Morgunblaðið - 22.11.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.11.2018, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum SMÁRALIND – KRINGLAN BRAUÐBOX Lítið 11.900,- Stórt 14.900,- Sendiherra er- lends ríkjasambands ávarpar Íslendinga í Morgunblaðinu 15. nóvember síðastlið- inn og fer mörgum orðum um mikilvægi þess að Íslendingar færi ríkjasamband- inu völd og ítök í orkumálum á Ís- landi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sendiherrann ávarpar þjóðina með þetta erindi svo ljóst er að nokkuð liggur við að Íslendingar láti undan. Lík- lega er leitun að dæmi um að sendiherra hafi á síðari árum sótt svo ákaft að gestgjafar hans létu af hendi völd til húsbænda sendi- herrans. Rökin sem tiltekin eru fyrir því að Íslendingar ættu að gangast undir orkulöggjöf Evrópusam- bandsins eru í fyrsta lagi að hún sé ljómandi góð fyrir neytendur. Umhyggja sendiherrans fyrir neytendum á Íslandi er vissulega aðdáunarverð, en hann getur ver- ið þess fullviss að Alþingi og önn- ur stjórnvöld á Íslandi eru full- fær um að tryggja hagsmuni neytenda og ef eitthvað vantar þar upp á geta íbúar landsins kosið sér nýtt Alþingi. Það er kallað lýðræði og virkar betur en sú aðferð að fela ókjörnum aðil- um í útlöndum völdin. Þá bendir sendiherrann á að Norðmenn lendi í vandræðum ef Íslendingar gangist ekki undir lögin. Vera má að Norðmenn séu álitnir aular í því umhverfi sem sendiherrann er, en það er á skjön við reynslu þess sem þetta skrifar. Ef Norð- menn kæra sig um, verða þeir ekki í neinum vandræðum með að framselja allt það vald sem þeim sýnist út í buskann, án leiðsagnar og hjálpar Íslendinga. Reyndar er það svo að yfirgnæfandi meiri- hluti Norðmanna kærir sig ekki um orkulagabálkinn svo viðbúið er að vinum Íslendinga í Noregi muni fjölga ef málið spillist. Síð- ast en ekki síst segir sendiherr- ann að hluti EES-samningsins ógildist hugsanlega tímabundið. Þar á hann væntan- lega við fyrri orku- bálka. Vandséð er að það skipti Íslendinga og Evrópusambandið máli að þeir falli nið- ur. Ef sendiherrann á við að aðrir hlutar EES-samningsins en þeir sem lúta að orku- málum ógildist er rétt að hann orði þær hót- anir skýrar svo ekk- ert fari milli mála. Til er skotgröf þar sem til skamms tíma var barist fyrir þeim hugmyndum að orkustofa Evrópusambandsins (ACER) fengi engin völd, því eftirlits- stofnun EFTA (ESA) hefði þau, að landsreglarinn væri íslenskur og stjórnvöld á Íslandi hefðu ávallt síðasta orðið varðandi teng- ingu við útlönd. Situr nú sendi- herrann nánast einn eftir við varnir í þeirri gröf. Staðreyndin er nefnilega sú að landsreglarinn heyrir ekki undir íslensk stjórn- völd, heldur undir hið erlenda vald og rækilega er tekið fram að ESA framfylgir ákvörðunum orkustofu Evrópusambandsins. Hugsanleg höft íslenskra stjórn- valda á sæstreng mundu verða talin óhemil magntakmörkun á útflutningi, auk þess sem slíkt gengi gegn samþykktri innviða- áætlun sambandsins. Nú þegar er deilt um hvar mörk valdheimilda fyrrgreindra aðila liggja. Vita- skuld veit enginn hvernig þeir munu fara með vald sitt, nú eða eftir áratug. Vitað er þó að í álitamálum mun Evrópusam- bandið sjálft kveða upp dóma, ekki leikmenn eða dómarar úti á Íslandi. Sendiherrann fullyrðir að orku- löggjöf Evrópusambandsins muni vart gilda um sæstreng milli Ís- lands og Bretlands. Það kann að vera, en það er ekki augljóst, því enginn veit hvernig sambandi Breta og Evrópusambandsins verður háttað í orkumálum í framtíðinni. Hvernig sem sú lend- ing verður ætti vart að koma