni EM en Ísland
lauk þátttöku sinni í henni í gær
með tapi gegn Bosníu í Laugar-
dalshöll. Ísland tapaði öllum leikj-
um sínum í keppninni. » 1 og 3
Ívar hættur eftir und-
ankeppni án sigurs
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Höfundakvöld Sögufélags verður í
kvöld kl. 20-22 í Gunnarshúsi á
Dyngjuvegi 8. Fimm nýjar fræði-
bækur eru komnar út á vegum fé-
lagsins og verða þær kynntar með
léttu spjalli við höfunda og rit-
stjóra þeirra en þeir eru allir sagn-
fræðingar. Að því loknu verða al-
mennar umræður. Af einstökum
dagskrárliðum má
nefna að Markús
Þ. Þórhallsson
mun kynna
Stund kláms-
ins: Klám á Ís-
landi á tímum
kynlífsbylt-
ingarinnar
eftir Kristínu
Svövu Tómas-
dóttur.
Fimm fræðibækur
á höfundakvöldi
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Tryggvi Hjaltason er 32 ára Eyja-
maður með vítt áhugasvið sem farið
hefur óhefðbundnar leiðir í námi.
Tryggvi segist ungur hafa fengið
áhuga á að sigrast á áskorunum með
því að gera hluti sem hann var ekki
góður í og skynja hvernig hann gæti
gert þá sem best á stystum tíma.
„Þessi aðferð er svo ótrúlega
skemmtileg að ég setti mér það ný-
ársheit að segja já við öllu á árinu
sem er utan við þægindahring minn.
Árið hefur verið stórkostlegt ævin-
týri sem leiddi mig m.a. í predik-
unarstól Landakirkju þar sem ég
sagði frá ferðalagi mínu í leit að til-
gangi lífsins. Það ferðalag hófst þeg-
ar ég sex ára gamall missti yngri
bróður minn í bílslysi og velti því fyr-
ir mér hvort Guð væri vondur að
taka hann frá okkur. Eftir langa veg-
ferð fann ég að tilgangur lífsins er
ekki leitin að hamingjunni heldur
tenging við kærleiksríkan Guð.
Hamingjan er afleiðing af þeirri
tengingu og fyrir þá tengingu virð-
umst við vera smíðuð,“ segir Tryggvi
sem tekst á við næstu ögrun sem er
að læra að lesa nótur og spila á píanó.
„Þetta er taugabrautamyndandi
verkefni sem ég geri m.a. í þeim til-
gangi að efla heilastarfsemina og
eiga möguleika á fleiri heilbrigðum
árum á ævinni. Ég hef óbilandi
áhuga á mannslíkamanum og mann-
legri hegðun,“ segir Tryggvi sem út-
skrifaðist með B.S.-gráðu í grein-
ingar- og hegðunarfræði (e.: Secur-
ity & Intelligence studies) og liðs-
foringjaþjálfun frá Bandaríkjaher.
Eftir námið í Bandaríkjunum tók
Tryggvi grunn í hagfræði og M.S. í
fjármálafræði. Tryggvi segist hafa
lært mikið um mannlega hegðun í
náminu í Bandaríkjunum og það hafi
nýst honum vel í starfi hjá CCP,
tölvuleikjafyrirtækinu. Góð þekking
á mannlegri hegðun sé stór hluti af
því að búa til góða tölvuleiki.
„Í gegnum tölvuleiki er hægt að
mæla mannlega hegðun nákvæm-
lega og Eve Online er í raun félags-
legt raunkerfi í sýndarveruleik, (e.
Socioeconomic system),“ segir
Tryggi og bætir við að hann hafi sett
sér siðferðisreglur sem felist m.a. í
því að nota aldrei þekkingu sína á
mannlegri hegðun í slæmum til-
gangi. Markmiðið sé að nýta þekk-
inguna til þess að ná því besta sem
hægt er út úr einstaklingum og kerf-
um og hann leiti sífellt að þeim 20%
sem hreyfi við 80% samkvæmt lög-
máli Pareto.
Tryggvi hefur starfað fyrir þrjú
ráðuneyti og er nýtekinn við for-
mennsku í hugverkaráði. Hann segir
kröftugt frumkvöðlastarf í gangi á
Íslandi og er sammála Guðmundi
Hafsteinssyni, formanni stýrihóps
um mótun nýsköpunarstefnu, að Ís-
land eigi að vera framtíðarland,
fimm árum á undan tækninni og það
sé fyllilega raunhæft markmið að Ís-
land geti orðið að tilraunasamfélagi í
tækni.
„Við höfum vel menntað fólk, góða
umgjörð og getum brugðist hratt við
í lagaumhverfinu. Það þyrfti t.d. ekki
mörg vel heppnuð rannsóknar- og
þróunarverkefni til þess að gjör-
breyta landslaginu á Íslandi og bæta
lífsgæði þjóðarinnar til mikilla
muna,“ segir Tryggvi bjartsýnn.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Framtíðin Tryggvi Hjaltason situr í hugverkaráði og telur raunhæft að Ísland geti orðið tilraunasamfélag í tækni.
Starf hjá CCP góður
grunnur í tölvuleikjagerð
Nýársheitið að segja já við öllu utan þægindarammans