Morgunblaðið - 22.11.2018, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018
Náttúru notið Margir borgarbúar sem og ferðamenn gera sér ferð í góða veðrinu út í Gróttu á Seltjarnarnesi, enda margt sem fyrir augu ber, hafið í öllu sínu veldi og fuglarnir fljúgandi.
Kristinn Magnússon
Á Íslandi, eins og í
flestum öðrum ríkjum,
starfar sérhæft fólk að
því að greina umsóknir
flóttamanna um hæli í
samræmi við reglur og
samninga sem hafa
verið gerðir um mót-
töku flóttamanna.
Þeir sem starfa við
slíkt geta ekki rætt
einstaka mál opin-
berlega. Það fer því ekki vel á því
þegar stjórnmálamenn eða fjöl-
miðlar beita sér fyrir því að mál til-
tekinna einstaklinga séu tekin fram
yfir önnur.
Það væri afleitt ef reglan yrði sú
að þeir sem ná athygli fjölmiðla, og
þar með stjórnmálamanna, nytu for-
gangs fram yfir aðra. Við þær að-
stæður er auk þess hætt við að um-
fjöllunin verði einsleit og jafnvel
villandi, enda hafa þeir sem sinna því
erfiða verkefni að meta slík mál
hvorki tök né rétt á að gera grein
fyrir heildarmyndinni.
Einnig er mikilvægt að standa
vörð um reglurnar til að draga úr til-
hæfulausum umsóknum enda gerir
slíkt ríkjum mun erfiðara að veita því
fólki skjól sem þarf mest á því að
halda.
Að öllu þessu sögðu bendi ég á að
málið sem ég fjalla um hér á eftir er
annars eðlis. Það er á margan hátt
einstakt og eftir því sem ég best veit
er það ekki til umfjöll-
unar í íslenska stjórn-
kerfinu
Einstakt mál
Mál Asiu Bibi hefur
staðið í nærri áratug og
er orðið að alþjóðlegu
úrlausnarefni sem hefur
leitt ýmislegt merkilegt
í ljós.
Á Vesturlöndum hef-
ur verið fylgst með mál-
inu um margra ára
skeið. En vandi Bibi er
að hún er kristin og það
skorar ekki hátt hjá stórum hlutum
þess hóps sem stundum er kallaður
„góða fólkið“ og gefur oft tóninn í
opinberri umræðu.
Kristið fólk hefur í auknum mæli
sætt ofsóknum víða um heim. Þegar
ég heimsótti flóttamannabúðir í Líb-
anon, vegna stríðsins í Sýrlandi, fyrir
fáeinum árum var sláandi að heyra af
vanda kristinna flóttamanna. Við
fengum að heyra að í mörgum flótta-
mannabúðum væru þeir ekki vel-
komnir og jafnvel hætta búin. Það
bættist svo við að hópurinn mætti í
sumum tilvikum afgangi hjá vest-
rænum ríkjum við móttöku flótta-
manna. Ástæðan var sögð sú að þeir
sem réðu för í mörgum þeirra landa
óttuðust fordæmingu hinna „góðu“
ef þeir yrðu grunaðir um að huga
sérstaklega að vanda kristinna
flóttamanna.
Dauðadómur
Aasiya Noreen, oftast kölluð Asia
Bibi, var 38 ára fimm barna móðir og
landbúnaðarverkakona í Punjab-
héraði í Pakistan þegar málið hófst
sumarið 2009. Af frásögnum í fjöl-
miðlum að dæma var Bibi dag einn
send að sækja vatn fyrir sig og annað
fólk sem var að vinna við berjatínslu.
Tvær íslamskar samstarfskonur Bibi
settu út á að hún hefði dreypt á vatn-
inu sem hún var send að sækja. Þær
töldu sér ekki sæmandi að drekka af
sama vatni og kristin kona. Enda var
hún fyrir vikið óhrein að þeirra mati.
Í framhaldi af því var Asia sökuð um
að hafa vanvirt spámanninn og Kór-
aninn. Hópur fólks ruddist inn á
heimili hennar og fjölskyldunnar og
barði hana til óbóta. Lögreglan
mætti á staðinn og brást við með því
að handtaka Bibi fyrir guðlast.