neinum á óvart að sambandið hefði skoðun á slíkum sæstreng, þó ekki væri nema vegna þess að stórveldi hafa tilhneigingu til að hafa skoðun á málum óháð því hvort þau koma þeim við eða ekki. Evrópusambandið gæti til dæmis beitt sér fyrir því að sæ- strengur yrði lagður til Írlands en ekki Bretlands. Hver veit? Reyndar segir sendiherrann að enginn í Brussel velti fyrir sér sæstreng. Sjálfsagt eru margar vistarverur í höll Evrópusam- bandsins og skiljanlegt að sendi- herrann hafi ekki heimsótt þær allar. Hann hefur greinilega ekki verið mættur þar sem sæstrengur til Íslands var dreginn á kort og ákveðið að hann væri forgangs- verkefni í innviðaáætlun sam- bandsins. Það kort var teiknað og stimplað í Brussel, líklega daginn sem sendiherrann var fjarver- andi. Að lokum deilir sendiherrann tárvotur með okkur reynslu sinni af vonsku sískrökvandi andstæð- inga Evrópusamstarfs í Bret- landi. Gott er að geta glatt þenn- an gest okkar Íslendinga með því að upplýsa að hér á landi eru ákaflega fáir andstæðingar Evr- ópusamstarfs. Ef frá eru taldir fáeinir maðkar í mjöli fyrr á ár- um og á köflum óþörf fyrirferð danskra og um hríð breskra yfir- valda hefur samstarf við önnur Evrópulönd í grófum dráttum gengið þokkalega í á annað þús- und ár og engar horfur eru á breytingu þar á. En þótt and- stæðingar Evrópusamstarfs séu ekki margir á Íslandi eru and- stæðingar þess að deila völdum yfir orkumálum á Íslandi með er- lendu ríkjasambandi afar margir. Þar fer nefnilega allur þorri þjóð- arinnar og ólíkt sendiherranum hefur hann ekki misskilið neitt. Eftir Harald Ólafsson Haraldur Ólafsson » Líklega er leitun að dæmi um að sendi- herra hafi á síðari árum sótt svo ákaft að gest- gjafar hans létu af hendi völd til húsbænda sendi- herrans. Höfundur er formaður Heimssýnar. Sendiherra vill orku Sonur minn er orð- inn 22ja ára. Hann fæddist erlendis og bjó þar meira eða minna þar til hann var 12 ára. Árið 2008 álpuðumst við til að flytja með hann heim. Það hefð- um við aldrei átt að gera. Hér mætti hann ein- elti í skóla. Hann var ekki úr hverfinu, hafði ekki búið í sömu götunni alla ævi, og því var lok- að á hann. Strákarnir vörðu sitt svæði. Enga nýja hingað, og alls ekki einhverja erlenda gaura. Hann var ró- legur, viðkvæmur og feiminn, ekki nægilega töff. Skólayfirvöld vörðu hegðun þessara drengja. Þau sögðu að þessir strákar væru svo kaldir karlar og brostu af aðdáun. Þegar hann fór í menntaskóla var sjálfstraust hans í molum. Reyndi ekki að tengjast krökkum. Hann fór með veggjum. Þegar krakkarnir hlupu út úr menntaskólanum á föstu- degi til að fara saman niður í bæ, þá sá ég son minn labba einan á næstu strætóstöð. Hann átti sem sagt enga vini. Hann stóð sig ágætlega í námi, þegar hann nennti að líta í bók, en var farinn að mæta stopult. Ég ræddi við námsráðgjafa menntaskólans, tók drenginn með. Hún horfði hvasst á hann og skammaði fyrir aumingja- skap. Ekkert annað. Að lokum hætti hann að mæta. Var búinn með 80 ein- ingar af 140. Hann sá greinilega ekki tilgang í að láta þetta yfir sig ganga. Þessa daglegu einsemd. Hann drakk ekki, reykti ekki, not- aði ekki fíkniefni. Hann borðaði hollan mat, hugsaði vel um heilsuna, grann- ur, hár og myndarlegur ungur maður. Í dag er hann eins, algjör reglu- maður, en hann situr heima í herberg- inu sínu og fer ekki út. Tíu árum eftir að hann kom heim til Íslands er hann lokaður inni í her- bergi sínu, vinalaus og óhamingju- samur, dæmdur öryrki af kerfinu. Bú- ið að afgreiða málið. Kerfið fær frið til að halda áfram að gera