Morgunblaðið - 22.11.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.11.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 Veður víða um heim 21.11., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Hólar í Dýrafirði 4 alskýjað Akureyri -3 heiðskírt Egilsstaðir 2 alskýjað Vatnsskarðshólar 5 skýjað Nuuk -4 snjókoma Þórshöfn 6 heiðskírt Ósló 2 skýjað Kaupmannahöfn 4 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki -3 heiðskírt Lúxemborg 1 léttskýjað Brussel 5 þoka Dublin 4 skúrir Glasgow 4 alskýjað London 4 léttskýjað París 3 heiðskírt Amsterdam 4 þoka Hamborg 1 skýjað Berlín 1 skýjað Vín 5 þoka Moskva -1 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 9 rigning Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 16 léttskýjað Aþena 21 léttskýjað Winnipeg -12 alskýjað Montreal -4 snjókoma New York 4 skýjað Chicago 1 þoka Orlando 21 heiðskírt  22. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:20 16:09 ÍSAFJÖRÐUR 10:48 15:51 SIGLUFJÖRÐUR 10:32 15:33 DJÚPIVOGUR 9:55 15:33 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag, laugardag og sunnudag Hæg aust- læg eða breytileg átt, en austan 5-10 allra syðst. Víða léttskýjað, en stöku skúrir með S-ströndinni. Frost 3 til 8 stig í innsveitum fyrir norðan. Hæg austlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en stöku skúrir suðaustanlands. Hiti að 5 stigum sunnantil, en annars víða 0 til 7 stiga frost. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gangi allt eftir áætlun verða stofn- skjöl vegna þróunarfélags Finna- fjarðarhafnar og rekstrarfélags hafnarinnar og samstarfssamningur milli félaganna tveggja undirritaðir fyrir lok þessa árs, að því er kemur fram á heimasíðu Bremenports (bremenports.de). Samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra hefur veitt 18 milljóna króna verkefnastyrk til Finnafjarðarverk- efnisins. Fénu verður varið til nauð- synlegarar undirbúningsvinnu, að sögn Elíasar Péturssonar, sveitar- stjóra Langanesbyggðar. Hann sagði að sveitarstjórnir Langanes- byggðar og Vopnafjarðarhrepps hefðu samþykkt að formgera verk- efnið og ganga til samninga um stofnun tveggja félaga, þróunar- félags og félags um rekstur hafnar- innar. „Ég fagna því að fá þennan styrk frá ríkinu. Það er mikilvægt fyrir lítil sveitarfélög að fá svona stuðning,“ sagði Elías. Hann sagði að samn- ingagerð vegna undirbúnings Finna- fjarðarhafnar væri býsna langt kom- in. „Uppbygging verkefnisins er orðin nokkuð ljós. Verkefnið er stórt og flókið og það þarf að vanda samn- ingagerðina mjög vel. Hún hefur tekið lengri tíma en við bjuggumst við. Ef af verkefninu verður þá mun það lifa okkur öll og því þarf að vera alveg ljóst við hvað er átt í samnings- textanum.“ Elías sagði að sveitarfélögin hefðu þurft að kaupa ráðgjöf sérfræðinga á ýmsum sviðum og verkefnastyrkur- inn sem nú fékkst færi til að standa straum af því. Elías sagði að þetta þokaðist allt í þá átt að það kæmi höfn í Finnafirði. Enn væri ómögu- legt að segja til um hvort eða hvenær það mundi gerast. Nægt landrými í Finnafirði Á heimasíðu Bremenports er frétt um að skriður sé að komast á áform- in um hafnargerð í Finnafirði. Bre- menports, verkfræðistofan EFLA og sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafi ákveðið að setja á fót þróunarfélag Finna- fjarðarhafnar (FFPD) og félag um höfnina. Bremenports verði stærsti hluthafinn í þróunarfélaginu til að byrja með. Síðar verði fengnir fjár- festar til að fjármagna næstu skref. Í fréttinni segir að nægt landrými sé í Finnafirði. Það leyfi að hafnar- bakkar verði allt að sex kílómetra langir og athafnasvæði hafnarinnar meira en 1.200 hektarar. Landið henti mjög vel til hafnargerðar og dýpið í firðinum sé nærri 20 metrar. Ölduhæð sé lítil á svæðinu miðað við önnur hafsvæði og fjörðurinn í góðu skjóli. Áætlað er að geti tekið allt að 40 ár að byggja höfnina upp og taka hana alla í notkun. Fjölbreytt atvinnustarfsemi Verkfræðistofan EFLA gerði myndina sem fylgir og gefur hún hugmynd um hvernig Finnafjarðar- höfn gæti litið út, verði af áformun- um um að byggja hana. Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri viðskiptaþróunar hjá EFLU, sagði að gert væri ráð fyrir að öflugt at- vinnulíf risi í kringum Finnafjarðar- höfn. Meðal annars væri gert ráð fyrir gríðarmiklu fiskeldi á landi. Það væri áhugavert í ljósi umræð- unnar um fiskeldi í dag. Einnig væri gert ráð fyrir framleiðslu á vetni og verksmiðju sem mundi framleiða úr því grænt ammóníak til útflutnings. Hafsteinn sagði að fyrirtæki hefðu sýnt áhuga á að setja þarna upp framleiðslu. Horft til suðurs Gert er ráð fyrir fjölbreyttri atvinnustarfsemi við höfnina, m.a. verksmiðjum og fiskeldi á landi. Stefnt á undirritun fyrir lok þessa árs  18 milljóna verkefnastyrkur vegna Finnafjarðarhafnar Tölvuteikning/EFLA Horft til norðurs Hafnarsvæðið verður um 1.200 hektarar og hafnarbakkar alls um sex kílómetra langir. Fólk á aldrinum 25-34 ára stendur öðrum langt að baki þegar kemur að eldvörnum á heimilinu, sam- kvæmt könnun sem Gallup hefur gert fyrir Landssamband slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Eldvarnabandalagið. Hvort sem litið er til fjölda reyk- skynjara eða slökkvibúnaðar stend- ur þessi hópur mun lakar að vígi en aðrir. Könnunin er kynnt í tilefni af því að Eldvarnaátak LSS hefst í dag og stendur fram í aðventubyrj- un. Slökkviliðsmenn um allt land munu heimsækja börn í 3. bekk grunnskóla og fræða þau um grunnatriði eld- varna nú í að- draganda að- ventunnar. Þeir gera börnunum grein fyrir auk- inni eldhættu á aðventunni vegna mikillar notkunar kerta- og rafmagnsljósa og brýna fyrir þeim mikilvægi þess að nauðsyn- legur eldvarnabúnaður sé á hverju heimili. Þá er átt við reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi. Eldvarnir lakari heima hjá yngra fólki Eldvarnir Nem- endur fá fræðslu. LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 AIR OPTIX® COLORS Linsur í lit Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Svikahrappar náðu að véla gjald- kera deildar ungmennafélags til að leggja 700 þúsund krónur inn á er- lendan bankareikning fyrr í vik- unni. Mestar líkur eru á að fjár- munirnir séu tapaðir. Fyrr á árinu tókst sendendum svikapósta á net- inu að svíkja fjárhæðir út úr tveimur félögum, 500 þúsund kr. í öðru tilvikinu. Ungmennafélag Ís- lands telur að ný svikahrina sé að hefjast og hvetur félögin til að breyta verkferlum og vera á varð- bergi. UMFÍ hefur sent skeyti til 29 sambandsaðila og 340 aðildar- félaga innan ungmennafélags- hreyfingarinnar til að vara við svikapóstum. Tilefnið er að margir hafa verið að fá svikapósta og einn gekk í gildruna í vikunni með því að millifæra 700 þúsund á erlend- an reikning fjársvikaranna. Liggja vel við höggi Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdstjóri UMFÍ, segir að þetta séu útpæld svik. Glæpa- mennirnir hafi undirbúið sig vel. Þeir viti nöfn gjaldkera og for- manna deilda og félaga. Noti per- sónufornöfn þegar þeir sendi bréf til gjaldkera og láti það líta út sem beiðni frá formanni eða fram- kvæmdastjóra viðkomandi félags eða deildar. Gjaldkerinn er beðinn um að millifæra fjárhæð á erlend- an reikning og það þurfi að gerast strax. Auður Inga segir að ungmenna- félögin liggi vel við höggi. Fólkið sé yfirleitt að sinna stjórnunar- störfum í sjálf- boðavinnu, í frí- tíma sínum, og sé því ekki með sömu fastmótuðu verkferlana og fyrirtæki með starfsfólk á skrifstofum. Því miður sé sjaldnast hægt að ná þessum fjármunum til baka þótt strax sé brugðist við með því að hafa sam- band við viðkomandi banka og lög- reglu. Þeir séu glataðir. Það sýni reynslan. Beinir UMFÍ þeim tilmælum til forystumanna félaganna að breyta verklagi. Besta leiðin er að gjald- keri, fjármálastjóri eða hver sá sem fær póst í nafni formanns eða framkvæmdastjóra hringi í við- komandi og kanni hvort hann hafi sent skeytið. Það taki enga stund en geti komið í veg fyrir mikið tjón. Hefur slæm áhrif Það getur verið þungt fjárhags- legt áfall fyrir viðkomandi deild eða félag þegar tekst að svíkja fjármuni úr sjóðum þeirra, sjóðum sem sjaldnast eru digrir og ætlaðir til ákveðinna nota í þágu fé- lagsfólks. „Það er fátt ömurlegra fyrir fólk sem starfar í sjálfboða- vinnu fyrir sitt félag en að lenda í slíkum svikum sem félagið situr svo uppi með,“ segir Auður Inga. Hún segir að rekstur deildarinnar verði erfiðari og fólkið þurfi að leggja enn harðar að sér við fjár- öflun til að reyna að ná aftur í þessa fjármuni. Stálu frá ung- mennafélagi  UMFÍ varar félögin við svikapóstum  Einn gjaldkeri gekk í gildruna Auður Inga Þorsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.