Eftir um eins og hálfs árs fangels-
isdvöl var Bibi dæmd til dauða.
Hengingardómurinn svo staðfestur
af æðstarétti Punjab-héraðs.
Héraðsstjóri Punjab varði hins
vegar Bibi og gagnrýndi dómana.
Fyrir vikið var hann myrtur af eigin
lífverði árið 2011. Sama ár var ráð-
herra málefna minnihlutahópa í
ríkisstjórn Pakistan myrtur en hann
hafði einnig komið Bibi til varnar.
Dómur hæstaréttar
Í níu ár sat Bibi í einangrun við
ömurlegar aðstæður og ofbeldi og
beið dauðans. En nú í síðasta mánuði
sýknaði hæstiréttur Pakistan hana
loks af öllum sakargiftum. Dómurinn
var afgerandi og Bibi sýknuð á þeirri
forsendu að hún hefði verið höfð fyrir
rangri sök. Ákærendur voru auk
þess gagnrýndir fyrir framgöngu
sína.
Þar með var þó málinu ekki lokið
því mikil mótmæli brutust út í land-
inu þar sem þess var krafist að Bibi
yrði hengd eða hálshöggvin. Hæsta-
réttardómurunum hefur verið hótað
og eins og við mátti búast á það sama
við um Bibi og lögmann hennar. Lög-
maðurinn er nú flúinn til Hollands og
leitar eftir hæli fyrir Bibi á Vestur-
löndum.
Viðbrögð Vesturlanda
Beiðni þar að lútandi mun hafa
verið send til breskra stjórnvalda en
samkvæmt því sem fram kom í Huff-
ington Post og síðar í öðrum fjöl-
miðlum vilja bresk stjórnvöld ekki
veita Bibi hæli þar í landi þar eð það
geti falið í sér öryggisógn og styggt
ákveðna hópa í samfélaginu.
Þar er að sjálfsögðu átt við hópa
frá sömu slóðum og með sömu við-
horf og þeir sem ofsóttu Bibi í heima-
landinu. Ef fréttirnar eru réttar virð-
ist stjórnvöldum í Bretlandi frekar
vera umhugað um að styggja ekki
öfgahópana en að vernda Bibi og fjöl-
skyldu hennar. Í breskum fjöl-
miðlum hafa þarlendir bent á hvers
konar vanda landið sé komið í ef það
treystir sér ekki til að taka á móti 47
ára landbúnaðarverkakonu sem hef-
ur verið sýknuð í heimalandinu eftir
fráleitar sakargiftir, óréttmætan
dauðadóm og einangrunarvist í ára-
tug. En á undanförnum árum hafi
stjórnvöld í Bretlandi ekki talið sig
komast hjá því að veita alræmdum
öfgamönnum og dæmdum haturs-
predikurum, með tengsl við hryðju-
verk, landvist af „mannúðar-
ástæðum“.
Nokkur Evrópulönd munu þó vera
með málið til skoðunar eða hafa þeg-
ar ákveðið að bjóða Bibi hæli. Þeirra
á meðal eru Ítalía, Spánn og Holland.
Hvað sem því líður hvet ég ríkis-
stjórn Íslands til að láta nú þegar
þau boð út ganga að við séum
reiðubúin til að taka við Asiu Bibi og
fjölskyldu hennar.
Fordæmi Íslands
Þótt Ísland teljist friðsælasta land
heims eru ef til vill ekki mjög miklar
líkur á að landið verði fyrir valinu
sem griðastaður Asiu Bibi, eigin-
manns hennar og barnanna fimm.
En það að bjóða formlega upp á slíkt
myndi sýna eindregna afstöðu Ís-
lands í þessu stóra alþjóðlega
prinsippmáli og vonandi verða hvatn-
ing fyrir önnur lönd að verða jafn-
afdráttarlaus í afstöðu sinni.
Með því gæti rödd litla Íslands
gert mikið gagn.
Eftir Sigmund
Davíð
Gunnlaugsson
»Ég hvet ríkisstjórn
Íslands til að láta nú
þegar þau boð út ganga
að við séum reiðubúin til
að taka við Asiu Bibi og
fjölskyldu hennar.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höfundur er formaður
Miðflokksins.
Bjóðum Asiu Bibi hæli á Íslandi