ekki neitt. Erlendis leið honum vel. Þar voru allir vinir í bekknum. Þar var passað upp á að enginn yrði útundan. Hann blómstraði. Var í fótbolta, tók þátt í félagsstarfi. Hress 12 ára strákur. Hann var jú alltaf frekar sérvitur og skap- mikill. En það var ekk- ert til að gera veður út af. Í dag er hann eins og vélmenni, svarar vél- rænt, daufur og óham- ingjusamur. Við hófum þá þrauta- göngu að fá aðstoð við að ná honum útúr skel- inni fyrir um sex árum. Ræddum fyrst við sál- fræðinga og geðlækna. Þeir virtust ekki vera með neinar lausnir, „hann væri svo lokaður og þau væru ekki sterk í að opna fólk“. Ha? Að lokum var ástandið orðið það erfitt að við létum leggja hann inn á geðdeild Landspítalans. Þar stundu starfsmenn. „Hvað eigum við að gera?“ „Allt of mikið að gera og hann er ekki nægilega slæmt keis,“ sögðu þau. Honum voru gefin lyf. „Sjáum til hvað gerist.“ Ekkert breyttist, son- urinn alveg jafn daufur, og enginn fylgdi lyfjagjöfinni eftir. Bara sendur heim með poka af pillum. Okkur var bent á sálfræðing sem væri góður að eiga við unga stráka. Opna þá. Sál- fræðingurinn greindi hann á ein- hverfurófi. Sálfræðingurinn var sér- fræðingur í einhverfu. „Hann verður alltaf skrítinn. Hann mun líklega aldrei vinna, giftast eða eignast börn. Bara að finna fyrir hann búsetu með stuðningi og setja hann á örorku“. Nú var félagsþjónustan kölluð til. Hann var skráður sem öryrki og okk- ur sagt að það tæki mörg ár að út- vega honum húsnæði. Þangað til yrði hann að vera hjá okkur. Drengurinn var orðinn öryrki. Dæmdur úr leik af kerfinu. Það var einfaldast. Enn og aftur fór hann heim og lok- að sig inni. Þegar hann var hættur að nærast var hann lagður inn á göngu- deild Landspítalans á Kleppi. Þar var hann í tvo mánuði fram að sumar- fríum. Þá varð hann að fara heim. Næst var reynt að fá kunningja, sem er geðlæknir, til að greina hann. „Hvað getum við gert?“ spurði ég. Ég vildi ekki trúa því að drengur- inn gæti ekki átt eðlilegt líf. Hann virkaði ekki sem einhverfur. Bara leiður og dofinn. Rót vandans var að mínu viti félagsleg vanhæfni. Þar lenti hann á milli skips og bryggju. Þar brást kerfið. Vissi ekkert hvern- ig það átti að bregðast við. Hann var lagður inn á geðdeild, þar sem hann á ekki heima. Félagsþjónustan brást. Samtímis vissi geðþjónustan ekkert hvernig hún á meðhöndla vandann. Mat hann ekki og sendi í félagsleg úrræði. Öllum sama. Enginn vann vinnuna sína. Geðlæknirinn var því miður að fara í frí, og gat því ekki sinnt honum. Lagði hann þó inn en honum var lítið sinnt. Ég tók hann því heim. Eftir að geðlæknirinn kom úr fríi fór ég á fund. „Komdu með hann aftur, vil reyna aðra meðferð.“ Mamma hans sagðist ekki trúa lengur á þessar handahófskenndu lyfjatilraunir geð- lækna þar sem drengurinn var send- ur heim með pillubox. Það var rétt hjá henni. Sex ára ganga um heilbrigðis- og félagslega kerfið og drengurinn er mikið verri en þegar við hófum hana. Nú situr sonur minn einn í sínu herbergi, nærist ekki, hann er orð- inn hættulega veikur. Í dag kallaði ég á hjálp. Ef ég náði í einhvern, þá var svarið „ég skal finna einhvern til að hringja í þig“. Klukkan er nú orð- in 21.02 og enginn hefur hringt. Eigum við ekki að segja að þetta sé kerfið í hnotskurn. Enginn hring- ir, öllum er sama. Eftir Ólaf Sigurðsson Ólafur Sigurðsson » Sonur minn er einn af þessum drengjum sem mikið er talað um í dag. Óhamingjusömu drengjum. Höfundur er faðir og afi fimm drengja. olafur@360hotel.is Öllum er sama

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.